Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JARÐFRÆÐI, huldufólk,
sinueldar, dýralíf og fram-
tíðin var meðal viðfangsefna
á ráðstefnu um töfra Elliða-
árdalsins sem haldin var í
Loftkastalanum á föstudag.
Ráðstefnugestir, sem voru
300 talsins, komu úr hverf-
unum í kringum Elliðaárdal-
inn en um var að ræða 12
ára nemendur í Árbæjar-,
Ártúns-, Breiðholts-, Fella-,
Hólabrekku-, Selás- og
Seljaskóla.
Sjálfir undirbjuggu þeir
og stýrðu ráðstefnunni en að
undirbúningnum stóðu einn-
ig Orkuveita Reykjavíkur,
Fræðslumiðstöð Reykjavík-
ur og Menningarmiðstöðin
Gerðubergi. Eins og tíðkast
á öllum alvöru ráðstefnum
héldu sérfróðir aðilar fyr-
irlestra um hin ýmis mál sem
snerta viðfangsefnið, í þessu
tilfelli Elliðaárdalinn en allir
höfðu fyrirlesararnir kynnt
sér málin til hlítar og fengið
aðstoð sérfræðinga við upp-
lýsingaleit.
Að loknum fyrirlestrunum
voru pallborðsumræður þar
sem ráðstefnugestir fengu
færi á að spyrja fulltrúa
skólanna um hvaðeina er
varðaði dalinn. Fyrstu fyr-
irspurninni var beint til
Ólafs Páls Jónssonar, full-
trúa Breiðholtsskóla, en fyr-
irlesarar þaðan fjölluðu um
sögu dalsins og rafstöðv-
arinnar og framtíð Elliðaár-
dalsins.
Komu þar m.a. fram hug-
myndir um að koma þar á fót
vatnsrennibrautargarði en
fyrir eldra fólkið yrði gufu-
bað og heitir pottar. Lék fyr-
irspyrjanda forvitni á að vita
hvort fyrirliggjandi væru
áætlanir um að byggja í
Elliðaárdalnum og þá vatns-
rennibrautargarð. Ólafur
sagðist telja að engar áætl-
anir væru um að byggja í
dalnum og að vatns-
rennibrautargarðurinn væri
einungis hugmynd. Þá var
Ólafur spurður hvort hann
héldi að fólk ætti eftir að
ganga betur um skóginn í
dalnum eftir ráðstefnuna og
sagðist Ólafur halda það.
Loks svaraði Ólafur fyr-
irspurn um hvers vegna ver-
ið væri að eyðileggja Elliða-
árdalinn og sagðist hann
ekki geta svarað því.
Ekki búin að
skoða öll trén
Nemendur í Ártúnsskóla
voru með fyrirlestur um
jarðfræði, örnefni og
þjóðtrú og svaraði Árni
Gestsson, nemandi í skól-
anum, fyrirspurn um hversu
gamalt hraunið í Elliðaár-
dalnum væri. Taldi hann það
vera um 2.500 ára.
Ásdís Rut Guðmunds-
dóttir, nemandi í Árbæj-
arskóla svaraði fyrir-
spurnum um gróðurfar og
dýralíf, meðal annars hve-
nær hefði verið byrjað að
gróðursetja í dalnum og
hverjar væru helstu trjáteg-
undirnar þar. Sagði hún
helstu tegundirnar vera
sitkagreni, stafafuru, birki,
ösp og víði en byrjað hefði
verið að gróðursetja í kring-
um 1920. Hún taldi of mikið
verk að telja upp allar fugla-
tegundirnar í dalnum þar
sem þær væru svo margar
og fyrirspurn um það hvað
væri stærsta og minnsta tréð
í dalnum sagðist hún ekki
geta svarað þar sem hún
væri ekki búin að skoða þau
öll.
Hrund Erlingsdóttir, nem-
andi í Fellaskóla, var spurð
að því hvort einhvers konar
þjónusta hefði verið rekin í
Elliðaárdalnum í gamla
daga en fyrirlestur félaga
hennar fjallaði um veiðar,
lax, þjóðsögur og dýralíf.
Kom fram í svari Hrundar
að á 19. öld hefði verið selt
kaffi og brennivín í Ártúni.
Í erindi Seljaskóla var
boðskapur til almennings
um sinubruna og þær hættur
sem af þeim stafa. Tinna Rut
Sturludóttir, nemandi þar
var spurð að því hvort alvar-
legur skaði hefði orðið af
völdum sinubruna í Elliðaár-
dal og svaraði hún því ját-
andi, myndir sem nemendur
úr Seljaskóla hefðu sýnt
bæru þess vitni en þær væru
allar teknar í Elliðaárdaln-
um.
Fann ekki fyrir vættum
Guðni Þór Þrándarson,
nemandi í Hólabrekkuskóla,
svaraði einnig fyrirspurnum
en fyrirlestur skólafélaga
hans var um vættir, mannlíf
og dýralíf. Laut ein spurn-
ingin að því hvort hópurinn
hefði fundið fyrir ein-
hverjum vættum þegar hann
var í vettvangsferð í Elliða-
árdalnum fyrir ráðstefnuna.
Sagðist Guðni ekki hafa
fundið fyrir slíku sjálfur þótt
hann vissi ekki um aðra. Ein-
um fundargestinum lék for-
vitni á að vita hvort til væru
sannanir fyrir því að fossbú-
ar hefðu nokkru sinni tekið
börn. Guðni vissi það ekki en
hann var einnig spurður að
því hvað fossbúar gerðu við
fólk næðu þeir að lokka það
til sín. „Ætli þeir drekki
manni ekki,“ svaraði hann.
Þá var hann spurður
hvaðan nemendurnir hefðu
haft upplýsingar um stærð
huldufólks, álfa og vætta og
í svari Guðna kom fram að
Erla Stefánsdóttir hefði get-
að gefið upplýsingar um
það. Loks var hann spurður
að því hvort álfar og huldu-
fólk væru bara til í Elliðaár-
dalnum. Taldi Guðni einsýnt
að væru þeir til þá hlytu þeir
að vera annars staðar en
bara þar.
Fyrirspurnir til Hafdísar
Söru Þórhallsdóttur, nem-
anda í Selásskóla, voru
nokkuð áþekkar fyr-
irspurnum til Guðna en er-
indi skólafélaga hennar
fjallaði um huldufólk. Var
hún spurð að því hvort þau
vissu um einhvern sem hefði
séð álfa og huldufólk og
svaraði Hafdís Sara því ját-
andi, Erla Stefánsdóttir, sem
hefði aðstoðað þau fyrir fyr-
irlesturinn, hefði séð álfa.
Hafdís Sara var einnig spurð
að því hvort álfar gætu verið
hrekkjóttir og sagðist hún
halda það.
Pallborðsumræðunum
stýrði Ingunn Tryggvadótt-
ir, nemandi í Seljaskóla en
ráðstefnustjóri var skóla-
félagi hennar Arnar Gísli
Hinriksson.
Ruslatunnur þurfa
ekki að geta gengið
Að ráðstefnu lokinni komu
nemendur úr svokölluðum
blaðamannahóp saman og
ályktuðu um framtíð Elliða-
árdalsins. Þar segir m.a.:
„Það komu fram margar
góðar hugmyndir svo sem
um laug og nuddpott fyrir
eldri borgara, vatns-
rennibraut og vatnsgarð,
leiksvæði fyrir börn að
klifra í trjám, útsýnisturn og
fleira. En við viljum samt
ekki raska Elliðaárdalnum
og leggjum áherslu á að allt
verði gert til að vernda hann
til framtíðar fyrir börnin
okkar. Við viljum að það
verði reynt að skapa dýrum
sem bestar aðstæður og þau
eigi þar góðar vistarverur
og allt verði gert til að
vernda dýralífið í Elliðaár-
dalnum.
Elliðaárdalurinn má aldr-
ei verða ruslahaugur! Þess
vegna þarf góðar ruslatunn-
ur sem eru alltaf tæmdar.
Þær þurfa ekki að geta
gengið sjálfar [tillaga þar að
lútandi kom fram á ráðstefn-
unni – innsk. blm.] en þær
þurfa að falla vel inn í um-
hverfið og vera margnota.
Allir eiga að ganga vel um
dalinn. Þeir sem ganga illa
um skemma eða koma af
stað sinubruna eiga sjálfir
að borga sektir eða vinna af
sér skuldina en ekki að-
standendur þeirra. Í skólum
og á heimilum þarf að fræða
krakka meira um sinuelda.
Okkur finnst að það eigi að
banna reykingar í dalnum
því oft kviknar í út frá sígar-
ettustubbum.
Við ályktum að það beri
að varðveita Elliðaárdalinn
af því að hann er náttúru-
perla! Þessi ályktun frá okk-
ur er alveg óháð álfum og
huldubyggð. Að vísu vorum
við vöruð við fossbúum sem
drekkja mönnum nái þeir að
grípa í einn mann eða ann-
an.“
Ályktunin var unnin af
Sigurjóni Sverri Siguðssyni
og Auði Sif Sigurðardóttur,
nemendum í Selásskóla, og
Ásgeiri Jónassyni og Elsu
Petru Björnsdóttur, nem-
endum í Árbæjarskóla.
Ráðstefna 300 skólakrakka
haldin í Loftkastalanum
Vilja vernda
dalinn fyrir
börnin sín
Ólafur Páll Jónsson, Ásdís Rut Guðmundsdóttir, Hafdís Sara Þórhallsdóttir, Árni Gestsson, Guðni Þór Þrándarson, Hrund
Erlingsdóttir og Tinna Rut Sturludóttir sátu sem fulltrúar skólanna sjö í pallborði og svöruðu fyrirspurnum en Ingunn
Tryggvadóttir stjórnaði umræðunum. Í pontu er Steinunn Jóna Hauksdóttir, nemandi í Árbæjarskóla, að spyrja spurningar.
Ráðstefnuhaldið tók 6 tíma en auk fyrirlestra fróðra nemenda voru fjölbreytt tónlistar-
atriði sem krakkarnir stóðu fyrir og dagskrárliðir á borð við „Nestishlé úr poka“.
Elliðaárdalur
Frábært fjölskyldufyrirtæki
Erum með til sölu einstakt fjölskyldufyrirtæki sem er söluturn, skyndi-
bitastaður og myndbandaleiga. Rúmlega ársgamalt fyrirtæki og í
miklum vexti. Mikil velta. Öll tæki ný og þau fullkomnustu og dýrustu
sem til eru á markaðnum. Tvær bílalúgur. Er staðsett á stóru íbúðar-
og vinnusvæði og beint á móti eru 500 sveltandi hamborgarætur.
Mikil arðsemi fyrir duglegt fólk. Helmingur sölunnar er skyndibitamatur.
Selst á mjög hagstæðu verði, í raun aðeins á tækja- og vinnukostnað-
arverði en ekkert fyrir viðskiptavildina sem er mikil. Upplýsingar aðeins
á skrifstofunni.
Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur
samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið
2002. Fræðslumál eru stærsti út-
gjaldaliðurinn í áætluninni, hvort
heldur sem litið er til rekstrar eða
framkvæmda.
Áætlaðar tekjur á árinu eru 2.081,5
milljónir krónar og hækka þær um
202 milljónir frá endurskoðaðri áætl-
un ársins 2001 eða um 10,2%. Segir í
fréttatilkynningu að hækkunin skýr-
ist annars vegar af spá um hækkun
launa á árinu 2002 og hins vegar af
fjölgun íbúa í Garðabæ.
Rekstarútgjöld eru áætluð 1.613,2
milljónir króna á árinu og hækka um
12,5% á árinu. Stærsti útgjaldaliður-
inn er fræðslumál en til þeirra er var-
ið 906 milljónum sem eru 56,2% af
heildarútgjöldum en í þeirri tölu eru
útgjöld vegna leikskóla. Þeir út-
gjaldaliðir sem koma næstir eru
framlög til félagsþjónustu, sem eru
áætluð 270 milljónir króna, og til
æskulýðs- og íþróttamála, sem eru
áætluð 122 milljónir.
Álagningarprósenta útsvars verð-
ur óbreytt eða 12,46%. Fasteigna-
skattur íbúðarhúsnæðis lækkar úr
0,45% í 1,385% og lóðagjald úr 15 í
1,4%. Með þessu er gert ráð fyrir því
að hækkun á fasteignamati verði ekki
til þess að tekjur vegna fasteigna-
gjalda hækki. Álagningarprósenta
fasteignaskatts á fyrirtæki hækkar í
1,12% en var áður 0,825%.
Rekstrarafgangur frumvarpsins er
468 milljónir króna sem er um 23% af
skatttekjum en gert er ráð fyrir að
framlag til framkvæmda verði 491
milljón. Þar af verða stærstu fram-
kvæmdirnar vegna skólahúsnæðis og
er áætlað að ráðstafa 275 milljónum
til þeirra.
„Einkennist af áfram-
haldandi þenslu“
Í bókun minnihlutans í borgar-
stjórn segir að fjárhagsáætlun næsta
árs „einkennist af áframhaldandi
þenslu. Þannig er gert ráð fyrir því að
skattar og gjöld skili hærri tekjum
sem nemur um 10% á milli ára.
Rekstrarútgjöldin hækka þó heldur
meira eða um 12%.“
Segir að ætlunin sé að dreifa tak-
mörkuðu framkvæmdafé á fjölmörg
ný verkefni og að í sumum tilvikum sé
ekki sýnt fram á hvernig eða hvenær
þeim verði lokið. Segir að fjárhags-
áætlunin beri þess merki að kosning-
ar séu í nánd þar sem reynt sé að gera
sem mest fyrir sem flesta en um leið
sé ýtt undir óraunhæfar væntingar.
Fjárhagsáætlun samþykkt
Garðabær
KÖNNUN á lesfærni
barna í 3. bekk grunn-
skóla borgarinnar stend-
ur nú yfir á vegum
Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur. Mikill áhugi
hefur verið á könnuninni
en 30 af þeim 34 skólum
sem eru með 3. bekk eru
þáttakendur í henni.
Markmiðið með könn-
uninni er að afla upplýs-
inga um stöðu nemenda-
hópsins í lestri. Í frétta-
tilkynningu frá Fræðslu-
miðstöð segir að með
þessu muni skólarnir fá
dýrmætar upplýsingar
um stöðu sinna nemenda
gagnvart heildinni en í
starfsáætlun miðstöðvar-
innar fyrir þetta ár segir
að stefnt sé að því að sem
flestir nemendur geti les-
ið sér til gagns við lok 2.
bekkjar.
Þá segir í tilkynning-
unni að fyrirhugað sé að
gerð verði sérstök ein-
staklingsáætlun um lestr-
arkennslu nemenda sem
þess þurfa.
Lesfærni átta ára
barna könnuð
Reykjavík