Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 17
tekið eftir dellunni áður og veit ekki
fyrr en ég renn til og fer í spíkat. Það
eina sem mér dettur í hug er að grípa
í Álfgrím af öllu afli. Ég gríp um
rassinn á buxunum hans og toga þær
niður um leið og ég dett. Það varð
uppi fótur og fit því ég var í ljósum
kjól sem var allur orðinn klístraður.
Það varð allt grútskítugt; kjóllinn og
skórnir og allt saman. Mér finnst
þetta ennþá fyndið og sé ennþá fyrir
mér hvernig ég gríp í buxurnar og
horfi á axlaböndin teygjast niður,
lengra og lengra þangað til buxurnar
voru komnar niður um hann.
Annaðhvort hafði kúadellan alveg
farið framhjá okkur á æfingum eða
okkur tekist að stíga yfir hana. Við
höfðum æft þetta nokkuð oft þangað
til við vorum búin að finna réttu
tímasetninguna, það er að segja
hversu hratt við máttum fara, því
það varð allt að vera með inni í mynd-
inni; landslagið þegar ákveðin setn-
ing er sögð og svo framvegis. Svo
loksins þegar kom að töku, þá endar
það bara með því að frökenin hangir í
brókunum hjá drengnum.“
Heyrnarlaus á öðru eyra
Það var á Spilverksárunum að
Diddú ákvað að hefja söngnám í
Guildhall School of Music and
Drama. Það var ekki auðveld ákvörð-
un: henni fannst hún vera orðin of
gömul, en þá var hún hálfþrítug, og
svo var heyrnin ekki í nógu góðu lagi.
Henni var sagt að í London væru fær-
ustu eyrnalæknarnir og því hélt hún
þangað til náms en gera átti einfalda
aðgerð á því eyranu sem verra var.
„Aðgerðin var framkvæmd í des-
ember og læknarnir voru strax von-
góðir um árangurinn. Ég var hins
vegar alltaf að bíða eftir kraftaverk-
inu; bíða eftir að vera komin með
betri heyrn. Þetta gekk svo langt að
ég var farin að ímynda mér að ég
heyrði betur. Ég mætti reglulega í
heyrnarpróf og þegar ég var spurð
hvort ég fyndi mun jánkaði ég því
vegna þess að ég var stöðugt að
reyna að sannfæra sjálfa mig um að
það væri munur. Það er nefnilega
þannig að vonin getur blekkt mann.
Það var ekki fyrr en ári seinna sem
ég fékk úrskurðinn um að heyrnar-
taugin hefði skemmst vegna sýking-
ar sem komst í innra eyrað og þegar
það gerist er ekkert hægt að gera.
Eftir þessa aðgerð er ég algerlega
heyrnarlaus á hægra eyra en hef
fjörutíu prósent heyrn á því vinstra.
Það var mikið áfall að vera búin að
missa heyrnina á fyrsta ári í söng-
náminu. En þrjóskupúkinn tók völd-
in og gaf vonleysinu langt nef. Ég
fann fyrir einhverjum baráttukrafti
sem ég vissi ekki að ég ætti til. Það
má segja að þetta mótlæti hafi styrkt
mig. Fyrstu viðbrögðin voru auðvit-
að þau að taka bara næstu flugvél
heim. En ég hugsaði mig um í nokkra
daga og ákvað að láta á það reyna
hvað ég kæmist langt þrátt fyrir
þessa fötlun. Ég vissi að ég yrði að
leggja enn harðar að mér og ákvað
að ég yrði að aðlagast þessari stað-
reynd og lifa við hana.“
Skrúfaði af sér fótinn
Diddú tók upp sinn fyrsta disk með
óperuaríum í Litháen. Þar hafði verið
ráðin heil sinfóníuhljómsveit til að
spila undir en þar var margt öðruvísi
en til stóð.
„Eftir að við ákváðum hvaða aríur
færu á diskinn héldum við Keli af
stað. Ég hafði látið vita út til Vilníus
hver efnisskráin yrði og útvegaði
nótur. Þar var nefnilega ekki um
auðugan garð að gresja af nokkru
tagi vegna þess að Rússarnir höfðu
haft á brott með sér allt sem þeir
komu höndum yfir þegar þeirra yf-
irráðum lauk.
Við héldum utan snemma í febrúar
og það var afar einkennilegt að koma
til Vilníus. Það fyrsta sem við tókum
eftir var hvað allar perur voru dauf-
ar. Snjóföl var yfir öllu og allt svo
skítugt. Snjórinn hafði mengast af
grámanum. Þannig var þetta utan
dyra sem innan og meira að segja
fólkið var grátt og guggið. Það blasti
við svo mikil óhamingja og vonleysi
og frumkvæði var ekki til nema í
hughraustustu listamönnum.
Okkur var komið fyrir á hóteli og
ekki vantaði nafnið; Hótel Astoría,
sem var á mjög fínum stað í bænum.
Við sáum að byggingarnar þarna
voru afar fallegar en þær voru í því-
líkri niðurníðslu – og hótelið var í
sama ástandi. Við fengum herbergi
með fimm metra lofthæð og þar var
vítt til veggja, en það var allt úr
plasti – nema rúmin. Þau voru bedd-
ar sem hægt var að brjóta saman og
á þeim var hálmdýna. Húsgögnin
voru öll lemstruð. Það hafði verið
reynt að líma þetta saman með ein-
hvers konar límböndum og klóak-
fnykinn lagði um allt. Það voru allar
pípur og leiðslur í borginni meira og
minna í lamasessi.
Þarna áttum við eftir að búa í hálf-
an mánuð á meðan æfingar og upp-
tökur fóru fram. En þetta var ekki
bara upptaka á heilum hljómdiski
heldur söng ég líka á tvennum tón-
leikum, meðal annars í Þjóðaróper-
unni í Vilníus, sem tekur fjögur þús-
und manns í sæti. Þeir tónleikar voru
haldnir á miklum hátíðardegi í Lithá-
en og var þeim sjónvarpað um allt
land. Ég var þarna sem fulltrúi
landsins sem varð fyrst til að viður-
kenna sjálfstæði þjóðarinnar. En
þegar að tónleikunum kom, var ég
ekki vel fyrir kölluð vegna þess að
þeir voru undir lokin á upptökunum
og þá höfðum við heldur betur lent í
ýmsum hrakningum.
Upptökur hófust ekki fyrr en viku
eftir að við komum út og allan þann
tíma vorum við hjónin að þvælast á
milli manna og stofnana. Það var svo
erfitt að ná sambandi við nokkurn
mann. Símasamband var stopult,
faxtækin virkuðu ekki og tölvusam-
band var ekki komið á. Eftir langa
mæðu komumst við að því að það
hafði gleymst að segja okkur að
hljómsveitin og hljómsveitarstjórinn
voru á tónleikaferðalagi um Evrópu.
Þremur dögum áður en upptökur
áttu að hefjast kom hljómsveitar-
stjórinn, alveg dauðuppgefinn eftir
ferðalagið. Hann sótti okkur á Lödu
og áður en hann fór inn í bílinn skrúf-
aði hann af sér löppina. Þegar við
komum á áfangastað sté hann út úr
bílnum, skellti á sig löppinni, kippti
svo þurrkublöðunum af bílnum og
stakk þeim í vasann. Þarna var öllu
steini léttara stolið.
Við tókum til við æfingar og sam-
hæfingu en brátt runnu á mig tvær
grímur því ég uppgötvaði að óperu-
stíll var ekki hans sterka hlið. Ég
þurfti því að móta aríurnar fyrir
hann. Hann var svo sem allur af vilja
gerður en hafði greinilega fengist við
aðra tegund tónlistar.
Upptökurnar voru alfarið í umsjá
litháískra tæknimanna. Þeirra voru
tólin og tækin. Þeir voru ægilega
stoltir af upptökutækjunum sínum
sem þeir höfðu keypt í Þýskalandi
eftir að Rússarnir tóku með sér allar
græjur sem höfðu áður verið í stúd-
íóinu. Þegar í hljóðverið kom var
hljómsveitin búin að stilla upp en hún
var vægast sagt illa útbúin. Til dæm-
is voru ekki til aukastrengir fyrir
strengjahljóðfærin. Það var ekkert
til. Þetta voru alveg frábærir hljóð-
færaleikarar og það var í raun ótrú-
legt hverju þeir náðu út úr hljóðfær-
unum miðað við ástand þeirra.
Svo byrjuðu
upptökurnar
Ég ákvað að byrja á einhverju ein-
földu, fara síðan stighækkandi. Ég
byrjaði á Súsönnu úr Fígaró, und-
ursamlegri og þægilegri aríu sem
þreytir mann ekki neitt, heldur smyr
röddina.
Hún var tekin upp aftur og aftur.
Ég þurfti að syngja aríuna tíu sinn-
um. Þá kemur Egill fram og segir:
„Diddú mín, það er eitthvað að. Það
er eitthvað bilað.“ Þessi tiltekna aría
fer ekki mjög hátt en það skrönglaði
og skrölti í öllu þegar ég söng hæsta
tóninn sem kemur fyrir í henni.
Litháarnir voru alveg miður sín svo
við ákváðum að láta gott heita þenn-
an daginn. Það var ekkert komið inn
og nú hafði ég aðeins viku í alla upp-
tökuna og tvenna tónleika.
Daginn eftir byrjuðum við aftur á
sömu aríu og sagan endurtók sig.
Þetta var gífulega stórt hljóðver,
hannað fyrir stóra hljómsveit. Það
vantaði ekki að Rússarnir höfðu
kunnað að smíða hljóðver sem þeir
gátu blessunarlega ekki borið burtu
á sjálfum sér þegar þeir fóru. En það
var alveg sama hvar ég stóð og úti í
hvaða horni ég var króuð – vegna
þess að tæknimennirnir héldu að það
læki inn á hljóðnemana – alltaf bjag-
aðist hljóðið á sama stað.“
Bókin Diddú er gefin út af Vöku-
Helgafelli. Höfundur er Súsanna
Svavarsdóttir. Bólin er 286 bls. að lengd.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 17
Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • Sími 511 4000 • Fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is HN
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Ú
Í
4
1
5
-0
1
Hefur þú hug á útrás?
Námskeiðið verður haldið í hliðarsal á Hótel Sögu, miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 8.30-17.00
Hagnýtt námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem eru að hefja útflutning
Markmið:
Að gefa innsýn í ferli útflutnings, forsendur ákvarðana og aðgengi að upplýsingum og aðstoð.
Námskeiðið mun kynna:
● hvar er hægt að leita upplýsinga og aðstoðar í útflutningi
● hvernig á að taka stefnumótandi ákvörðun um útflutning
● hvernig er best að undirbúa fyrirtækið áður en útflutningur hefst
● hvaða tæknileg atriði ber að hafa í huga við verðlagningu, flutning og sölu á vöru/þjónustu
● möguleika Netsins í markaðsstarfi
Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu er Guðný Káradóttir, framkvæmdastjóri Gagarín.
Auk hennar munu starfsmenn Útflutningsráðs og utanaðkomandi sérfræðingar vera með innlegg á námskeiðinu.
Jafnframt munu stjórnendur útflutningsfyrirtækja deila reynslu sinni.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti utflutningsrad@utflutningsrad.is
Þátttökugjald er 12.500 kr. með hádegisverði.
Fyrstu skrefin í útflutningi
Stórhöfða 21 - Sími: 545 55 00 - Fax: 545 55 10 - Veffang: www.flis.is - Póstfang: flis@flis.is
JadeTop sturtuklefi
- með gufu og nuddi399.000
199.000
Kynningartilboð á Roca og DaVinci til 1. des.
Magna 2 Pro baðkar
- með nuddi
Blöndunartæki
með lyftitappa
og barkatengingu frá 8.900
Borðvaskar ýmsar stærðir frá 12.900
Upphengd frá 9.000WC
ATH! Allar þessar
vörur þarf að sérpanta.
Afhendingartími ca. 4-6 vikur.
Sérblað alla
sunnudag