Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 16
SUÐURNES
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
HÁHITAHOLAN á Trölladyngju
virðist mun aflminni en búist var við
þegar henni var hleypt upp í síðasta
mánuði. Stafar það einkum af því að
hitinn í henni er minni enn sem
komið er en útlit var fyrir. Hitinn
fer hækkandi en það gerist mun
hægar en vanalegt er.
Borhola Jarðlindar ehf. á Trölla-
dyngju á Reykjanesi er liðlega 2300
metra djúp og er hún dýpsta háhita-
borhola á landinu. Áður en henni var
hleypt upp um miðjan október
mældist hitinn hæstur 300 gráður á
botni holunnar. Vegna þess áætluðu
forráðamenn Jarðlindar ehf., sem er
í eigu Hitaveitu Suðurnesja og bæj-
arfélaganna á sunnanverðu höfuð-
borgarsvæðinu, að holan myndi
skila 270-280 gráðu hita og því væri
hún svo aflmikil að hún gæti fram-
leitt um 15 megavött af rafmagni.
Síðan hafa farið fram ítarlegar mæl-
ingar á holunni. Í yfirliti Orkustofn-
unar sem birt er í Fréttaveitunni,
fréttabréfi Hitaveitu Suðurnesja,
kemur fram að holan blæs sem
stendur kringum 30 kg/s af vatni og
gufu sem sýður við 230 gráða hita á
um það bil 400 metra dýpi í fóðring-
unni. Það skilar um 4 kg/s af há-
þrýstigufu sem myndu gefa um 2
megavött af rafmagni í eimsvalavél.
Hitinn fellur á 1.600 metrum
Albert Albertsson, aðstoðarfor-
stjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að
ástæðan fyrir því að holan lofar ekki
jafn góðu og áður sé sú að hitastigið
falli mikið niður á kringum 1.600
metrana. Hitinn er 300 gráður á
botni holunnar en er einungis 220
gráður í æðinni sem vatn kemur úr á
1600 metrum. Er það talsvert lægra
en í upphitun. Þá er hiti holunnar
235 gráður þar sem hún er köldust,
samkvæmt upplýsingum Orkustofn-
unar. Albert segist ekki hafa fengið
skýringar á þessum mun. Holan sé
að hitna en hún hitni miklu hægar
en venja sé með slíkar holur.
Sérfræðingar segja að annað-
hvort sé bergið ekki eins heitt og
reiknað var með eða að áhrifa frá
niðurdælingu vegna borunarinnar
gæti meira en reikna megi með. Al-
bert segir þó að þrátt fyrir þetta
sýni borunin að á Trölladyngju sé
öflugt háhitasvæði. Sérfræðingar
Orkustofnunar segja að holan teljist
vera komin í hóp vinnsluholna og
muni standa fyrir sínu í því verkefni
sem nú er hafið við könnun jarð-
hitasvæðisins í Krýsuvík og á
Trölladyngjusvæðinu.
Þegar niðurstöður mælingar á há-
hitaholunni liggja fyrir, auk niður-
staðna úr kortlagningu megin-
sprungna á svæðinu og jarðskjálfta
mun ný tilraunahola verða staðsett.
Albert segir þó að engar ákvarðanir
hafi verið teknar um það hvenær
ráðist verði í borun nýrrar holu.
Háhitaholan við Trölladyngju kald-
ari en sérfræðingar gerðu ráð fyrir
Mun aflminni
en vonast var til
Morgunblaðið/RAX
Dýpstu háhitaholu landsins var
hleypt upp við hátíðlega athöfn.
Trölladyngja
SVEITARSTJÓRNARMENN í
Garði og Sandgerði vilja láta það
koma betur fram á Reykjanesbraut-
inni að leiðin að Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar sé einnig til þeirra sveitar-
félaga. Fulltrúi Vegagerðarinnar
segir að málið þarfnist athugunar.
Eftir yfirreið þingmanna Reykja-
neskjördæmis um Suðurnesin ritaði
Hjálmar Árnason alþingismaður
vegamálastjóra bréf með ábending-
um sveitarstjórnarmanna um bættar
merkingar á Reykjanesbraut og við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í bréfi Hjálmars kemur fram að
fulltrúar Garðs og Sandgerðis hafi
bent á að fátt benti til þess á leiðinni
eftir Reykjanesbraut að Flugstöð
Leifs Eiríkssonar að á Suðurnesjum
væru sveitarfélögin Garður og Sand-
gerði. Þeir hefðu eindregið óskað
eftir því að komið yrði upp þjónustu-
skiltum þar sem vísað væri á staðina
á viðeigandi hátt með skírskotun til
þeirrar þjónustu sem þar er.
Þá sagði þingmaðurinn að óskað
væri eftir því að komið yrði upp
svæðakorti af Suðurnesjum á
Reykjanesbraut, nærri flugstöðinni,
til þess að ferðalangar gætu séð hvar
þeir væru staddir og hvert leiðir
lægju.
Nýr áningarstaður
Jónas Snæbjörnsson, umdæmis-
stjóri Vegagerðarinnar á Reykja-
nesi, segir að fyrirhugað sé að koma
fyrir skilti á nýjum áningarstað sem
Vegagerðin er að koma upp á
Reykjanesbraut, á milli flugstöðvar-
innar og hringtorgsins. Skiltið verði
sett upp fyrir vorið. Segir Jónas að
það verði væntanlega með svipuðu
sniði og önnur slíkt skilti sem komið
hefur verið upp víðsvegar um landið.
Haft verði samráð við sveitarfélögin
um fyrirkomulag þess. Hann segir
að skoða þurfi nánar óskir Garð-
manna og Sandgerðinga um sérstak-
ar merkingar á Reykjanesbrautinni,
á leiðinni frá Reykjavík.
Í bréfi Hjálmars er einnig vakin
athygli á þeirri ábendingu sveitar-
stjórnarinnar í Vogum að skynsam-
legt gæti verið að benda hjólreiða-
fólki á gamla þjóðveginn eftir Vatns-
leysuströnd sem heppilegan valkost
fyrir hjólreiðafólk. Jónas tekur undir
þetta og segir að Vegagerðin sé
hlynnt því að hjólreiðar fari sem
allra mest af Reykjanesbrautinni.
Óska eftir betri
merkingum
Garður/Sandgerði
Bauð best í
sjóvarnargarð
Vogar
SEES ehf. í Keflavík átti lægsta til-
boð í byggingu sjóvarnargarðs við
Voga á Vatnsleysuströnd. Verktak-
inn býðst til að vinna verkið fyrir
4,4 milljónir kr. sem er um 100 þús-
und kr. eða 3% undir kostnaðar-
áætlun. Siglingastofnun bauð út
byggingu sjóvarnargarðsins og
kemur fram í útboðsgögnum að
þeim eigi að ljúka fyrir 1. febrúar
næstkomandi.
♦ ♦ ♦
BRYNJÓLFUR Jónsson, járn-
smiður á Akureyri, varð 100 ára
á sunnudag, 18. nóvember, en
hann fæddist þann dag árið 1901
á Dagverðareyri.
Brynjólfur og eiginkona hans,
Sigríður Jónsdóttir, dvelja nú á
öldrunardeild Kristnesspítala og
buðu þau félögum sínum og
starfsfólki þar upp á kaffiveit-
ingar í tilefni afmælisins í gær-
dag.
Foreldrar Brynjólfs voru Frið-
björg Sigríður Friðbjarnardóttir
og Jón Hallgrímsson. Friðbjörg
var vinnukona á Dagverðareyri
og Jón á Ásláksstöðum.
Á flæking 20 vikna gamall
Skömmu eftir að Brynjólfur
var skírður fór faðir hans á há-
karlaskip sem fórst. „Ég fór því á
flæking um 20 vikna gamall,“
sagði Brynjólfur, en hann dvaldi
á hinum ýmsu bæjum í Eyjafirði í
uppvexti sínum, m.a. á Brita í
Þelamörk, Tjörnum, Nýjabæ, Rif-
kelsstöðum, Eyvindarstöðum og
Klauf, þá var hann á Ytra-
Laugalandi og um 5 ára skeið var
hann vinnumaður á Munkaþverá
efri á yngri árum. Æskuárin voru
Brynjólfi erfið sem nærri má
geta. „Það var ekki alltaf farið
vel með hreppsómagana,“ segir
hann en vill þó ekki fara nánar út
í þá sálma af tillitssemi við hús-
bændur sína. Hann minntist þess
þó að hafa unnið mikið frá unga
aldri og oft verið klæðalítill, enda
hafi fólkið sem hann dvaldi hjá
ekki verið efnamikið.
Eiginkona Brynjólfs er Sigríð-
ur Jónsdóttir frá Litla-Dal, en
þau kynntust er Brynjólfur var
vetrarmaður á Möðrufelli í Eyja-
firði. Sigríður er dóttir Jóns
Trampe og Þórdísar Árnadóttur.
Þau gengu í hjónaband árið 1937.
Sigríður er fædd árið 1914.
Brynjólfur flutti til Siglufjarðar
1930, þar bjó hann og þau hjónin
til ársins 1949 er þau fluttu til
Akureyrar. Þar í bæ hafa þau átt
heima allar götur síðan. Brynj-
ólfur lærði járnsmíði og vann hjá
vélsmiðjunni Atla um 40 ára
skeið. Þau bjuggu í Strandgötu
49 allt þar til þau fluttu fyrir 10
árum í þjónustuíbúð við Víðilund.
Þau hafa dvalið á Kristnesspítala
síðustu vikur.
Hef alla ævi verið
heilsuhraustur
Brynjólfur er við þokkalega
heilsu, en heyrnin er aðeins farin
að gefa sig. Hann fylgist með
sjónvarpi og les sér til gagns og
gamans. „Ég bjóst nú aldrei við
að lifa svona lengi, það var farið
heldur illa með hreppsómagana
en einhvern veginn hefur ekki
verið hægt að sálga mér. Ég hef
líka alla ævi verið svona sæmi-
lega heilsuhraustur,“ sagði Brynj-
ólfur.
Brynjólfur Jónsson, járnsmiður á Akureyri, 100 ára
Morgunblaðið/Kristján
Brynjólfur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir, kona hans, innan um blóm
og aðrar gjafir sem Brynjólfi bárust á þessum tímamótum.
Bjóst aldrei við að
lifa svona lengi
FUNDUR um málefni Kaupfélags
Eyfirðinga og framtíð samvinnu-
félaga var haldinn á Hólum, sam-
komusal Menntaskólans á Akur-
eyri, sl. laugardag. Fundurinn var
liður í því kynningarátaki sem
KEA hóf nú nýlega með útgáfu
upplýsingabæklings en honum var
dreift inn á öll heimili á fé-
lagssvæðinu. Tilefnið eru þær
miklu breytingar sem KEA hefur
tekið á síðustu mánuðum, en þessu
félagi sem áður var með fjölbreytt-
an atvinnurekstur á ýmsum sviðum
hefur nú verið skipt upp í tvennt.
Annars vegar er um að ræða eign-
arhaldsfélag sem heldur utan um
eignir KEA þar sem markmiðið er
að hámarka arðsemi af þeim en
hins vegar samvinnufélag sem
hvetja mun til fjárfestinga og ný-
sköpunar í atvinnulífi á félagssvæð-
inu, sem og að leita hagstæðustu
kjara fyrir sína félagsmenn.
Unnið hefur verið að því að færa
rekstur KEA yfir í hlutafélög frá
því í lok árs 1998 og er því nú lokið,
en þeirra á meðal eru Norður-
mjólk, Norðlenska matborðið, Hag-
ræði, Bústólpi, Nýja kaffibrennslan
og Samkaup auk þess sem KEA á
18% hlut í Samherja.
Samvinnufélagið verði
byggðafestufélag
Breytingar á félagsformi KEA
voru staðfestar á framhaldsaðal-
fundi síðastliðið sumar og þar var
nýju lífi blásið í KEA – samvinnu-
félag. Eiríkur S. Jóhannsson kaup-
félagsstjóri sagði það vilja fé-
lagsmanna að félagið yrði eins
konar byggðafestufélag sem m.a.
ætti að hafa frumkvæði að því að
stofna til fjárfestinga og nýsköp-
unar í atvinnurekstri á félagssvæð-
inu í samvinnu við aðra, fjárfesta,
fyrirtæki og einstaklinga, í því
skyni að efla atvinnulíf. Með því
móti yrði hagur íbúanna betur
tryggður. Einnig er hlutverk sam-
vinnufélagsins að ávaxta eignir
KEA og ráðstafa arði af þeim til fé-
lagsmanna, auk þess að efla menn-
ingu, menntun, íþrótta- og æsku-
lýðsstarf á félagssvæði sínu. Loks
er því ætlað að standa vörð um
hagsmuni félagsmanna og sjá þeim
fyrir hagstæðum kjörum í viðskipt-
um.
Voldugur rekstur samvinnu-
félaga er liðin tíð
Félagsmenn í KEA eru nú um
7.500 talsins, en með því kynning-
arátaki sem nú stendur yfir er
stefnt að því að fjölga þeim í a.m.k.
10 þúsund. Þannig ætti félagið að
hafa meiri burði til að gera hag-
stæða viðskiptasamninga fyrir fé-
lagsmenn sem með því gæti orðið
að öflugu neytendafélagi. Eiríkur
sagði að sá tími væri liðinn að stór
samvinnufélög stæðu fyrir voldug-
um rekstri, en það fyrirkomulag að
skipta KEA eins og gert var hefði
mælst vel fyrir meðal félagsmanna.
Jón Sigurðsson rekstrarhag-
fræðingur ræddi á fundinum al-
mennt um samvinnufélög, stöðu
þeirra um þessar mundir og ný lög
sem Alþingi samþykkti á síðasta
þingi. Birgir Guðmundsson, frétta-
stjóri á DV, fjallaði m.a, um þá
ímynd sem KEA og kaupfélög al-
mennt hefðu.
Hann sagði ímyndina m.a. þá að
kaupfélög tilheyrðu gamla tíman-
um, þau væru dreifbýlisfélagsskap-
ur, tengdust Framsóknarflokknum
og væru óhagkvæmt bákn. Um
möguleika KEA – samvinnufélags í
framtíðinni nefndi hann að fyrir fé-
lagsmenn yrði eitthvað að fylgja
með, menn þyrftu að hafa hags-
muni af því að vera með í fé-
lagsskapnum.
Ánægja með breytingar en
ungu fólki þarf að fjölga í KEA
Fram kom í máli fundarmanna
ánægja með þær breytingar sem
gerðar hafa verið á KEA, þ.e. að
skipta rekstrinum upp í samvinnu-
félag og eignarhaldsfélag, en mikil
áhersla var lögð á að KEA þyrfti
að vera sýnilegt í umræðunni. Þá
þyrfti að útlista þá kosti sem því
fylgja að vera félagsmaður skil-
merkilega fyrir fólki. Félagið þyrfti
að setja fram áhugaverða kosti
hvað varðar afsláttarkjör og fleira
til þess að fjölga yngri félagsmönn-
um í KEA.
Málefni KEA og framtíð samvinnufélagsins
Félagið verður
að vera sýnilegt