Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Daily Vits
FRÁ
S
ta
n
sl
a
u
s
o
rk
a
Inniheldur 29 tegundir af
vítamínum, steinefnum og
Rautt Panax Ginseng.
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Apótekin
FRÍHÖFNIN
MEÐ orkutengdri
losun gróðurhúsaloft-
tegunda er átt við þá
losun sem beint tengist
vinnslu, flutningi, dreif-
ingu og notkun á hvers-
konar orku. Árið 1998
nam hún 6,20 milljörð-
um tonna af kolefni
(GtC). Það er nálægt
65% af allri losun gróð-
urhúsalofttegunda af
manna völdum. Hlut-
fallið fer hækkandi í
framtíðinni.
Alþjóðaorkuráðið
(World Energy Counc-
il, WEC), sem er sam-
tök landsnefnda um orkumál í ná-
lægt 100 löndum um allan heim,
hefur staðið fyrir tveimur úttektum
á orkunotkun og orkuvinnslu í heim-
inum á næstu áratugum. Sökum þess
að bæði iðnríki og þróunarlönd, út-
flutningslönd orku og innflutnings-
lönd orku, standa að Alþjóðaorku-
ráðinu, tel ég úttektir þess vera að
ýmsu leyti trúverðugri en ýmsar út-
tektir sem aðrir hafa gert. Fyrri út-
tekt ráðsins var birt 1993, en sú síð-
ari, sem fól í sér endurskoðun á hinni
fyrri, birtist 1998 í riti sem Alþjóða-
orkuráðið stóð fyrir útgáfu á og
nefnist „Hnattrænar orkuhorfur“
(Global Energy Perspectives) [1].
Fyrri úttektin náði til ársins 2020, en
hin síðari til 2050, að vísu með
nokkru lauslegri hætti fyrir tímabil-
ið 2020–2050.
Niðurstöður
Á meðfylgjandi sláariti eru sýndar
niðurstöður þessarar úttektar um
orkutengda losun gróðurhúsaloft-
tegunda árin 2020 og 2050 og raun-
veruleg losun 1990, í milljörðum
tonna af kolefni á ári sem fara út í
andrúmsloftið í formi koltvísýrings
eða ígildis hans af öðrum gróður-
húsalofttegundum. Hér er aðeins
talið kolefnið í koltvísýringnum, en
magn hans í heild er 3,67 sinnum
meira en kolefnisins sem hann
geymir.
Efsta sláin sýnir losunina 1990,
sem var 5,93 milljarðar tonna af kol-
efni; þar af 4,13 frá iðnríkjum og 1,80
frá þróunarlöndum. Neðan við hana
er slá merkt 2020B, og enn neðar eru
slár merktar 2050B og 2050C. Bók-
stafurinn B vísar til tilviks í úttekt-
inni sem flestir telja að muni komast
einna næst raunveruleikanum 2020
og 2050. Þessar slár eru byggðar á
áðurnefndu riti. Að auki eru slár
merktar 2020BB og 2050BB sem eru
einskonar afbrigði af B-tilvikinu og
eru á ábyrgð undirritaðs og að hluta
til fleiri. Að þeim verður vikið síðar.
Sláin merkt 2050C vís-
ar til svonefnds C-til-
viks sem flestir telja
óraunhæft að reikna
með 2020, en frekar
2050, og er því aðeins
sýnt hér fyrir það ár.
Að því tilviki verður
einnig vikið síðar.
Árið 2020 er búist við
að losunin verði orðin
8,25 GtC, eða 39%
meiri en 1990. Losun
iðnríkjanna hefur auk-
ist úr 4,13 GtC 1990 í
4,33 GtC 2020, eða um
4,8%, en þróunarland-
anna úr 1,80 í 3,92 GtC,
um 118%. Aukningin í losun heims-
ins er 2,32 GtC milli 1990 og 2020. Af
henni koma 2,12 GtC eða 91% frá
þróunarlöndunum, en 0,2 GtC eða
9% frá iðnríkjunum.
Árið 2050 er búist við að losunin í
heiminum hafi vaxið í 9,58 GtC, eða
um 62% frá 1990. Losun iðnríkjanna
hefur dregist saman um 0,25 GtC,
eða 6%, en losun þróunarlandanna
aukist um 3,90 GtC, eða um 217%.
Aukningin í losun heimsins milli
1990 og 2050 er 3,65 GtC. Af henni
koma 3,90 GtC, eða 107% frá þróun-
arlöndunum en -0,25 GtC, eða -7%
frá iðnríkjunum.
Með öðrum orðum: Af aukning-
unni í orkutengdri losun gróður-
húsalofttegunda milli 1990 og 2020
koma 91% frá þróunarlöndunum en
107% af aukningunni milli 1990 og
2050.
Úttekt Alþjóðaorkuráðsins
Sem kunnugt er gerir Kyoto-bók-
unin frá 1997 við Loftslagssáttmála
Sameinuðu þjóðanna frá 1992 ráð
fyrir að iðnríkin hafi á árabilinu
2008–2012 dregið saman sína losun á
gróðurhúsalofttegundum um 5% frá
því sem hún var 1990. Úttekt Al-
þjóðaorkuráðsins, sem að vísu tekur
aðeins til orkutengdrar losunar, ger-
ir ráð fyrir 4,8% aukningu 2020 frá
1990. Bókunin gerir ekki ráð fyrir að
þróunarlöndin taki á sig neinar
skuldbindingar fram til 2008–2012.
Enda þótt úttektin taki aðeins til
orkutengdrar losunar er hún það
stór hluti af heildarlosuninni að litlar
líkur eru á að markmið bókunarinn-
ar náist samkvæmt niðurstöðum
hennar.
Annað er þó verra. Fyrir gróður-
húsaáhrifin skiptir heimslosunin ein
máli. Hún eykst samkvæmt úttekt-
inni um 39% milli 1990 og 2020 og um
62% milli 1990 og 2050.
Af þessu má draga tvær ályktanir:
Sú fyrri er sú, að það er algerlega
borin von að það takist á fyrstu ára-
tugum þessarar nýbyrjuðu aldar að
hemja heimslosun gróðurhúsaloft-
tegunda við það sem hún var 1990.
Ástæðan er fólksfjölgun í núverandi
þróunarlöndum og iðnvæðing þeirra.
En sú iðnvæðing og efnahags-
framfarir í þessum löndum er aftur
forsenda þess að friður haldist í
veröldinni til frambúðar. Það er
sameiginlegt hagsmunamál alls
mannkyns, bæði iðnríkja og þróun-
arlanda.
Síðari ályktunin er sú að viðleitni
til að hægja á aukningu losunar frá
því sem að framan er rakið er von-
laus án þátttöku þróunarlandanna.
Heimslosunin verður ekki hamin
nema fyrir atbeina alls mannkyns,
iðnríkja og þróunarlanda í samein-
ingu. Hér er um verkefni að ræða
„sem allir bera sameiginlega, en mis-
munandi, ábyrgð á“ eins og segir í
Ríósáttmálanum. Mismunandi
ábyrgð þýðir hér ekki mismikla
ábyrgð heldur mismunandi hlutverk.
Hvað má til varnar verða
voru andrúmslofti?
Í ljósi þess sem að framan er rakið
er ekki óeðlilegt að svo sé spurt. Ég
er ekki frá því að sú mikla umræða
sem staðið hefur um hve mikið ein-
stök iðnríki út af fyrir ættu að draga
úr sinni losun hafi orðið til þess að
menn hafi misst sjónar á aðalatrið-
inu: Heimslosuninni. Ef við berum
saman slárnar fyrir 1990 og 2020B er
augljóst að það sem máli skiptir er að
stytta þá síðari sem heild. Yfirgnæf-
andi hluti aukningarinnar frá 1990 er
einmitt í þróunarlöndunum sem eng-
ar skuldbindingar hafa undirgengist.
Færa má rök að því að það geti
skilað meiri árangri fyrir hverja
krónu eða dollar sem varið er til að
hemja heimslosunina að iðnríkin
hjálpi þróunarlöndunum til að iðn-
væðast á eins orkuskilvirkan hátt og
verða má en að þau reyni að draga
sem mest úr sinni losun heima fyrir.
Orkukerfi iðnríkjanna eru þung-
lamaleg bákn sem ekki er unnt að
breyta nema á löngum tíma, einfald-
lega vegna tregðunnar. Orkukerfi
þróunarlandanna eru aftur á móti í
uppbyggingu. Þar má nýta nýjustu
tækni og þekkingu iðnríkjanna strax
frá byrjun. Það kann t.d. vel að vera
að Íslendingar geti hægt mun meira
á vexti heimslosunarinnar fyrir
hverja krónu sem þeir verja til þess
með því að hjálpa Kínverjum og öðr-
um til að hita hús sín með jarðhita í
stað kola en með því að reyna að
draga enn úr losun á Íslandi. Íslend-
ingar nýta nú þegar í ríkari mæli en
nokkur önnur iðnvædd þjóð orku-
lindir sem ekki hafa losun gróður-
húsalofttegunda í för með sér. Því
lengra sem gengið er í því efni því
erfiðara verður hvert viðbótarskref.
Danir hafa reist sum þeirra kola-
kyntu raforkuvera sem hæsta nýtni
hafa í heiminum, 46%. Algeng nýtni
kolakyntra raforkuvera í Kína og
mörgum öðrum þróunarlöndum er
um og innan við 30%. Í þessum lönd-
um verða reist fjölmörg slík raforku-
ver á næstu áratugum. Það skiptir
miklu fyrir heimslosunina hvort
nýtni þeirra verður 46 eða 30%. Nær
örugglega myndu Danir ná meiri ár-
angri á hverja krónu með því að
hjálpa þessum þjóðum til að nýta
tækni sína og þekkingu í þessu efni
en með því að reyna að draga enn úr
losuninni í Danmörku, sem er orðin
lág nú þegar. Hver króna verður að-
eins notuð einu sinni! Sama á við um
mörg önnur iðnríki. Ekki síst Evr-
ópusambandsríkin og Bandaríkin.
Annar kostur fylgir þessari leið:
Hún stuðlar að samvinnu iðnríkja og
þróunarlanda við að hemja heimslos-
unina. Á hana hefur skort til þessa.
Sú einhliða áhersla á að draga úr los-
un í eigin landi borið saman við við-
miðunarárið 1990, sem einkennt hef-
ur umræðuna til þessa hér á
Vesturlöndum, kemur illa við þróun-
arlöndin. Vegna þess hve losun
þeirra 1990 var lítil er þeim ómögu-
legt að draga úr henni án þess að það
hefði í för með sér efnahagslega
stöðnun í þeim. Henni vilja þau eðli-
lega ekki una. Þeirra sjónarmið er að
„frelsi frá örbirgð er óaðskiljanlegur
hluti af góðu og heilnæmu um-
hverfi“. Það sjónarmið hafa iðnríkin
lítið tekið undir hingað til. Eins og
vikið var að hér að framan eru það
einnig hagsmunir iðnríkjanna að
þróunarlöndin losni úr núverandi ör-
birgð. Það eru því sameiginlegir
hagsmunir beggja ríkjahópa. Ekkert
stuðlar betur að samvinnu en sam-
eiginlegir hagsmunir.
Af þeirri niðurstöðu Alþjóðaork-
uráðsins að losun gróðurhúsaloftteg-
unda í heiminum milli 1990 og 2020
aukist um 39% má ekki draga þá
ályktun að ekkert sé hægt að gera
enda þótt aukningin verði ekki
stöðvuð. Það er hægt að hægja á
henni. Það skiptir mjög miklu máli
því að bæði manngerð kerfi og nátt-
úruleg kerfi eiga eftir því auðveldara
með að laga sig að loftslagsbreyting-
um sem þær ganga hægar fyrir sig.
Áðurnefnd 39% aukning samsvar-
ar því að losunin aukist um 1,11% á
ári til jafnaðar yfir 30 ára tímabilið
1990–2020. Í erindi sem átta íslensk-
ir höfundar stóðu að og lagt var fram
á 17. þingi Alþjóðaorkuráðsins í
Houston í Texas í september 1998 [2]
voru leidd rök að því að með sam-
stilltu átaki í nýtingu vatnsorku og
jarðhita í heiminum mætti minnka
losunina 2020 um 10% frá því sem B-
tilvikið gerir ráð fyrir. Aukningin frá
1990 yrði þá 25% í stað 39% og með-
alaukningin á ári 0,75% á ári í stað
1,11%. Ef þar til viðbótar kæmu end-
urbætur á nýtni kolakyntra raf-
stöðva sem undirrituðum sýnast
mögulegar á grundvelli ýmsra upp-
lýsinga gæti aukningin frá 1990 orð-
ið enn minni eða tæp 18% og með-
alaukningin 1990–2020 0,55% á ári
eða helmingi hægari en í B-tilvikinu.
Þessi niðurstaða er sýnd á myndinni
með slá sem auðkennd er 2020BB.
Sennilega eru möguleikar á frekari
lækkun.
Milli 1990 og 2050 er aukning
heimslosunarinnar samkvæmt B-til-
vikinu 62% eða sem svarar 0,80% á
ári til jafnaðar borið saman við 1,11%
á ári milli 1990 og 2020. Þá er ekki
reiknað með áðurnefndum aðgerð-
um til að hægja á aukningunni milli
1990 og 2020. (BB-tilvikið). Ef reikn-
að er með þeim og að þeirri viðleitni
verði haldið áfram gæti losunin 2050
orðið eins og súlan 2050BB sýnir,
8,21 GtC í stað 9,58. Aukningin milli
1990 og 2050 yrði þá rúmlega 38%
eða 0,54% á ári að meðaltali í stað
62% og 0,80% á ári í B-tilvikinu. Sem
fyrr er að vikið kann meiri lækkun
en þetta vel að vera möguleg.
Hversu lítil getur
heimslosunin orðið 2050?
Eins og áður er getið fól athugun
Alþjóðaorkuráðsins í sér tilvik sem
auðkennt var með bókstafnum C.
Flestir telja það tilvik óraunhæft
fyrir árið 2020 en hugsanlega raun-
hæft 2050. Samkvæmt því væri orku-
tengd heimslosun á gróðurhúsaloft-
tegundum það ár komin niður í 86%
af því sem hún var 1990, þannig að
ekki hefur aðeins tekist að stöðva
aukninguna heldur líka að snúa þró-
uninni við og komast niður fyrir los-
unina 1990. Losunin í þróunarlönd-
unum hefur að vísu tvöfaldast frá
1990 en í iðnríkjunum hefur hún
hinsvegar dregist saman um 63%.
Er þetta raunhæft tilvik? Þeirri
spurningu verður ekki svarað hér og
það var heldur ekki gert í úttekt Al-
þjóðaorkuráðsins. Tilgangurinn með
því að taka það með í úttektina var
fyrst og fremst sá að vekja athygli á
hvað til þyrfti til að ná losuninni svo
langt niður.
Tvennt þarf til til að losunin geti
orðið minni en í B-tilvikinu: (1) Meiri
orkuskilvirkni og (2) minni kolkræfni
frumorkunnar en þar er reiknað
með. Með orkuskilvirkni er átt við þá
verga landsframleiðslu sem fæst á
hverja orkueiningu sem til hennar
fer. Hún er mælikvarði á hversu skil-
virk orkan er í að skapa verðmæti.
En kolkræfni frumorkunnar nefnist
það magn kolefnis sem að meðaltali
þarf að brenna á hverja einingu
hennar sem til þjóðarbúskaparins
fer. Hún er fyrst og fremst undir því
komin hvern hlut kolefnisríkar orku-
lindir eiga í heildarnotkun orku.
Fyrir heiminn í heild var kolkræfnin
16,2 kgC/GJ 1998 og hlutur kolefn-
islausra orkulinda 20,7%. Fyrir Ís-
land voru samsvarandi tölur 1998 6,8
kgC/GJ og 67,4%, hæsta hlutdeild
kolefnislausra orkulinda í nokkru
iðnríki, en 6,4 kgC/GJ og 69,8% árið
2000.
Á 30 ára tímabilinu 1960–1990
jókst orkuskilvirknin um 0,7% á ári
Jakob Björnsson
Yfirgnæfandi hluti
aukningarinnar frá
1990, segir Jakob
Björnsson, er einmitt í
þróunarlöndunum sem
engar skuldbindingar
hafa undirgengist.
ORKUTENGD LOSUN
GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA
!"#$ %!&' (!)* +
,!-*)
./
-$)0$# 1 2 3 4 5
$))6(!(!
-. (
(7
#.)87 $
9
9!$:
-;(
2:1 :5
2:11 1:
2:5 :
1:55 :4 1:31 2:5
: 1:3
!#'-8 /+
).<'
/!&'!=><().7--8/' +(