Morgunblaðið - 20.11.2001, Page 18

Morgunblaðið - 20.11.2001, Page 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLU Böðvarssyni, samgöngu- ráðherra, hafa verið afhentir undir- skriftalistar frá á fimmta hundrað íbúum í Snæfellsbæ. Þar er skorað á þingmenn Vesturlandskjördæmis að beita sér fyrir að bundið slitlag verði komið á Fróðárheiði fyrir haustið 2003. Í áskoruninni segir að það sé óþol- andi að 1.600 manna byggð á norð- anverðu Snæfellsnesi, í aðeins 200 km fjarlægð frá Reykjavík, skuli enn búa við moldarvegi. Vegurinn yfir Fróðárheiði tengir byggðakjarnana Hellissand, Rif og Ólafsvík við Stað- arsveit og Breiðuvík, en allt þetta svæði var sameinað í eitt bæjarfélag, Snæfellsbæ, fyrir fáeinum árum. Snæfellsbær er eitt læknishérað með heilsugæslustöð í Ólafsvík. ,,Það er því gríðarlegt öryggis- atriði fyrir íbúana að ljúka þessu verki fljótt,“ segir ennfremur í áskoruninni og kvartað er yfir seina- gangi við umræddar vegafram- kvæmdir og þingmenn hvattir til að standa við áður gefin loforð. Vilja bund- ið slitlag á Fróðár- heiði Ólafsvík OLÍUHREINSUN úr El Grillo er nú formlega lokið. Á sunnudaginn var haldinn opinn borgarafundur á Seyðisfirði þar sem umhverf- isráðherra og menn frá umhverf- isráðuneytinu, Ríkiskaupum, Holl- ustuvernd og norska verktaka- fyrirtækinu RUE (Riise Under- water Engineering AS) skýrðu stöðu mála og svöruðu fyrir- spurnum fundargesta. Stein-Inge Riise frá RUE af- henti lokaskýrslu verktakans um hreinsunina og skýrði aðferðir og aðgerðir sinna manna og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Hann sagði að verkið hefði gengið eftir áætlun og engin stærri vandamál komið upp. Nú er búið að yfirfara alla tanka skipsins og tæma þá af allri þeirri olíu sem unnt er að ná. Í niðurstöðu skýrslunnar kem- ur fram að um 90 tonn af svartol- íu komu úr skipinu. Gert er ráð fyrir að um 18 tonn af olíu gætu enn verið í flakinu, en olían er væntanlega í litlu magni í kverk- um hér og þar. Engin hætta er talin stafa af henni þar eð skipið tærist mjög hægt, auk þess sem þykk botnset eru ofan á því. Af þessum ástæðum telja menn að olían sem enn er til staðar muni að lokum leka út í mjög litlu magni í einu á mjög löngum tíma, jafnvel mörg hundruð árum. Kostnaður nam 120 milljónum Umhverfisráðherra Siv Frið- leifsdóttir skýrði frá kostn- aðarhliðinni. Hún sagði að kostn- aður næmi um 120 milljónum króna. Fjarlög gerðu ráð fyrir 100 milljónum króna til verksins og búist væri við að mismunurinn yrði á næstu fjáraukalögum. Nokkuð var um fyrirspurnir á fundinum og líflegar umræður. Flestar fyrirspurnirnar snerust um hvaða möguleikar gætu verið á því að enn væri olía í skipinu og hvort menn gætu átt von á olíuleka eins ogverið hefur og undanfarin ár. Menn fengu grein- argóð svör og heyra mátti að þeir sem að verkinu komu höfðu unnið sína vinnu og gert ráð fyrir öllu því helsta sem menn gátu látið sér koma til hugar. Óhætt er að segja að létt hafi verið yfir mönn- um að fundi loknum. El Grillo-verkefninu formlega lokið Morgunblaðið/Pétur KristjánssonFundarmenn fylgjast með af áhuga. Seyðisfjörður SNURVOÐARBÁTURINN Dala- röst ÞH 40 fékk snurvoðina í skrúfuna þar sem hann var að veiðum á Skjálfandaflóa í gær. Óskar Karlsson skipstjóri bátsins hafði strax samband við frænda sinn Karl Óskar Geirsson skip- stjóra á Keili SI 145 sem einnig var á veiðum með snurvoð í flóan- um og bað hann um aðstoð. Eftir að búið var að koma taug á milli bátanna tók Keilir Dalaröstina í tog og kom með hana til hafnar á Húsavík laust eftir hádegið. Óskar sagði að þeir hefðu verið að veið- um fram úr Fiskaskerinu sem er vestan megin í flóanum undan Kinnafjöllunum. „Það var hávaðarok og mikið rek á bátnum en þetta gekk allt saman ágætlega. Þetta var bara helber klaufaskapur í mér að fá voðina í skrúfuna ég viðurkenni það alveg,“ sagði Óskar þar sem hann stóð ásamt áhöfn sinni í ströngu við gera við voðina. Strák- arnir tóku allir sem einn undir það með kallinum og glottu út í annað. Keilir dró Dalaröstina til Húsavíkur Fékk snurvoð- ina í skrúfuna Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Á myndinni eru f.v. Óskar Karlsson og Jón Hermann Óskarsson. NEMENDUR og kennarar í Grunn- skólanum á Hellu gerðu sér daga- mun á degi íslenskrar tungu síðast- liðinn föstudag. Nemendur 5. og 6. bekkja fluttu dagskrá fyrir yngri nemendur skólans um Þorstein Erl- ingsson frá Hlíðarenda í Fljótshlíð en hann er á meðal þekktustu skálda Rangæinga. Nemendurnir sögðu í stuttu máli frá skáldinu og fluttu tvö ljóð, Hreiðrið mitt og Sól- skríkjuna. Einnig voru sungin tvö lög, Fyrr var oft í koti kátt og Heyrðu snöggvast, Snati minn, og vitaskuld tóku áhorfendur hraust- lega undir. Björgúlfur Þorvarðarson, ís- lensku- og dönskukennari ung- lingadeildar skólans, kenndi enga dönsku þennan dag en kynnti nem- endum sínum ljóðlist af ýmsum toga og nokkur skáld. Sjálfur er hann orðlagður hagyrðingur og er eins víst að hann kasti fram stöku þegar minnst varir. Lásu ljóð Þorsteins Erlingssonar Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Nemendur 5. og 6. bekkja Grunnskólans á Hellu fluttu dagskrá fyrir yngri nemendur skólans í tilefni dags íslenskrar tungu. Hella NEMENDUR Brúarásskóla lásu upp fyrir foreldra sína og skóla- systkini í tilefni dags íslenskrar tungu, á fæðingardegi Jónasar Hall- grímssonar. Lesinn var íslenskur texti, sögur, ljóð, ævintýri og smáleikþættir. Við- fangsefnin voru margvísleg, yngstu krakkarnir lásu frásögnina Í fjötr- um, einnig var lesið ævintýrið um Hans og Grétu ásamt nútímaútgáfu af Rauðhettu og úlfinum og kvæðið Refur eftir Örn Arnarson. Leiklesin voru meðal annars Greindarprófið og Amma segir ævintýri. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Nemendur Brúarásskóla lásu sögur, ljóð, ævintýri og smáleikþætti fyrir nemendur, kennara og foreldra á degi íslenskrar tungu. Nemendur lásu upp Norður-Hérað Morgunblaðið/Guðrún Nemendur voru með skemmtiatriði, leikþætti, ljóðalestur og fleira. NEMENDUR Varmalands- skóla í Borgarfirði héldu dag ís- lenskrar tungu hátíðlegan eins og svo margir aðrir Íslending- ar. Foreldrum var boðið að koma í Þinghamar og njóta vandaðrar dagskrár þar sem nemendur fluttu leikþætti, ljóð, upplestur og söng af mikilli gleði. Allir bekkir höfðu atriði fram að færa. Varmalandsskóli er einn af fáum dreifbýlis- grunnskólum sem hafa haldið nokkuð stöðugum nemenda- fjölda undanfarin ár og er það vegna barna námsfólks á Bif- röst, sem sækja skólann. Í vet- ur eru nemendur 137 talsins. Skólastjóri er Flemming Jes- sen og er hann kominn aftur til starfa í vetur eftir árs námsleyfi í Danmörku. Dagur ís- lenskrar tungu Borgarnes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.