Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 51

Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 51
Og hvernig gengur svo með garðinn á þakinu? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 51 DAGBÓK Glæsilegur samkvæmisfatnaður allar stærðir Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðartorg 3, sími 565 6688 Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14. Sérmerkt handklæði 70x140 cmMargir litir Póstlistinn sími 557-1960 Íslenski www.postlistinn.is auðvelt - hringdu! Kr. 1.950 án afsl. magnafsláttur 5%, 10% eða 15% stighækkandi eftir magni Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 30. nóvember og laugardaginn 1. desember í kórkjallara Hallgrímskirkju. Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafiNánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800 Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 HELDUR ÁFRAM Opið föstud. frá kl. 11-18, laugard. og sunnud. 11-17. Tökum bæði debet- og kreditkort. Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus. Sími okkar er 567 1210 HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR N7 og vinkonuleikur Séð og Heyrt. Frí kennsla, afsláttur og kaupaukar á morgun, mánudag frá kl. 14-18  Ég þakka öllum, sem glöddu mig á 100 ára afmæli mínu 8. október sl. með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. Lifið heil! Jóhanna Jónsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. HVERNIG er best að spila sjö hjörtu í suður með laufi út? Norður ♠ -- ♥ ÁK2 ♦ ÁG10983 ♣ÁK75 Suður ♠ K872 ♥ DG983 ♦ K5 ♣86 Tæknilega besta leiðin er líklega þessi: Laufás, hjartaás og hjarta heim á drottningu. Ef báðir fylgja lit er spaði trompaður, farið heim á tígulkóng og síðasta trompið tekið af vörninni. Síðan er tígli spilað á ásinn og tígullinn fríaður með trompun ef drottningin er ekki þegar komin í leitirnar. Góð áætlun, en hún kom fyrir lítið, eins og spilið lá: Norður ♠ -- ♥ ÁK2 ♦ ÁG10983 ♣ÁK75 Vestur Austur ♠ DG43 ♠ Á10965 ♥ 74 ♥ 1065 ♦ D7642 ♦ -- ♣94 ♣DG1032 Suður ♠ K872 ♥ DG983 ♦ K5 ♣86 Austur trompaði tígul óvænt og tók slag á spaðaás. Spilið er frá Íslands- mótinu í tvímenningi og þeir sagnsnillingar sem náðu 6-7 hjörtum fengu óverðskuldaða refsingu. En sex tíglar gáfu vel. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 100 ÁRA afmæli. Ídag, sunnudaginn 18. nóvember, er 100 ára Brynjólfur Jónsson, járn- smiður, Víðilundi 20, Akur- eyri. Brynjólfur er við góða heilsu og munu hann og eig- inkona hans, Sigríður Jóns- dóttir, taka á móti vinum og ættingjum í matsal Norður- orku við Rangárvelli á Ak- ureyri á afmælisdaginn milli kl. 15-17. 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 18. nóvember, er sextug Rósa Finnsdóttir kennari, Gljúfri, Ölfusi. Eiginmaður hennar er Jón Hólm Stef- ánsson. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. 40 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 18. nóvember, er fertugur Jósef Aron Ólason, Laugavegi 157, Reykjavík. Jósef tekur á móti gestum á heimili sínu frá kl. 15. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 18. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Gyða Ingólfsdóttir og Sveinn Rafn Eiðsson, Heiðarbrún 62, Hveragerði. Þau eyða deg- inum með börnum sínum og fjölskyldum þeirra. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Dh4 5. Rc3 Bb4 6. Be2 Dxe4 7. Rdb5 Kd8 8. O–O Bxc3 9. bxc3 a6 10. Rd4 Rxd4 11. cxd4 Rf6 12. Bg5 Df5 13. Dc1 h6 14. Be3 He8 15. Bd3 Dh5 16. c4 d6 17. Dc2 Staðan kom upp í minning- armóti Jó- hanns Þóris Jónssonar. Færeyingurinn Olavur Simon- sen (2.214) hafði svart gegn Guð- mundi Kjart- anssyni (2.052). 17... Hxe3! Með þessu vinnur svartur peð til viðbótar og tryggir sér sterka stöðu. Framhaldið varð: 18. fxe3 Rg4 19. h3 Rxe3 20. Df2 Rxf1 21. Hxf1 f6 22. De3 Dg5 23. De4 c6 24. He1 Bd7 25. h4 Dg4 26. De3 Kc7 27. Df2 He8 28. Hxe8 Bxe8 29. De3 Bd7 30. c5 Dxh4 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert tilfinninganæmur og stundum trúgjarn um of, en vinum þínum ertu sannur og traustur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er eitt og annað sem þér finnst vera komið á skjön svo þú þarft að bretta upp erm- arnar og ganga í það að koma lagi á hlutina. Í dag! Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugurinn er takmarkalaus en vandinn er að koma sum- um hugmyndum í verk. Þá reynir á útsjónarsemi þína og dugnað og margar hendur vinna létt verk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Glíman við hið óþekkta ber alltaf árangur ef menn ekki gefast upp of snemma. Stund- um þarf að hafa verulega mikið fyrir svörunum. Það er bara þannig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú getur sótt mikinn kraft í þinn innri mann en mundu að flestu eru takmörk sett, sér- staklega því sem að snýr að öðrum en sjálfum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er þér í hag að fólk viti hvar þú stendur. Það er ekk- ert óeðlilegt að skipta um skoðun ef nýjar staðreyndir koma í ljós og breyta málum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst það ekki skipta neinu úr því sem komið er en reyndu samt að leggja mál þitt fyrir einu sinni enn. Rétt- ur málstaður sigrar að lokum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Varkárni er dyggð en getur svo sem gengið of langt eins og allt annað. Þú þarft að finna hinn gullna meðalveg og þá mun allt ganga upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það getur haft örlagaríkar af- leiðingar að skipta sér af mál- um sem ekki eru á þínu færi. Farðu þér hægt í nýjum kynnum, sígandi lukka er sögð best. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það getur verið erfitt að hafa augað stöðugt á framtíðinni en mundu að störf þín í dag leggja grunninn að morgun- deginum. Brostu við lífinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur lagt þig fram um að starf þitt spilli í engu heildar- árangrinum. Framlag þitt hefur ekki farið framhjá öðr- um. Nú er komið að umbun- inni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér gengur flest í haginn í starfi. Þótt þig langi til að eignast nýja bandamenn skaltu gæta þess að ganga ekki of hart fram; það fælir bara frá. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einbeittu þér að hverju verk- efni fyrir sig og leystu þau eitt af öðru. Aðeins þannig muntu ná þeim árangri sem þú þarft svo allt fari vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT AÐ SIGRA HEIMINN Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði.) Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.