Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 11 SAMEINING fjögurra sveitarfé- laga í Árnessýslu var samþykkt í Laugardals-, Þingvalla- og Biskups- tungnahreppum í almennum kosn- ingum á laugardag en hafnað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar studdu 79, eða 46,8% kjósenda, sam- einingu en 89, eða 52,6%, voru henni andvígir og einn seðill var auður. Í Þingvallahreppi var sameiningin hins vegar samþykkt með 63,2% at- kvæða, í Laugardalshreppi með 88,5% atkvæða og í Biskupstungna- hreppi með 68,9% atkvæða. Kjörsókn var mest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 70%, í Laugardalshreppi var hún 67,4%, í Biskupstungnahreppi 64,5% og 57,6% í Þingvallahreppi. Í sveitar- félögunum fjórum búa um 1.200 manns. Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, seg- ist ekki vita hvort einn hlutur frekar en annar hafi valdið því að samein- ingin var felld í hreppnum. Hins veg- ar hafi menn rekið mestan hræðslu- áróður gagnvart skólamálum og það hafi líklega vegið þyngst í um- ræðunni. „Skólinn hjá okkur yrði kannski erfiðlega í sveit settur þegar búið væri að sameina þetta og menn voru hræddir um að eitthvað yrði gert þar.“ Óvíst hvort hin sveitarfélögin sameinist Þá segir Gunnar að ekki sé langt síðan Grímsneshreppur og Grafn- ingshreppur sameinuðust og nú fyrst sé eitt sveitarfélag að verða til úr þeirri sameiningu. „Þannig að það hefur heilmikill tími farið í að búa til nýtt sveitarfélag og menn vilja kannski líka sjá svolítið hvernig það þróast.“ Gunnar segir að nú sé framundan vinna að málum sveitarfélagsins og ólíklegt sé að hreyft verði við hug- myndum um sameiningu við önnur sveitarfélög á næstunni. „Ég sé ekki fyrir mér að þetta verði tekið upp aftur og alls ekki í sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Ég tel okkur góða ef við íhugum einhverjar sam- einingarkosningar seinni partinn á næsta kjörtímabili.“ Ekki er ennþá ljóst hvort sveit- arfélögin þrjú sem samþykktu sam- eininguna munu sameinast. Ragnar Jónsson, oddviti Þingvallahrepps, segir vilja fyrir hendi hjá hrepps- nefnd Þingvallahrepps til að samein- ast hreppunum tveimur þar sem sameining var samþykkt en það hafi þó ekki verið rætt neitt ennþá. Reiknað er með að viðræður um sameiningu þessara þriggja hreppa hefjist fljótlega. Kosið um sameiningu hreppa í Árnessýslu Sameiningu hafnað í Grímsnes- og Grafningshreppi „SÉ þetta það sem þarf til að fá samning um menningarhúsastarf- semi finnst mér sjálfsagt að við ræðum við félaga okkar í nágranna- byggðum um samstarf,“ segir Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, um þá hugmynd Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra að samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum sé æskilegt um menningarmál. Vísar ráðherra til samnings sem ráðuneytið hefur gert við sveitarfélög á Austfjörðum. Halldór Halldórsson segir slíkt samstarf lítið hafa verið rætt, menntamálaráðherra hafi minnst á hugmyndina á fjórðungsþingi Vest- fjarða nú í haust og að sér finnist sjálfsagt að skoða þessa hugmynd. Bjóst við að menningarhús yrði staðsett á Ísafirði Bæjarstjórinn kvaðst hafa staðið í þeirri meiningu að Ísafjarðarbær hefði átt að vera einn þeirra staða sem hefðu menningarhús en hann segir að sé samstarf sveitarfélaga nauðsynlegt í þessu samhengi sé rétt að ræða það. Halldór sagði eðli- legast að fela Fjórðungssambandi Vestfjarða að taka málið upp og hefja viðræður, það væri samstarfs- vettvangur byggðarlaganna á Vest- fjörðum. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar um menningarhús á Vestfjörðum Sjálfsagt að ræða samstarf sveitarfélaga SAMEINING sex hreppa í Rangár- vallasýslu var samþykkt í almennum kosningum á laugardag. Kosið var í Austur- og Vestur-Landeyjahrepp- um, Austur- og Vestur-Eyjafjalla- hreppum, Fljótshlíðarhreppi og Hvolhreppi. Á heildina litið var sam- eining sveitarfélaganna sex sam- þykkt með 73,7% atkvæða en 25,8% sögðu nei við sameiningu. Á kjörskrá voru samtals 1.114 manns í hreppunum öllum og greiddu 726 atkvæði, eða 65,2%. Mest var kjörsóknin í Austur-Eyjafjallahreppi, 94,3%, en minnst í Austur-Landeyj- um, 57,3%. Íbúar í nýju sveitarfélagi verða tæplega 1.700. Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, segir niðurstöður kosn- inganna góðar og nú hefjist vinna við að láta hlutina ganga eftir samkvæmt niðurstöðum þeirra. Gert er ráð fyrir að nýtt sameinað sveitarfélag taki við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor, þegar kosið verður í fyrsta skipti í þessu verðandi sveitarfélagi. Engar hugmyndir hafa verið bornar upp um nafn á nýja sveitarfélagið, en Ágúst Ingi segist reikna með að ósk- að verði eftir tillögum frá almenningi. Í Austur-Eyjafjallahreppi voru 54,5% með sameiningu en 45,5% á móti. Á kjörskrá voru 105 og greiddu 99 þeirra atkvæði eða 94,3%. Já sögðu 54 en 45 nei. Í Vestur-Eyjafjallahreppi kusu 68,5% sameiningu en 31,5% voru henni andvíg. 92 kusu af 119 eða 77,3%. Já sögðu 63 en 29 nei. Í Austur-Landeyjahreppi greiddu 65,7% sameiningu atkvæði sitt en 34,3% voru á móti. Á kjörskrá voru 117 og neyttu 67 atkvæðisréttar eða 57,26%. Já sögu 44 en nei 23. Í Vestur-Landeyjahreppi var 66,7% stuðningur við sameiningu en 30,9% sögðu nei. Alls voru 119 á kjör- skrá og kusu 81 eða 68,1%. Já sögðu 54, nei 25 og tveir seðlar voru ógildir. Í Fljótshlíðarhreppi var samein- ingin samþykkt með 55,3% atkvæða en 44,7% voru henni andvíg. Á kjör- skrá voru 134 og kusu 85 eða 63,4%. Já sögðu 47 en nei 38. Loks var sameining samþykkt í Hvolhreppi með 90,4% atkvæða en 8,9% sögðu nei. Á kjörskrá voru 520 og kusu 302 eða 58,1%. Já sögðu 273 en nei 27 en tveir kjörseðlar voru ógildir. Kosningar í Rangárvallasýslu Sameining sex hreppa samþykkt BJARNI Jóhannes- son, fv. skipstjóri og framkvæmdastjóri Útgerðarfélags KEA, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sunnudaginn 18. nóv- ember, 88 ára að aldri. Bjarni fæddist 23. september árið 1913 í Flatey á Skjálfanda, sonur Baldvins Jó- hannesar Bjarnason- ar, hreppstjóra, út- vegsbónda og kennara í Neðribæ, og Maríu Gunnarsdóttur hús- móður. Bjarni ólst upp í Flatey og gekk í skóla föður síns. Hann var 10 ára þegar hann fyrst sótti sjóinn á litlum árabáti en fór síðar á opna vélbáta og þilfarsbáta. Bjarni lauk fiskiskipaprófi frá Stýrimanna- skólanum árið 1950, var skipstjóri á Gylfa frá Rauðuvík, Akraborg- inni EA og síðast Snæfelli EA. Bjarni varð aflakóngur á síld- veiðum við Norður- land í þrígang. Árið 1958 fór hann í land og gerðist fram- kvæmdastjóri Útgerð- arfélags KEA en var í afleysingum sem skip- stjóri til ársins 1965. Bjarni hætti fram- kvæmdastjórastarfinu hjá KEA sökum ald- urs árið 1983 en vann ýmis verkefni fyrir Fiskifélag Íslands allt til ársins 1995. Bjarni kvæntist Sigríði Frey- steinsdóttur, húsmóður frá Bald- ursheimi í Glerárþorpi, árið 1939 en hún lést árið 1991, 73 ára að aldri. Þau eignuðust sjö börn. Út- för Bjarna fer fram frá Akureyr- arkirkju 27. nóvember nk. Andlát BJARNI JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.