Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 59 Sýnd kl. 10. B. i. 12. SV MBL Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit 296 Sýnd kl. 4, 6 og 8 HVER ER CORKY ROMANO? Sýnd í sal-A kl. 6.  ÓHT. RÚV  HJ MBL Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 2. Sýnd í A sal laugardag til fimmtudags kl 6 Framlag Íslands til óskarsverð- launanna hlaut 6 Edduverðlaun Frumsýning Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6. Ljóskur landsins sameinumst Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Ísl tal. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mánudag kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mánudag kl. 6, 8 og 10. Úr smiðju snillingsins Luc Besson kemur ein svalasta mynd ársins. Zicmu, Tango, Rocket, Spider, Weasel, Baseball & Sitting Bull eru YAMAKAZI. Þeir klifra upp blokkir og hoppa milli húsþaka eins og ekkert sé... lögreglunni til mikils ama. Ótrúleg áhættuatriði og flott tónlist í bland við háspennu-atburðarrás! Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal Mánudag kl. 10.30. Frumsýning Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Vit 245 Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Hausverkur MOULIN ROUGE! Sýnd kl. 10.30. B. i. 16. Vit 284 Sigurvegari bresku kvikmyndaverðlaunana. Besti leikstjóri, handrit og leikari Ben Kinsley) Sexy Beast 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 5.35. Mán. kl. 8. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Mán kl. 8 og 10.15. Vit 296 Ath. Pollock verður ekki sýnd meira á kvikmyndahátíð vegna óviðráðanlegra ástæðna Sýnd kl. 6 og 8. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA STÓRKOSTLEG BARDAGA OG ÁHÆTTUATRIÐI JUSTIN CHAMBERS TIM ROTH MENA SUVARI Myndin hefur hlotið lof áhorfenda og gagn- rýnenda víða um heim. Myndin hlaut hið virta Gullna Ljón á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum nú í ár. Sýnd kl. 3.30, 8 og 10.15. Mán kl. 8 og 10.15. Ath textuð Sýnd kl. 2, 4, 6 og 10.05. Sýnd kl. 6 og 10.05. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.05. Mán kl. 6, 8 og 10.05. Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Frumsýning  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Sunnudag kl. 2. Ísl tal. 1/2 HL Mbl  ÓHT Rás 2 Ljóskur landsins sameinist! LEIKARINN Robert De Niro hefur nú kært staðgengil sinn, Joseph Manuella, fyrir að not- færa sér útlit sitt til að nýta sér ýmsa af þeim kostum sem fylgja því að vera jafn þekkt andlit og De Niro. Manuella, sem meðal annars var stað- gengill De Niros í kvikmynd- unum The Fan og Great Ex- pectations, hefur fengið afslætti af hótelgistingum, fengið sér kreditkort í nafni leikarans auk þess að nýta sér það sem trú- lega fyrst kemur upp í hugann hjá þeim sem líta út eins og kvikmyndastjörnur, að reyna fyrir sér hjá hinu kyninu. De Niro frétti fyrst af hinum svikula staðgengli er hann las við- tal við Manuella í blaði þar sem hann greindi frá samræði sínu við konu sem stóð í þeirri trú að hún væri að sænga hjá sjálfum Robert De Niro. Lögmaður leikarans, Tom Harvey, sagði De Niro vera æfan yfir framferði tví- fara síns, sérstaklega að verið væri að not- færa sér fólk í hans nafni. Lögreglan hand- tók Manuella með því að fá hann til að koma fram í tvífaraveislu og verður hann ákærður. Hinn raunverulegi Robert De Niro. De Niro kærir tvífara sinn Þ AÐ er ljóst að íslensk dægur- tónlist þykir æði for- vitnileg hjá erlendum popp- pennum um þessar mundir. Greinar um múm og Sigur Rós hafa verið að birtast í hinum og þessum miðlum erlendum að und- anförnu og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves vakti t.a.m. talsverða athygli. En það verður að teljast í fréttnæm- asta lagi er það birtist heilsíð- ugrein í hinu víðlesna blaði New York Times um íslenska hljómsveit sem hefur verið starfandi í nokkra mánuði, leikið á örfáum tónleikum og ekkert gefið út. Þessu lenti ís- lenska sveitarokkssveitin Funerals þó í á dögunum og ekki nóg með það heldur var greinin birt á forsíðu menn- ingarhluta blaðsins. Sá sem að því stóð heitir Neil Strauss og hefur verið öðrum mönnum duglegri að stinga niður penna um ís- lenska tónlist að undanförnu. Strauss var einn fjölmargra blaðamanna sem sóttu nýaf- staðna Airwaves-hátíð á dög- unum og komst þar í kynni við Funerals-limi sem eru þau Viðar Hákon Gíslason (einnig í Trabant), Ragnar Kjart- ansson (einnig í Kanada og Trabant), Þorvaldur Gröndal (einnig í Trabant), Lára Sveinsdóttir, Ólafur Jónsson (áður í Púff og Rotþró) og Þor- geir Guðmundsson (einnig í Singapore Sling, áður í Braki). Á kendiríi ákvað sveitin að fara í tónleikaferðalag út á land; til Grundarfjarðar, Skagastrandar, Akureyrar og svo aftur til Reykjavíkur. Strauss ákvað að skella sér með og skrifa um það sem fyr- ir augu bar, að hætti mynd- arinnar Almost Famous. Ævintýrin létu ekki á sér standa þó að merkja megi á texta Strauss að þar fer for- viða útlendingur, sem þykir það sem hinn venjulegi Íslend- ingur telur sjálfsagt, bæði skrýtið og skemmtilegt. Þann- ig lýsir hann vel heppnuðum tónleikum sveitarinnar á Grundarfirði, þar sem bæj- arbúar klöppuðu og stöppuðu með henni. Í lok tónleikanna var eigandi skemmtistaðarins kominn upp á svið með tromp- et og Einar Melax, fyrrum Sykurmoli sem starfar sem tónlistarkennari í bænum, var einnig kominn með í gleðina. Meðlimir úr kór bæjarins biðu heldur ekki boðanna og sungu „Amazing Grace“ fullum hálsi. Strauss tekur svo ærlegt pláss í að segja frá einstökum meðlimum og þykir mikið til koma hversu nálægt öll vensl og tengsl liggja hér á landi. Tónleikar sveitarinnar á Skagaströnd voru lítilfjör- legir, m.a. vegna þess að mað- ur einn í bænum var að halda upp á fertugsafmælið og tvö helstu partíljónin voru úti á sjó. Á Akureyri voru áhorf- endur þrír en þar frömdu Funerals sína bestu tónleika að mati sveitarmeðlima. Lokatónleikarnir í Reykja- vík voru einnig vel heppnaðir, þó valdir meðlimir hefðu áhyggjur af því að sveitin myndi ekki standa sig vegna þess að þau væru edrú. En allt fór vel að lokum, Funerals héldu magnaða tónleika edrú og Ragnar eða „Mr. Kjart- ansson“ náði að tendra ást- arblossann á ný með sinni fyrrverandi. Farsæll endir að mati Strauss og greinilegt að honum þykir mikið til þess- arar ungu sveitar koma. Morgunblaðið/Kristinn Heilsíðugrein um íslensku nýliðana í Funerals í New York Times Á ferðalagi með Á hljómleikum: Ragnar og Viðar úr Funerals í ljúfsárri sveiflu. FUNERALS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.