Morgunblaðið - 20.11.2001, Page 42

Morgunblaðið - 20.11.2001, Page 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Hetjan unga er þá fallin“ var það fyrsta sem flaug í gegnum huga minn er ég frétti andlát vinar míns Georgs Þórs Kristjáns- sonar frá Klöpp í Vestmannaeyjum. „Hetjan unga“ var gælunafn sem Goggi notaði oft um sig, einkum þeg- ar hann sagði spaug- eða hrakfara- sögur af sjálfum sér. Hann stóð svo sannarlega undir hetjunafninu í því erfiða stríði sem hann háði sl. sjö mánuði við erfiðan sjúkdóm. Í því stríði hlaut hann að falla, en gerði það sannarlega með sæmd. Á kveðjustund reikar hugurinn yf- ir sviðið og maður spyr sig ósjálfrátt að því hvernig Goggi hafi komið fólki fyrir sjónir og hvers vegna hann hafi notið svo mikilla vinsælda og virðing- ar sem raun bar vitni. Í mínum huga var það einkum þrennt sem einkenndi Georg. Í fyrsta lagi var hann þannig að lundarfari að eftir var tekið. Ég held hann hafi bara næstum alltaf verið í góðu skapi. Þetta gerði það að verkum að hann var óvenju vinmargur, enda kepptust allir við að vera nálægt honum. Í annan stað var hann afar vinnu- samur, vinnuglaður og greiðvikinn. Mér er nær að halda að honum hafi aldrei leiðst í vinnu, hvort sem var til sjós eða lands. Hann gekk glaður að hverju því starfi sem vinna þurfti, sama hvort vinnudagurinn framund- an var langur eða skammur, eða hvort hann þurfti að vinna að nóttu eða degi. Í þriðja lagi var Goggi mikill láns- maður í einkalífi. Hann eignaðist frá- bæra eiginkonu, Hörpu Rútsdóttur, sem alla tíð stóð þétt við hlið hans og studdi í hverju sem á gekk. Ekki síst reyndist hún honum ómetanleg stoð í erfiðum veikindum síðustu mánuði. Þá má ekki gleyma börnum hans né heldur barnabarninu, alnafnanum, en öll veittu þau honum mikla gleði, enda var hann stoltur af. Enda þótt nokkuð hafi skafið í sporin milli okkar, einkum eftir að við hjónin fluttum til Reykjavíkur, þá lif- ir sterk minning um góðan dreng. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin sem var mér kær. Elsku Harpa. Á erfiðri stundu sendum við hjónin ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Jensson. Mig setti hljóðan þegar mér var sagt að Goggi væri dáinn. Að vísu vissi ég að hverju stefndi en það kemur manni alltaf jafn mikið á óvart þegar að því kemur. Ég kynntist Gogga þegar ég var nýkominn til Eyja árið 1970 og varð okkur strax vel til vina. Ég held að ég geti fullyrt að það hafi aldrei fallið skuggi á okkar vináttu og held ég að GEORG ÞÓR KRISTJÁNSSON ✝ Georg Þór Krist-jánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést á heimili sínu sunnu- daginn 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 17. nóv- ember. allir geti vottað um hjartagæsku og þann góða dreng sem Goggi hafði að geyma. Það er sárt að missa góðan vin á besta aldri og maður skilur ekki tilganginn. Það er erfitt að sætta sig við að eiga aldrei eftir að hitta þig aftur í þessum heimi, en ég hitti þig örugglega aft- ur hjá hinum hæsta höf- uðsmið himins og jarð- ar. Kæri vinur, það er margs að minnast á kveðjustundu og margt brölluðum við saman þann tíma sem við þekkt- umst. Það voru ófáar stundirnar sem við sátum saman og hlustuðum á Hollies og fleiri góðar hljómsveitir og spiluðum bob og brutum ljósakrónu. Eftir að ég flutti á Selfoss hef ég í seinni tíð komið reglulega til Eyja og hef þá alltaf komið í kaffi og spjall til Gogga og í dag er það mér mikils virði að eiga góðar minningar frá þeim heimsóknum. Það voru forréttindi að kynnast Gogga en minningin um góðan dreng lifir um ókomna tíð.Við Habbó og strákarnir vottum fjölskyldu, ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu sam- úð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Harpa, Lilja, Kiddi, Ragn- heiður Rut og Helga Björk, megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í þessari miklu sorg. Ólafur Bachmann. „Lífið er ekki dagaranir sem eru liðnir, heldur dagarnir sem við minn- umst.“ (Pjotr Pavlenko.) Nú þegar Georg Þór Kristjánsson vinur minn er dáinn hellast yfir mig minningar frá þeim tíma þegar ég bjó í Vestmannaeyjum, sem var á árun- um 1974 til 1982. Georgi Þór eða Gogga kynntist ég í gosinu 1973 þegar Vestmanneyingar fluttust á fasta landið um tíma, en þá fóru margir ungir Eyjamenn að líta hýru auga sætu stelpurnar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Ein fyrsta minningin um okkur fé- lagana saman er þegar Goggi og allir gömlu vinirnir keyptu sér eins jakka- föt og stormuðu kampakátir saman á þá skemmtistaði sem voru vinsælast- ir á þessum tíma í Reykjavík. Þetta voru teinótt jakkaföt með útvíðum buxum með uppábroti, í svörtum, bláum og grænum lit. Árið 1974 fóru Vestmannaeyingar að flytja aftur heim, en margir strák- arnir voru búnir að festa ráð sitt í höf- uðstaðnum og þá var drifið í því að kaupa íbúð og innbú og að vinna hörðum höndum fyrir því og fjöl- skyldunni. Goggi var ekki einn af þeim sem náðu í sína heittelskuðu í Reykjavík, heldur kom Kristrún Harpa Rúts- dóttir frá Hafnarfirði til Vestmanna- eyja og það var eins og við manninn mælt; þetta var ást við fyrstu sýn og settu þau upp trúlofunarhringana nokkrum dögum síðar. Með mér og Hörpu tókst mikill vinskapur, en Goggi í Klöpp og Addi Yellow voru æskuvinir, þannig að við ungu hjónin brölluðum margt saman og lífið var ekkert tekið allt of alvar- lega, svona fyrstu árin. Við fjögur keyptum okkur m.a. þjóðhátíðartjald saman og fengum við alltaf gott stæði fyrir tjaldið, því Goggi var Þórari og Addi Týrari og þeir gátu þannig not- að aðstöðu sína, þegar þeir tóku þátt í undirbúningnum hvor sitt árið. Tjaldið okkar fékk nafnið Frábær og held ég að þetta hafi verið með fyrstu tjöldunum sem fékk nafn og var „mublerað“ upp og teppalagt, myndir hengdar á veggi, eins og um stofu væri að ræða. Þeir strákarnir sáu um tjaldið og við Harpa um mat- inn og alltaf var elduð kjötsúpa til að eiga heima fyrir gesti og gangandi, því Goggi var einstaklega duglegur að bjóða bæði í tjaldið og heim og gerði aldrei upp á milli fólks. Þegar strákarnir voru í landi gripum við oft í spil á milli þess sem hinir vinirnir voru heimsóttir, því þetta var stór vinahópur og alltaf glatt á hjalla þeg- ar hann kom saman. Eftir að Harpa og Goggi eignuðust litla drenginn sinn, hann Kidda, róuð- umst við aðeins, en mér fannst alltaf ég eiga mikið í Kidda litla og var líka svo lánsöm að fá að gæta hans um tíma á dagheimilinu Rauðagerði. Eftir að við Addi skildum að skipt- um minnkaði sambandið eins og gengur, en þá var Goggi kominn á fulla ferð í pólitíkina, auk þess sem hann var mjög virkur í félagsstörfum og var oft valinn í ábyrgðarstöður og til forystu af félögum sínum. Goggi var vinur vina sinna og þegar ég hringdi í hann eftir að ég frétti af veikindum hans var eins og ég hefði talað við hann síðast í gær og lét hann bara vel af sér þótt fársjúkur væri. ,,Það þýðir ekkert annað,“ sagði hann. Georg Þór var einstaklega geðgóð- ur og þægilegur maður og mér leið alltaf vel í návist hans. Goggi og Harpa voru mjög sam- rýnd hjón og stóð hún alltaf sem klettur við hlið hans til hinstu stund- ar, eins og best kom í ljós í veikindum hans, þar sem hún annaðist hann á heimili þeirra til dauðadags. Elsku, Harpa, Lilja, Kiddi, Ragn- heiður Rut, Helga Björk, Goggi litli og aðrir ættingjar og vinir. Megi al- góður Guð vera með ykkur á þessum erfiðu dögum í lífi ykkar. Þóra Sigurðardóttir. Látinn er í Vestmannaeyjum, langt um aldur fram, vinur og félagi til margra ára, Georg Þór Kristjáns- son. Georg Þór var borinn og barn- fæddur Vestmannaeyingur. Var hann alla tíð sannur Eyjapeyi. Unni hann Eyjunni sinni fögru af lífi og sál, eins og við vitum sem þekktum þenn- an öðling. Hann vildi öllum gott. Aldrei heyrði ég Georg hallmæla nokkrum manni. Georg Þór var mik- ill félagsmaður og starfaði í mörgum ráðum og nefndum í sínum félögum, sem ég tel ekki upp hér. Það læt ég öðrum eftir. Þó get ég ekki komist hjá því að nefna hér störf hans hér og áhuga á skreytingastörfum. Því hann var mjög listfengur maður, hvort heldur var með penna eða pensli. Á árum áður þegar íþróttafélögin tvö hér í Eyjum, Þór og Týr, voru starf- rækt, var Georg Þór alla tíð mikill Þórari. En þarna vorum við á önd- verðum meiði, því ég var aftur á móti Týrari. Marga þjóðhátíðina skreytti Georg Herjólfsdalinn fyrir Þórarana en ég fyrir Týrara. En félögin Þór og Týr skiptust á að halda hina lands- frægu þjóðhátíð sitt árið hvort, áður en þau voru sameinuð undir merki ÍBV. Leiðir okkar lágu saman í Kiw- 7  6 !  "  6  %        %      !"          !"   !"  8 3 6 -:6 @ 1(+#A 1)       !    6   4    2   /"  9/ "    -!""@'(, -          4  -9  -    8$2#'5.)'       +  )  ,   )B'!"" )8'(!"" )28 )B11)2!"" 8C=)2, -             D  44   ")8 E0 %#$1 #      !    ! )  33   : 2"52"5 !2"5 )2"5 '2 ,*$+!"" 2"52"5 5 !"" 45'2"5 :   $!"" **+)***+, 0 -4 4:  F)8$2#'8(''! ='"8(=!1);0          *    !"   %  '8!''!"" )2' 8')2!"" )'*$+ # '3")2, &     ((        4 3 5=#'?"   ! !!      *   8,  ! 2"1!"" )1  '#!"" '') 5!""     **+)***+, 7  6    "  6  %       (     !"      3 CD  .'8 /; %#$1 #, 9/ "     C7"', 5 4  ) )7" $+)1!"" !' ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.