Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 26
LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Málþing í Íslensku óperunni á Degi tónlistar fimmtudaginn 22. nóvember 2001 kl. 13-17
Ópera
á tímamótum
DAGSKRÁ:
Umræðuefni málþingsins er framtíð Íslensku óperunnar. Yfirskriftin, Ópera á tímamótum, vísar til þess
að nýr samningur milli Óperunnar og ríkisins um stóraukin framlög úr ríkissjóði, ásamt aukinni þátttöku
atvinnufyrirtækja í rekstrinum, markar upphafið að nýju tímabili í starfsemi Íslensku óperunnar. Jafn-
framt hefur stjórn Óperunnar ákveðið að hugað skuli að nýju framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina og hef-
ur óskað eftir því að kannaðir verði möguleikar á aðild að fyrirhuguðu tónlistarhúsi í miðbænum. Á mál-
þinginu verður fjallað sérstaklega um tvö áhersluatriði varðandi framtíð Íslensku óperunnar:
• Staða Óperunnar sem menningarstofnunar – ein eða með öðrum?
• Framtíðarhúsnæði Óperunnar – ein eða með öðrum?
13.00: Málþingið sett
Jón Ásbergsson, formaður stjórnar Íslensku óperunnar
13.10: Ávarp
Þórleifur Jónsson, formaður Vinafélags Íslensku óperunnar
13.20: Framtíð Íslensku óperunnar
Bjarni Daníelsson, óperustjóri
Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari
Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og formaður listráðs Íslensku óperunnar
13.50: Atvinnulífið og Óperan
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar
Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Europay Íslands
14.10: Tónlistarhús
Helgi Gunnarsson, verkfræðingur hjá VSÓ og starfsmaður verkefnisstjórnar
um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar
Ólafur Hjálmarsson, hljóðverkfræðingur hjá Línuhönnun
14.30: Íslenska óperan og aðrir óperuflytjendur
Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari og listrænn stjórnandi Norðuróps
14.40: Kaffihlé
Veitingar í boði Radisson SAS Hótels Sögu
15.10: Almennar umræður
16.45: Málþingi slitið
Allir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir. Gert er ráð fyrir þátttöku
söngvara og annars tónlistarfólks, fulltrúa menningarstofnana á sviði tónlistar
og leiklistar, fulltrúa félagasamtaka um lista- og menningarstarf, fulltrúa at-
vinnulífs og opinberrar stjórnsýslu, fjölmiðlafólks og almennings.
Málþingsstjóri: Jón Ásbergsson, formaður stjórnar Íslensku óperunnar
ÞÆR Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari halda tón-
leika í Tíbrártónleikaröðinni í Saln-
um í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir
hefjast kl. 20 og á efnisskránni eru
verk eftir Gaubert, Hummel, Mart-
inu og Jovilet.
Áshildur segir verkin á efnis-
skránni vera voldug og kraftmikil ef
miðað er við flautubókmenntirnar
almennt. „Við flytjum til dæmis tvö
verk eftir André Jovilet, sem bæði
eru mjög krefjandi og kraftmikil,“
segir Áshildur. „Annað heitir
„Chant de Linos“ eða „Söngur Lin-
osar“, dramatískt verk, sem jafn-
framt er frægt fyrir að vera mjög
tæknilega krefjandi og er það oft
flutt í keppni. Þá flytjum við sónötu
eftir tónskáldið og hefur hún ekki
verið flutt hér á landi áður svo ég
viti.“ Verkin samdi Jovilet um miðja
tuttugustu öld og bendir Áshildur á
að tónskáldið hafi sökkt sér talsvert
í frumbyggjatónlist í tónsmíðum sín-
um.
Önnur verk á efnisskránni eru
m.a. sónata eftir Hummel, „mjög vel
skrifuð og klassísk sónata sem ekki
heyrist oft hér á landi,“ segir Ás-
hildur. „Síðan er á efnisskránni verk
sem ég hef flutt nokkuð, Nocturne
et Allegro Scherzando eftir Gau-
bert. Það er eitt af þessum dæmi-
gerðu flautustykkjum og fá þar blíð-
ari hliðar flautunnar að njóta sín.
Verkið er samið í byrjun blóma-
skeiðs flautunnar við upphaf síðustu
aldar. Gaubert var allt í senn mjög
góður flautuleikari, stjórnandi og
tónskáld. Hann samdi mikið af frá-
bærum verkum fyrir flautu og átti
hann stóran þátt í þeirri vakningu
sem varð í flautuleik á þessum
tíma,“ segir Áshildur og nefnir að
lokum síðasta verkið á efnisskránni,
sónötu eftir Martinu sem skrifuð er
við lok síðari heimsstyrjaldar. „Tón-
skáldið hafði flúið undan nasistum
frá Prag, fyrst til Parísar en síðan
til Bandaríkjanna. Sónatan er skrif-
uð þegar stríðinu er nýlokið og er
uppfull af von og bjartsýni.“
En hvers vegna urðu þessi
ákveðnu verk fyrir valinu á þessum
fyrstu tónleikum þeirra Áshildar og
Önnu Guðnýjar? Áshildur segist
hafa fylgst með Önnu Guðnýju í
gegnum árin og alltaf hafa verið
mjög hrifin af hljóðfæraleik hennar.
„Við höfum spilað saman verk annað
slagið en aldrei á heilum tónleikum
eins og við ætlum að gera í kvöld.
Mér fannst tími til kominn að við
leiddum saman hesta okkar og not-
aði ég tækifærið til að draga fram
nokkur stór og erfið verk. Ég hafði
þarna tækifæri til að spila með frá-
bærum píanóleikara, í fínum sal með
frábæru hljóðfæri og fannst því við
hæfi að taka fyrir nokkur metnaðar-
full verk,“ segir Áshildur.
Samleikur flautu og píanós á Tíbrártónleikum
„Voldug og kraftmikil verk“
Morgunblaðið/Ásdís
„Okkur fannst tími til kominn að
leiða saman hesta okkar,“ segja
Áshildur Haraldsdóttir flautu-
leikari og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari sem
halda tónleika í Salnum í kvöld.
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í
Norræna húsinu á morgun frum-
flytur Áskell Másson slagverksleik-
ari eigið verk, Tempus fugit. Tón-
leikarnir hefjast
kl. 12.30 og taka
um það bil hálfa
klukkustund.
„Þetta verk er
samsett úr ýms-
um hugleiðing-
um sem dvalið
hafa með mér í
allmörg ár.
Tempus fugit er
einskonar hugleiðsla um tímann í
efninu, umhverfinu og okkur sjálf-
um,“ segir Áskell en inn í þetta nýja
verk fléttar hann líka tvö eldri verk.
Tempus fugit er latína og þýðir
strangt til tekið „tíminn flýgur“. Að
sögn Áskels er hugsunin í orðasam-
bandinu hins vegar „tíminn líður“,
það er að segja stendur ekki í stað.
„Það er svo merkilegt að í íslensku
hefur orðið „flýgur“ í sér merk-
inguna „hratt“. Þegar maður notar
þetta orð, „flýgur“, dettur engum
annað í hug en átt sé við eitthvað
sem gerist og fer hratt. Það er dá-
lítið sérkennilegt.“
Talandi um hraða segir Áskell
honum vissulega til að dreifa í verk-
inu. Þar sé farið öfganna á milli, úr
mesta hraða yfir í hægan takt og
jafnvel algjörlega fljótandi. „Eitt-
hvað sem líður,“ eins og tónskáldið
tekur til orða. „Í hægu köflunum fer
ég aðeins út hugleiðingar sem svip-
ar til austurlenskrar hugleiðslu.
Reyni að kalla fram hljóð úr hljóð-
færunum þannig að þau syngi sjálf.“
Leikur á sjaldheyrð hljóðfæri
Áskell stendur einn að flutningn-
um en hefur sér til fulltingis
fjöldann allan af hljóðfærum. Þeirra
á meðal sum sem sjaldan heyrast á
tónleikum hér á landi. „Mörg af
þessum hljóðfærum eru ættuð frá
Austurlöndum, bæði nær og fjær,
en þarna verður líka íslenskt járn
og blikk, svo einhver dæmi séu tek-
in,“ segir Áskell en leggur áherslu á
að sjón og heyrn séu sögu ríkari.
Áskell hefur í seinni tíð verið
meira áberandi sem tónskáld en
slagverksleikari. Kemur sjaldan
fram. Hvað togaði í hann núna?
„Í rauninni ekkert sérstakt, nema
helst sú staðreynd að það er orðið
langt síðan ég hef gert þetta. Ég
hef alltaf æft vel og haldið mér við
efnið. Það er því ágætt að halda
tónleika annað veifið.“
Að áliti Áskels er alltaf erfiðast
að koma einn fram. Þannig leggi
menn mest undir. „Á móti kemur að
þetta er alltaf jafn spennandi.“
Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis
er fyrir handhafa stúdentaskírtein-
is.
Áskell Másson á Háskólatónleikum
Hugleiðsla
um tímann
Áskell Másson
ÉG MAN hvað ég var hrifin þegar
ég sá Red Rock West, myndina sem
kom John Dahl á kortið sem leik-
stjóra. Mér fannst þetta flott mynd
og geymdi nafnið vel í minni mér.
Svo sá ég lítið af því sem hann gerði
þar til í hitteðfyrra að ég sá myndina
Rounders með Edward Norton og
Matt Damon. Þar var margt gott að
sjá og þótt ég væri ekki alveg nógu
ánægð með myndina hafði hún yfir
sér vissan klassa.
Það er ekki hægt að segja það
sama um Joy Ride. Þetta er eigin-
lega algjör B-mynd, þar sem engar
kröfur eru gerðar aðrar en þær að
áhorfendur séu spenntir allan tím-
ann. Þetta er síðan auðvitað kryddað
með smá húmor og örlitlum kyn-
þokka og þá er pakkinn fullkominn.
Fyrir mig er þetta örlítið svekkjandi,
ég bjóst við meiru. Myndin byrjar á
svipuðu upphafi og í Red Rock West,
þar sem „panað“ er upp auglýsinga-
skilti sem stendur fyrir utan dæmi-
gerðan amerískan matsölustað í
eyðimörkinni. Eftir það er listræn-
um tilþrifum lokið. Myndin minnir
fljótlega á Duel eftir Spielberg, en
fljótlega kemur í ljós að þar er engu
saman að líkja.
Sagan fjallar um háskóladrenginn
Lewis (Walker) sem ætlar sér að
næla í vinkonu sína Vennu (Sobi-
eski) og býðst því til að ná í hana til
Colorado og keyra hana til New
Jersey. Á leiðinni leysir hann
bróður sinn (Zahn) út úr fangelsi í
Salt Lake City. Drengirnir gera at í
einmana vörubílstjóra í gegnum
talstöð, en það grín á heldur betur
eftir að snúast upp í hrylling þar
sem sá hlær best er síðast hlær!
Leikararnir standa sig ágætlega.
Handritið gerir ekki miklar kröfur til
Paul Walker og Leelee Sobieski, sem
eru bara sæt, ung og góð. Steve
Zahn, sem mér finnst mjög skemmti-
legur leikari, er bróðir góða stráks-
ins sem ratað hefur af réttri leið.
Hann vinnur vel úr sínu, en hlutverk-
ið hefði mátt vera enn kryddaðra.
Ef ég á að segja myndinni eitthvað
til hróss virkar hún sem spennu-
mynd og þannig á það auðvitað að
vera.
Spennumynd
sem virkar
KVIKMYNDIR
Regnboginn og Smárabíó
Leikstjórn: John Dahl. Handrit: Clay Tarv-
er og Jeffrey Abrams. Kvikm.t:. Jeff Jur.
Aðahlutverk: Paul Walker, Steve Zahn og
Leelee Sobieski. 96 mín. USA.
20th Century Fox 2001.
JOY RIDE (SKEMMTIFERÐIN)
Hildur Loftsdóttir
Úr kvikmyndinni Joy Ride.
NÚ stendur yfir í Eden í Hveragerði
fjórða málverkasýning Gunnþórs
Guðmundssonar. Á sýningunni eru
um 50 myndir í pastelkrít og akríl og
eru nær 30 myndir nýjar.
„Þetta eru landslagsmyndir og
myndir af ýmsu tagi, sumar mætti
kalla dulrænar eða andlegar. Ég
legg mikið uppúr fögrum litum en vil
þó hafa þær eðlilegar, enda skortir
ekki litadýrð í náttúrunni,“ segir
Gunnþór.
Sýningin stendur til 10. desember.
Pastel- og
akrílmyndir
í Eden
♦ ♦ ♦