Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 8
Framboð R-listans við borgarstjórnarkosningarnar VAXANDI líkur eru nú taldar á að samkomulag muni liggja fyrir innan skamms um sameiginlegt framboð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) með Samfylkingu og Framsóknarflokki til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sigríður Stefánsdóttir, formaður VG í Reykjavík, segist vera þeirrar skoð- unar að niðurstaðan verði sameigin- legt framboð í kosningunum í vor. Stefnt er að því að niðurstöður úr viðræðum flokkanna verði lagðar fyrir almennan félagsfund í VG í næstu viku, þar sem endanleg ákvörðun um sameiginlegt framboð verði tekin með almennri atkvæða- greiðslu. Sl. laugardag gerðu fulltrúar VG grein fyrir stöðunni í yfirstandandi könnunarviðræðum við Framsóknar- flokk og Samfylkingu vegna fram- boðsmálanna. „Þetta var afskaplega góður og hreinskiptinn fundur og við reiknum með því að þetta sé alveg að smella saman,“ segir Sigríður. „Það verður félagsfundur í næstu viku og þá vona ég og ætlast til þess að það verði komin niðurstaða sem við getum lagt fyrir fundinn til at- kvæðagreiðslu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji nú meiri líkur en minni á því að samkomulag náist um sameiginlegt framboð flokkanna segist hún telja að stefni allt í það og meirihluti fundarmanna á fundinum sl. laugardag hafi verið því fylgjandi. „En svo á þetta eftir að fara í atkvæðagreiðslu á félagsfundi og þar getur allt gerst því þar verður allur pakkinn lagður fyrir,“ segir Sig- ríður. Auknar líkur á þátttöku VG FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ríkisbókhald og fjármálaráðuneyti Ný tækni – ný hugsun RÁÐSTEFNA ávegum Ríkisbók-halds og fjármála- ráðuneytisins, með yfir- skriftinni „Ný tækni – ný hugsun“ verður haldin á Grand Hóteli á morgun, miðvikudaginn 21. nóvem- ber, að sögn Stefáns Kjærnested vararíkisbók- ara sem heldur utan um ráðstefnuna. Á þessari ráðstefnu verða kynnt ný kerfi í fjármála- og starfs- mannamálum, ásamt því hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra hjá rík- isstofnunum og ráðuneyt- um. – Í hnotskurn, hver er þessi nýja tækni sem er í yfirskrift ráðstefnunar? „Að loknu útboði var í sumar skrifað undir samning við SKÝRR um kaup á nýju fjár- hags- og mannauðskerfi ríkisins. Kerfið sem um er að ræða er Oracle eBusiness suite og býður það upp á margvíslegar nýjungar sem við ætlum að nýta okkur til að auka hagræði í rekstri og veita betri þjónustu. Kerfið er af- ar nútískulegt og gefur okkur möguleika á að taka upp rafræn viðskipti í meira mæli en áður. Pantanir og reikninga getum við nú sent og tekið á móti á rafræn- an hátt sem gefur okkur marg- víslega möguleika á hagræðingu og meiri sjálfvirkni. Jafnframt býður kerfið upp á sjálfsaf- greiðslu fyrir starfsmenn ríkisins og þeir geta skoðað og viðhaldið upplýsingum um sjálfa sig og skoðað t.d. launaseðla á Netinu. Miklu munar fyrir okkur að nú fáum við eitt samþætt kerfi í stað þess að vera með mörg tengd kerfi og mun það spara mikla vinnu fyrir okkur í framtíðinni.“ – Í hnotskurn...hver er hin „nýja hugsun?“ „Það má segja að hún felist í því að í stað þess að láta sér- smíða kerfi fyrir ríkið og hugs- anlega fyrir hverja og eina stofn- un þá ætlum við að taka upp staðlað kerfi. Rekstur ríkisins er ekki það frábrugðinn rekstri fyr- irtækja að við getum ekki hag- nýtt okkur staðlað kerfi og með því sparað bæði tíma og peninga. Við ætlum okkur að taka upp nýja vinnuferla sem kerfið býður upp á, s.s. sjálfsafgreiðslu, raf- ræn viðskipti og í stað þess að viðhalda gömlu ferlunum ætlum við að taka upp þá ferla sem kerf- ið leggur til. Þeir ferlar eru byggðir á reynslu bestu fyrir- tækja í heiminum og þá viljum við tileinka okkur. Jafnframt ætlum við að fjalla um ýmis hagnýt mál sem upp koma hjá ríkisstofnunum þar sem við erum að breyta reglum og fyrirmælum.“ – Hverjum er þessi ráðstefna ætluð? „Þessi ráðstefna er fyrir stjórnendur ríkisstofnana og þá starfsmenn sem hafa með fjár- mál og starfsmanna- mál ríkisins að gera. Í fyrra héldum við svip- aða ráðstefnu og þá voru menn á einu máli um að þetta væri gott tækifæri til að hitta kollega sem eru að fást við sömu viðfangsefni því að þetta er hópur sem ekki kemur oft saman.“ – Áformum um mannauðs- og fjárhagskerfi ríkisins sem kynnt voru á síðustu ráðstefnu hefur verið hrint í framkvæmd. Hvern- ig standa þau mál? „Eins og ég kom að áðan þá höfum við fest kaup á kerfi frá Oracle. Núna í dag erum við að útfæra hvernig það útfærir best þarfir okkar. Við stefnum að því að um áramót fari fyrstu stofn- anir að nota kerfið og það verði síðan tekið í notkun í áföngum á næsta ári. Síðasti kerfishlutinn er launakerfið sem áætlunin ger- ir ráð fyrir að taki við núverandi launakerfi um áramót 2002/2003. Þetta er stíf áætlun en okkar trú er að slík verkefni megi ekki taka langan tíma.“ – Hverju mun þessi nýja tækni og hugsun skila og á hvað löngum tíma? „Við stefnum að því að nýta þetta til að bæta þjónustu og auka hagræði í rekstri. Eins og með allar nýjungar þá mun það taka nokkurn tíma að koma þeim að fullu í framkvæmd, en gera má ráð fyrir að þetta taki nokk- urn tíma, sennilega nokkur ár.“ – Er alger bylting, eða lifir eitthvað af gömlu hugsuninni og tækninni áfram? „Það er réttara að tala um þró- un heldur en byltingu. Þessi þró- un hófst með nýjum fjárreiðulög- um og breytingum á reikn- ingsskilum ríkisins og þetta er enn eitt skrefið á þeirri leið. Við byggjum á sögunni og munum reyna að gera þetta þannig að styrkja það sem gott var og bæta það sem betur má fara. Hjá rík- inu var mikil reynsla og þekking til staðar sem við munum nýta okkur og styðja við hana með nýjustu tækni.“ – Hvaðan eru þessar hug- myndir komnar? „Eins og með allar góðar hug- myndir, þá eru þær komnar víða frá. Breytingar á skipulagi fjármála og bókhalds ríkisins hafa verið lengi í vinnslu og hug- myndir sóttar til OECD, SÞ og Alþjóðabankans. Sú hugmynd að taka upp staðlað kerfi og hag- nýta þá vinnuferla sem það býð- ur upp á er það nýjasta í hugbún- aðargeiranum. Þar segja menn að það sé of dýrt og tímafrekt að klæðskerasauma fjárhagskerfi að einhverju fyrirtæki. Að auki tapi menn þá því tækifæri að læra af reynslu annarra.“ Stefán Kjærnested  Stefán Kjærnested fæddist á aðfangadegi jóla, 24. desember, í Reykjavík árið 1956. Hann út- skrifaðist frá Háskóla Íslands sem viðskiptafræðingur 1982 og hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá SKÝRR sama ár. Hafði það starf með höndum til ársins 1999 er hann var ráðinn vararíkisbók- ari. Eiginkona Stefáns er María Auður Eyjólfsdóttir og eiga þau þrjú börn, Gerði Björk, Eyjólf Örn og Gunnhildi. Gott tækifæri til að hitta kollega Þú verður að halda ofboðslega fast, Finnur litli, þetta er svo lítið skref, það má bara færa annan fótinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.