Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 38

Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 38
HESTAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BREYTILEGT er milli ára hversu mikil spenna ríkir í kringum val á ræktunarbúi árs- ins og knapa ársins. Nú var spennan í kringum val á ræktunarbúinu en val á knapa ársins þótti liggja nokkuð ljóst fyrir að þessu sinni. Fremst í hópi jafningja á sviði hrossaræktar þóttu vera Páll Bjarki Pálsson og Anna Sig- urðardóttir sem stunda sína hrossarækt á Flugumýri II. Strax í vor vöktu athygli hryss- ur frá þeim sem Páll mætti með í dóma fyrir norðan en allar voru þær undan Kormáki frá Flugumýri II sem einnig er fæddur Önnu og Páli. Um landið þvert og endilangt Og ekki létu þau deigan síga og mættu með fleiri hryssur undan honum á síðsumars- sýningar, fyrst fyrir norðan og síðar í ágúst á Gaddstaðaflötum því stefnan var að koma Kormáki yfir fyrstu verðlaunamörkin en til þess þurfti fimmtán dæmd afkvæmi og sagðist Páll hafa dustað rykið af einni hryssu sem ekki var í þjálfun. Allt gekk þetta upp og Páll kominn með aðra hönd á fyrstu verðlaunin fyrir afkvæmi til handa Kormáki. Væntanlega verður áfanganum landað á landsmótinu á næsta ári. Framtak Önnu og Páls er gott dæmi um hverju er hægt að áorka með góðum efniviði. Vissulega hefðu þau getað tekið því rólega og látið dæmið ganga betur upp af sjálfu sér því klárinn hefði farið fyrr eða seinna í fyrstu verðlaun. Í hinni hörðu sam- keppni stóðhestanna er dýrmætt að ná þess- um áfanga snemma, það eykur eftirspurnina í hestinn, tryggir honum öruggari og betri tekjur en það sem er kannski mikilvægast er að það hraðar ferð hans að heiðursverðlauna- mörkunum. Síðustu dagana fyrir útnefn- inguna var sú skoðun útbreidd að þau Páll og Anna myndu hljóta titilinn þetta árið og ekki annað að sjá en góð sátt ríkti um niðurstöðuna. Sex önnur bú voru útnefnd af fagráði fyrir valið á ræktunarbúi ársins en þau voru ræktun Guðlaugs Arasonar og Snjólaugar Baldvins- dóttur á Efri-Rauðalæk, Brynjars Vilmund- arsonar á Feti, Skapta Steinbjörnssonar og Hildar Classen á Hafsteinsstöðum, Einars Öder Magnússonar og Svanhvítar Kristjáns- dóttur í Halakoti, Jónasar Jónssonar og fjöl- skyldu í Kálfholti og Indriða Ólafssonar og fjölskyldu í Þúfu. Öruggur Vignir Knapi ársins engum á óvart var valinn af hestafréttamönnum hinn tvöfaldi heimsmeist- ari Vignir Jónasson. Vignir skilaði glæstum árangri á árinu og þar ber að sjálfsögðu hæst sigur hans í fimmgangi á Klakki frá Búlandi á heimsmeistaramótinu í Austurríki en auk þess varð hann þar stigahæstur keppenda. Þá varð hann þriðji í gæðingaskeiði á mótinu. Hann varð einnig Íslandsmeistari á Klakki og á báðum þessum mótum setti hann ein- kunnamet. Þá keppti Vignir á fjölda annarra móta og sýndi hross í kynbótadómi með góð- um árangri. Nú í fyrsta skipti voru veitt undirverðlaun í fimm flokka sem hófapressan valdi einnig. Þar var Vignir að sjálfsögðu með bestan árangur á hestaíþróttamótum en Sigurður Sigurðarson þótti bera af þeim bestu í sýningu gæðinga á árinu og Logi Laxdal gulltryggði sér kapp- reiðaknapaverðlaunin með Íslandsmeti í 150 metra skeiði á Þormóði ramma frá Svaðastöð- um en þar fyrir utan var hann með sérlega góðan árangur í skeiði á kappreiðum sumars- ins, sérstaklega í 150 metra skeiði. Fremstur knapa í kynbótasýningum var valinn ókrýndur konungur kynbótasýning- anna Þórður Þorgeirsson. Hann hefur borið ægishjálm yfir aðra knapa á þessu sviði og orðið löngu tímabært að veita honum viður- kenningu á þessum vettvangi. Þá var að síð- ustu kölluð upp Berglind Rósa Guðmundsdótt- ir sem valin var bjartasta vonin á vetttvangi hestamennskunnar. Hún hefur lengi verið í eldlínunni, byrjaði í barnaflokki en er nú kom- in í ungmennaflokk. Átti hún góðu gengi að fagna í sumar þar sem frábær frammistaða á Íslandsmótinu á Varmárbökkum var hápunkt- urinn hjá henni. Þessi aukaverðlaun eða viðurkenningar öllu heldur voru nú reynd í tilraunaskyni mæltust vel fyrir og má búast við að þær verði veittar áfram. Þá er ónefndur einn sigurvegari kvöldsins nefnilega Flosi Ólafsson sem var veislustjóri og dekkaði einnig ræðumann kvöldsins. Hann brást ekki frekar en fyrri daginn, alltaf jafn fyndinn og skemmtilegur. Sagði hann sögur af sjálfum sér eins og þegar hann vann við hesta- leiguna hjá Þorkeli Bjarnasyni en það var þeg- ar hann var hændur að brennivíni eins og hann orðaði það. Sagðist hann hafa verið fullur alla daga og undrast mjög að Þorkell skyldi líða honum þetta. Spurði hann Þorkel síðar hvernig hafi staðið á því hann þessi staki bind- indismaður skuli hafa þolað þetta framferði hans. Svar Þorkels var eitthvað á þessa leið: „Ég hélt Flosi minn að þú værir bara svona.“ Hestamenn halda uppskeruhátíð Flugumýrarrækt- unin á toppnum Knapi ársins, Vignir Jónasson, fyrir miðri mynd ásamt Berglindi Rósu, Sigurði Sigurð- arsyni, Loga Laxdal og Þórði Þorgeirssyni. Hestamenn héldu mikla hátíð á föstudag þegar hin svokallaða uppskeruhátíð var haldin og viðurkenn- ingar þar veittar. Fyrr um daginn hafði Fagráð í hrossarækt staðið fyrir merkri ráðstefnu undir yfir- skriftinni „Hrossarækt 2001“ þar sem flutt voru gagnmerk erindi. Valdimar Kristinsson mætti á báða þessa viðburði og færði í letur það helsta sem þar bar á góma. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ATHYGLI vakti á sínum tíma hversu margir hestamenn stund- uðu kandídatsnám á Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri und- anfarin þrjú ár. Á ráðstefnunni „Hrossarækt 2001“ nutu hesta- menn afraksturs af námi og rann- sóknum þegar fimm þeirra sem þarna voru í námi fluttu erindi sem byggðust á lokaverkefnum þeirra. Það var Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur sem opn- aði ráðstefnuna með því að fara yf- ir helstu viðburði í ræktunarstarf- inu á árinu auk þess að kynna nýja útreikninga á kynbótamati Bændasamtakanna í hrossarækt. En það voru fyrirlestrar bú- fræðikandídatanna sem mesta at- hygli vöktu, enda salurinn þétt- skipaður harðlínuhestamönnum sem hlustuðu með mikilli athygli. Fyrsta fyrirlesturinn flutti Sveinn Ragnarsson og fjallaði hann um ræktun kappreiðavekringa. Pétur Halldórsson fjallaði um hrossafóðrun í höfuðborginni og kom glöggt fram í erindi hans að þar er víða pottur brotinn og þá helst á þá leið að um offóðrun er að ræða. Verkefni Þorvaldar Kristjáns- sonar fjallaði um vilja og geðslag sem nú hefur verið slengt saman í eitt atriði í dómsskalanum og verkefni Eyþórs Einarssonar bar yfirskriftina „Hverju skiluðu af- kvæmaprófanirnar?“. Að síðustu kynnti Elsa Alberts- dóttir samanburðarrannsókn sína á íslenskum kynbótadómum og þýskum undir yfirskriftinni „Er eitthvert vit í þýskum dómum?“ Var góður rómur gerður að er- indum þessum og má hiklaust ætla að þessi árgangur búfræði- kandídata eigi eftir skila góðu til hestamennskunnar á næstu árum því einhverjir þeirra sem útskrif- uðust í vor eiga eftir að leggja lag sitt við aðaláhugamál sitt. Þá fengu fulltrúar nokkurra hrossaræktarbúa afhent við- urkenningarskjöl fyrir þátttöku í gæðastjórnunarverkefni. Þeir sem hlutu viðurkenningu voru Leifur Þórarinsson í Keldu- dal, Bjarni Maronsson á Ásgeirs- brekku, Guðrún Bjarnadóttir á Þóreyjarnúpi, Víkingur Gunn- arsson fyrir Hólabúið, Jón Gísla- son á Hofi, Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili og Haraldur Sveinsson og Jóhanna Ingólfs- dóttir á Hrafnkelsstöðum. Ráðstefnan „Hrossarækt 2001“ Morgunblaðið/Valdimar Skeiðið er Sveini Ragnarssyni hugleikið og fjallaði erindi hans um ræktun kappreiðavekringa. Hér er Sveinn í góðum fé- lagsskap hryssunnar Rauðsíðu sem er afkomandi mikilla vekr- inga og má þar nefna Svart frá Unalæk, Glókollu frá Kjarnholt- um og Kjarval frá Sauðárkróki. Þorvaldur Krist- jánsson kynnti rannsóknir sínar á hinum nýja eig- inleika vilja og geðslagi og arf- gengi hans. Athygliverð rann- sóknarefni kynnt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.