Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 49

Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 49 Sölusýning - sölusýning á nýjum og gömlum, handhnýttum austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli við Sigtún gsm 861 4883 10% staðgreiðsluafsláttur í dag, sunnudag 18. nóv. kl. 13-19 Glæsilegt úrval Gott verð Jólamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 Viðskiptavinir athugið! Ég hef hafið störf í Hárseli og vil bjóða alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna Hildur Sæmundsdóttir. Þarabakka 3, 2. hæð í Mjódd, sími 557 9266 HÚSFÉLÖG TEPPAHREINSUN Hreinsum teppi stigahúsa Djúphreinsum  Þurrhreinsum Öflugar vélar. Vönduð vinnubrögð Teppahreinsun AB  Gluggahreinsun AB sími 698 7219 HVORT sem það má teljast til láns eða ekki, þá lifa þeir sem nú eru til, á merkilegum tímamótum. Í staðinn fyrir einokun fárra manna á tækni- legum nýjungum sem leiða af sér ódýrari og betri framleiðslu, þá gefst nútímamönnum kostur á að afla sér upplýsinga um hvaðeina sem menn finna mannkyninu til hagsbóta. Framfarir eru því svo hraðar á öllum sviðum, að undrum sætir. Þetta á sérstaklega við um framleiðsluhætti, alla tækni til samskipta og ferðalaga. Enn hefur minna miðað um þekk- ingu manna um tilvist og tilgang sinn á þessum hnetti. Flestum er ljóst að tilgangur með lífinu er einhver. Hingað til hafa menn gert ráð fyrir að vera þáttur í sköpunarverki sem kallað er Guð. Sem tengilið við þenn- an Guð hafa verið notaðir lifandi menn. Þeir hafa oft verið misnotaðir af einstaklingum til ýmissa óhæfu- verka með því að túlka boðanir þeirra sér í hag. Nú fer þessu að ljúka. Öllum verður ljóst að bakvið allt býr einn reginmáttur sem hver og einn er hluti af. Tæknin er búin að finna leiðir til að allir hafi nóg og þá þarf ekki að berjast og svíkja í nafni einhverra manna til að lifa mann- sæmandi lífi. Þá sjá allir að þeim er best borgið með því að styðja og styrkja allt líf. Með því græða þeir mest. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON frá Húsafelli. Tímamót Frá Kristleifi Þorsteinssyni: MIG langar að biðja ykkur, lesendur góðir, að rýna með mér í nokkur orð og hugtök, sem mjög hafa verið á vörum manna nú síðustu vikurnar. Það var gerð árás á táknmynd vestrænnar velsældar og verslunar- frelsis og á táknmynd hinna full- komnustu varna í heimi. Sjálft varna- málaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, sem jafnframt munu vera aðalstöðvar hinnar sjálfskipuðu al- heimslögreglu. Blandast nokkrum hugur um að árásirnar á Bandaríkin 11. sept. voru siðlaust hryðjuverk. Nei! Að sjálf- sögðu ekki. En hvenær og hvar var sáð til þess haturs sem leiddi til þessa ódæðis? Það er ekki í mannlegu valdi að svara því með neinni vissu, en það fer ekki hjá því að margt flýgur í gegnum huga okkar, sem ekki erum alveg brynjuð fyrir stormum samtím- ans. Ég verð að játa, að þessi gamli málshátturinn, „dramb er falli næst“, kom einhvern veginn aðvífandi í huga minn, og margar spurningar vakna. Er ekki meintur skipuleggjandi ódæðisins fyrrum samstarfsaðili bandarísku leyniþjónustunnar? Var og er ekki Saddam Hussein það líka? Það skyldi þó ekki vera að sú stofnun hafi kennt þessum aðilum og ýmsum fleiri meðferð bæði sýkla- og eitur- vopna? Hafi kennt ýmsum þeim, sem barist hafa á móti stjónvöldum sem ekki eru þóknanleg Bandaríkjamönn- um í fjarlægum ríkjum þá siðfræði, að tilgangurinn helgi meðalið. Hryðjuverk, hvað er það? Geta loftárásir sem limlesta og brenna fólk nokkurn tíma verið annað en hryðju- verk? Sá verknaður að ausa sprengjum yfir eina fátækustu og stríðshrjáð- ustu þjóð heimsins eins og nú er gert dag hvern austur í Afganistan finnst mér ekki sæma vestrænni siðmenn- ingu, þótt þar leynist einhverjir vit- orðsmenn og ef til vill frumkvöðlar að stórglæpunum, sem framdir voru 11. sept sl. Þegar ég velti fyrir mér hvað af til- tækjum Bandaríkjahers og leyni- þjónustu frá síðasta aldarhelmingi, ég ætti helst að tilgreina og af hverju þau töldust ekki hryðjuverk, þá hálf- fallast mér hendur. Það er af svo mörgu að taka. Mörg ykkar muna eft- ir Vietnam. Þar var reynt að eyða öll- um skógum með eitri til þess að finna skæruliðana sem leyndust inni í þeim. Á sama tíma var álitið að í Kamb- ódíu væru þjálfunarbúðir fyrir þessa sömu skæruliða. Á það land var af því tilefni kastað gífurlegu magni af bandarískum sprengjum. Uppskeran af því sprengjuregni var, ef grunur minn er réttur, að þar í landi náði völdum ógnarstjórn svo- kallaðra Rauðra Khmera. Þeir hugð- ust afmá öll áhrif vestrænnar menn- ingar í landinu af algeru miskunn- arleysi og er talið að nokkrar millj- ónir manna hafi látið lífið í þeim ósköpum. Fyrir nærri því hálfri öld var átakasvæðið landið Kórea. Ógnvald- urinn var kommúnisminn. Hildarleik- urinn gekk fram og aftur um skagann í nokkur ár. Bandarískar sprengjur féllu sem aldrei fyrr. Í höfuðborg norðurhlutans stóð ekkert hús eftir óskemmt þegar ósköpunum linnti. Þó varð kommúnisminn ekki afmáður heldur hefur hann ríkt þarna í stjörfu og stirðnuðu formi síðan. Á seinni ár- um höfum við þráfaldlega heyrt um hungursneyð í þessu landi. Kannski er það síst að furða þó margt sé örð- ugt í landi þar sem varla finnst óskemmt mannvirki. Hvorki hús, vegur né brú. Mér finnst að líkja megi æðisgengnum loftárásum við fjölda- morð inní framtíðina. – Hvað með Írak? Hvað átti að uppræta og hvað hefur það kostað mörg mannslíf? Nú eru það talibanar, sem náð hafa völdum í því fjalllenda Afganistan inní miðri Asíu, eftir rúmlega tuttugu ára borgarastyrjöld. Sjálfsagt búa þeir við mjög grimma útfærslu á múslímskum sið. Við skulum samt varast að leggja að jöfnu grimman sið og siðleysi. Höfum við ekki stundum horft með hrifningu til forfeðra okk- ar, landnámsmannanna, sem hjuggu mann og annan samkvæmt sínum siðalögmálum. Að láta lífið fyrir trú sína þykir kannski mjög framandleg hugsun hér um vesturlönd í dag. Ég minnist þess samt úr mínum barnalærdómi að nokkur ljómi stóð af orðinu píslar- vottur. Við skulum því ekki gefa okk- ur það, að sá sem fórnar lífi sínu í sjálfsmorðsárás geri það af einhverj- um óskiljanlegum djöfulskap. Kann ekki að vera að trúin á það, að hans dauði sé framlag í frelsisbar- áttu meðbræðra hans, gefi honum kraft til sinnar gjörðar? Ekki ætla ég mér samt að leiða fram neinn algildan stóra sannleik í þessu bréfkorni. Ég tel samt fyllilega réttmætt að halda fram þeirri skoðun, að hryðju- verk muni seint verða upprætt með ennþá stórkostlegri hryðjuverkum. SÆVAR SIGBJARNARSON, Rauðholti, 701 Egilsstöðum. Bréf til Morgunblaðsins Frá Sævari Sigbjarnarsyni, bónda í Rauðholti:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.