Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 27
þvottavél 100
0 sn. + þurrka
riPakkatilboð
BJARNI Guðnason, prófessor emer-
itus, heldur opinberan fyrirlestur í
boði heimspekideildar Háskóla Ís-
lands í stofu 101 í Odda í dag kl. 17.15.
Fyrirlesturinn nefnist: Heimsflótti
Guðrúnar Ósvífursdóttur, og verður
fjallað um Guðrúnu sem kvenskörung
og trúkonu. Einkum verður reynt að
skýra orsakir til þess að hún er sögð
hafa orðið fyrsta nunnan og einsetu-
konan á Íslandi. Lögð verður áhersla
á að draga fram persónueinkenni
Guðrúnar og eðli Laxdæla sögu.
Bjarni Guðnason var prófessor í ís-
lenskum bókmenntum Háskóla Ís-
lands frá 1963–1998 en þá lét hann af
störfum fyrir aldurs sakir. Hann hef-
ur ritað fjölda bóka og greina um ís-
lenskar miðaldabókmenntir.
Fyrirlestur
um Guðrúnu
Ósvífursdóttur
HJALLAKIRKJA er nútímaleg að
formi og það sem er mikilvægt fyrir
tónlistarflutning, að heyrðin í kirkju-
skipinu er sérlega góð. Hið nýja orgel
(vígt 25. febrúar sl.), sem smíðað er af
Björgvin Tómassyni, stendur gegnt
altarinu, glæsileg smíð, en einnig sér-
lega hljómfallegt. Efnisskrá Hauks
Guðlaugssonar var sérstaklega valin
með hliðsjón af möguleikum orgelsins
og var fyrri hlutinn rammaður inn
með tveimur orgelforspilum, úr op.
135a eftir Max Reger, fyrst yfir lagið
Vor Guð er borg á bjargi traust og
það seinna Ver þú með þinni náð.
Fyrra lagið var „registerað“ með
traustum hljómi og það seinna tvíleik-
ið með mismunandi umbúnaði og fal-
legri raddskipan.
Næstu þrjú verk voru af þýðari
gerðinni, Adagio úr 4. orgelkonsert-
inum eftir Handel, Krummhorna-
bassi (Basse de Cromorne) eftir Clér-
ambault og Svanurinn eftir
Saint-Saëns. Adagio-þátturinn og
Svanurinn voru leiknir í umritun
ítalska orgelsnillingsins Fernando
Germani, fallega mótuðum umritun-
um, t.d. Adagio-þátturinn, sem er
upprunalega aðeins fyrir „manual“,
var hér útfærður með pedalrödd á
mjög smekklegan máta. Krumm-
hornabassinn eftir Clérambault er
skemmtilegur raddleikur og var vel
fluttur, sem og hin verkin og þá sér-
staklega á músíkalskan máta, þar
sem þýðleikinn réð ríkjum.
Eftir stuttan ljóðalestur séra Írisar
Kristjánsdóttur lék Haukur Prelúdíu
og fúgu í C-dúr, K.553, sem er í flokki
8 vafasamra orgelverka, sem eignuð
eru J.S. Bach en talin vera eftir nem-
anda hans, Johann Ludwig Krebs
(1713–1780). Faðir hans, Johann
Tobias, var einnig orgelleikari og
lærði hjá Walter og seinna hjá J.S.
Bach. Prelúdían er einföld, skemmti-
lega unnin, í stíl kennarans en smá í
formi. Fúgan er hins
vegar á engan hátt neitt
í líkingu við fúgugerð
meistarans. Þrátt fyrir
þetta var verkið vel
leikið og af öryggi.
Tvær umritanir eftir
Hauk Guðlaugsson,
hægi þátturinn úr vetr-
arhluta Árstíðanna eftir
Vivaldi og Dans hinna
sælu sálna úr óperunni
Orfeus og Evridís eftir
Gluck, eru fallega út-
færðar og voru mjög vel
leiknar. Að loknum
lestri úr Ritningunni
lék Haukur menúettinn
úr Gotnesku svítunni
eftir Boëllmann, þá næst umritun
sína á hinu fræga vögguljóði Maríu
eftir Reger og sérkennilegt útgöngu-
lag (Sortie) eftir franska
undrabarnið og orgel-
leikarann Lefébure-
Wély (1817–1869) en
hann var m.a. orgelleik-
ari við Madeleine-kirkj-
una og gerði víðreist
sem konsertorgelleik-
ari. Þetta léttilega út-
göngulag var mjög
skemmtilega flutt.
Fjórða umritun Hauks
var Allegro úr Ljóð án
orða eftir Mendelssohn
og eftir bæn og blessun
séra Írisar lék Haukur
tokkötuna frægu úr
Gotnesku svítunni eftir
Boëllmann, nokkuð við
hægari mörkin en á skýran og vel
mótaðan máta.
Þættirnir úr Gotnesku svítunni eftir
Boëllmann, kóralforspilin eftir Reger,
Krummhornabassinn eftir Clér-
ambault, Prelúdían og fúgan eftir
Krebs/Bach og glaðhlakkalegt út-
göngulagið eftir Lefébure-Wély voru
eiginlegu orgelverkin á þessum tón-
leikum en umritanirnar eru eins konar
þjónustuverk, sem hæfa vel við ýmsar
athafnir og nýtast sérstaklega til að
laða fram það blíðasta og hljómfalleg-
asta í orgelregistrinu. Öll verkin lék
Haukur mjög fallega og af umritunun-
um voru Adagio-þátturinn eftir Hand-
el, hægi kaflinn úr Vetrinum eftir Viv-
aldi og Vögguljóð Maríu eftir Reger
sérlega fallega mótuð og náði Haukur
þar að laða fram ekta orgelandakt,
enda er orgelið hans Björgvins sérlega
hljómfallegt og á einnig til voldugan
hljóm, sem aðeins „sást í“ í verkunum
eftir Reger og Boëllmann.
TÓNLIST
Hjallakirkja
Haukur Guðlaugsson lék orgelverk
og umritanir fyrir orgel. Lék á nýtt
orgel Hjallakirkju sem er smíðað
af Björgvin Tómassyni.
Sunnudagurinn 18. nóvember, 2001.
ORGELTÓNLEIKAR
Orgelandakt
Haukur
Guðlaugsson
Jón Ásgeirsson
ELÍA nefnist
ný geislaplata
þar sem flutt er
samnefnd óra-
tóría eftir Felix
Mendelssohn.
Flytjendur eru
Kór Íslensku óperunnar og félagar
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
ásamt einsöngvurum. Kristinn Sig-
mundsson syngur hlutverk Elía en
með önnur einsöngshlutverk fara
Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna
María Cortes og Garðar Thór Cort-
es. Stjórnandi er Garðar Cortes og
konsertmeistari Sigrún Eðvalds-
dóttir.
Óratórían Elía fjallar um atburði í
lífi spámannsins Elía, sem uppi var
í byrjun níundu aldar fyrir fæðingu
Krists.
Honum er svo lýst að hann hafi
birst samtímamönnum sínum á
leyndardómsfullan hátt út úr óljósri
fortíð og varist sem hermaður
Guðs. Hápunktur verksins er bar-
átta Elía við hina heiðnu presta
falsguðsins Baals.
Útgefandi er Kór íslensku óp-
erunnar en Edda – miðlun og út-
gáfa sér um dreifingu. Diskurinn er
tvöfaldur og fóru upptökur fram á
tvennum tónleikum í Langholts-
kirkju í desember á síðasta ári.
Upptökustjóri var Halldór Víkings-
son. Verð: 2.999 kr.
Óratóría
♦ ♦ ♦