Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 13
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500
AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070
Model 6834
Gifsskrúfvél 470 W O = 4 x 57 mm
Tilboðsverð
RAGNAR Aðalsteinsson hæstarétt-
arlögmaður hlaut Hvatningar-
verðlaun Samfylkingarinnar á
landsfundi Samfylkingarinnar um
helgina fyrir störf sín að mannrétt-
indamálum. Er þetta í fyrsta sinn
sem Samfylkingin veitir verðlaun
sem þessi en að sögn Össurar
Skarphéðinssonar, formanns
flokksins, hefur framkvæmdastjórn
Samfylkingarinnar ákveðið að
Hvatningarverðlaun verði veitt
einu sinni á ári vegna framlags
„sem skiptir okkur öll máli“, eins
og hann orðaði það.
Þegar Ragnar tók við viður-
kenningarskjali og blómvendi úr
hendi Össurar á laugardag risu
landsfundarfulltrúar úr sætum sín-
um og hylltu Ragnar með lófa-
klappi.
„Einn af mörgum sem
starfa á sama akri“
Sagði Ragnar meðal annars að
það skipti máli að aðrir veittu því
eftirtekt með jákvæðum hætti sem
„maður væri að fást við...“ Síðan
sagði hann: „Ég tek á móti hvatn-
ingu þessari með þakklæti sem einn
af mörgum sem starfa á sama
akri.“
Hlaut Hvatningarverð-
laun Samfylkingarinnar
Morgunblaðið/Ásdís
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður tekur við viðurkenningar-
skjali og blómvendi úr hendi Össurar Skarphéðinssonar.
GUÐRÚN Helga Brynleifsdóttir
lögmaður varð efst í prófkjöri Nes-
listans á Seltjarnarnesi á laugardag
og leiðir því listann í bæjarstjórn-
arkosningunum næsta vor. Hún
hlaut 208 atkvæði í fyrsta sætið en í
öðru sæti varð Sunneva Hafsteins-
dóttir hönnuður, en hún sóttist eftir
efsta sætinu og hlaut samtals 256
atkvæði í tvö efstu sætin.
Í þriðja sæti varð Árni Einarsson
með 152 atkvæði en litlu munaði á
honum og Stefáni Bergmann og
Þorvaldi Kolbeini Árnasyni. Ein-
ungis er gefin upp röð þriggja efstu
manna í prófkjörinu og er kosning
þeirra bindandi. Alls greiddu 431
atkvæði í prófkjörinu og voru 20
seðlar ógildir.
Stefna að því að bæta við sig
einum bæjarfulltrúa
Guðrún Helga var að bjóða sig
fram í fyrsta skipti og segist af-
skaplega þakklát fyrir það traust
sem henni hafi verið sýnt í próf-
kjörinu. Hún segir það raunhæft
markmið Neslistans að ná að bæta
einum bæjarfulltrúa við í kosning-
unum. „Það er alveg ljóst að stjórn-
málaafl hlýtur alltaf að keppa að
sigri en við verðum auðvitað að
vera raunsæ og staða Sjálfstæðis-
flokksins er náttúrlega óvíða jafn
sterk eins og á Seltjarnarnesinu.
Þess vegna tel ég það raunhæft
markmið hjá okkur að ná inn einum
bæjarfulltrúa til viðbótar, þ.e. að ná
inn þremur og auka þannig vægi
okkar í bæjarstjórn,“ segir Guðrún
Helga.
Sunneva Hafsteinsdóttir hefur
verið bæjarfulltrúi Neslistans á
þessu kjörtímabili og bauð sig fram
til forystu á listanum. Hún segir
það auðvitað ákveðin vonbrigði að
lenda síðan í öðru sæti listans, en
slíkt sé hins vegar eðli prófkjöra.
„Þegar maður gengst inn á að taka
þátt í prófkjöri, þá getur farið á
hvern veginn sem er. Við vorum lít-
ið í því að berja hvert á öðru og er-
um mjög sammála um stefnumótun
okkar. En ég tel að út úr þessu
prófkjöri hafi komið sterkur listi og
nú er auðvitað aðalvinnan eftir og
við stefnun ótrauð á að ná a.m.k.
þremur mönnum.“
Guðrún
Helga
Brynleifs-
dóttir efst
Prófkjör Neslistans
á Seltjarnarnesi
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar