Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 25
efni og þar er hægt að vinna sjálf-
stætt.“ Hún heldur samt áfram í aka-
demíunni fyrir hádegi.
Þaðan hélt hún til náms í París og
bjó þar í 10 ár. Hún giftist frönskum
listamanni, Jean Leduc, hjá bæjar-
fógetanum í Kópavogi á gamlársdag
1959. Eftir að hún skildi við mann
sinn flutti hún til Hollands. Hún
veiktist af krabbameini skömmu eftir
skilnaðinn, en vann samt ótrauð
áfram. Gerður var mjög framsækin í
leit sinni að tjáningaraðferðum og
vann með ýmis form. Meðal verka
hennar eru steinglersgluggar í Saur-
bæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd
(1957 og 1964), Kópavogskirkju
(1963) og Skálholtskirkju (1960),
mósaikmynd á húsi Tollstöðvarinnar
í Reykjavík (1973) og bronsskúlptúr á
Lækjartorgi í Reykjavík (settur upp
1978). Síðasta verkið, sem Gerður
vann, voru teikningar að steindum
gluggum í Ólafsvíkurkirkju. Þá var
hún flutt til Íslands og bjó í Kópavogi
hjá Unni systur sinni. Hún var þá
orðin sjónlítil af veikindunum. Hinn
17. apríl 1994 var opnað nýtt Lista-
safn Kópavogs og þar eru varðveitt
listaverk Gerðar, sem erfingjar henn-
ar ánöfnuðu Kópavogsbæ nokkrum
árum áður. Gerður hafði sagt systk-
inum sínum að hún vildi hafa allar
sínar myndir á einum stað eftir sinn
dag og hafði þá ekki Listasafn Ís-
lands í huga. Systkini hennar buðu
Kópavogsbæ öll hennar frumeintök
af skúlptúrum og einnig eina af-
steypu af hverju verki, sem unnt var
að steypa í brons, gegn því að reist
yrði hús yfir verkin sem bæri hennar
nafn og heitir því Listasafn Kópavogs
í dag Gerðarsafn.
IV
Septemberhópurinn var stofnaður
árið 1947 og skipuðu hann Jóhannes
Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson og
Valtýr Pétursson. Hópurinn hélt
myndlistarsýningar frá árinu 1947 til
1952. Kjartan Guðjónsson skrifaði
stefnulýsingu hópsins. Ég hafði sam-
band við hann og sagði hann mér að
þeir þrír, það er Jóhannes, hann og
Valtýr, hefðu dvalið í Flórens frá
mars til júní 1949. Þeir bjuggu ekki í
sjálfu Listamannahúsinu heldur í
litlum húsum sem voru lengra inni á
lóðinni. Þeir höfðu þar aðstöðu og
einnig sváfu þeir þar. Aftur á móti var
Gerður á neðri hæðinni í Listamanna-
húsinu. Þeir voru í fæði ásamt Gerði á
veitingastaðnum Trattoria Nello í
Borgo Pinti, en á þeim tíma borðuðu
allir þar sem unnu í nágrenninu.
Eftir að þeir fóru frá Flórens til
Parísar spurðu margir í götunni hvað
hefði orðið um ljóshærðu piltana.
Kjartan sagði mér að hann hefði orðið
hissa á því, þar sem þeim fannst þeir
sem borðuðu með þeim vera lokaðir.
Samt stuttu eftir að þau byrjuðu að
borða þarna buðu þeir, sem þar voru í
fæði, Íslendingunum upp á rauðvín
með hverri máltíð. Þessi veitinga-
staður hélt nafninu Trattoria Nello til
ársins 2000, en þegar þau fjögur voru
í fæði var eigandinn Nello og held ég
að það hafi ekki verið skipt nema einu
sinni um eigendur þar til að japönsk
hjón keyptu staðinn árið 2000 og
skiptu um nafn á veitingastaðnum og
heitir hann í dag ACCADI Trattoria.
Ég spurði eigandann hvers vegna
hann hefði skipt um nafn og svaraði
hann mér því að þetta væri annar
veitingastaðurinn, sem hann hefði
keypt í Flórens, en á fyrri veitinga-
staðnum hélt hann gamla nafninu, en
sá staður gekk ekki vel, svo að hann
ákvað að breyta um nafn í þetta
skipti.
Trattoria Nello var stækkaður árið
1990 og tók þáverandi eigandi á leigu
húsnæðið við hliðina og braut vegg-
inn á milli. Í því húsnæði vann
tengdafaðir minn, Giuliano Mensuali,
en hann lést árið 1981. Einnig vann
þar faðir hans, Guido Mensuali, en
hann lést árið 1966. Þeir voru járn-
smiðir. Húsnæðið er í eigu tengda-
móður minnar, eiginmanns míns og
mágs míns. Í þessu sama húsi bjó
einnig Kristín Gunnlaugsdóttir
myndlistarmaður. Hún stundaði
einnig nám við Accademia delle Belle
Arti.
Árið 1949 var ekkert um ferða-
menn í Flórens. Í bók Elínar Pálma-
dóttur um Gerði skrifar hún að þegar
þeir þremenningarnir fóru til lögregl-
unnar til að fá dvalarleyfi voru þeir
spurðir á vegum hverra þeir væru.
Þeir sögðust vera á vegum Gerðar
Helgadóttur. Enginn kannaðist við
hana. Þá datt þeim í hug að segja
pantalona (= síðbuxur) og þá lifnaði
yfir Ítölunum: Já, litla ljóshærða
ungfrúin.
Þremenningarnir héldu frá Flór-
ens til Parísar ásamt Gerði.
Jóhannes Jóhannesson (1921-
1998). Jóhannes stundaði iðnskóla-
nám í Reykjavík og lauk prófi í gull-
og silfursmíði árið 1945. Eftir það
stundaði hann myndlistarnám við
Barnes Foundation í Bandaríkjunum
1945-46 og á Ítalíu og Frakklandi
1949 og 1951. Hann var listmálari í
Reykjavík og einn af brautryðjend-
um íslenskrar abstraktlistar. Hann
starfaði meira og minna við gull- og
silfursmíði á árunum 1953 til 1968.
Hann hélt sýningar á eigin vegum
auk þess sem hann tók þátt í fjölda
samsýninga innanlands og utan.
Hann var formaður Félags íslenskra
myndlistarmanna frá 1951 til 1952 og
fulltrúi félagsins í Bandalagi ís-
lenskra listamanna frá 1959 til 1960.
Hann var fulltrúi í Listasafni Íslands
um langt skeið frá 1971 og í safnráði
frá 1965 til 1973.
Kjartan Guðjónsson (fæddur
1921). Kjartan varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1942. Hann stundaði listnám á Ís-
landi, í Bandaríkjunum, á Ítalíu og í
Frakklandi. Hann var teiknikennari
Gerðar í Handíða- og myndlistarskól-
anum áður en Gerður hélt til Flórens.
Hann er þekktur fyrir að ganga um-
búðalaust til verks og tala tæpitungu-
laust um hlutina. Á tímum Septem-
berhópsins var hann reiður, ungur
maður og talaði máli nútímalista af
mikilli einurð og ósveigjanleika. Þeir
þremenningarnir vissu að þeir hefðu
góðan málstað að verja eins og komið
hefur á daginn, því að list þeirra var í
takt við hjartslátt og sál nýrra tíma.
Menn voru einungis ekki reiðubúnir
til að meðtaka slíkar nýjungar utan
úr heimi hér á útskerinu (þ.e. Íslandi)
og spyrntu því fast við fótum. Kjartan
hefur víða komið við og haldið fjölda
málverkasýninga, en fyrstu sérsýn-
inguna á teikningum hélt hann í List-
húsinu í Laugardal árið 1993. Hann
hefur m.a. myndskreytt bækur og
fornsögur auk þess að vera í auglýs-
ingastússi um árabil, þar sem hann
beitti teiknikunnáttunni óspart.
Valtýr Pétursson (1919-1988). Val-
týr stundaði nám við Verzlunarskóla
Íslands í tvo vetur, þá hjá Birni
Björnssyni teiknikennara í tvo vetur
en hélt síðan til Bandaríkjanna í
verslunarnám. Hann lagði stund á
listnám við einkaskóla í Boston frá
1944 til 1945 og við listaakademíuna í
Flórens árið 1949. Þá stundaði hann
framhaldsnám í París frá 1949-1950
og frá 1956-1957. Valtýr kom fyrst
fram á sjónarsviðið með September-
sýningarhópnum. Hann var síðan
einn af aðalhvatamönnum stofnunar
Septem-hópsins árið 1972 og sýndi
með honum á hverju hausti til dauða-
dags. Valtýr var virkur í samtökum
myndlistarmanna, var gjaldkeri og
síðar formaður Félags íslenskra
myndlistarmanna um árabil. Þá sat
hann í stjórn Norræna listabanda-
lagsins. Valtýr var myndlistargagn-
rýnandi Morgunblaðsins frá árinu
1952 til dauðadags og markaði djúp
spor í listasögu þjóðarinnar með þeim
hætti.
Hér með lýkur þessari samantekt
minni á dvöl þessara fjórmenninga í
Listamannahúsinu. Í samtali mínu
við skólastjóra Listaakademíunnar
kom fram að einn Íslendingur er við
nám þar og bíð ég eftir að fá uppgefið
nafn hans. Í Istituto dell’Arte í Porta
Romana eru engir Íslendingar við
nám.
Mér þætti vænt um að þeir sem
hafa verið í listnámi í þessum tveimur
skólum hefðu samband við mig og
einnig ef einhverjir hafa búið í Via
degli Artisti, svo að við Íslendingar
getum a.m.k. gert skrá yfir þá Íslend-
inga, sem hafa dvalið þar.
Heimildir:
1) Gerður, Ævisaga myndhöggvara eftir Elínu
Pálmadóttur; 1. útgáfa árið 1985,
Prentsmiðjan Oddi, 2. útgáfa Listasafn
Kópavogs, Gerðarsafn árið 1998.
2) Gagnasafn Morgunblaðsins. 3) Íslenska Al-
fræðibókin: Bókaútgáfan Örn & Örlygur,
1990, I. Bindi A-G.
Flórens
„ACCADI Trattoria“ í Borgo Pinti.
„Accademia delle Belle Arti“ í Via Ricasoli þar sem Gerður og félagar stunduðu nám.
„Accademia delle Belle Arti“.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins á Ítalíu.
TENGLAR
.....................................................
begga@inwind.it
Inngangurinn í „Accademia delle Belle Arti“, en Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður
er í hópi þeirra listamanna sem þar hafa numið.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 25
Gjafavaran
er komin
Glæsilegt
úrval
afsláttur
af öllum
vörum til
jóla
Sófar
25%
O P I Ð
M Á n - F Ö S 1 0 - 1 8
L A U G A R D A G 1 1 - 1 6
S U N N U D A G 1 3 - 1 6
BÆJARLIND 6
200 KÓPAVOGI
SÍMI 554 6300
netfang: mira@mira.is
heimasíða: www.mira.is
AUGLÝSIR
Veislan
í Míru
heldur
áfram
i l
í í
l