Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 33
g
t
í
r
g
á
í
a
á
r
t
t
r
g
í
g
g
r
t
ur-víkingsæfingunum undanfarin ár hafi verið
æfð viðbrögð við árás hryðjuverkamanna. Það
breytir ekki því að viðbúnaður í Keflavík miðast
að mjög litlu leyti við varnir gegn hryðjuverkum.
Eðlilegt verður að teljast að íslenzk stjórnvöld
taki upp í viðræðunum við Bandaríkjamenn að
gerðar verði breytingar á samsetningu og búnaði
varnarliðsins, sem geri ráð fyrir hættunni á
hryðjuverkum og viðbrögðum við henni. Slíkt er í
fullu samræmi við þá venju, sem þróazt hefur og
lýst var hér að framan, að viðbúnaður varnarliðs-
ins hefur undanfarin 50 ár tekið mið af ástandinu í
alþjóðamálum á hverjum tíma. Nú er meira
óvissuástand en verið hefur lengi; varnir Íslands
verður að skipuleggja með hliðsjón af því.
Þátttaka Íslands
í kostnaði við
landvarnir
Efldar varnir Íslands
eru öðrum þræði sam-
eiginlegt hagsmuna-
mál Íslands og Banda-
ríkjanna – og raunar
allra aðildarríkja
NATO. Það ætti að vera Bandaríkjunum metn-
aðarmál að öryggi lands, sem þau hafa tekið að
sér að veita hervernd, sé tryggt sem allra bezt.
Hins vegar getum við ekki lengur gert kröfu til
þess að Bandaríkin og önnur bandalagsríki okkar
standi straum af öllum kostnaði við varnir lands-
ins. Ísland hefur ekki yfir að ráða þeirri hefð,
þekkingu, reynslu og stjórnskipulagi í varnarmál-
um sem nauðsynlegt er til að skipuleggja hér öfl-
ugar landvarnir. Þar erum við upp á bandamenn
okkar komin. En við stöndum öðrum NATO-ríkj-
um sízt að baki hlutfallslega í efnahagslegum
styrk. Það er því eðlilegt að Ísland, sem sjálfstætt
og vel stætt ríki, taki á sig a.m.k. hluta af kostn-
aðinum við landvarnir rétt eins og önnur NATO-
ríki hafa þurft að gera um áratugaskeið.
Þurfi Bandaríkjamenn að auka viðbúnað sinn
og kostnað á einhverjum sviðum vegna varna
gegn hryðjuverkum, kemur til greina að Íslend-
ingar létti af þeim kostnaði á öðrum sviðum. Líkt
og áður hefur verið rætt á þessum vettvangi, get-
ur bezta aðferðin til þess að Íslendingar axli fjár-
hagslegar byrðar vegna landvarna verið sú, að
þeir taki sjálfir að sér skilgreinda þætti varnanna.
Í Reykjavíkurbréfi 9. júní sl. sagði þannig: „Ef
niðurstaðan verður sú að borgaralegir starfs-
menn geti sinnt tilteknum þáttum starfseminnar í
Keflavík, hlýtur sú spurning að koma í eðlilegu
framhaldi hvort þeir geti þá ekki allt eins verið ís-
lenzkir og bandarískir. Þá hljóta menn jafnframt
að ræða hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að Ís-
lendingar taki þessi verkefni að sér og axli þar
með aukna ábyrgð á eigin vörnum.“
Sá rekstrarþáttur varnarstöðvarinnar, sem
augljósast er að Íslendingar standi straum af
kostnaði við í auknum mæli, er rekstur flugbraut-
anna á Keflavíkurflugvelli, ekki sízt þar sem
meirihluti umferðar um þær er nú borgaralegt
flug. Einnig hefur verið rætt um að Íslendingar
geti tekið að sér leitar- og björgunarstörf fyrir
varnarliðið og að Landhelgisgæzlan geti aðstoðað
það við eftirlit á sjó.
Þar að auki getum við án efa eflt okkar eigin
viðbúnað gegn hugsanlegum hryðjuverkum, þótt
slíkt hljóti að gerast í nánu samstarfi við Banda-
ríkjamenn. Við uppbyggingu varna gegn hryðju-
verkamönnum verður að hafa í huga að þeir eru
ekki líklegastir til að ráðast á hefðbundin hern-
aðarskotmörk, t.d. varnarstöðina í Keflavík, held-
ur frekar gegn stjórnarstofnunum og almennum
borgurum. Þess vegna ber brýna nauðsyn til að
efla varnarviðbúnað og eftirlit í nánu samstarfi við
borgaraleg löggæzluyfirvöld. Lögreglan hefur yf-
ir að ráða sérsveit, sem m.a. er ætlað að fást við
hryðjuverkamenn og ætla verður að Landhelg-
isgæzlan og Almannavarnir ríkisins muni einnig
gegna mikilvægu hlutverki í vörnum gegn hryðju-
verkum. Samstarf þessara stofnana og varnar-
liðsins hefur eflzt á undanförnum árum, m.a. með
þátttöku þeirra í æfingum á vegum Atlantshafs-
bandalagsins. Við þá endurskoðun, sem Sólveig
Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað að
fari fram á viðbúnaði lögreglu, Almannavarna og
fleiri stofnana vegna hættunnar á hryðjuverkum,
hlýtur að verða horft til samhæfingar og sam-
starfs við varnarliðið.
Þá hafa bandarísk stjórnvöld, ekki sízt vegna
þess að þau hafa haft áhyggjur af hættu á komu
glæpa- og hryðjuverkamanna hingað til lands,
fyrir alllöngu boðið upp á samstarf alríkislögregl-
unnar FBI, bandarísku tollgæzlunnar og útlend-
ingaeftirlitsins við yfirvöld löggæzlu hér á landi.
Meðal annars hafa þau boðizt til að þjálfa lög-
reglumenn og tollverði á Keflavíkurflugvelli
þannig að þeir séu betur í stakk búnir að fylgjast
með grunsamlegum mannaferðum og tryggja
innra öryggi. Gera verður ráð fyrir að taka þurfi
samstarf við löggæzluyfirvöld í fleiri ríkjum inn í
myndina, til dæmis lögreglu í aðildarríkjum
Schengen-samningsins vegna frjálsrar farar fólks
á milli Schengen-ríkjanna.
Allt á þetta eftir að kosta umtalsverða fjármuni.
Mörg ríki heims búa sig nú undir að auka framlög
til öryggis- og varnarmála og Ísland ætti ekki að
vera nein undantekning. Munurinn er þó sá að við
höfum allt frá því Ísland varð fullvalda ríki ekki
haft neinn fjárhagslegan kostnað af landvörnum.
Nú getur hins vegar verið komið að því að það
breytist. Margir spyrja eflaust sem svo: Er eitt-
hvert vit í því að leggja stórfé í varnir gegn hætt-
um, sem eru illa skilgreindar og lítt þekktar, um
leið og fé skortir í menntakerfið, heilbrigðiskerfið,
til samgangna o.s.frv.? Svarið er einfaldlega það
að þetta er kostnaður, sem langflest ríki heims
verða að leggja í.
Varnirnar
framarlega í
forgangsröðinni
Ef við horfum til að
mynda til nánustu
vinaríkja okkar í
Skandinavíu er ljóst að
Finnland, Noregur,
Svíþjóð og Danmörk
hafa a.m.k. allt frá stríðslokum lagt stórfé til land-
varna á fjárlögum hvers árs. Þessi ríki hafa metið
það svo að þau hafi ekki efni á öðru, en hafa þó
rekið öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi og byggt
upp þjóðfélög sem standa í fremstu röð. Að
tryggja landvarnir og öryggi hlýtur ævinlega að
verða framarlega í forgangsröðinni, því að án ör-
yggis og trúverðugra varna er þróaðasta velferð-
arkerfi í heimi lítils virði.
Á tíma kalda stríðsins þurftu Íslendingar ekki
að standa sjálfir straum af kostnaði við varnir
lands síns. Hernaðarlegt mikilvægi landsins olli
því að sú aðstaða, sem hér var látin í té fyrir sam-
eiginlegar varnir NATO-ríkjanna, þótti nægilegt
endurgjald fyrir að varnir Íslands væru tryggðar.
Ef eitthvað var, gátu Íslendingar gert ósann-
gjarnar kröfur um þátttöku annarra NATO-ríkja
í kostnaði hér vegna mikilvægis landsins. Þannig
greiddu Bandaríkjamenn stóran hluta kostnaðar
við byggingu Leifsstöðvar, þeir greiða enn hluta
kostnaðar vegna borgaralegs millilandaflugs og
til skamms tíma þýddi fyrirkomulag verktaka-
starfsemi á Keflavíkurflugvelli að þar greiddu
Bandaríkin í raun ríflega fyrir framkvæmdir, þótt
þeir fjármunir rynnu til tiltölulega fámenns hóps
fyrirtækja og einstaklinga.
Landfræðileg lega landsins skiptir hins vegar
ekki sama máli og áður, allra sízt fyrir sameig-
inlegar varnir Vesturlanda gegn hryðjuverkum.
Aftur á móti hefur mikilvægi NATO-aðildarinnar
og varnarsamstarfsins við Bandaríkin aukizt fyrir
Ísland á þessum óvissutímum. Við verðum áfram
að leitast við að gera okkur gildandi í samstarfi
NATO-ríkjanna, t.d. með áframhaldandi áherzlu
á alþjóðlega friðargæzlu, og við verðum jafnframt
að vera reiðubúin að takast á hendur fjárhagslega
ábyrgð á vörnum okkar og öryggi. Aukinheldur
verðum við að vera viðbúin því að það kosti bæði
tíma og fyrirhöfn að endurskilgreina varnar- og
öryggismálastefnu landsins til að taka mið af
hinni nýju ógn.
Morgunblaðið/RAX
„Eðlilegt verður að
teljast að íslenzk
stjórnvöld taki upp í
viðræðunum við
Bandaríkjamenn að
gerðar verði breyt-
ingar á samsetningu
og búnaði varnar-
liðsins, sem geri ráð
fyrir hættunni á
hryðjuverkum og
viðbrögðum við
henni. Slíkt er í fullu
samræmi við þá
venju, sem þróazt
hefur og lýst var hér
að framan, að við-
búnaður varnarliðs-
ins hefur undan-
farin 50 ár tekið mið
af ástandinu í al-
þjóðamálum á hverj-
um tíma. Nú er
meira óvissuástand
en verið hefur lengi;
varnir Íslands verð-
ur að skipuleggja
með hliðsjón af því.“
Laugardagur 17. nóvember