Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 4

Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC L-200 GL Dcab turbo disel, nýskráður 07.06. 2001, ekinn 8.000 km, 38 tommu breyttir brettakantar, kastaragrind, kastaraskúffa í palli. Ásett verð 3.490,000. Ath. skipti á ódýrari. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is SAMKVÆMT samningi heilbrigðis- ráðuneytisins og lyfjafyrirtækisins Delta, sem undirritaður var í gær, skuldbindur Delta sig til að eiga að staðaldri lágmarksbirgðir af sýkla- lyfinu Síprox sem notað er gegn miltisbrandi. Lyfið virkar ennfrem- ur gegn öðrum bakteríusjúkdómum sem notaðir eru í sýklahernaði s.s svartadauða og hérapest. Sam- kvæmt samningnum mun Delta ávallt geyma eina framleiðslulotu af 500 mg töflum að söluverðmæti 23 milljónir króna til apóteka. Magnið sem um ræðir samsvarar 3 ára birgðum miðað við núverandi notk- un lyfsins og nægir til að 1.700 manns gætu verið í fullri meðferð í einu auk fleiri sem geta hafið byrj- unarmeðferð. Komi slík staða upp er svigrúm til að panta frekari birgðir. Að sögn Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra var samkomulagið gert í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum und- anfarnar vikur og telur hann nauð- synlegt af öryggisástæðum að tryggja að hér á landi séu ávallt til neyðarbirgðir af sýklalyfinu. Samningurinn um neyðarbirgðir lyfsins er gerður til eins árs í senn og er gerður heilbrigðisyfirvöldum að kostnaðarlausu, en greitt verður tiltekið einingaverð fyrir lyfin ef þau verða notuð. Bóluefni gegn bólusótt verði fengið til landsins Samkomulagið er liður í fjölþætt- um aðgerðum sem gripið hefur verið til af hálfu heilbrigðisyfirvalda, en þær hafa verið undir stjórn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá land- læknisembættinu. Hann segir að meðal annarra aðgerða sé skoðun á því að fá bóluefni til landsins gegn bólusótt, en sá sjúkdómur er þekkt- ur sem vopn í sýklahernaði og engin lyf virka á að undanskildri bólusetn- ingu. Ekkert bóluefni hefur verið til gegn bólusótt hérlendis um árabil. „Ég held að innan skamms tíma verði talsvert til af bóluefni gegn bólusótt og þetta er eitt af því sem heilbrigðisyfirvöld eru að athuga gaumgæfilega,“ segir Haraldur. Hann telur að um 90 milljón skammtar séu til af bóluefninu í heiminum, sem teljist ekki mikið miðað við við íbúafjölda jarðar, en hins vegar sé hugmyndin með notk- uninni sú að færa birgðirnar til eftir því hvar verður vart við sjúkdóminn. Hann segir samvinnu við aðrar þjóð- ir og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina mikilvæga í þessu sambandi og nefnir að Danir og Norðmenn eigi bóluefni auk þess sem framleiðsla á því sé hafin meðal lyfjafyrirtækja. Því eigi Íslendingar möguleika á að fá bóluefni með skömmum fyrir- vara. Heilbrigðisyfirvöld gera ráðstafanir gegn hugsanlegum sýklahernaði hérlendis Birgðir af lyfi gegn miltis- brandi og svartadauða Morgunblaðið/Ásdís Frá undirskrift samningsins í gær. Frá vinstri: Ragna Árnadóttir, lögfræðingur hjá heilbrigðisráðuneyti, Har- aldur Briem sóttvarnarlæknir, Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Róbert Wessmann, framkvæmdastjóri Delta, og Björn Aðalsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs Delta. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fagna þeim tillögum sem Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur borið undir ráðamenn Atlantshafsbandalagsríkja, um aukið samráð við Rússa. Davíð segir tillögurnar athyglisverðar og jákvæðar og Halldór segir þær í raun ekki hafa komið sér á óvart miðað við það sem á undan hefur gengið, aukið samstarf við Rússa sé nauðsynlegt í ljósi þeirra breyt- inga sem átt hafa sér stað á heims- myndinni. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu um helgina hefur Blair lagt til að sett verði á laggirnar ný stofnun, ,,Rússlands-Norður-Atl- antshafsráðið“, þar sem sæti eigi auk Rússa 19 aðildarþjóðir NATO. Hefur hann sent ráðamönnum ríkja sem hlut eiga að máli, þ.á m. Davíð Oddssyni, bréf með tillögum sínum. Davíð segir augljóst að bréfið sé skrifað í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í kjölfar hryðjuverk- anna 11. september. ,,Þjóðir hafa þjappað sér saman um afstöðu gegn hryðjuverkum og það hafa verið fleiri fundir á milli austurs og vestur, svo talað sé í gömlum hugtökum. Það er greinilegt að Blair vill nota það tækifæri og þá tilfinningu sem ríkir á milli ríkja til þess að styrkja samstarfið á milli Atlantshafsbandalagsins og Rússlands, á grundvelli þess samnings sem var gerður á sínum tíma á milli Rússlands og banda- lagsins,“ segir Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið í gær. ,,Það eru margar athyglisverðar hugmyndir sem hann nefnir í þessu bréfi en þó að afstaðan sé sú í bréfinu að styrkja samstarfið við Rússa, þá eru menn ekki að tala um grundvallarbreytingar á Atl- antshafsbandalaginu og hlutverki þess sem öryggisvettvangur þjóð- anna sem það mynda. Það er verið að leggja til að breyta því sam- starfi sem verið hefur á milli Rúss- lands og Atlantshafsbandalagsins í þá veru að það verði markvissara og taki til ákveðinna atriða, til að mynda atriða sem tengjast hryðju- verkum,“ segir Davíð. Forsætisráðherra bendir einnig á að þrátt fyrir þessar tillögur um aukið samráð yrði Atlantshafs- bandalagið áfram sjálft í forsvari fyrir eigin hernaðargetu og varð- andi töku endanlegra ákvarðana, án þess að Rússar fengju neit- unarvald í neinum málum, m.a. varðandi stækkun bandalagsins til austurs. Rætt á fundi Halldórs með Ivanov Halldór Ásgrímsson hefur séð bréfið frá Blair. Hann segir sjón- armið forsætisráðherra Breta svipuð og fram hafa komið á fund- um ýmissa ráðamanna NATO- ríkja með Rússum að undanförnu. Hann segist hafa rætt þessi mál ít- arlega á fundi með Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu á dögunum. „Eftir þann fund sagðist ég telja sjálfsagt að endurskoða samstarf Rússlands og NATO-ríkjanna, án þess að það væri tilgreint hvernig það færi fram. Ég legg áherslu á að það verði gert á grundvelli stofnsátt- mála NATO, eins og fram kemur í bréfi Tonys Blairs. Þetta mál verð- ur rætt á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í næsta mánuði og skýrari mynd þá væntanlega kom- in fyrir fundinn í Reykjavík næst- komandi vor,“ segir Halldór og minnir á að Rússar og NATO-ríkin hafi staðið saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. Leita verði allra ráða til að varðveita þá sam- stöðu sem best. Samráðsfundur fer fram í dag í höfuðstöðvum Evrópusambands- ins, ESB, með þeim sex ríkjum NATO sem standa utan ESB, Ís- landi þar á meðal, og þeim fimm- tán ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Halldór segir sam- ráð ESB við Rússa á sviði varn- armála hafa aukist og það sé jafn- vel orðið meira en við þær sex þjóðir NATO sem standa utan ESB. „Hins vegar liggur ljóst fyrir, að því er Evrópusambandið varðar, þá byggir það að mestu leyti á þeim viðbúnaði sem NATO er með. Skiljanlega er samráðið innan NATO-ríkjanna samt mun meira í dag en milli NATO og Rússlands,“ segir Halldór. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fagna tillögum Tonys Blairs um aukið varnarsamstarf við Rússa Ný heimsmynd krefst breytinga VÉLSTJÓRI á erlendu flutninga- skipi slasaðist mjög alvarlega í vinnuslysi á sunnudag en skipið lá þá við bryggju á Grundartanga. Maðurinn missti báða fætur af völdum slyssins, annan rétt fyrir ofan ökkla en hinn frá miðjum legg. Hann liggur nú á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi og er líðan hans eftir atvikum, að sögn lækna. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi, sem annast rannsókn máls- ins, eru tildrög slyssins ekki að fullu ljós. Rannsókn verður haldið áfram næstu daga. Maðurinn, sem er filippseyskur að uppruna, var ásamt nokkrum öðrum að skipta um stimpil í vél skipsins. Vegna viðgerðarinnar þurfti maðurinn að vera inni í sjálfu vélarhúsinu. Stimpilstöng lenti á fótleggjum mannsins Þegar verið var að stilla stimp- ilstöngina af til þess að geta sett stimpilinn ofan á, færðist stöngin úr stað og lenti á fótleggjum mannsins af miklu afli. Sjúkralið kom fljótlega á staðinn og var maðurinn fluttur í skyndi til Reykjavíkur. Missti báða fæt- ur í vinnuslysi RÍKISENDURSKOÐUN hef- ur ákveðið að framkvæma stjórnsýsluúttekt á starfsemi Sólheima í Grímsnesi. Sigurð- ur Þórðarson ríkisendurskoð- andi sagði við Morgunblaðið að embættið hefði ákveðið að gera þessa úttekt áður en beiðni barst í gær frá Páli Péturssyni félagsmálaráðherra um að út- vega ársreikninga Sólheima og endurskoðunarskýrslur fyrir tvö síðustu ár. Ráðherra bað Ríkisendurskoðun einnig að koma með ábendingar varð- andi nýjan þjónustusamning ríkisins við Sólheima, sem fyr- irhugað er að gera. Að sögn Sigurðar er um tvö aðskilin mál að ræða. „Eftir ábendingar ákváðum við að gera stjórnsýsluúttekt, töldum vera þörf á því þar sem fimm ár eru liðin síðan ríkið gerði fyrst þjónustusamning við Sólheima. Við komum eilít- ið að þeirri vinnu þar sem um fyrsta þjónustusamning af þessu tagi var að ræða. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum teljum við ástæðu til að skoða málið. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hve langt aftur í tímann við ætlum að fara, fyrst og fremst ætlum við að skoða starfsemina eins og hún er í dag og hvernig fjár- munum ríkisins er ráðstafað,“ sagði Sigurður Þórðarson rík- isendurskoðandi, sem væntir þess að stjórnsýsluúttektinni verði lokið á næsta ári. Stjórn- sýsluúttekt gerð á Sólheimum Ríkisendurskoðun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.