Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FELIX Steinþórsson fæddist24. október síðastliðinn. Á35. viku meðgöngu greindisthjartagalli í fóstrinu. Tveim- ur dögum fyrr hafði komið í ljós ör- lítið óreglulegur hjartsláttur hjá fóstrinu og var móðirin, Claire, því send í ómskoðun til Gunnlaugs Sig- fússonar, sérfræðings í hjartalækn- ingum barna. Þar kom í ljós að fóstrið hafði alvarlegan hjartagalla. Þegar ljóst var að von var á dreng ákváðu þau Claire og Steinþór að gefa honum nafnið Felix sem merk- ir farsæll. Felix á eina systur, Bríeti, sem er tæplega tveggja ára gömul. Lærir að drekka úr „uppsprettunni“ Það hefur margt gerst í lífi Felix á þeim stutta tíma síðan hann fædd- ist. Hann var skírður á vökudeild kvennadeildar Landsspítalans tveimur dögum eftir fæðingu. Tveimur dögum síðar var hann svo kominn í flugvél á leið til Boston í Bandaríkjunum til að gangast undir sína fyrstu hjartaaðgerð. Aðgerðin, sem tók fjóra klukkutíma, var gerð 29. október og gekk mjög vel. Hann jafnaði sig vel og fljótt og hinn 7. nóvember rann heimferðardagurinn upp. Hann var kominn heim 8. nóv- ember síðastliðinn og er nú undir ströngu eftirliti auk þess sem hann er nú að æfa sig að drekka móð- urmjólkina úr „uppsprettunni“, eins og faðir hans orðar það á heimasíð- unni. Um allt þetta og margt fleira er hægt að lesa í dagbók Felix sem nær allt aftur til 11. september. Steinþór segir að þegar hjartagall- inn hafi komið í ljós hafi hann strax byrjað að leita að upplýsingum á Netinu. Hann rakst fljótlega á góðar íslenskar heimasíður um börn í svipaðri aðstöðu t.d www.isholfi.- is/arndisk/ og www.janasif.- piranho.com og sá að þessi upplýs- ingamiðill væri upplagður til að miðla upplýsingum um hjartagall- ann og gang mála til ættingja, vina og kunningja. Hjálpar til að takast á við streituna Steinþór segist hafa verið svo heppinn að hafa sæmilega tölvu- kunnáttu þannig að vefurinn var tilbúinn á nokrum dögum. Það var svo á fæðingardegi Felix að hann sendi vefslóðina til ættingja og vina og þar með var vefurinn kominn af stað. Claire, móðir Felix, er ensk og því var nauðsynlegt að halda síðunni úti bæði á íslensku og ensku. „Mér hefur gengið mjög vel að viðhalda upplýsingum á síðunni,“ segir Stein- þór, „og það verður reyndar að við- urkennast að það að hanna síðuna og viðhalda henni hefur verið mér mjög mikilvægur liður í að takast á við þá streitu sem fylgir óneitanlega þeim aðstæðum sem við lentum allt í einu í. Ég varð fljótlega var við mjög já- kvæð viðbrögð frá ættingjum og vinum og það hvatti mig til dáða. Við höfum orðið vör við mikinn hlý- hug og erum mjög þakklát öllum þeim sem senda okkur tölvupóst í gegnum síðuna eða skilaboð í gegn- um gestabókina.“ Á heimasíðu Felix eru miklar og góðar upplýsingar. Hægt er að velja um upplýsingar um Felix, hjartagalla hans, dagbók, myndasafn, tengla, ýmislegt efni og heimasíðu allra fjölskyldumeðlima á Fagrahjalla 70, þ.e, Felix, Bríetar, Steinþórs og Claire. Auk þess er bæði hægt að skoða gestabók og skrifa í hana. Vefslóðin er www.sim- net.is/steinbal/Felix.htm Steinþór segir að þau stefni að því að halda áfram að uppfæra síð- una en ljóst sé að það muni ganga misjafnlega hratt frá mánuði til mánaðar. Hann segir að mestu skipti að Felix gangi vel að jafna sig á næstu mánuðum eftir uppskurð- inn sem hann fór í, en hann dafni vel og að vel gangi að undirbúa hann undir næsta uppskurð svo að hægt verði að skrifa jákvæðar og uppörv- andi fréttir inn á síðuna hans. Með eigin heima- síðu við fæðingu Það fæddist lítill drengur í Reykjavík hinn 24. október síðastliðinn og sama dag var opnuð heimasíða hans á Netinu. Ástæðan var sú að vitað var að barnið væri með hjartagalla og foreldrarnir, Claire Bilton og Steinþór Bald- ursson, vildu geta miðlað upplýsingum um drenginn og hvernig honum reiddi af til ættingja og vina, enda vitað að fljótlega þyrfti hann að gangast undir hjartauppskurð. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði heimasíðuna. Á heimasíðu Felix geta ættingjar og vinir fylgst með uppvexti hans. asdish@mbl.is Felix litli ásamt foreldrum sínum, þeim Claire Bilton og Steinþóri Baldurssyni, og systur sinni Bríeti. GÆSAPARTÍ, ný íslenskkvikmynd í fullri lengd,verður frumsýnd umnæstu helgi. Myndin var tekin á aðeins sex dögum, spunnin og leikin af ungum konum úr Borgar- firði. Böðvar Bjarki Pétursson, leik- stjóri og framleiðandi, segir að myndin sé óður til íslenskra kvenna. Myndina tileinkar hann dætrum sín- um. „Oft er sagt að ekki séu nógu góð handrit í íslenskum myndum en ég hef sagt að þetta sé orðið klisja. Það sem okkur vantar er að íslenskir kvikmyndagerðarmenn tali frá hjartanu. Friðrik Þór Friðriksson er sá eini okkar sem sannarlega talar yfirleitt frá hjartanu með sínum myndum. Með því að tileinka mynd- ina dætrum mínum verð ég að tala frá hjartanu. Boðskapurinn er: Hve- nær á maður sig sjálfur? Er heim- urinn marglitur eða er hann einlit- ur?“ Fékk hugmyndina í Hyrnunni Á forsýningum hefur leikstjórinn orðið þess var að konur um tvítugt eru yfir sig hneykslaðar á framferði kvennanna í gæsapartíinu og blygð- ist sín hreinlega fyrir þær. Viðbrögð eldri kvenna eru allt önnur og þeim þykir gæsapartíið fyndið. Leikstjórinn, sem jafnframt stendur að kvikmyndagerðinni 20 geitum og stýrir að auki Kvikmynda- skóla Íslands, fékk hugmyndina að myndinni fyrir tveimur árum. „Ég var staddur í Hyrnunni í Borgarfirði á fögrum vordegi þegar rúta kom upp að og húsið fylltist af konum í furðubúningum. Unnið var að hand- ritinu í tvö ár en síðan var ákveðið að stökkva til og gera þetta með spuna. Þó voru allar línur nokkuð vel lagð- ar. Hugmyndin var sú að vinna með heimamönnum en við undirbjuggum leikkonurnar mjög vel og vorum með þær á æfingum í þrjár vikur,“ segir Böðvar Bjarki. Engin kvennanna hafði reynslu af leik en Böðvar Bjarki kveðst hafa verið afar heppinn með leikaravalið og aðstoðarleikstjóra í myndinni sem er Árni Pétur Guðjónsson. Enginn skilur tilganginn með gæsapartíum Myndin gerist á einum sólarhring á Mótel Venusi í Borgarnesi, þar sem hún er tekin upp. Þar hafa nokkrar vinkonur söguhetjunnar tekið staðinn á leigu og slegið upp gæsapartíi. „Gæsapartí er mjög sér- stakt fyrirbæri. Það er einhvers kon- ar „ritúal“ en enginn skilur fullkom- lega tilganginn með því. Ég rannsakaði þetta fyrirbæri nokkuð vel og heyrði sögur af mörgum gæsapartíum. Það sem kom mér kannski mest á óvart var það að það er engan veginn á hreinu hvers vegna slíkum veislum er slegið upp. Það er jú hnapphelda framundan og e.t.v. verið að benda viðkomandi á að verið sé að yfirgefa vissan lífsmáta með væntanlegu hjónabandi. Það eru líka margir þættir þekktir í gæsapartíum, eins og t.d. að bjóða gæsinni á veitingastað og láta hana sitja við hlið brúðu sem er klædd í jakkaföt. Þetta er fullkomlega óskilj- anlegt. Einnig er limadýrkunin al- geng í gæsapartíum, en hugsanlega er það tákn fyrir vald sem gæsin er að gefast undir. Þetta er raunsannur heimur sem ég er að lýsa að því leyti til að ég vann myndina að töluverðu leyti með samþykki leikkvennanna og fékk hugmyndir frá þeim í fram- vindunni. En senurnar eru skrifaðar af karlmönnum og sumar þeirra eiga einhverjar konur væntanlega eftir að gagnrýna,“ segir Böðvar Bjarki. Teflt saman tveimur heimum Algengt viðkvæði kvenna sem hafa séð myndina er að þær langi til þess að horfa á hana vegna þess að þær þekki ekki svona konur. „Fyrir mér eru þetta konur eins og ég þekki þær. Ég held að tilgangurinn sé því fyrst og fremst sá að koma inn í kvennahóp, lýsa þeirri upplifun og segja auk þess í leiðinni sögu af gæs- inni.“ Í kvikmyndinni er teflt saman tveimur heimum; annars vegar heimi kvennanna og hins vegar heimi Kristjáns, bróður gæsarinnar, sem leikin er af Oddnýju Guðmunds- dóttur, og vini væntanlegs brúð- guma. Þeir tilheyra báðir sértrúar- söfnuði og í kvikmyndinni leitast Kristján við að halda veislunni innan siðsamlegra marka. „Auðvitað er Kristján fulltrúi einhvers valds eða einstrengingsháttar á hvaða sviði sem er. Þarna er því líka stillt upp að í gæsapartíi er stigið inn í alveg nýj- an heim.“ Sömuleiðis er teflt fram sem and- stæðu við heim gæsapartísins söng- lögum sem allir þekkja úr sunnu- dagaskólum landsins. Guðmundur Pétursson gítarleikari annast tón- listarþátt kvikmyndarinnar. „Á dá- lítið barnslegan hátt er ég að benda á að við erum samsett úr mörgum lög- um. Ef þú sest niður og lest ung- lingabók sem þú last sem unglingur geta undarlegir hlutir gerst í höfði þínu. Þú kemst í samband við dreng- inn sem var að lesa þessa bók og ferð að hugsa sömu hugsanirnar. Með öðrum orðum ertu þarna ennþá. Ég er að leika mér með þetta og tónlist Guðmundar er ein af uppgötvunum í myndinni.“ Gæsapartí – óður leikstjóra til íslenskra kvenna Úr kvikmyndinni Gæsapartí. Myndin var tekin á sex dögum. Um næstu helgi verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd, Gæsapartíið. Guðjón Guðmundsson ræddi við leikstjóra myndarinnar, Böðvar Bjarka Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.