Morgunblaðið - 20.11.2001, Page 28
LISTIR
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
að fylgir því sannur jóla-
andi að tengja jólakort við
líknarmál. Jólakort eru svo miklu
meira virði þegar þau geta bætt
mannlífið á einhvern hátt og margir
vilja nota tækifærið til að styrkja
gott málefni þegar þeir kaupa jóla-
kortin. Hér er komið gott tækifæri til
þess. Ég vona að þetta sameiginlega
framtak okkar og Krabbameinsfé-
lagsins eigi eftir að skila myndar-
legu framlagi í sjóði félagsins og
með því að kaupa kortin okkar geta
einstaklingar og fyrirtæki lagt bar-
áttunni við krabbamein lið um jól-
in,“ segir Daði Harðarson, fram-
kvæmdastjóri Nýrra vídda.
Samstarf í góða þágu
Nýjar víddir og Krabbameinsfélagið
gerðu nýlega með sér samning um að
félagið njóti góðs af allri jólakorta-
sölu fyrirtækisins í ár. Það gæti því
orðið vegleg upphæð sem Nýjar vídd-
ir færa Krabbameinsfélaginu eftir jól-
in ef undirtektir almennings verða
góðar. „Mér hefur lengi þótt rétt að
jólakortasala Nýrra vídda sé tengd
líknarmálum. Krabbameinsfélagið
tók hugmyndinni vel og hún leiddi til
samstarfs sem á vonandi eftir að skila
góðum árangri.
Við erum komin á fullt í undirbúningi
jólakortasölunnar. Helstu söluaðilar
eru Nýjar víddir, Krabbameinsfélögin
um land allt og helstu bókabúðir
landsins, aðallega Penninn og versl-
anir Máls og menningar.
Fyrirtækjaþjónusta Pennans mun ein-
nig bjóða fyrirtækjum jólakort Nýrra
vídda. Það er mikill hugur í okkur og
við vonum svo sannarlega að fólk
taki þessu framtaki okkar vel og noti
þetta góða tækifæri til að styrkja
Krabbameinsfélagið um leið og það
sendir vandaða og fallega jólakveðju
til vina og viðskiptamanna heima og
erlendis.“
Kortin segja mikið um
sendandann
Kort Nýrra vídda hafa á sér orð fyrir
að vera vönduð og búa yfir klassískri
fegurð. Þau prýða fallegar vetrar-
myndir af íslenskri náttúru sem í
flestum tilfella eru prentaðar á báðar
úthliðar kortsins, sannkölluð panora-
makort. Íslensk vetrarfegurð býr yfir
mikilli kyrrð og friði sem höfðar til
allra yfir jólin og kortin eru einkar
glæsileg þegar þau standa á borði.
„Jólakortin segja mikið um sendand-
ann,“ segir Daði. „Þess vegna vill
fólk að kortin séu falleg og persónu-
leg og hafi einhvern góðan boðskap
að færa. Ég hef þá trú að við séum að
bjóða allt þetta í einum pakka.“
Notaleg stemmning
„Það er sífellt að aukast að fyrirtæki
sendi viðskiptavinum sínum jóla-
kveðju á aðventunni,“ segir Daði. „Sú
ágæta hefð hefur skapast í íslenskum
fyrirtækjum að stilla upp jólakortun-
um á áberandi stað og þessu fylgir
notaleg stemmning í desembermán-
uði.
Fyrirtækjaeigendur gera sér grein
fyrir þeim hlýhug sem því fylgir að
senda viðskiptavinum sínum jóla-
kveðju. Jólakortin styrkja viðskipta-
tengsl, minna á þjónustuna sem send-
andinn veitir og verða til þess að
vekja ánægjulegar minningar næst
þegar þarf að hafa samband. Fallegt
og vandað jólakort sem styrkir gott
málefni ber fyrirtækinu og stjórnend-
um þess gott vitni.“
Naglinn bíður!
„Það er aldrei of snemmt að undirbúa
jólin og stærri fyrirtæki eru þegar far-
in að huga að jólakortum og -gjöfum
handa viðskiptavinum sínum heima
og erlendis. Einn ágætur viðskipta-
vinur sem var að panta dagatöl um
daginn hafði orð á því að hann hafi
fengið upphringingar frá útlöndum
þar sem viðskiptavinir hans voru, á
mjög kurteislegan hátt auðvitað, að
forvitnast um dagatölin! Einn gekk
svo langt að spyrja hvort ekki væri
hægt að útvega sér dagatal eins og
hann væri vanur að fá, það bíði sér-
stakur nagli á veggnum í skrifstof-
unni hans undir „Fallegu Íslands-
myndirnar“. „Stóra dagatalið okkar
„Af Ljósakri“ er nánast nauðsynleg
jólagjöf hjá sumum fyrirtækjum.
Árgangurinn 2002 er tileinkaður
Snæfellsnesi, allt frá hafnar-
stemmningunni í Stykkishólmi til
útsýnisins frá toppi Snæfellsjökuls.
Ég er sjálfur ekki í vafa um það hver
gefur út fallegustu dagatölin á Íslandi
og einhver sagði við mig fyrir
nokkrum árum að dagatöl Nýrra
vídda væru sérlega fallegt, en vel
varðveitt leyndarmál. Mér brá svolít-
ið við þá yfirlýsingu og þykir svo
sannarlega tími til kominn að láta vita
betur af okkur og hvernig hægt er að
ná til okkar. Dagatöl Nýrra vídda
gleðja augað allan ársins hring, við
leggjum mikla áherslu á vandaða og
hrífandi vöru.
Borðdagatalið er aftur á móti hátt og
mjótt og því vel sýnilegt á borði án
þess að taka of mikið pláss. Borð-
dagatalið spannar 14 mánuði í stað
12. Við höfum líka verið með spjalda-
dagatöl nánast á sama verði og fín
jólakort. Þau hafa verið vinsæl hjá
sölufyrirtækjum, þessi dagatöl eru til-
valin áminning til viðskiptavinarins,
með símanúmerum og nöfnum sem
skipta máli. Svona einfaldur glaðn-
ingur um jólin getur skipt miklu máli
í viðskiptum.“
Hægt er að hafa samband við okkur
vegna pantana:
Nýjar víddir ehf
Laugarnesvegi 114, 105 Reykjavík
Sími 569 4000
Netfang nv@nyjarviddir.is
Vefur www.nyjarviddir.is
Hinn sanni andi jólanna
Daði Harðarson framkvæmdastjóri Nýrra vídda og Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands
með jólakort Nýrra vídda, en hluti af andvirði kortanna rennur til Krabbameinsfélagsins
„Þ
Auglýsing
EINN af máttarstólpum norð-
lenskrar menningar í áratugi, Tón-
listarfélag Akureyrar, gekkst fyrir
orgeltónleikum í Akureyrarkirkju
síðastliðið sunnudagskvöld. Við
hljóðfærið var organisti Hallgríms-
kirkju Hörður Áskelsson sem er Ak-
ureyringur að uppruna og efnisskrá-
in samanstóð af verkum eftir Bach
og norræn tónskáld. Kannski vegna
þess að músík Bachs, sem gjarna er
talað um sem djúpa og alvarlega, á
ef til vill meira sameiginlegt með
hugarfari Norðurlandabúa, sem oft
eru taldir þungir og lokaðir, en ann-
arra.
En nóg um það. Tónleikarnir hóf-
ust á verkinu Súlur eftir bróður org-
elleikarans Jón Hlöðver Áskelsson.
(sem er auðvitað líka Akureyringur
– ótrúlegt hvað er mikið af Akureyr-
ingum á Akureyri) „Súlur“ var sam-
ið í tilefni hátíðarinnar, Reykjavík
menningarborg 2000, og er nafngift-
in fengin frá fjallinu fræga ofan við
Akureyri. Hörður hafði áður lýst því
í upphafi tónleikanna að það minnti
sig á göngu eina á fjallið frá því á
menntaskólaárunum og heyra mátti
að sú tenging var ekki fjarri lagi, í
verkinu er góður stígandi og það
endar á hápunkti eins og vellukkuð
fjallganga. Það hefst á dulúðugu
stefi í fótspilinu sem færist svo upp í
efri raddirnar, hvar önnur stef bæt-
ast við í hinni „íslensku“ lýdísku tón-
tegund. Framvindan er laglega ofin
og er skemmst frá því að segja að
„Súlur“ var skemmtilegasta verk
þessara tónleika, áheyrilegt og
smekklegt og glæsilega
leikið af Herði.
Næsta verk var Pre-
lúdía og fúga í h-moll BWV
544 (stundum nefnd „hin
mikla“). Þessi tónsmíð,
uppfull af tign og mikil-
fengleika, er talin eitt af
bestu orgelverkum J.S.
Bachs. Í prelúdíunni má
greina skrúðmiklar A lotur
og hermiraddaðar B lotur
sem tvinnast saman í pott-
þétta heild. Hörður lék
hana eilítið hraðar en ég
hef heyrt hana leikna en
stóð alveg undir því svo út-
koman var mjög sannfær-
andi. Fúgustefið er dregið kringum
mollhljóm í grunnstöðu og minnir á
lagið „undir bláum sólarsali“ (í moll).
Vefurinn verður á köflum þéttur og
margræður a la Bach og miklu skipt-
ir að tónlitur hverrar raddar sé með
þeim hætti að röddin komi skýrt
fram en blandist jafnframt vel við
hinar. Annars er hætta á að fúgan
verði á stundum of mikill og þreyt-
andi hljóðmassi. Þetta átti einstöku
sinnum við en að öðru leyti var leik-
ur Harðar óaðfinnanlegur.
Tónleikagestir fengu að heyra
annað verk eftir Bach sem var sálm-
forleikurinn Schmücke dich o liebe
Seele. Hann er byggður á altaris-
göngusálmi eftir Johann Krüger
(1598–1662) sem í kirkjum í dag er
gjarna sunginn við textann „Þú sem
líf af lífi gefur“. Í efnisskrá tón-
leikanna var tilvitnun í skrif Schu-
manns um þennan forleik þar sem
segir: „Laglínan var umvafin gulln-
um laufum, og himnesk sæla flæddi
um hana, þú viðurkenndir sjálfur að
ef lífið myndi ræna þig von og trú
myndi þessi sálmur gera allt nýtt
aftur.“ Þetta er hægt og íhugult verk
með áberandi trillum og saraböndu-
keimur af því. Heldur var mikið rúb-
ató í leik Harðar fyrir minn smekk
en verkið hljómaði að öðru leyti vel.
Tvö sönglög umrituð fyrir orgel
komu næst á efnisskránni, Maríu-
vers Páls Ísólfssonar úr leikritinu
Gullna hliðið og Vertu Guð faðir, fað-
ir minn eftir Jón Leifs. Maríuversið
er einn af þessum gullmolum ís-
lenskrar sönglagasmíðar sem hver
einasti tónlistarunnandi hér á landi
þekkir. Lagið er fallega umritað fyr-
ir orgel af Hauki Guðlaugssyni í
þeim einfaldleika sem hæfir efninu.
„Vertu Guð faðir, faðir minn“ Jóns
er þekkilegt sönglag. Í umrituninni
(nafn umritara vantaði í annars
vandaða efnisskrá) var laglínan var
leikin í hátt liggjandi rödd í fótspili
sem gefur laginu sérstæðan og
skemmtilega „Leifslegan“ blæ. Bæði
sönglögin voru frábærlega vel spil-
uð.
Síðasta verk tónleikanna var all-
mikill tónbálkur Sinfonia archt-
andriae eftir Norðmanninn, Kjell
Mörk Karlsen. Kjell hefur verið
áberandi í norsku tónlistarlífi sem
kórstjóri organisti og tónskáld. 1993
fékk hann fyrstu verðlaun í sam-
keppni í tilefni af vígslu nýja orgels-
ins í Hallgrímskirkju fyrir verkið
„Tvísöng“. Seinna bætti hann við
Tvísönginn svo úr varð 4 þátta org-
elverk undir áðurgreindu nafni sem
þýða mætti á íslensku sem Norð-
urhjarasinfónía. Fyrsti þátturinn
(Tvísöngur) byggir á síendurteknum
samstígum 5-undum í bassa með
eins konar skiptinótustef ásamt
snörpum tokktufléttum í efri tón-
sviðum. Þetta er hrjóstrug en jafn-
framt áhrifamikil og stílhrein músík
sem Hörður reiddi fram af þeim
krafti og næmni sem til þurfti. Ann-
ar þáttur nefndist Gymel (Cantus
gemellus eða tvíburasöngur). Gymel
ku hafa verið forn norrænn söngur.
Hann byggir á samstígum 3-undum
og þekktist meðal Breta á miðöldum
sem töldu sig hafa lært hann af nor-
rænum mönnum. Samkvæmt fyrir-
myndinni byggist tónvefur kaflans
líka á röð 3-unda, fyrst og síðast í
veikum flauturöddum með sterkum
og átakameiri miðhluta þegar 3-und-
irnar duna m.a. í fótspilinu. Formið
verður þannig A-B-A. 3. Þátturinn
var hraður þrástefskafli sem var
krefst mikillar leikfærni. Hörður fór
mjög örugglega í gegnum þáttinn en
stundum fannst mér liggjandi forte-
hljómar orgelsins ofgera mínum
eyrum. Hið sama átti við um nokkra
hljóma í lokakaflanum þar sem stef-
ið er Liljulagið kennt við Lilju Ey-
steins Ásgrímssonar. Að öðru leyti
var sá kafli mjög litríkur og
skemmtilegur og greinilegt að org-
elleikarinn var í essinu sínu sem skil-
aði sér í mikilli leikgleði og listfengi í
afburða spilamennsku framúrskar-
andi tónlistarmanns.
Orgelleikari í góðum gír
TÓNLIST
Akureyrarkirkja
Hörður Áskelsson flutti verk eftir Bach
og norræn tónskáld. Sunnudagskvöldið
18. nóvember.
ORGELTÓNLEIKAR
Hörður
Áskelsson
Jón Hlöðver
Áskelsson
Ívar Aðalsteinsson
JÖRG E. Sond-
ermann leikur á
átjándu tónleik-
unum sem til-
einkaðir eru
Bach í Breið-
holtskirkju í
kvöld kl. 20.30.
Þá flytur hann
Prelúdíu og fúgu
í c-moll (BWV
549), Sex sálm-
forleiki úr „Orgelbüchlein“, O Gott,
du frommer Gott, Partítu um
sálmalagið (BWV 767), Tríó í c-moll
Adagio-Allegro (BWV 585), Tvo
sálmforleiki: Nun freut euch, lieben
Christen g’mein (BWV 734), Valet
will ich dir geben (BWV 736) og
Prelúdíu og fúgu í c-moll (BWV
546).
Aðgangseyririnn, 900 kr., rennur
til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Bach í Breið-
holtskirkju
Jörg E.
Sondermann
KVÖLDSÝNING verður á ævin-
týraleikritinu Bláa hnettinum í
Þjóðleikhúsinu annað kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20.
Hljómsveitin múm samdi lögin í
leikritinu, og mun hún leika lög af
nýútkomnum diski. Þá mun höf-
undurinn, Andri Snær Magnason,
ræða við áhorfendur ásamt leik-
urum úr sýningunni.
Diskurinn verður til sölu á sýn-
ingarkvöldi og rennur allur ágóði
af sölunni til hjálparstarfs í Afgan-
istan. Þá mun múm leika nokkur
lög af öðrum diski sem væntanleg-
ur er eftir áramót fyrir sýning-
argesti.
Kvöldsýning á
Bláa hnettinum
♦ ♦ ♦