Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 48

Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 48
48 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRAM undan eru stórauknir flutn- ingar á sementi með stórum flutn- ingabílum á Vesturlandsvegi til Reykjavíkur. Daglega munu tugir slíkra bíla leiða af sér stórhættu í umferð, ekki síst Hvalfjarðargöng- um, mikla aukningu mengunar og aukinn kostnað fyrir þjóðfélagið. Á sama tíma er Skeiðfaxi, hljóðlátt, hættulaust og lítt mengandi skip sem borgar sig, lagt niður. Þetta er gert til að Sementsverksmiðja rík- isins fái meiri peninga úr flutnings- jöfnunarsjóði því hún fær meiri styrki á hvert tonn fyrir flutninga á bílum en í skipinu sem frekar borgar sig þjóðhagslega. Þarna er ríkið að moka sementspeningum úr einum vasa í annan en þjóðarbúið tapar. Er flutningsjöfnunarsjóður ætl- aður til jafnaðar milli landshluta eða er hann ætlaður í gróðabrask á höfuðborgarsvæðinu eins og sjóð- urinn virkar í dag? Ef fyrirtæki, sem fær greitt úr sjóðnum, færir flutninga frá skipi yfir á stóra bíla, tæplega þrefaldast greiðslur úr sjóðnum og skekkir þar að auki samkeppnishæfni sjóflutninga. Sementverksmiðjan á Akranesi ákvað á dögunum að leggja skipi sínu Skeiðfaxa og færa flutningana yfir á stóra sementsbíla og yfirfull- an Vesturlandsveg – þar sem er meiri umferð en á Reykjanesbraut. Sementsverksmiðjan fær greiddar 990 krónur fyrir tonnið á bifreiðum en fékk 391 fyrir tonnið í skipi. Í lögum sjóðsins segir að stjórn hans sé skylt að miða greiðslur við þá flutningshætti sem ódýrastir eru á hverjum tíma. Þau lög eru því brotin með því að færa flutn- ingana frá skipinu yfir á stóru bíl- ana. Þingmenn Suðurnesja hafa lagt fram tillögu um að banna flutninga á olíu á Reykjanesbraut og Grinda- víkurvegi vegna mengunarhættu. Það breytist kannski ef sjóflutn- ingar fá að keppa á jafnréttis- grundvelli – til hagsbóta fyrir um- ferðaröryggi, vegina sjálfa, þjóðarhag og ríkisfjármál og ég tala nú ekki um Kyoto-bókun. GEORG ÞORVALDSSON, sjómaður, Grenigrund 10, Akranesi. Ríkisverksmiðja mokar peningum úr einum vasa í annan Frá Georg Þorvaldssyni sjómanni: ÞEGAR kom að því á fyrrihluta þessa árs að gera skattframtal þar sem gerð skyldi grein fyrir tekjum ársins 2000 og eignum í árslok leit dagsins ljós sú nýbreytni að skráðar voru inn á framtalsblöðin upplýs- ingar um tekjur ársins 2000 og eign- ir í árslok. Upplýsingar þessar voru sóttar í tölvukerfi ríkisskattstjóra, Fast- eignamats ríkisins og í Bifreiðaskrá. Sá sem þetta ritar hefur með höndum smávegis framtalsþjónustu. Vitneskjan um þessar breytingar vakti nokkra tilhlökkun að þær boð- uðu minni vinnu við framtalsgerð- ina, þeim mun frekar sem tími til framtalsskila var verulega skertur. En strax kom í ljós agnúi sem að óreyndu enginn hefði trúað að verða mundi á þessari framkvæmd. Að sögn ríkisskattstjóra birtust á framtalsblöðunum upplýsingar frá 100 stærstu launagreiðendum lands- ins svo og um greiðslur frá Trygg- ingastofnun og lífeyrissjóðum lands- ins. En upplýsingar um afdreginn staðgreiðsluskatt af þessum tekjum vantaði. Upphæð skattsins skal færa í sérstakan reit á framtalinu með auðkennisnúmeri 296 og er hann tölvuskráður við úrvinnslu þess. Þessi vöntun upplýsinga kom a.m.k. þeim sem þessar línur ritar algjörlega á óvart, mér fannst það hlyti að hafa næstum verið sjálfgefið að skrá upphæð afdreginnar stað- greiðslu um leið og tekjurnar. Framteljendur velflestir höfðu vitneskju um þessa nýbreytni og það hafði þær afleiðingar þeir hirtu miklu minna um að halda til haga og láta fylgja eyðublöðum sínum launa- miða eða launaseðla vinnuveitenda þar sem afdregin staðgreiðsla ársins kemur fram. Ég hefi litið svo á skattyfirvöld mundu ekki telja framtal frágengið til fullnustu nema áðurnefndur reit- ur væri útfylltur. Umtalsverður tími og fyrirhöfn af minni hálfu fór því í það að afla upplýsinga um endan- lega upphæð staðgreiðsluskatts ein- stakra framteljenda. Þeim mun bagalegra var það þar sem tími til framtalsskila var 2 – 3 vikum styttri en undanfarin ár. Því beini ég þeirri ábendingu til ríkisskattstjóra, sem vonandi er þó óþörf, að upphæð staðgreiðsluskatts af tekjum á framtalsblöðum 2002 verði forprentuð í reit 296. Sé hinsvegar sú raunin að slíkt sé óþarft þá birtist það væntanlega í þeirri mynd að áðurnefndur reitur verði ekki á framtölum 2002 eða sýnt greinilega að hann sé ekki „skráningarskyldur.“ GUÐMUNDUR GUNNARSSON, lífeyrisþegi, búsettur á Akureyri. Bréfkorn til ríkisskattstjóra Frá Guðmundi Gunnarssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.