Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
I.
Í GREIN Halldórs Þorsteinsson-
ar, tungumálakennara, í Lesbók
Morgunblaðsins 6. janúar 2001 rifjar
hann upp þegar hann og Thor Vil-
hjálmsson fóru að leita uppi Gerði
Helgadóttur myndlistarkonu í Flór-
ens.
Ég ákvað að leita uppi þetta hús. Í
fyrri grein sinni mundi Halldór eftir
húsnúmerinu, að það hafi verið 52, og
að það hafi villt um fyrir
þeim að bæði hafi verið til
rauð og svört götunúmer.
Í seinni greininni mundi
hann eftir götuheitinu, en
það var Via degli Artisti
eða Listamannagatan.
Á Ítalíu eru svört núm-
er fyrir íbúðarhúsnæði en
rauð númer fyrir atvinnu-
húsnæði. Ég fann 52
rautt, en þar eru seld mót-
orhjól í dag, en 52 svart
númer var mér sagt að
hefði aldrei verið til. Ég
spurði verslunareigendur
í götunni hvort þeir könn-
uðust við þetta hús og þeir
ráðlögðu mér að fara
neðst í götuna. Kom ég
þar að stóru, gulu húsi en það var
númer 6, en við hliðina er 52 rautt. Ég
sá að það var mikið af arkitektastof-
um, en þar var einnig vátrygginga-
sala og gekk ég inn í hana og spurðist
fyrir um hvort þetta væri Lista-
mannahúsið og var mér sagt að svo
væri. Útidyrahurðin til að komast
upp á efri hæðina var opin og ég
hringdi á dyrabjöllu, þar sem ég
heyrði að fólk var inni. Stúlkan, sem
kom til dyra, sagðist ekki geta hjálp-
að mér, en hún gaf mér upp síma-
númer eigandans, en það er kona,
sem býr í Róm, sem á húsið, og er hún
stundum í íbúð á efstu hæðinni.
Stúlkan sagði að ég gæti hringt á
dyrabjöllunni í íbúðinni í endanum á
ganginum, en þar byggi ekkja list-
málara og kannski gæti hún gefið
mér upplýsingar. Ég hringdi upp á
hjá henni og sagði hún mér að hún
hefði flutt inn fyrir 30 árum. Hún er
ekkja Gianfranco Frezzolini listmál-
ara. Hún sagði að á neðri hæðinni
hefðu verið myndhöggvarar en list-
málarar á efri hæðinni. Hún hafði
aldrei heyrt um að Íslendingar hefðu
verið í húsinu og virtist henni þykja
það merkilegt.
II.
Eftir ítrekaðar tilraunir til að kom-
ast í samband við eiganda hússins, frú
Caffarelli–Vismara, gátum við loks-
ins mælt okkur mót í Flórens í októ-
ber 2001. Fyrirspurn mín um sögu
þessa húss og hvort einhverjar heim-
ildir væru til um þá, sem hefðu búið í
þessu húsi, höfðu aldrei borist eig-
endunum. Hjá borgarskipulagi Flór-
ensborgar er ekki nokkurs staðar
skráð hvenær húsið var byggt. Það er
ótrúlegt að í jafn mikilli lista- og
menningarborg eins og Flórens hef
ég aldrei komist yfir heimildir um þá
hluti, sem ég hef þurft til að að fá
sögu þeirra rakta. Líklegast var hús-
ið byggt árið 1874 og var það í eigu
Luder-fjölskyldunnar til ársins 1902
en þá keypti afi frú Caffarelli–Vism-
ara-húsið. Eigandinn sagði mér að afi
hennar hefði búið í Róm og lítið fylgst
með því hverjir bjuggu í húsinu.
Hann hafði ráðið húsvörð, sem hafði
íbúð í húsinu, og seinna meir frétti
fjölskyldan að húsvörðurinn hefði
hýst marga myndlistarnema, sem
ekki hefðu getað borgað húsaleigu, en
látið málverk upp í í staðinn. Einn af
þessum listmálurum var Rosai, sem
er mjög þekktur málari á Ítalíu, og
hafði húsvarðarfjölskyldan svo gott
upp úr því að selja myndirnar eftir
hann og fleiri myndlistarnema, sem
skildu eftir sig myndir og urðu síðan
frægir, að þau náðu að kaupa sér 4
íbúðir í nágrenni Listamannahússins,
en það er gott hverfi og nálægt
miðbæ Flórens.
Lóðin undir Listamannahúsið var
seld sem byggingarlóð árið 1779, en
sú kvöð var á afsalinu að það ætti ein-
ungis að vera fyrir myndlistarnema.
Núverandi eigandi fór í mál við Flór-
ensborg, þar sem hún sagði að kostn-
aður við viðhald hússins væri mun
hærri en leigutekjur og varð dóms-
úrskurður sá að hún mætti leigja út
til þeirra sem tengjast listum. Í dag
leigja í húsinu grafískir hönnuðir,
arkitektar, verkfræðingar og lista-
skóli, en eini íbúi með lögheimili í hús-
inu er ekkja málarans Frezzolini, sem
neitar að flytja úr íbúðinni, en sonur
hennar er grafískur hönn-
uður.
III.
Í grein Halldórs minn-
ist hann á þá íslensku
listamenn, sem hafi dval-
ist í húsinu, og hef ég safn-
að saman upplýsingum
um þá í gagnasafni Morg-
unblaðsins, Íslenskum
samtíðarmönnum og einn-
ig hef ég aflað mér heim-
ilda í bók Elínar Pálma-
dóttur, Gerður, sem ég
keypti í heimsókn minni í
Gerðarsafni í sumar sem
leið.
Gerður Helgadóttir
(1928-1975). Hún stundaði
nám við Handíða- og myndlistaskól-
ann. Á haustmánuðum 1947 hélt hún
af stað með skipinu Vatnajökli áleiðis
til Flórens, þar sem hún hafði fengið
inni í Listaskólanum í Flórens (Acca-
demia delle Belle Arti). Fyrsta skóla-
daginn er hún látin teikna eftir lifandi
fyrirmynd og síðan eftir grískri mynd
og sagt að hún geti byrjað í skólanum
daginn eftir. Fyrsta verkefnið er að
gera eftirmynd af biskupshöfði. Einn
neminn hefur verið að vinna sama
verkefni í 2 mánuði. Hún drífur verk-
ið af á 6 dögum. Óþolið er svo mikið
að hún beinlínis ofgerir heilsunni.
Stendur við að höggva marmara í 32
stiga hita að sumrinu og mótar leir í
ískaldri vinnustofu að vetrinum svo
að blæðir úr fingrum og kal kemur í
tær. Á þessum tímum var ekki til
Lánasjóður íslenskra námsmanna og
mikil gjaldeyrishöft höfðu verið allt
frá árinu 1930, svo að tíminn var mjög
dýrmætur fyrir íslenska námsmenn á
þeim tímum.
Þótt Gerður kunni ekki ítölsku fell-
ur hún strax vel inn í glaðværð Ítal-
anna. Það skiptir sköpum að Rom-
anelli, prófessor hennar við
Listaskólann, hefur frá fyrsta degi
beðið ítalska stúlku úr málaradeild-
inni, Iriu Bernardini, að líta til með
Gerði. Hún talar svolitla þýsku sem
Gerður hefur lært einn vetur í gagn-
fræðaskóla. Þær verða perluvinkon-
ur. Og Piero Degl’Innocenti, vinur
Iriu og skólabróðir Gerðar í högg-
myndadeildinni, ekki síðri vinur
hennar. Þau taka hana með sér hvert
sem þau fara. Það breytist ekki þótt
þau trúlofi sig seinna árið sem Gerður
er í Flórens.
Gerður heldur tvenn jól í fæðing-
arbæ Iriu, í Piombino, en þaðan eru
bátsferðir til eyjunnar Elbu. Piero og
Iria gifta sig árið 1953, en Piero hefur
unnið margar höggmyndir með arki-
tektnum og prófessornum við há-
skólann, Leonardo Ricci, sem í þakk-
lætisskyni teiknar fyrir hann
vinnustofu-íbúðarhús í Monterinaldi-
hæðum á móti Fiesole. Þau eignast
síðan tvo syni og flytja til Frakklands
árið 1960 og setjast að í Bois d’Arcy
nálægt Versölum. Piero vinnur stóra
málmskúlptúra og hefur getið sér
orðstír undir nafninu Pierluca. Hann
ferst voveiflega árið 1968. Hafði
stungið sér til sunds í Miðjarðarhafið
í augsýn Iriu og drengjanna og kom
ekki upp aftur. Þegar Gerður giftist
eiginmanni sínum, Jean Leduc, kærir
hann sig ekki um að hafa samband við
Piero og Iriu eða aðra sérstaka vini
Gerðar. Þegar Unnur, systir Gerðar,
og Elín Pálmadóttir fara til Parísar til
að sækja dót Gerðar eftir lát hennar
1975 er stór sýning á verkum Pierl-
uca í görðum og sölum Rodin-safns-
ins. Þær ná sambandi við Iriu og til-
kynna henni lát Gerðar. Eftir skrifum
að dæma hafði Piero sýnilega slegið í
gegn og sýnt víða um heim áður en
hann varð allur. Ég hafði samband
við þjóðskrána í Piombino til að vita
hvort ég gæti fengið heimilisfang
Iriu, en hún er á skrá Ítala sem eru
búsettir erlendis, og var síðasta heim-
ilisfang hennar í Frakklandi, en allur
póstur, sem sendur hefur verið á
hennar síðasta heimilisfang frá bæj-
arskrifstofum Piombino hefur allur
verið sendur til baka, með athuga-
semdinni að móttakandi sé óþekktur.
Ræðismaðurinn í Frakklandi hefur
einnig reynt að leita hana uppi, en án
árangurs.
Það er tekið eftir Gerði í Flórens.
Hún gengur alltaf í síðbuxum sem
varla nokkur stúlka getur verið þekkt
fyrir að gera árið 1947. Gerður kærir
sig kollótta þótt hún sjái nunnur
signa sig þegar þær mæta henni. Hún
heyrir eina systurina segja við skóla-
stúlknahópinn sinn: Ekki horfa! Sí-
fellt er verið að reka hana út úr
kirkjum vegna síðbuxnanna.
Fyrst þegar Gerður kemur til
Flórens leigir hún sér herbergi hjá
fjölskyldu en hún flytur líklega í
Listamannahúsið í apríl 1948. Hún er
þar með vinnustofu á neðri hæð og
gistir þar líka.
Um haustið kynnist hún Istituto
dell’Arte hjá Porta Romana, en þessi
listaskóli er við hliðina á Boboli-garð-
inum, en þar er Pitti-höllin. Hún
skrifar heim: „Þessi skóli er miklu
hagkvæmari en listaskólinn því þar
getur maður lært að vinna í hvaða
efni sem er, grjót, marmara, tré, kop-
ar , brons, leir og gifs. Einnig fengið
kynni af mosaik, keramík, freskum
og ætingu og öllu sem viðkemur mál-
aralist. Þarna er aðeins kennt hvern-
ig á að fara með þessi mismunandi
Listamannahúsið í
Íslenskir myndlistarmenn á Flórensárunum. Frá vinstri: Gerður Helgadóttir myndhöggvari, Valtýr Pétursson listmálari, Jó-
hannes Jóhannesson listmálari og Kjartan Guðjónsson listmálari. Myndin er tekin í Feneyjum á ferðalagi þeirra meðan þau
dvöldu við nám í Flórens. Myndin birtist í ævisögu Gerðar sem Elín Pálmadóttur reit og heitir Gerður.
Lóðin undir Listamanna-
húsið var seld sem bygging-
arlóð árið 1779, segir
Bergljót Leifsdóttir, en sú
kvöð var á afsalinu að
það ætti einungis að vera
fyrir myndlistarnema.
Húsin innst inni í lóðinni þar sem Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson
og Valtýr Pétursson bjuggu að líkindum.
Listamannahúsið við Via degli Artististi nr. 6 í Flórens.
„ACCADI Trattoria“, áður „Trattoria Nello“,
þar sem Íslendingarnir voru í fæði.
Bergljót
Leifsdóttir