Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 31
Á ORGELANDAKT í Hjalla-
kirkju í Kópavogi í dag kl. 17
leikur Haukur Guðlaugsson,
fyrrum söng-
málastjóri, á
orgel kirkj-
unnar verk
eftir ýmsa
höfunda, m.a.
Max Reger,
Johann Seb-
astian Bach,
L. Boëll-
mann, Mend-
elssohn og fleiri.
Auk þess að leika verk sem
samin eru fyrir orgel leikur
hann einnig umritanir
þekktra verka sem samin eru
fyrir önnur hljóðfæri. M.a.
má þar nefna Svaninn eftir C.
Saint-Saëns, kafla úr árstíð-
unum eftir Vivaldi og Dans
hinna sælu sálna eftir Glück.
Haukur leggur áherslu á að
kynna ýmsa af hinum fjöl-
mörgu möguleikum orgelsins.
Orgeltón-
leikar
í Hjallakirkju
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 31
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
Hnepptar peysur
Blússur
Mikið úrval af fallegum
hnepptum peysum og blússum
SÝNING Elínar G. Jóhannsdótt-
ur, Upp með ánni, sem þessa dagana
stendur yfir í Galleríi Fold, sýnir líkt
og nafn hennar gefur til kynna ferða-
lag listakonunnar upp með ár-
straumi. Ekki er endilega um einn
ákveðin árstraum að ræða í verkun-
um heldur eru það frekar huglægar
minningar af mjúkum vatnsflaumin-
um og hörðu berginu sem er við-
fangsefni Elínar.
Upp með ánni er sjötta einkasýn-
ing listakonunnar og tekst henni vel
upp með fígúratíf verk sín þar sem
einfaldleikinn er hafður í fyrirrúmi.
Gulir, gráleitir, túrkísbláir og
djúpbláir litir eru ríkjandi í mynd-
unum, sem sýna grjót, ísjaka og
vatn, í misvíðum myndskeiðum.
Verkið Kaldir steinar sýnir til að
mynda lækjarsprænu læða sér niður
grjóthnullunga í miklu návígi og líkt
og heiti myndarinnar ber með sér
eru kaldir, gráleitir litatónar hér
ríkjandi. Sjóndeildarhringurinn í
verkinu Dýpi, þar sem ísjaki hvílir í
vatninu, er hins vegar öllu víðari.
Í meðförum Elínar tekur áin á sig
margbreytilegar myndir og lætur
henni vel að ná fram jafnt kulda
vatnsins og hlýleika, auk þess sem
það verður ýmist gruggugt eða tært
á að líta. Sterkgulir steinhnullungar
speglast til dæmis skemmtilega í
túrkísbláum vatnsfletinum í verkinu
Tiplað yfir, sem líkt og flestar mynd-
ir listakonunnar býr yfir hefðbund-
inni, sléttri áferð olíumálverksins.
Verkið Í heitum dansi telst hins veg-
ar síðra öðrum verkum sýningarinn-
ar. Vatnið gárar hér við grjótgarðinn
og virðist hreyfing þess ekki jafn
raunsönn og spegilsléttur vatnsflöt-
ur og letilegur straumur annarra
verka.
Frumleiki er kannski ekki það
fyrsta sem kemur upp í hugann þeg-
ar verk Elínar eru skoðuð. Lands-
lagsmyndirnar búa hins vegar yfir
vissum heiðarleika þar sem ekki er
leitast við að gera þær að neinu öðru.
Tök listakonunnar á fígúratífu
myndefninu skila enn fremur stíl-
hreinum myndum sem gleðja augað
og einföld mynduppbygging og góð
litanotkun leyfa verkunum að njóta
sín. Listakonan orðar það líklega
best sjálf í sýningarskránni þar sem
hún segir: „Það er ekki hægt að mis-
skilja verkin mín, aðeins að upplifa
þau á annan hátt en ég geri.“
MYNDLIST
G a l l e r í F o l d
Sýningin er opin virka daga
frá kl. 10–18, laugardaga frá kl.
10–17 og sunnudaga frá kl. 14–17.
Henni lýkur 18. nóvember.
UPP MEÐ ÁNNI – ELÍN
G. JÓHANNSDÓTTIR
Straumur árinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kaldir steinar eru meðal verka á sýningu Elínar G. Jóhannsdóttur.
Anna Sigríður Einarsdótt ir
EF HEIMILIÐ er þér kært nefnist
kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal
MÍR, Vatnsstíg 10, í dag, sunnudag,
kl. 16. Þetta er sovésk heimildarkvik-
mynd frá árinu 1967 og fjallar um
sögulegan atburð, upphaf innrásar
Þjóðverja í Sovétríkin sumarið 1941.
Leikstjóri er V. Ordynskí en með-
al höfunda tökuritsins var hinn kunni
stríðsfréttaritari og rithöfundur
Konstantín Simonvo.
Skýringar (tal) eru á dönsku. Að-
gangur er ókeypis.
Heimildar-
mynd í MÍR
NORRÆNA húsið sýnir
dönsku teiknimyndina Fugle-
krigen i Kanøfleskoven eða
Fuglastríðið í Kanøfle-skógi í
dag kl. 14. Leikstjóri er Jannik
Hastrup. Myndin er gerð eftir
sögunni Fuglastríðið eftir Bent
Haller. Myndin fékk júníor-
verðlaunin í Cannes 1991.
Myndin er ætluð börnum 7 ára
og eldri. Söngtextar eru eftir
Søren-Kragh Jacobsen.
Verðlauna-
mynd
fyrir börn
BORGARKÓRINN heldur tónleika í
Neskirkju í dag kl. 17 ásamt ein-
söngvurunum Bergþóri Pálssyni og
Ingu J. Backman. Flutt verða lög eft-
ir Sigvalda Kaldalóns (1881–1946).
Á þessu ári eru 120 ár liðin frá fæð-
ingu tónskáldsins sem var að mestu
sjálfmenntaður í list sinni en gegndi
að öðru leyti starfi héraðslæknis um
áratugaskeið. Flutt verða nokkur
þekktustu lög Sigvalda, auk annarra
sem sjaldnar heyrast, meðal annarra
lög úr sjónleiknum Dansinum í
Hruna eftir Indriða Einarsson. Pí-
anóleikari verður Iwona Ösp Jagla og
stjórnandi er Sigvaldi Snær Kalda-
lóns.
Kaldalóns-
söngvar
í Neskirkju
BÓKMENNTAKVÖLD verð-
ur í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp-
anum annað kvöld, mánudags-
kvöld, kl. 20.30. Þá lesa fjórir
kvenrithöfundar úr verkum
sínum: Anna Kristine Magnús-
dóttir, Litróf lífsins; Rakel
Pálsdóttir, Flökkusögur; Sig-
ríður Dúna Kristinsdóttir, Ævi-
saga Bjargar Þorláksson og
Þórunn Stefánsdóttir, Konan í
köflótta stólnum.
Listasafn Íslands
Gunnar J. Árnason heim-
spekingur annast leiðsögn í
Listasafni Íslands í dag kl. 15
um yfirlitssýningu á verkum
Gunnlaugs Schevings (1904–
72) sem nú stendur yfir í öll-
um sölum safnsins. Sýning-
unni lýkur 9. desember.
Nýlistasafnið
Geir Svansson, annar
tveggja sýningarstjóra sýn-
ingarinnar Omdúrman, Marg-
miðlaður Megas í Nýló, verð-
ur með leiðsögn um
sýninguna í dag kl. 15.
Aðgangur er ókeypis. Safn-
ið er opið frá 12–17.
Leiðsögn
um sýningar
Bókmennta-
kvöld
Haukur
Guðlaugsson