Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
S
ÍÐUSTU misserin hafa gestir í
sýningasölum og listasöfnum séð
fleiri markverðar sýningar þar
sem ljósmyndamiðillinn er í önd-
vegi en við höfum átt að venjast
hér. Listasafn Íslands hefur sett
upp sýningar þar sem listamenn
hafa nýtt sér miðilinn, Listasafn Akureyrar og
Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýndu Parísar-
myndir Henris Cartier-Bressons og Þjóðminja-
safn stóð fyrir sýningu á Íslandsmyndum eftir
Hans Malmberg í Hafnarborg, svo eitthvað sé
nefnt.
En í þessa flóru vantar samt aðgang að rót-
unum. Þegar flett er nýrri og glæsilegri bók
Ingu Láru Baldvinsdóttur, Ljósmyndarar á Ís-
landi 1845–1945, opnast glufa inn í heim menn-
ingararfs sem Íslendingum hefur að mestu ver-
ið hulinn, það besta sem til er af gömlum og
sögulegum ljósmyndum. Myndirnar eru til en
þær eru geymdar á söfnum og engin aðstaða til
að sýna þær á viðunandi hátt; og spurning hvort
áhersla hefur verið lögð á að skoða þær í list-
rænu ljósi út frá myndrænum gæðum.
Ljósmyndahefðin er
orðin gömul á Íslandi og
margt gott og áhugavert
hefur verið gert á þessum
vettvangi í gegnum tíðina.
Í fyrrnefndri bók kynnast
lesendur ótal hæfi-
leikaríkum ljósmyndurum og sjá dæmi um
myndir sem þeir tóku, portrett, mannlífsmyndir
og landslag. Í bókinn rekur Inga Lára enn-
fremur sögu íslenskrar ljósmyndunar á þessum
tíma og ætti það að vera lesendum nokkur op-
inberun. Opinberun vegna þess hve ósýnlegur
þessi þáttur menningar okkar hefur verið.
Hvergi á Íslandi er hægt að nálgast úrval úr
ljósmyndasögu landsins þar sem saman eru
komnar perlur liðinna ljósmyndara – eða lifandi
ef því er að skipta. Hvergi er sett fram úrval
mynda sem valdar eru vegna fagurfræðilegs
gildis í bland við sögulegt mikilvægi.
Reyndar á Ísland sér sérstöðu á þessu sviði
eins og svo mörgum öðrum. Hér eru mestu
sögulegu fjársjóðirnir, hvað myndasöfn varðar,
varðveittir á Þjóðminjasafninu: Þeir eru vel
geymdir þar, svo mikið er víst, en safnið er
geymslustaður þjóðarverðmæta, hlutverk þess
er ekki endilega að setja fram úrval mynda og
sýna út frá listrænu gildi.
Önnur söfn hýsa merkt úrval ljósmynda, og
þá sérstaklega Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Þá
eru ótalin minni byggða- og héraðssöfn þar sem
ljósmyndir er að finna.
Skyldi einhverntímann koma að því að hér
verði stofnað sérstakt ríkisljósmyndasafn, með
áherslu á að sýna það besta sem gert hefur ver-
ið á sviði ljósmyndunar, fyrr og nú? Ef það yrði
að veruleika hlyti grunnurinn alltaf að vera sótt-
ur í myndasafn Þjóðminjasafnsins, þar eru svo
mörg stór og merk söfn einstakra ljósmyndara
saman komin. Eða er ástandið fullgott eins og
það er og óþarfi að reisa eina listastofnun til?
Fyrir nokkrum árum opnuðu Danir þjóð-
arljósmyndasafn sem er undirdeild Konunglega
bókasafnsins. Úr gríðarlega stóru myndasafni
bókasafnsins voru valin rúmlega 25.000 ljós-
myndaverk; út frá listrænu gildi og sögulegu,
og mynda þau kjarna safnsins. Þar eru heild-
arsöfn nokkurra fremstu ljósmyndara Dana,
úrval frá öðrum og ennfremur myndarlegt sam-
ansafn ljósmynda víðsvegar að úr heiminum.
Myndaeignin spannar gjörvalla ljósmyndasög-
una, allt frá William Henry Fox Talbot (1800–
1877) til Ólafs Elíassonar (f. 1967).
Þ egar Ólafur Kvaran, forstöðumaðurListasafns Íslands, er spurður að þvíhvort einhverntímann hafi komið upphugmyndir um að tengja slíkt þjóð-
arljósmyndasafn Listasafninu, segir hann það
hafa komið upp í umræðunni öðru hvoru. „En í
dag er staðan gjörbreytt og slíkar forsendur
ekki fyrir hendi hvað okkur varðar. Við kaupum
inn til safnsins út frá listrænu gildi en ekki miðl-
inum sem verk eru unnin í,“ segir Ólafur. „Í
okkar huga er ljósmyndin hluti af myndlistinni;
við kaupum þannig ljósmyndaverk jafnt og olíu-
málverk. Það myndi gera okkur erfitt í dag að
rækta sérstakt ljósmyndasafn – þessi verk eru
bara hluti af okkar safni.“
Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur, lítur svipuðum augum og
Ólafur á ljósmyndalist dagsins í dag.
„Hér á Listasafni Reykjavíkur nálgumst við
ljósmyndaverk sem hluta af myndlistinni. Sumt
af því er sýnt í samstarfi við Ljósmyndasafn
Reykjavíkur en annað með sjálfstæðum hætti.
Við höfum keypt nokkuð af verkum sem eru
unnin með ljósmyndatækni, þetta er bara einn
miðillinn, rétt eins og vídeó og hefðbundin mál-
verk. Við höfum ekki áhuga á að líta á ljós-
myndir sem eitthvað sem þarf sérstaka með-
höndlun.“
En á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, sem er
tiltölulega nýflutt í Grófarhúsið, er haldið uppi
sýningahaldi auk hefðbundins safnastarfs.
María Karen Sigurðardóttir forstöðumaður
segir safnið spanna alla 20. öldina vel með sinni
myndaeign.
„Við reynum að setja upp áhugaverðar ljós-
myndasýningar í þessi þrjú skipti á árinu sem
við höfum salinn hér í Grófarhúsinu til umráða,“
segir María Karen. „Stefnan er að reyna að
vera með eina erlenda sýningu á ári, eins og
Cartier-Bresson-sýninguna í vor, og síðan tvær
íslenskar. Það geta verið samsýningar, eins og
Reykjavík samtímans sem núna stendur yfir
með myndum sautján ljósmyndara, myndir
minni hópa eða einkasýningar. Í febrúar næst-
komandi munum við þannig sýna Reykjavík-
urmyndir eftir Guðmund Ingólfsson og næsta
sumar sýnum við myndir úr okkar eigu.“
M aría Karen segir að myndir í eigusafnsins hafi ekki verið flokkaðareða skilgreindar út frá fagur-fræðilegum sjónarmiðum. „Fyrir
sýningar gefst tækifæri til að meta myndir út
frá slíkum forsendum. Safn er alls ekkert verra
þótt það sé ekki byggt á fagurfræðilegum
grunni.“
Margir hafa beðið eftir því að geta skoðað á
sómasamlegan hátt, á vandlega unnum sýn-
ingum, það besta sem varðveitt er af ljós-
myndum á Þjóðminjasafninu.
„Þegar Þjóðminjasafnið verður komið með
eðlilega sýningaraðstöðu í endurbættu hús-
næði, þarf það að sýna úrval úr sínu mikla ljós-
myndasafni, gera það sýnilegt,“ segir Ólafur
Kvaran. „Þjóðminjasafnið á öll þessi sögulegu
ljósmyndaverk en hefur ekki getað sinnt sýn-
ingarþættinum. Líklega hefur ljósmyndasagan
á Íslandi liðið fyrir það.“
Inga Lára Baldvinsdóttir, sagnfræðingur og
forstöðumaður myndadeildar Þjóðminjasafns,
segir að sýningar verði settar upp þegar safnið
verði opnað aftur við Suðurgötu.
„Þá munum við væntanlega hafa sérstaka
sýningaraðstöðu á jarðhæð safnsins, á það höf-
um við lagt áherslu,“ segir Inga Lára. „Mynda-
deildin þarf að vera sýnilegri. Við erum með
hugmyndir að sýningum; yfirlitssýningu á
portrettum, og aðra með landslagsmyndum.
Ætlunin er að opna með góðri yfirlitssýningu
sem talsverð vinna verður lögð í. Þangað til
höldum við áfram að sýna í Hafnarborg en við
verðum með yfirlitssýningu á verkum Lofts
Guðmundssonar á Listahátíð næsta sumar.“
Í eigu Þjóðminjasafnsins eru um 1,6 millj-ónir ljósmynda. 650.000 á glerplötum,600.000 á filmum og afgangurinn á pappír.Inga Lára segir að engar forsendur hafi
verið fyrir fagurfræðilegri flokkun, sambæri-
legri þeirri sem ráðist var í á Konunglega bóka-
safninu í Danmörku. „Þeir voru líka með mjög
alþjóðlegt efni í höndunum og búa að mikilli
söfnunarvinnu; eru ekki jafn staðbundnir og
við. Þá hafa þeir líka verið að kaupa verk eftir
yngri sem eldri ljósmyndara, til að styrkja safn-
ið,“ segir Inga Lára.
Hvað sérstakar ljósmyndadeildir innan ís-
lensku listasafnanna varðar finnst henni að
söfnin séu búin að missa af lestinni. „Allir mögu-
leikar til að koma upp slíku yfirlitssafni yfir ís-
lenska ljósmyndun, hvort sem hún er metin fag-
urfræðilega eða sögulega, hljóta að tengjast
þessum grunni hér á Þjóðminjasafninu. Við höf-
um verið að safna myndum frá 1908.“
Inga Lára segir að þegar hún og Ívar Brynj-
ólfsson hafi valið myndefnið í bók hennar, Ljós-
myndarar á Íslandi, hafi fagurfræðileg sjón-
armið ráðið. „Ég reikna með að svo muni einnig
vera í þeim sýningum sem við setjum upp á
næstu árum í safninu. En við stöndum frammi
fyrir því að að við erum vel sett með myndir
sem teknar eru fram undir 1940 en svo byrja að
myndast eyður. Ég hef áhyggjur af tímunum
þar á eftir, sérstaklega eftir 1960. Hver á til
dæmis myndir eftir lykilmenn í faginu á borð
við Leif Þorsteinsson og Guðmund Ingólfsson?
Það er hvergi hægt að sjá verk eftir þá og það
er alvarlegt mál.“
Ósýnilegur menningararfur?
AF LISTUM
Eftir Einar Fal
Ingólfsson
efi@mbl.is
KARL GROSSMAN (1851–1916): Andlitsmyndir af holdsveikum sjúklingum í Laugarnesspítala,
1904. Elstu litmyndir sem vitað er um af Íslendingum. Þjóðminjasafn Íslands.
ÁRNI THORSTEINSON (1870–1962): Við Tjörnina í Reykjavík um aldamótin 1900.
Þjóðminjasafn Íslands.
Hasarmyndaleikstjórinn og fram-
leiðandinn Luc Besson er driffjöðrin
á bak við Yamakasi, gjörsamlega
heilalausa, franska spennumynd um
hóp kattliðugra ungmenna sem
myndin dregur nafn sitt af. Flestir af
norður-afrískum uppruna, úr verka-
mannastétt. Virðast ekki hafa annað
fyrir stafni en að leika teiknimynda-
hetjurnar úr bókmenntum á borð við
X-menn. Einn kallar sig Sitting Bull,
annar Rakettuna, sá þriðji Tangó,
osfrv. Þeir hengslast um, storka lögg-
unni með fífldjörfu príli upp skýja-
kljúfa og hindrunarhlaupum um hús-
þök og almenningsgarða. Ýmsu því
sem óæskilegt telst til fyrirmyndar
hinum almenna skattborgara. Krakk-
arnir halda ekki vatni yfir uppátækj-
um slæpingjanna og þar finna Besson
og félagar farveg fyrir spennumynd
sem er efnislega vond en hlaðin vel
útfærðum átaka- og áhættuatriðum.
Meðal ungra aðdáenda Yamakasi-
anna er drengurinn Djamel, sem er
veill fyrir hjarta, það lætur undan er
hann reynir að apa eftir fyrirmynd-
unum og er fluttur dauðvona á spít-
ala. Yamakasiarnir komast að þess-
um sára sannleika, finna sig knúna til
að gera eitthvað, enda málið skylt.
Setja á sig lambhúshettur og leggja í
ránsherferð á hendur auðugra með-
lima stjórnar spítalans þar sem
drengurinn liggur og þarfnast nýs
hjarta, sem kostar stórfé. Tíminn til
stefnu mælist í klukkustundum svo
hópurinn þarf að hafa snör handtök
við að láta greipar sópa.
Myndin er greinilega ætluð minni-
hlutahópum í frönskum úthverfum,
full heiftar útí þá sem betur mega sín
og kynþáttahaturs í garð hvítra. Það
þykir jafnan hið besta mál; annað er
Jón en séra Jón. Látum það vera, hitt
er jafnan hvimleitt þegar fársjúk
börn eru notuð sem þungamiðja í has-
armyndum. Ekki bætir úr skák þegar
leikarinn virkar jafn fílhraustur og sá
sem holdiklæðir eymingjans litla
Dajmel. Þó maður leggi sig allan
fram er fráleitt að fá samúð með
nokkurri persónu. Bágborin della en
bærileg afþreying hasarmyndaunn-
endum.
Hróar með lambhúshettur
KVIKMYNDIR
S m á r a b í ó
Leikstjóri: Ariel Zeitoun. Handrits-
höfundur: Luc Besson. Tónskáld DJ
Spark, Joey Sparr. Kvikmynda-
tökustjóri: Philippe Piffeteau.
Aðalleikendur: Chau Belle Dinh,
William Belle, Malik Diouf, Yann
Hnautra, Charle Perriére.
Sýningartími 90 mín. Frönsk.
Europa Dist. 2001.
YAMAKASI Sæbjörn Valdimarsson