Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mingó kemur í dag,
Ottó N. Þorláksson,
Sæfaxi og Vigri fara í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Venus kemur í dag.
Brúarfoss kemur á
morgun.
Mannamót
Aflagrandi 40. Leik-
húsferð, laugardainn
24. nóvember verður
farið að sjá Kristnihald
undir jökli eftir Halldór
Kiljan Laxness í Borg-
arleikhúsinu. Skráning
og upplýsingar í af-
greiðslu, sími 562 2571.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13.30–16.30 opin
smíðastofan/útskurður,
kl. 13.30 félagsvist, kl.
10 púttvöllurinn opinn,
kl. 16 myndlist. Allar
upplýsingar í síma
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10–17 fóta-
aðgerð, kl. 10
samverustund, kl.
13.30–14.30 söngur við
píanóið, kl. 13–16 búta-
saumur.
Eldri borgarar, Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið, Hlaðhömr-
um, er á þriðju- og
fimmtudögum kl. 13–
16.30, spil og föndur.
Jóga á föstudögum kl.
13.30. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum, fimmtu-
daga kl. 17–19. Uppl.
hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566 8060 kl. 8–16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan, Gullsmára
9, er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fóta-
aðgerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
verslunin opin, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna, kl.
13.30 enska, framhald.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Á
morgun kl. 9 böðun og
hárgreiðslustofan opin.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Félagsvist í
Álftanesi 22. nóv. kl.
19.30. Stundaskrá í
hópastarfi er auglýst á
töflu í kjallaranum í
Kirkjuhvoli og á
www.fag.is. Kvenfélagið
Keðjan. heldur fund í
Húnabúð Skeifunni 11,
mánudaginn 19. nóv-
ember Halldór Kr. Sig-
urðsson verður með
sýnikennslu í kransa-
kökugerð. Ath að fund-
urinn hefst kl. 20.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun verður púttað í
Bæjarútgerðinni kl. 10
og félagsvist kl. 13.30.
Tölvunámskeið í Flens-
borg kl. 17.
Á þriðjudag verður
tréútskurður í Lækjar-
skóla kl. 13. Saumar og
brids í Hraunseli kl.
13.30. Næsta fimmtu-
dag verður opið hús.
Menningarmálanefnd
sér um dagskrá
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi.
Sunnudagur: Félagsvist
kl. 13.30. Dansleikur kl.
20, Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Mánudag-
ur: Brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda fellur
niður. Þriðjudagur.
Skák kl. 13, haustmót.
Alkort spilað kl. 13.30.
Miðvikudagur: Göngu-
hrólfar fara í göngu kl.
9.45 frá Hlemmi.
Söngvaka kl. 20.45,
umsjón Sigurbjörg
Hólmgrímsdóttir.
Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12, sama
símanúmer og áður.
Félagsstarfið er áfram
í Ásgarði, Glæsibæ.
Uppl. á skrifstofu FEB
kl. 10–16, s. 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi. Á
morgun kl. 9–16.30 op-
in vinnustofa, handa-
vinna og föndur, kl. 9–
13 hárgreiðsla, kl. 14
félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9, kl. 9.30 gler og
postulínsmálun, kl. 13
lomber, kl. 13.30 skák,
kl. 20 skapandi skrif.
Handverksmarkaður
verður fimmtudaginn
22. nóv frá kl. 13.
Margt góðra, eigulegra
muna.
Gullsmári, Gullsmára
13. Á morgun kl. 9
vefnaður, kl. 9.05 leik-
fimi, kl. 13, brids, kl. 11
myndmennt, kl. 12
myndlist, kl. 20.30 fé-
lagsvist.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 perlu-
saumur, postulínsmálun
og kortagerð, kl. 10
bænastund, kl. 13 hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia,
kl. 13 frjáls spila-
mennska, kl. 13.30
gönguferð, fótsnyrting.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10 ganga, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 12 bóka-
safn.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9–16 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13 kóræfing.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smíði og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og sund, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og
spilað. Aðventu og jóla-
fagnaður verður 6. des.
Jólahlaðborð, ýmislegt
til skemmtunar. Skrán-
ing í síma 561-0300.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 alla
mánu- og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13. Bridsdeild
FEBK í Gullsmára.
GA-fundir spilafíkla,
kl. 18.15 á mánudögum
í Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA,
Síðumúla 3–5, og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugardögum kl. 10.30.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Kristniboðsfélag karla,
fundur verður í kristni-
boðssalnum, Háaleit-
isbraut 58–60, mánu-
dagskvöldið 19. nóv. kl.
20. Ragnar Gunnarsson
kristniboði sér um
fundarefnið. Allir karl-
menn velkomnir.
Kvenfélag Óháða safn-
aðarins jólafundurinn
verður haldinn í
Kirkjubæ fimmtudag-
inn 29. nóvember kl.
20. Konur beðnar að
muna eftir höttum og
pökkum. Þátttaka til-
kynnist fyrir 26. nóv s.
557-7409 Ester eða
Ólöf s. 897-7116.
Kvenfélag Kópavogs,
vinnukvöld vegna bas-
ars mánudag kl. 20 í
Hamraborg 10.
Kvenfélagið Heimaey.
Fundur verður mánu-
daginn 19. nóv. kl.
20.30 í Skála á Hótel
Sögu. Gestur fundarins
verður Marentza
Poulsen.
Seyðfirðingafélagið í
Reykjavík. 20 ára af-
mæli félagsins verður
haldið í Gjábakka laug-
ardaginn 17. nóv. kl.
19. Matur, skemmmti-
atriði, Mætum vel.
Púttklúbbur Ness,
púttað verður í Tenn-
ishöllinni í Kópavogi
þriðjudaginn 20. nóv.
kl. 13.
Breiðfirðingafélagið.
Þriðji dagur í fjög-
urradagakeppni í dag
kl. 14.
Kattavinafélag Íslands.
Heldur aðalfund þriðju-
daginn 27. nóv. kl. 18. í
Kattholti, Stangarhyl 2.
Leið 110 gengur að
Kattholti.
MG-félag Íslands. held-
ur fund laugardaginn
24. nóv. kl.14 í kaffisal
ÖBÍ að Hátúni 10.
Í dag er sunnudagur 18. nóvember,
322. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Andi mannsins er lampi frá
Drottni, sem rannsakar hvern
afkima hjartans.
(Orðskv. 20, 27.)
Víkverji skrifar...
ÓHÆTT er að mæla með norskumyndinni Elling, sem farið er
að sýna í Háskólabíói. Víkverji hefur
séð myndina og getur borið vitni um
að hún er stórskemmtileg.
x x x
FJÁRMAGNIÐ hefur smám sam-an tekið völdin í íþróttahreyf-
ingunni. Í flest skjól þótti fokið þegar
enska bikarkeppnin, elsta knatt-
spyrnukeppni heims, var seld og
kennd við styrktaraðila og nú heyrir
Víkverji að landsglíman hefur verið
seld. Ekki finnst Víkverja þetta
ánægjuleg þróun en ekki er hægt að
ásaka forráðamenn glímuíþróttar-
innar; einhvern veginn verða þeir að
fjármagna starfsemina eins og hinir.
x x x
ATHYGLISVERÐUR leikur erá dagskrá Esso-deildarinnar í
handknattleik á Akureyri annað
kvöld. Þá mætast Þór og KA í
íþróttahöllinni. Langt er síðan Ak-
ureyrarfélögin hafa mæst í „alvöru“
handboltaleik. KA-menn hafa átt
frábæru liði á að skipa hin síðari ár
en Þórsarar hafa haft hægt um sig.
Nú vill hins vegar svo til að Þór, sem
komst upp í efstu deildina fyrir
þennan vetur, er ofar í deildinni en
KA og sætir það vitaskuld tíðindum.
Fróðlegt verður því að sjá útkom-
una í einvígi „litla“ og „stóra“ bróð-
ur á mánudagskvöld; jafnvel hvor
telst hvor …
x x x
VÍKVERJA áskotnaðist afskap-lega skemmtileg bók á dögun-
um. Þar er á ferðinni Nýja limrubók-
in sem bókaútgáfan Hólar gefur út.
Fyrri hluti bókarinnar er löng rit-
gerð Gísla Jónssonar, menntaskóla-
kennara á Akureyri, um limrur, upp-
runa þeirra, útbreiðslu og einkenni,
með fjölda dæma á ensku, íslensku
og meira að segja latínu. Í síðari
hlutanum eru svo 220 limrur sem
margar hafa birst í þættinum Ís-
lenskt mál, sem Gísli hefur séð um í
Morgunblaðinu frá árinu 1979.
Limran er mjög skemmtilegt fyr-
irbæri og óhætt er að mæla með bók-
inni fyrir áhugamenn um kveðskap.
Limrur eru jafnan býsna fyndnar.
Hér er eitt sýnishorn úr bókinni:
Léttlynda Gunna á Glerá,
giftist samt Jóni á Þverá.
Nú hoppar um húsin
hálft annað dúsin
af krökkum sem enginn veit hver á.
Og þessa er líka að finna, úr safni
Nikulásar norðan, sem er einn þeirra
sem setja saman limrur fyrir ís-
lenskuþátt Gísla:
Jóa er freknótt í framan,
en fönguleg er þó daman.
Ýmsir það reyndu
og frá því greindu
að hún væri freknótt öll saman.
Þessi er ansi góð:
Í upphafi allt var skapað
og ekki að neinu hrapað.
Rauða hafið er rautt
og það Dauða dautt,
en enginn veit ennþá hver drap það.
Víkverji kveður að sinni með þess-
ari, sem er á dönsku, en þýðing sem
einnig er birt í bókinni bíður betri
tíma:
Der var en ung man fra Vandløse
som elskede en pige fra Stenløse,
men pigen var slem
og bed i hans lem.
Nu elsker han kun de tandløse.
LÁRÉTT:
1 refsa, 4 gangbraut, 7
erfiðum, 8 í vafa, 9 álít, 11
hása, 13 streyma, 14
refsa, 15 vísa, 17 auðugt,
20 skeldýr, 22 blómið, 23
glaðværðin, 24 rán-
fuglana, 25 sefaði.
LÓÐRÉTT:
1 glatar, 2 bólguæxlum, 3
sárt, 4 tek ófrjálsri hendi,
5 skamvinnu snjókom-
unni, 6 pjatla, 10 örðug,
12 óhreinka, 13 vínstúka,
15 launa, 16 næða, 18
bumba, 19 þyngdarein-
ingu, 20 ilma, 21 nytja-
land.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 gáfnaljós, 8 gæfur, 9 tigin, 10 tía, 11 sárni, 13
nárar, 15 flots, 18 Óttar, 21 két, 22 staur, 23 ræðin, 24
takmarkar.
Lóðrétt: 2 álfur, 3 narti, 4 lútan, 5 ólgar, 6 aggs, 7 ónar,
12 nót, 14 ást, 15 foss, 16 okana, 17 skrám, 18 ótrúr, 19
tuðra, 20 rann.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Eigendum mismunað
ÉG ER fasteignaeigandi
sem var óánægður með nýtt
fasteignamat. Ég bý í húsi
þar sem í eru 6 íbúðir. Ég,
ásamt öðrum eiganda á 1.
hæð hússins, kærðum fast-
eignamatið og báðum um
endurmat. Var það lítið mál
og okkur sagt að það kostaði
6 þúsund krónur.
Komu matsmenn einn
daginn að skoða íbúðirnar
okkar og í leiðinni skoðuðu
þeir allar íbúðirnar í húsinu.
Þá höfðu þeir hjá Fast-
eignamatinu hringt í þá
íbúðareigendur í húsinu
sem ekki höfðu kært og beð-
ið um að fá að skoða íbúð-
irnar þeirra í leiðinni. Kom
þá í ljós að þeir sem báðu
um nýtt mat urðu að borga
uppsett gjald, 6 þúsund
krónur, en hinir þurftu ekk-
ert að borga. Finnst mér
þetta ekki ekki sanngjarnt
að mismuna svona íbúum
hússins, jafnvel þótt beðið
hafi verið um þessa skoðun.
Fasteignaeigandi
á Hjarðarhaga.
Og enn um
stóra og flotta
ÉG VAR að lesa Velvak-
anda og þar var kona að
spyrjast fyrir um hvar væri
hægt að kaupa stóra og
flotta brjóstahaldara. Ég vil
taka undir óánægju hennar,
því úrvalið er allt of lítið,
sérstaklega kannski í ljósi
þess hve margir selja kven-
nærföt. Í raun er bara ein
verslun í Reykjavík, að
mínu viti, sem selur góða,
flotta og stóra brjóstahald-
ara og er það Misty á
Laugaveginum. Nokkrar
verslanir bjóða stóra
brjóstahaldara, en oft vill
brenna við að þeir haldi alls
ekki nógu vel við, sem er
nauðsynlegt þegar um stór
brjóst er að ræða. Ég vil
hvetja þá sem selja kven-
nærföt að taka sér Misty til
fyrirmyndar og hafa á boð-
stólum góða, stóra og fal-
lega brjóstahaldara, handa
okkur sem eru svona vel
vaxnar upp.
Kveðja,
36 EE.
Tapað/fundið
Svart og gyllt
Gucci-úr týndist
MJÖG persónulegt Gucci-úr,
svart og gyllt, týndist annað-
hvort á bílastæði við Sund-
laug Seltjarnarness eða á
bílastæði við Hagkaup á Sel-
tjarnarnesi, laugard. 10. nóv.
milli kl. 18-19. Finnandi vin-
samlega hringi í s. 899 0254.
Rúmdýna
týndist
INNPÖKKUÐ rúmdýna
fauk af svölum í Laugarnes-
hverfi í rokinu um sl. helgi.
Ef einhver hefur séð rúm-
dýnu liggja einhvers staðar
vinsamlegast látið vita í
síma 821-1880. Fundarlaun.
Rauður
GSM-sími týndist
BLÁR Nokia 6150 með
rauðu „naglalakk-fronti“
tapaðist við Hjallakirkju í
lok október. Finnandi hafi
vinsamlega samband í síma
699 0924. Ásdís.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÞAÐ er með ólíkindum
að Reykjavíkurborg
skuli eyða 500 milljónum
á ári í tónlistarkennslu.
Fyrir þessa háu upphæð
mætti byggja hálft
sendiráð í Japan, 1/3
Perlu og jafnvel bæta
samkeppnisstöðu Línu.-
Nets. Einnig gæti maður
nefnt að fyrir þessa upp-
hæð mætti gera við-
unandi höfn í Gjögri á
Ströndum, því eins og
allir vita skortir fleiri
viðunandi hafnir við jafn
fjölmennt land og Ísland
er. Hægt væri að leggja
bundið slitlag til fleiri af-
skekktra staða og þann-
ig haldið landinu í
byggð. Hægt væri að
halda veglegri opinber-
ar veizlur og greiða al-
þingismönnum þjóð-
arinnar mannsæmandi
laun, því að eins og
margir vita eru þeir
orðnir svo aðþrengdir að
þess eru dæmi að menn
úr þeirra röðum hafi
neyðst til að stela til geta
búið sæmilega.
Haldið þið ekki, kæru
samlandar, að fleiri
skattgreiðendur myndu
njóta gleði og góðs af
þeim verkum, sem ég hef
hér nefnt, heldur en ein-
ungis sex þúsund tónlist-
arnemar og fjölskyldur
þeirra, kannski sam-
anlagt einungis tuttugu
til þrjátíu þúsund sálir.
Og hvers virði er svosem
að iðka söngl, píp og
sarg, þegar hægt er hafa
ofan af fyrir börnunum
með Playstation og
Gameboy og horfa á
skemmtileg morðmál á
hverju kvöldi í Ríkissjón-
varpinu fyrir einungis
tuttugu og fimm þúsund
krónur á ári.
Kæru samlandar. Vin-
samlegast hugleiðið
þetta.
Örnólfur Kristjánsson,
Kirkjuteigi 25, Rvík.
Ofdekraðir tónlistarnemar