Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 23
var alin upp þannig að hún ætti alltaf að vera vingjarnleg við ókunnuga. „Má ég spyrja hvað þú heitir?“ Sú með reytta hárið hafði fengið rúm við gluggann. Hún virtist nú hafa fundið einn ákveðinn stað, blett, misfellu eða hvað það nú var á lit- lausum veggnum og vék ekki aug- unum af honum þrátt fyrir spurn- inguna. „Ég veit ekki hvað í andskotanum það kemur þér við hvað ég heiti. Það veit djöfullinn að ég ætla ekki að verða vinkona þín, svo láttu mig í friði.“ Inn kom starfsstúlkan, sem öllu var vön, með milt bros á andlitinu. Í fanginu hélt hún á ungbarni og stefndi með það í áttina að konunni með svarta hárið. „Með hvaða stelpudruslum er eig- inlega búið að koma mér fyrir? Þú mátt vita það að ég hefði aldrei átt að fæða þennan krakka, svo þú skalt bara gjöra svo vel að fara aftur út með það sem þú heldur á.“ Guðlaug og Margrét litu hvor á aðra. Sonur Guðlaugar lá sofandi í fanginu á henni og hún mátti vart hugsa til þess að hann yrði fljótlega tekinn frá henni. Margrét, sem ekki mjólkaði, var slegin. Starfsstúlkan virtist ekki trúa sínum eigin eyrum. Sú svarthærða settist upp í rúminu og bandaði henni burt með höndun- um. „Svona nú, burt með þig og helvít- is krógann.“ Starfsstúlkan snerist skelkuð á hæli og gekk hratt út úr stofunni. Guðlaug fann sárt til með litla barninu sem hafði verið hafnað svona strax eftir fæðinguna. Hvern- ig í ósköpunum yrði líf þess héðan í frá? Barnið sem aldrei átti að fæðast Daginn eftir gekk rúmlega fertug- ur maður, hokinn og þreytulegur inn í stofuna og beint að rúmi konunnar sem hafði að mestu verið til friðs eft- ir að Guðlaug og Margrét hættu að veita henni athygli. Hún skeytti þó skapi sínu annað slagið á starfsfólki sem varð á vegi hennar og stundum nöldraði hún og bölvaði upp úr eins manns hljóði án þess að það virtist beinast að einhverjum sérstökum. Um morguninn hafði hún látið sig hafa það að gefa dóttur sinni brjóst en vildi ekki hafa hana sekúndu leng- ur hjá sér en brjóstagjöfin varaði. Maðurinn var í sumarjakka enda skein sólin úti og baðaði stofuna birtu og veggirnir urðu hlýlegir rétt sem snöggvast. Hann beygði sig nið- ur til að kyssa konuna sína á kinnina en hún vék sér undan. Þegar Guð- laug leit í áttina til þeirra stóð mað- urinn þögull fótamegin við rúmið og horfði niður. Konan hans lá hreyf- ingarlaus og horfði á blettinn sinn á veggnum. „Það átti að vera búið að taka mig úr sambandi,“ sagði hún allt í einu. „Já, elskan mín, það átti að vera búið.“ Ég átti aldrei að fæðast. Bókin Undir köldu tungli eftir Sigur- stein Másson er saga ungrar konu sem segir frá undir dulnefninu Karólína. Bókin er gefin út af Eddu-útgáfunni og er 208 bls. að lengd MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 23 Það er sannarlega vond staða semkonan lýsir. Það vita allir sem reynt hafa að það er hundleiðinlegt að vera í megrun. Þá getur fólk ekki borðað kökur með kaffinu, ekki smurt þykkt á brauðið sitt og ekki fengið sér aftur á diskinn. Út yfir tekur þó ef fólk ástundar þetta píslarvætti en sér engan árangur. Á hinn bóginn er verulega um- hugsunarvert hvort ástæða sé til að leggja svona mikla áherslu á það að vera grannholda. Í skáldsögum eftir Guðrúnu frá Lundi var eftirsóknar- verða konan alltaf hvít og afar mjúk- holda, brjóstamikil og rassstór og varð meira að segja langlíf. Hinir vesalingarnir sem voru magrir og veðurbitnir horfðu öfundaraugum á á dýrðina og dóu jafnvel fyrir aldur fram úr svekkelsi eða langvarandi magabólgu. En þetta er eins og í himnaríki – það kemur alltaf að því að hinir síð- ustu verða fyrstir. Nú horfa hinar mjúkholda og hvítu konur öfundar- augum á þær mögru og dökku og reyna að líkjast þeim með betri ár- angri en mjóu konurnar náðu í að fita sig á árum áður. Á þeim dögum sem Guðrún frá Lundi skrifar um var stutt síðan vist- arbandið var leyst af Íslendingum – sem þýddi að þeir þurftu ekki lengur að vera vistráðnir sem hjú hjá bænd- um heldur gátu ráðið sig í lausavinnu eða gert hvað annað sem þeim datt í hug. Hvílíkur munur og hvílíkur létt- ir. Engum hugkvæmdist þá að nýtt „vistarband“ biði Íslendinga í fram- tíðinni. Hvernig átti hinu „nýfrjálsa“ fólki að detta í hug að afkomendurnir yrðu nánast sem ánauðugir þrælar í heilsuræktarstöðvum? Að það yrðu örlög þeirra að arka þar klukku- stundum saman sveittir og skjálfandi á bretti, hjóla stynjandi á þrekhjólum eða lyfta níðþungum lóðum í sífellu. Ég er ekki viss um að fólki fortíðar gengi vel að skilja að þetta gerir fólk nútíðar af frjálsum og fúsum vilja. Þeir sem þurftu að vinna hörðum höndum dagana langa við vatnsburð, gegningar, smalamennsku, túnslétt- un og heyskap hefðu ábyggilega fundið sér annað til dundurs en þræla við heilsurækt, hefðu þeir losnað við þrældóm hins daglega lífs. Einmitt vegna þrældómsins þótti hið mjúk- holda kvenkyn öfundsvert – þær kon- ur þurftu ekki að vinna sér til húðar í hvaða veðri sem var. Mig sundlar þegar ég hugsa um alla þá orku sem eytt er í heilsurækt- arstöðvum nútímans. Við gætum ábyggilega byggt heilu borgirnar með þeirri orku. Kannski væri athugandi að finna okkur nútíma Íslendingum verðugri og þjóðhagslega hagkvæmari við- fangsefni til að halda okkur frá hinu fyrirlitna hvítmjúka holdafari en hjóla, ganga og lyfta lóðum án annars tilgangs en svitna og renna. Ég er hins vegar ekki með á hreinu hvað við ættum að taka okkur fyrir hendur. Ekki getum við lengur veitt fisk að vild, ekki heldur verið með húsdýr í garðinum hjá okkur og allra síst gætum við farið að grafa upp skurði, slétta tún inni í miðri borg eða gera ýmislegt annað það sem forfeð- urnir svitnuðu yfir. En kannski gæt- um tengt einhvers konar orkuveitu við hjólin, brettin og lóðin og þannig t.d. hitað upp göturnar, farið að sinna garðvinnu og bera innkaupapoka fyr- ir sjúka og gamla til að losna við spik- ið og þjálfa vöðvana, eða þá að skrúbba og skúra, mála og smíða í þegnskylduvinnu. En einhverra hluta vegna býður mér í grun að fólk hafi minni áhuga á að losna við spik sitt við slíka iðju en svitna og þræla klukkustundum saman í heilsurækt- arstöðvunum. Það myndi þó kannski liðka fyrir ef fólk fengi undirritað plagg þar sem því væri lofað að eftir tiltekna erfiðisvinnu gæti það grennst svo og svo mikið. Ef til vill væri verðugt verkefni fyrir næring- arfræðinga og jafnvel verkfræðinga að finna þessu farveg. Finna út hvað þræla þurfi mikið til þess að fá hina eftirsóknarverðu umbun; að eta eins og svín og líta út eins og gasella. Þjóðlífsþankar / Væri hægt að losna við spikið á þjóðhagslegri hátt? Gasellur og svín „ÉG vildi óska að ég gæti borðað eins og svín en litið út eins og gasella. Nú er þessu öfugt farið – ég borða eins og gasella og lít út eins og svín.“ Það var dönsk blaðakona sem bar fram þessa frómu ósk í blaðagrein sem ég heyrði af í sumar. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136 Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g a r g ja fa vö ru r Mokkabollar kr. 1.890 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.