Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS Í DAG Eyjabakki 12, íbúð 0301. Falleg og mikið endurnýjuð 80 fm íbúð á 3. hæð í góðu nýlega klæddu húsi. Nýlegt baðherbergi og eldhús ásamt gólfefnum. Barnvænt hverfi, stutt í alla þjónustu og verslun. Myndir á netinu. Góð íbúð - Gott verð - Laus fljótlega. Einar Þorsteinsson tekur á móti gestum frá kl. 14- 16. V. 9,95 m. Áhv, 4,9 m. Byggsj. 6749 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Engihjalli 17, íbúð 4e- laus fljótl.-Mikið endurn. ca 80 fm íb. á 4. h. e í fallegu lyftuhúsi á mjög góðum stað í austurbæ Kópa- vogs. Nýl. uppgert eldhús, parket og flísar. Fallegt útsýni til vesturs. Íb. er laus fyrir jól. Opið hús í dag sunnudag frá kl. 14-17, Hjörvar og Svava taka á móti áhugasömum. Áhv. 5,0 m. V. 9,5 m. 5585 BORGIRF A S T E I G N A S A L A FASTEIGNAMARKAÐURINN Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Sýnum í dag glæsilega útsýnisíbúð sem er staðsett í þessu fallega lyftuhúsi við sjávarbakkann í Bryggjuhverfinu við Gull- inbrú. Íbúðin sem er á 3ju hæð, er 3ja herbergja 96,2 fm að stærð og afhendist fullbúin án gólfefna með mjög vönduðum innréttingum. Sjón er sögu ríkari. NAUSTABRYGGJA 55 - ÍBÚÐ 304 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Björt og fín 4ra herb. 100 fm íbúð á 1. hæð t.v. (slétt inn) í litlu fjölbýli. Rúmgott hol, gott eldhús m. góðum borðkrók, 3 svefnh. m. innb. skápum og gott baðherb. m. nýrri innr. Stofan björt og góð með útg. á hellulagða sérverönd. Nýtt eikarparket á holi, stofu, 2 svefnh. og eldh. Þvottahús á hæðinni. Sameign í góðu ástandi, m.a. nýmáluð og teppalögð. Verð 11,9 millj. Áhv. húsbr. og lsj. samt. 6,8 millj. Bjalla merkt Vilhelmínu, sem tekur á móti gestum. STELKSHÓLAR 12 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-18 SÍÐUMÚLA 8 SÍMI 525 8800 WWW.ODAL.IS Helgi M. Hermansson lögg.fasteignasali GSM 896 8232 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-19 FOLDASMÁRI 1 - Kóp. Sérstaklega glæsileg 132 fm efri sérhæð auk 28 fm bílskúrs. Í íbúðinni eru 3 svefnherbergi með góðum skápum. Parket og flísar á gólfum. Fallegar innréttingar. Suðursvalir með frábæru útsýni. Ef þið eruð að leita að hæð þá skoðið þessa. Verð 18,5 millj. Verið velkomin! Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 OPIN HÚS Í DAG Stararimi 20 - einbýli Vorum að fá í sölu þetta glæsilega 185 fm einbýlishús á besta stað með óhindrað útsýni yfir borgina. Um er að ræða steypt hús á einni hæð með 28 fm innb. bílskúr. Allar innréttingar og gólfefni eru sérlega smekklega útfærð. 3 svefnherbergi, stórar stofur. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Innangengt í bílskúrinn gegnum gott þvottahús. Fallegur garður með 60 fm timburverönd. Næg bílastæði og góð aðkoma. Toppeign á frá- bærum stað. Áhv. húsbréf 7,0 millj. Verð 21,7 millj. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17. Goðatún 23 - Garðabæ Nýkomið í sölu mjög gott 170 fm einbýli á einni hæð með 40 fm bílskúr. Fallegt parket og flísar á gólfum. Mjög gott eldhús og nýstandsett baðherbergi. Skipulag er mjög gott, herbergi rúmgóð og stofan stór. Gengið er úr holi út í mjög vel hirtann suðurgarð með nýl. flísalagðri verönd. Um er að ræða mjög smekklegt og vel við haldið hús á mjög góðum stað. Áhv. 6,4 millj. Verð 19,8 millj. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Í dag á milli klukkan 14 og 17 sýnum við þetta nýa endarað- hús. Húsið er allt á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er ekki fullbúið en vel íbúðar- hæft. Mjög góð nýting. Góð loft- hæð. Suðurgarður. Verð 17,9 milljónir. BRÚNASTAÐIR 1 - OPIÐ HÚS Til sölu 175 m2 einbýli, Lyngholt 2, Leirár- og Melahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Í húsinu eru 4 svefnh. Góðar innréttingar í öllu húsinu. Steypt verönd með heitum potti. Einnig 127 m2 stálgrindarhús með stórum dyrum, getur hentað fyrir léttan iðnað. Nánari upplýsingar hjá eiganda 896 6283 og á mbl.is. Fasteignamiðlun Vesturlands — sími 431 4144 Lyngholt Íbúð og iðnaðarhúsnæði 50 km frá Reykjavík FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Atvinnuhúsnæði til leigu Höfum til leigu skrifstofu-, verslunar- og iðnaðarhúsnæði af ýmsum stærðum og gerðum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu allt frá litlum einingum upp í stórar húseignir. Í mörgum tilvikum er um að ræða mjög góða staðsetningu við fjölfarnar umferðaræðar. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu. ÞROSKAÞJÁLFAFÉLAG Ís- lands átelur þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við flutning málefna 20 íbúa frá Landspítalan- um í Kópavogi til félagsmála- ráðuneytis í ályktun sem sam- þykkt var á starfsdögum félagsins í síðustu viku. Í ályktuninni segir ennfremur að nú, fimm mánuðum síðar, hafi samningar milli Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Kópavogi og félagsmálaráðuneytis enn ekki verið undirritaðir. Af- leiðing þess séu alvarleg brot á mannréttindum þeirra sem við þetta búi. Samþykkt var ályktun þar sem ÞÍ skorar á landlæknisembættið að flýta gerð vinnureglna varðandi snemmómskoðun. „Tryggja þarf þeim sem stendur snemmómskoð- un til boða upplýsingar, sem auð- velda ákvörðunartöku,“ segir m.a. í ályktuninni. Einnig var samþykkt ályktun til félagsmálaráðherra um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitar- félaga svo tilfærsla málefna fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga komi til framkvæmda sem fyrst. Þá var samþykkt ályktun um málefni Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins þar sem ÞÍ skorar á stjórnvöld að leysa fjárhags- vanda stöðvarinnar og bendir á mikilvægi þeirrar þjónustu sem hún veitir. „Þroskaþjálfafélag Ís- lands krefst þess að brugðist verði við löngum biðlistum svo fólk með fötlun fái þá þjónustu sem því ber lögum samkvæmt.“ Í ályktun til menntamálaráðu- neytis er skorað á ráðuneytið að sjá til þess að tryggð verði fræðsla í grunnskólum um félagslega stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og þau áhrif sem fötlun hefur á líf fólks. ÞÍ vill flýta gerð vinnu- reglna varð- andi snemm- ómskoðun EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Banda- lags háskólamanna 14. nóvember sl. Stjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu tónlistarkennara. Launanefnd sveitarfélaga er hvött til að ganga til samninga við Félag tónlistarskólakennara og Félag ís- lenskra hljómlistarmanna þannig að laun félagsmanna þessara fé- laga verði sambærileg launum annarra háskólamanna. Undanfarið hafa Morgunblaðinu m.a. borist stuðningsyfirlýsingar við kjarabaráttu tónlistarskóla- kennara frá eftirtöldum aðilum: Kennarafélagi Kvennaskólans í Reykjavík og Sjúkraliðafélagi Ís- lands. Stuðningur við kjarabaráttu tón- listarskólakennara MENNTAMÁL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.