Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 25
SÍÐUSTU skoðanakannanir benda
til, að jafnaðarmenn og samstarfs-
flokkar þeirra í ríkisstjórn muni tapa í
kosningunum í Danmörku í dag og við
taki ríkisstjórn borgaraflokkanna
undir forystu Venstre. Umræðan um
málefni innflytjenda hefur skyggt á
allt annað í kosningabaráttunni og
ljóst er, að þeim flokkum, sem vilja
takmarka innflytjendastrauminn sem
mest, muni vegna best.
Poul Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna,
skoraði í gær á kjósendur að kjósa
með hjartanu.
„Veltið því fyrir ykkur í kjörklef-
anum hvað í húfi er,“ sagði Nyrup í
sjónvarpsviðtali og beindi orðunum
ekki síst til þeirra fjölmörgu, sem enn
hafa ekki gert upp hug sinn. „Hlustið
eftir hjartanu og leiðið hugann að
framtíð landsins.“
Skoðanakönnun, sem birtist í gær í
Jyllands-Posten, sýnir, að Venstre og
leiðtogi hans, Anders Fogh Rasmus-
sen, muni vinna mikinn sigur í kosn-
ingunum í dag og fá um þriðjung allra
atkvæða. Saman muni borgaraflokk-
arnir fá 56% atkvæða á móti 44% rík-
isstjórnarflokkanna. Í könnun, sem
Politiken birti fá borgaraflokkarnir
58% en ríkisstjórnin 41%. Þá höfðu
14% kjósenda ekki ákveðið hvað þeir
ætluðu að kjósa.
Því er ekki aðeins spáð, að Venstre
muni vinna verulega á, heldur einnig
Danski þjóðarflokkurinn, sem spratt
út úr Framfaraflokknum á sínum
tíma. Vill hann ganga allra flokka
lengst í því að takmarka innflytjenda-
strauminn til Danmerkur og hefur oft
verið sakaður um öfgar af versta tagi.
Ljóst er, að borgaraflokkarnir munu
ekki geta myndað ríkisstjórn án hans.
Nyrup sagði í gær, að í fyrsta sinn
frá árinu 1929 værri hætta á, að til
valda kæmi í Danmörku ríkisstjórn,
sem byggði á öfgafullri hægristefnu.
Minnti hann einnig á, að efnahagur
Dana hefði blómstrað eftir að hann
tók við völdum 1993 og atvinnuleysi
hefði ekki verið minna í 25 ár. Um
þetta er raunar ekki deilt en eins og
fyrr segir, þá eru það innflytjenda-
málin, sem vega þyngst í þessum
kosningum.
Nyrup hefur reynt að beina kosn-
ingabaráttunni inn á aðrar brautir en
með heldur óvissum árangri. Í gær
lofaði hann kjósendum skattalækkun
undir lok næsta kjörtímabils svo
fremi efnahagsástandið verði gott en
hingað til hafa jafnaðarmenn ekki
verið til tals um að lækka skatta.
Gerði hann þetta raunar tilneyddur
því að Marianne Jelved, leiðtogi Rad-
ikale Venstre, samstarfsflokks jafn-
aðarmanna, gerði honum tvo kosti.
Annaðhvort yrðu skattarnir lækkaðir
eða flokkur hennar hætti samstarfi
við jafnaðarmenn.
Ekki er víst, að Nyrup hagnist neitt
á þessari yfirlýsingu því að borgara-
flokkarnir, Íhaldsflokkurinn og
Venstre, hafa það báðir á sinni stefnu-
skrá að lækka skatta.
Borgaraflokkunum spáð öruggum meirihluta í kosningunum í Danmörku í dag
Líklegt að
Venstre vinni
stórsigur
!
"#$
% & ' ( ) "
*!
+ , ,-
.$
/
-
01112
!
" !
#$%##&'()
*%&'('+, -$
-!./ +/
+, +0/ 1/.
23 4-
5$(6
%$56
#$*6
3.4,5
,%6).7&8)
"89,8&:
;,%
<
8&:8
&=
8&:86
)*"8,>?)&
+ !. +-! )78+,! 3+9+,+ +,+0/ !+ +,+1/.
0/ +:,+:, +: +,+)8*(
+1/ . +,+)878
; + ++, !++, +-/
:! ,- ,
/ ++9 +,+ +9 +,--+ +,+,
+< + -/
0
' @
A
-
B $ ' C
1
' C
$+
D
+
++
=. - + ++
>>- +9 ,--! + +0/ !
0, ,--! ++
4- +9 ,--!++ ; +9 ,--! +++
:.,--!+++ . ?
- +++
,
AE
F
0G
G+,+1/.
+,+0/ !
+1/.
Kaupmannahöfn. AFP.
RÚSSAR og fulltrúar skæru-
liða í Tsjetsjníu hafa hafið við-
ræður með það fyrir augum að
binda enda á ófriðinn í landinu.
Fréttaskýrendur eru þó ekki
trúaðir á, að
um semjist á
næstunni og
benda á, að
rússnesku
herforingj-
arnir séu
andvígir öll-
um samn-
ingum.
Akhmed
Zakayev,
fulltrúi Aslans Maskhadovs,
leiðtoga skæruliðanna, átti við-
ræður við Víktor Kazantsev,
fulltrúa rússnesku stjórnarinn-
ar, í Moskvu á sunnudag. Á
fréttamannafundi í Istanbúl í
Tyrklandi í gær sagði hann, að
með þeim hefði verið brotið í
blað og vonandi leiddu þær til
þess, að friður kæmist á eftir
blóðug átök í tvö ár. Virðast
viðræðurnar mælast vel fyrir
meðal Rússa almennt. Í hern-
um, einkanlega meðal hers-
höfðingja í Tsjetsjníu, er hins
vegar annað upp á teningnum.
Þeir vilja ekki semja við skæru-
liða um eitt né neitt.
Rugova sigraði
í Kosovo
LDK-flokkur Ibrahims Rug-
ova vann sigur í þingkosning-
unum í Kosovo, sem fram fóru
á laugardag. LDK hlaut 46,29%
atkvæða, en PDK-flokkur
Hashims Thaci fékk 25,54% at-
kvæða og AAK-flokkur Ram-
ush Haradinaj 7,82%.
Rugova hefur lengi verið
álitinn helsti leiðtogi hófsamari
aflanna í Kosovo og búist er við
að þingið kjósi hann forseta.
Kosningarnar voru þær
fyrstu í Kosovo síðan héraðið
var sett undir stjórn Samein-
uðu þjóðanna árið 1999.
Flugslys
í Rússlandi
RÚSSNESK fjögurra hreyfla
skrúfuþota af gerðinni IL-18
með 18 farþega innanborðs og
sex manna áhöfn hrapaði í gær
í héraðinu Jaroslav í norður-
hluta landsins, að sögn emb-
ættismanna í Moskvu. Björg-
unarmenn voru komnir á
staðinn en talið var að allir
hefðu farist. Vélin hrapaði um
20 kílómetra frá þorpinu Kalj-
asín og hvarf hún af ratsjám
skömmu fyrir hálftíu í gær-
kvöldi að staðartíma. Hún var á
leið frá bænum Khatanga til
Moskvu. IL-18 er með sæti fyr-
ir 100 farþega og var tegundin
tekin í notkun 1957. Ekki var
vitað hvað olli slysinu í gær.
Uppsagnir
hjá Alcoa
BANDARÍSKA álfyrirtækið
Alcoa, sem er það stærsta í
heimi, ætlar að segja upp 6.500
starfsmönnum í verksmiðjum
sínum í Ameríku og Evrópu.
Er um að ræða 4,6% af öllum
starfsmannafjöldanum, 140.000
manns. Eru uppsagnirnar
sagðar hluti af endurskipulagn-
ingu fyrirtækisins í kjölfar
kaupa þess á álframleiðandan-
um Reynolds Metals Co.
STUTT
Rætt um
frið í
Tsjetsjníu
Akhmed
Zakayev
Moskvu. AP, AFP.
GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, var
endurkjörinn leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokks-
ins á landsþingi flokksins í gær. Í ræðu á þinginu
hvatti hann til einingar meðal jafnaðarmanna um
þátttöku í herförinni gegn hryðjuverkum.
Scröder kvaðst í ávarpi sínu vilja sjá Þjóðverja
leika stærra hlutverk á alþjóðavettvangi. „Ef við
gefum eftir mun þjóð okkar líða fyrir. Þess vegna
þarfnast ég stuðnings ykkar við stefnuna sem
þýska þingið samþykkti á föstudag,“ sagði kansl-
arinn og vísaði til traustsyfirlýsingar við ríkis-
stjórnina sem samþykkt var á þinginu. Í henni fólst
stuðningur við þátttöku 3.900 þýskra hermanna í
aðgerðunum í Afganistan, en nokkrir þingmenn
græningja höfðu hótað að standa í vegi fyrir því.
Schröder beindi jafnframt þeim skilaboðum til
græningja að stjórnarsamstarfið myndi standa, en
einungis ef þeir hlýddu stefnu kanslarans. Sagði
hann græningja þurfa að „svara því hvort þeir væru
reiðubúnir að horfast í augu við raunveruleikann
eða muni láta stjórnast af fortíðarþrá og afneitun“.
Landsþing Græningjaflokksins verður haldið um
næstu helgi og búist er við að hófsamari armurinn
með utanríkisráðherrann Joschka Fischer í farar-
broddi muni leggja allt kapp á að telja róttækari
arminn á að fylgja stefnu stjórnarinnar í utanríkis-
málum.
Schröder hvetur til einingar innan SPD
Nürnberg. AP.