Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NORÐURBANDALAGIÐ sam- þykkti á sunnudag að ræða við leið- toga annarra afganskra fylkinga um myndun bráðabirgðastjórnar og að viðræðurnar færu fram í Evrópu. Áður hafði bandalagið krafist þess að viðræðurnar færu fram í Kabúl. Bandaríkjastjórn hefur lagt fast að Norðurbandalaginu að fallast á viðræður utan yfirráðasvæða þess í Afganistan og bandarískir embætt- ismenn sögðu að tilslökun banda- lagsins greiddi fyrir myndun bráða- birgðastjórnar, sem ætlað er að fylla valdatómarúmið í Afganistan eftir fall talibanastjórnarinnar í norðurhluta landsins og afstýra því að nýtt borgarastríð blossi upp. Utanríkisráðherra Norðurbanda- lagsins, Abdullah, skýrði frá tilslök- uninni eftir fund í Tashkent, höf- uðborg Úsbekistans, með James Dobbins, sendimanni Bandaríkja- stjórnar. Abdullah sagði að Norður- bandalagið gæti fallist á nokkra fundarstaði, sem Sameinuðu þjóð- irnar lögðu til, og nefndi Þýskaland, Sviss og Austurríki í því sambandi. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Pastúnar, stærsti þjóðflokkurinn í Afganistan, hefðu samþykkt að taka þátt í við- ræðum um myndun nýrrar stjórnar en Norðurbandalagið hefði tafið þær. Óljóst er þó enn hverjir verða fulltrúar Pastúna í viðræðunum vegna átaka og glundroða sem ríkir á svæðum þeirra í suðurhluta Afg- anistans. Í fyrirhuguðum viðræðum í Evr- ópu mun reyna á það hvort leiðtog- ar þjóðarbrotanna og stríðsherrar Afganistans geti slíðrað sverðin eft- ir nær látlausar erjur í rúma tvo áratugi og myndað stjórn með aðild allra þjóðarbrotanna. Nokkrar afgönsku fylkinganna vilja að stjórnin verði undir forystu Mohammeds Zahirs Shah, 87 ára fyrrverandi konungs Afganistans. Hann var við völd í 40 ár til ársins 1973 og er talinn eini maðurinn sem geti sameinað Afgana. Norðurbandalagið er laustengt bandalag Úsbeka, Tadsjika og fleiri fylkinga og óttast er að það neiti að mynda stjórn með Pastúnum. Rabbani snýr aftur til Kabúl Leiðtogi Norðurbandalagsins, Burhanuddin Rabbani, fyrrverandi forseti, sneri aftur til Kabúl um helgina, fimm árum eftir að talib- anar hröktu hann frá höfuðborg- inni. Rabbani var við völd á árunum 1992-96 og valdatími hans ein- kenndist af blóðugum átökum stríð- andi fylkinga og spillingu. Hann neitaði því að koma hans til höf- uðborgarinnar myndi leiða til frek- ari blóðsúthellinga. „Við komum til Kabúl til að hvetja til friðar,“ sagði hann. Abdullah sagði að viðræðurnar kynnu að hefjast í vikunni en Pow- ell sagði að enn hefði ekki náðst samkomulag um fundarstaðinn. „Ég vona að þær hefjist innan nokkurra daga, ekki nokkurra vikna,“ sagði Powell. Bandaríski utanríkisráðherrann sagði að Norðurbandalagið hefði hagað sér „nokkuð vel“ í Kabúl. „Það hefur haldið þorra hermanna sinna utan við Kabúl eins og við vonuðum og báðum bandalagið um.“ Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjanna, sagði að ýmislegt benti til þess að leiðtogar Norðurbandalagsins viðurkenndu þörfina á því að mynda breiða sam- steypustjórn í Afganistan til að af- stýra átökum milli þjóðarbrotanna. BANDARÍSKAR herflugvélar héldu í gær áfram sprengjuárásum á Kunduz, síðasta vígi talibana í norðurhluta Afganistans, þar sem Norðurbandalagið hefur setið um þúsundir hermanna talibana síð- ustu daga. Fregnir herma að liðs- menn al-Qaeda, samtaka sádi-arab- íska hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens, hafi myrt talibana til að koma í veg fyrir að þeir flýðu. Talið er að 20-30.000 talibanar séu í Kunduz og þar af sé um þriðj- ungurinn útlendingar, aðallega Pakistanar, arabar og Tsjetsjenar sem tengjast al-Qaeda. Yfirmaður hersveita talibana í Kunduz, Fazil, sagði í gær að meira en 1.000 manns hefðu látið lífið í loftárásum á Kunduz og nágrenni borgarinnar um helgina. Hann sagði talibana vera tilbúna að gef- ast upp en setti það skilyrði að upp- gjöfin yrði undir eftirliti Samein- uðu þjóðanna. Segjast ekki ætla að þyrma útlendingunum Fazil sagði að ekki kæmi til greina að talibanar gæfu sig Norð- urbandalaginu á vald vegna frétta um að hermenn þess hefðu myrt talibana í Kabúl og Mazar-e-Sharif eftir fall borganna í vikunni sem leið. „Við treystum þeim ekki.“ Fazil setti m.a. þau skilyrði að afganskir liðsmenn talibana fengju að fara til heimahéraða sinna og að útlendingarnir, þeirra á meðal liðs- menn al-Qaeda, yrðu fluttir til heimalanda sinna undir vernd Sameinuðu þjóðanna. Nokkrir herforingja Norður- bandalagsins sögðu að þeir myndu þyrma afgönskum talibönum sem gæfust upp en ekki liðsmönnum al- Qaeda. „Við verðum að drepa út- lendingana, menn al-Qaeda, vegna þess að þeir eru mikil illmenni,“ sagði einn herforingjanna. Leiðtogar Norðurbandalagsins sögðust hafa frestað framrás inn í Kunduz í von um að loftárásirnar dygðu til að knýja talibana til upp- gjafar. „Sprengjurnar féllu á réttu staðina,“ sagði einn þeirra. „Her- menn okkar hafa séð talibana flytja burt særða og fallna félaga sína.“ Fregnir herma að margir af tal- ibönunum vilji gefast upp frekar en að berjast en útlendingarnir vilji ekki leyfa þeim það og handtaki þá sem grunaðir eru um að vilja flýja. Einn af herforingjum Norður- bandalagsins sagði að liðsmenn al- Qaeda hefðu drepið allt að 500 tal- ibana á síðustu dögum til að koma í veg fyrir að þeir flýðu. Breska blaðið The Sunday Tele- graph sagði að arabískur foringi liðs al-Qaeda í Kunduz hefði fyr- irskipað dráp á 150 afgönskum tal- ibönum á föstudag eftir að um 1.000 talibanar hefðu flúið frá borg- inni. Liðsmenn al-Qaeda hefðu einnig handtekið rúmlega 100 íbúa borgarinnar og héldu þeim í gísl- ingu. Að sögn flóttafólks frá Kunduz hafa liðsmenn al-Qaeda einnig meinað íbúum borgarinnar að flýja og neytt unga borgarbúa til að ganga til liðs við varnarsveitir tal- ibana. Erlendir liðsmenn al-Qaeda eru sagðir vilja fyrirfara sér frekar en að gefast upp fyrir Norðurbanda- laginu. „Einn arabanna gafst upp í vikunni sem leið,“ sagði einn her- foringja bandalagsins. „En hann var með sprengiefni innan á sér og sprengdi sig í loft upp. Fjórir manna okkar létu lífið.“ Viðræður í Kandahar Borgin Kandahar í suðurhluta Afganistans virðist enn vera á valdi talibana þrátt fyrir fregnir í vik- unni sem leið um að leiðtogi þeirra, Mohammed Omar, hefði samið um að hann fengi að fara frá borginni. Afganskir heimildarmenn í Pakist- an sögðu að nefnd pastúna væri í Kandahar til að reyna að semja við talibana um að þeir afsöluðu sér völdum. Norðurbandalagið situr um þúsundir talibana í Kunduz Liðsmenn al-Qaeda sagðir myrða liðhlaupa Kabúl. The Washington Post, AFP, AP. Fast lagt að Norðurbandalaginu að mynda stjórn með öðrum fylkingum Reuters Sjónvarpið í Kabúl hóf aftur út- sendingar á sunnudag. Hér býð- ur Mariam Shakebar, 16 ára gömul stúlka, áhorfendur vel- komna að skjánum eftir fimm ára langt bann talibana. AP Rabbani, fyrrverandi forseti, á blaðamannafundi í Kabúl ásamt varnarmálaráðherra sínum, Fahim. Fellst á viðræð- ur í Evrópu um nýja stjórn Washington, Íslamabad. The Washington Post, AFP. AP Hermenn Norðurbandalagsins skjóta á talibana í Kunduz-héraði en talið er, að 30.000 þeirra verjist þar enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.