Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Daily Vits
FRÁ
S
ta
n
sl
a
u
s
o
rk
a
Inniheldur 29 tegundir af
vítamínum, steinefnum og
Rautt Panax Ginseng.
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Apótekin
FRÍHÖFNIN
Tilboðsdagar
Ferbox
Zenith hurðir og hliðar
Handklæðaofnar
Hvítir og krómaðir
Handlaugar
IFÖ-IDO-Sphinx
Einnar handar tæki
Neve - Feliu - Kludi
Mora-Grohe
Hitastillitæki
Huber - Mora - Grohe
WC
Ifö - Ido
Macro
Heilir klefar
Macro
Rúnnaðar hurðir
Ferbox - Adria
Sturtuhorn
Hert gler - segullokun
Hurðir, stærðir 70-112 cm
Tilboð frá kr. 17.666
Hliðar, stærðir 68-90 cm
Tilboð frá kr. 9.692
Hæð 76.5-120-181
Breidd 50 og 60 cm
Tilboð frá kr. 10.896
Sturtutæki frá kr. 11.220
Baðtæki frá kr. 12.557
Handl.tæki frá kr. 6.628
Eldhústæki frá kr. 6.036
Rúnnaðir eða hornopnun
72x92, 82x82,
82x92, 92x92
Rúnnaðir
Tilboð frá kr. 56.482
Hornopnun
Tilboð frá kr. 45.893
M. hurð að framan
82x82, 92x92
Tilboð frá kr. 49.031
Hert gler - segullokun
Stillanleg stærð
70-80 cm
Tilboð frá kr. 18.774
80-90 cm
Tilboð frá kr. 19.596
Á vegg - tilboð frá kr. 4.446
Í borði - tilboð frá kr. 8.359
Hert gler - segullokun
70x90, 80x80,
80x90, 90x90
Tilboð frá kr. 36.755
Rúnnaðir botnar m. svuntu
Tilboð frá 15.127
• WC IFÖ án setu
frá kr. 19.752
• WC setur
frá kr.1.527 til 7.563
• WC IDO gólfstútur
með setu kr. 24.929
Ármúla 21 - sími 533 2020
Einnig tilboð
á öðrum
klefum og
hreinlætis-
tækjum.
• Baðkör frá kr. 10.973
• Sturtubotnar frá kr. 4.385
• Stálvaskar frá kr. 4.777
HVERS vegna taka tollverðir ost sem
seldur er í almennum verslunum af
farþegum í Leifsstöð?
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir
segir í gildi bann við innflutningi á öll-
um kjöt- og mjólkurvörum. „Land-
búnaðarráðuneytið getur hins vegar
gefið sérstakt leyfi fyrir innflutningi á
tilteknum vörum að fengnum með-
mælum yfirdýralæknis. Fyrirtæki
sækja þá um leyfi og leggja fram vott-
orð um að varan uppfylli settar regl-
ur. Farþegar geta komið með soðnar
kjötvörur og gerilsneyddar mjólkur-
vörur til eigin nota, en tollvörðum í
Keflavík er uppálagt að leggja hald á
vöru sem ekki uppfyllir þau skilyrði.
Vandinn er hins vegar sá að sjaldn-
ast stendur á umbúðunum að varan sé
unnin úr gerilsneyddri mjólk sem
gerir að verkum að tollvörðum er
skylt að halda henni eftir,“ segir Hall-
dór.
Ostar eru gerðir úr ógerilsneyddri
mjólk víða um lönd og segir hann að
fræðilegur möguleiki sé á smiti, til
dæmis af völdum gin- og klaufaveiki.
„Þótt löndin innan Evrópu leyfi
flutning á þessum vörum sín á milli er
algert bann við innflutningi þeirra
hluti af sjúkdómsvörnum sem ávallt
hafa verið í gildi hér.“
Halldór segir jafnframt að Íslend-
ingar setji strangari reglur en aðrar
Evrópuþjóðir, en ekki jafn strangar
reglur en lönd Norður-Ameríku og
Eyjaálfu. „Við göngum lengra en ná-
grannar okkar í Evrópu en ekki næst-
um því jafn langt og Bandaríkin og
Kanada og hvað þá Ástralía og Nýja-
Sjáland, sem eru með allra ströng-
ustu reglurnar, enda er um að ræða
eylönd sem eiga sambærilegra hags-
muna að gæta og við Íslendingar.“
Innflutningur á ógerilsneyddum
mjólkurvörum er alfarið bannaður og
segir Halldór ástæðuna þá að reglu-
gerð um mjólk- og mjólkurvörur
kveði á um að ekki sé leyfilegt að selja
ógerilsneydda vöru af því tagi á Ís-
landi. Sala á útlendum ógerilsneydd-
um ostum væri því mismunun. Ger-
ilsneyðing var gerð upphaflega vegna
ótta við berklasmit og segir Halldór
hana ekki úrelt fyrirbæri þótt berklar
heyri sögunni til. Um þessar mundir
sé hugsunin sú að varna smiti af völd-
um salmonellu, kamfýlóbakter og list-
eríu og gerilsneyðing á mjólkurvörum
sé því fyllilega réttmæt.
Ostar verða að vera úr
gerilsneyddri mjólk
SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL
FRANSKBRAUÐ er rúmlega
1.000% dýrara í Reykjavík en í Lond-
on, samkvæmt könnun Neytenda-
samtakanna á matvöruverði í fimm
höfuðborgum Evrópu, sem gerð var
24. október síðastliðinn og greint er
frá á heimasíðu samtakanna. Í könn-
uninni var borið saman verð á algeng-
um matvörum, svo sem mjólkurvör-
um, fiski, kjöti, brauði, ávöxtum,
grænmeti, morgunverðarkorni,
drykkjarvörum og fleiru.
Könnunin náði yfir 63 vörutegundir
og var hæsta verðið í Reykjavík í 28
tilvikum, en í 25 tilvikum í Kaup-
mannahöfn. Borgirnar sem um ræðir
eru, auk Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar, London, Brussel og Stokk-
hólmur.
Lægsta verðið var oftast í London,
eða í 26 tilvikum, í 19 tilvikum í Bruss-
el, í 10 tilvikum í Stokkhólmi og í 3 til-
vikum í Kaupmannahöfn. Í Reykjavík
var lægsta verðið í sex tilvikum.
Þær vörur sem voru á lægsta verði
hér voru ófrosin ýsuflök, kíví, laukur,
heilhveiti, Heinz-tómatsósa og
Pringles-flögur. Athygli vekur að í öll-
um tilvikum nema einu, það er hvað
ýsuflökin varðar, er um að ræða inn-
fluttar vörur.
Könnunin var gerð í sambærileg-
um verslunum í löndunum fimm og
ekki í svokölluðum lágvöruverðs-
verslunum. Neytendasamtökin gerðu
sambærilega könnun í sömu borgum
hinn 20. júní á síðasta ári og kemur í
ljós að verðmunur nú er minni en þá.
„Einnig vekur athygli lækkun á verði
svínakjöts hér á landi en á því sviði
virðist samkeppnin blómstra hér,“
segir á heimasíðu NS.
Jógúrt 391% dýrari í Reykjavík
Eins og fyrr greinir kostaði 600
gramma franskbrauð 190 krónur í
Reykjavík (hafði lækkað úr 200 krón-
um frá fyrri könnun) en kostaði 17
krónur í London (13 krónur í fyrri
könnun), sem er 1.018% verðmunur.
Jógúrt án bragðefna er 392% dýr-
ari í Reykjavík en Brussel, hvít-
mygluostur 392% dýrari í Reykjavík
en Stokkhólmi og frosinn kjúklingur
224% dýrari í Reykjavík en London
og er þá verið að tala um muninn á
hæsta og lægsta verði. Tómatar voru
301% dýrari í Reykjavík en Stokk-
hólmi og blómkál 283% dýrara í
Reykjavík en Brussel.
Mjólk er rúmum 34% dýrari í
Reykjavík en Brussel og lífræn mjólk
rúmum 55% dýrari í Reykjavík en
London.
Aðrar vörur sem voru dýrastar í
Reykjavík eru blámygluostur, jógúrt
með bragðefnum, nautahakk og
nautagúllas, heill frosinn og ferskur
kjúklingur, beinlausar, ferskar kjúk-
lingabringur og bananar. Grænmeti
sem dýrast var í Reykjavík, auk tóm-
ata sem fyrr var getið, er agúrkur,
blómkál, sveppir og iceberg-salat.
Rúnstykki eru jafnframt dýrust í
Reykjavík, sem og Kellogg’s korn-
flögur. Þá má nefna kaffi, sem jafn-
framt var dýrast í Reykjavík, ótil-
greindan ódýran kóladrykk, og
Bounty, Kit Kat og Snickers.
Verðdæmin sem tilgreind eru mið-
ast við verð með virðisaukaskatti, sem
er mismunandi eftir löndunum fimm.
Umreiknað er miðað við opinbert við-
miðunargengi Seðlabankans 24. októ-
ber síðastliðinn.
Franskbrauð 1.000%
dýrara í Reykjavík
Reuters
Kíló af banönum kostar 131 krónu í London en 219 krónur í Reykjavík.
Neytendasam-
tökin kanna mat-
vöruverð í fimm
höfuðborgum
NÓI-Síríus
hefur gefið
út kökubækl-
inginn Gleði í
bragði, og er
það í áttunda
sinn sem
slíkur bækl-
ingur kemur út á vegum fyrirtæk-
isins, samkvæmt tilkynningu.
Í bæklingnum eru 25 uppskriftir.
Gleði í bragði kostar 139 krónur og
fæst í verslunum um allt land.
Komið hefur í ljós að ein villa hef-
ur slæðst inn í textann, segir enn-
fremur í tilkynningu frá Nóa-Síríusi.
„Uppskriftin heitir Kattartungukúla
og er á annarri opnu. Í stað Tia
Maria búðingsdufts, eins og stendur
í bókinni, á að vera Tíramísú búð-
ingsduft sem fæst í öllum verslun-
um.“
Kökubæklingur
frá Nóa-Síríusi
NÝ GERÐ af
Freschetta
pítsum og
fleiri gerðir
af pasta hafa
bæst við
vörulager Ó. Johnson & Kaaber. Um
er að ræða pítsu með „bolognese“
áleggi og fimm gerðir af nýju pasta,
þar af þrjár með fyllingu (tortellini),
segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í
sömu línu eru tvær tegundir af
pastasósu sem hituð er í potti áður
en henni er hellt yfir. Réttirnir sem
um ræðir eru fljótlegir í undirbún-
ingi þar sem ekki þarf að sjóða past-
að nema í 3–5 mínútur áður en það er
tilbúið, segir ennfremur í tilkynn-
ingu.
Fyllt pasta og
fleiri pítsur
NÝTT
G
læ
si
le
g
a
r
g
ja
fa
vö
ru
r Skál
kr. 8.350
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.