Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
VERKFALL tónlistarskólakennara
hefur nú staðið í þrjár vikur og loks er
komið í ljós hver er helsta fyrirstaðan
í lausn deilunnar. Það er Reykjavík-
urborg með borgarstjóra í farar-
broddi. Þegar tónlistarskólakennarar
færðu henni áskorun um lausn deil-
unnar kom hún út úr skápnum og fór
að tala um breytingar á rekstrarformi
tónlistarskólanna.
Rekstrarform tónlistarskólanna í
Rvík er annað en tíðkast úti um land.
Í Rvík eru tónlistarskólarnir reknir af
einkaaðilum. Þeir innheimta skóla-
gjöld til að standa undir rekstri á hús-
næði og öllu því sem til þarf, en laun
kennara eru greidd af borginni. Að-
sókn í skólana hefur stóraukist en ein
af ástæðunum fyrir því er að í grunn-
skólum Reykjavíkur er tónmennta-
kennsla á undanhaldi, þ.e. þeim skól-
um sem hafa starfandi tónmennta-
kennara fer fækkandi. Því hafa
tónlistarskólarnir í Rvík brugðið á
það ráð að hafa forskóla fyrir yngstu
nemendurna. Nú vill borgarstjóri
færa þessa kennslu inn í grunn-
skólana. Nokkuð sem kemur kjara-
deilu kennara ekkert við.
Úti á landsbyggðinni er allt annað
rekstrarform á tónlistarskólunum.
Sveitarfélögin reka skólana og eiga
húsnæðið. Mörg sveitarfélög hafa
lagt háar upphæðir í uppbyggingu á
skólahúsnæði og tilheyrandi búnaði.
Á þeim stöðum þar sem ekki eru
starfandi tónmenntakennarar í
grunnskólum hefur víða verið brugðið
á það ráð að grunnskólinn kaupir
ákveðna kennslu af tónlistarskóla
staðarins og þannig fá grunnskóla-
nemar þá kennslu sem þeim ber sam-
kvæmt lögum. Almennt er lands-
byggðin því betur stödd með tón-
listarfræðslu barna á grunnskólastigi
heldur en Reykjavík. Það er eitthvað
sem landsbyggðin ætti að vera stolt
af. Hver sá sem kynnir sér stöðu mála
í samningum tónlistarskólakennara
við sveitarfélögin sér að það er borg-
arstjórinn í Reykjavík sem er drag-
bítur á að samningar náist í þessari
deilu. Landsbyggðin á enga samleið
með Rvík í þessu máli.
Vill kannski bæjarfélag eins og
Vestmannaeyjar sem nýbúið er að
eyða tugum milljóna í nýtt húsnæði
tónlistarskóla, láta húsnæðið standa
autt og hafa nemendurna heima án
kennslu? Og foreldra sem búnir eru
að borga skólagjöld reiða og sára? Nú
hafa nemendur tónlistarskóla Vest-
mannaeyja setið heima í þrjár vikur.
Og það er vegna þess að borgarstjór-
inn í Reykjavík vill breyta rekstrar-
formi skólanna hjá sér. Reiknings-
glaðir menn geta án efa skemmt sér
við að finna út hversu há krafa okkar
er í prósentum, ég tala nú ekki um
hversu mikill kostnaðarauki sveitar-
félaganna er. Kaupkröfur eru að okk-
ar mati hógværar. Það sem við förum
fram á er leiðrétting til samræmis við
aðra kennara. Í tveimur síðastliðnum
samningum hafa tónlistarskólakenn-
arar verið skildir eftir og er það
ástæðan fyrir hárri prósentutölu nú.
Við viljum einfaldlega sömu laun og
aðrir kennarar.
EGGERT BJÖRGVINSSON,
Vestmannaeyjum.
Um verkfall tón-
listarskólakennara
Frá Eggerti Björgvinssyni:
ÉG ER trúlega ekki ein um að undr-
ast oft fréttamat dagblaða og annarra
fjölmiðla sem flytja eiga okkur tíðindi
af því sem markverðast gerist í heim-
inum nær og fjær. En nú þykir mér
þó kasta tólfunum.
Mig langar að beina þeirri spurn-
ingu til fréttastjóra og ritstjóra Morg-
unblaðsins hvað ræður því að þegar
ungur Íslendingur, Karen Björk
Björgvinsdóttir, og maður hennar,
Adam Reeves, ná þeim árangri að
lenda í fjórða sæti í heimsmeistara-
keppni atvinnudansara er það metið
ámóta fréttnæmt og að eigendaskipti
hafi orðið á snyrtistofu í Reykjavík.
Ég vísa hér til bls. 47 í Morgun-
blaðinu þriðjudaginn 6. nóvember,
síðu sem að vísu er í haus kölluð frétt-
ir en samanstendur af innsendum
fréttatilkynningum. (Reyndar er birt
mynd af Karen og Adam en ekki
snyrtistofunni.) Miðað við alla þá um-
fjöllun sem flestir íslenskir íþrótta-
menn fá í fjölmiðlum þegar þeir taka
þátt í alþjóðlegum mótum – burt séð
frá árangri, finnst mér það hrein
móðgun við dansparið að gera svo lít-
ið úr frábærum árangri þeirra í dans-
listinni. Þá má einnig spyrja hvaða
skilaboð þau hundruð barna og ung-
linga fá, sem leggja stund á dans í
landinu, þegar fréttamat fjölmiðla er
með þeim hætti sem hér er lýst.
Rétt er að geta þess að Morgun-
blaðið var eini fjölmiðillinn sem birti
fréttatilkynningu um árangur þeirra
Karenar og Adams. Það segir manni
ýmislegt um fréttamat íslenskra fjöl-
miðla. Morgunblaðið birti líka frétta-
tilkynningu í fyrra af því að Íslend-
ingar, þ.e. þau Karen og Adam (þau
keppa ætíð fyrir Íslands hönd) hefðu
orðið Evrópumeistarar í dansi. Ég
minnist þess ekki að mikið hafi farið
fyrir þeirri frétt í öðrum fjölmiðlum.
Hins vegar fær öll þjóðin vel að vita af
gengi íslenskra fegurðardísa, bolta-
og skíðamanna jafnvel þótt viðkom-
andi lendi í 100. sæti af 100 mögu-
legum. En Evrópumeistaratitill í
dansi þykir greinilega ekki ýkja
merkilegur. Vitað er að Morgunblað-
ið er álitið leiðandi í fréttamati al-
mennings og annarra fjölmiðla. Ég
skora því á ritstjóra og fréttastjóra
blaðsins að taka málið upp á næsta
ritstjórnarfundi, gera hér bragarbót
og birta ítarlega umfjöllun um ein-
stæðan feril þessa afreksfólks. Það er
svo sannarlega kominn tími til.
MARÍA ANNA
ÞORSTEINSDÓTTIR,
framhaldsskólakennari,
Stigahlíð 2, Reykjavík.
Hvað er svona
merkilegt við það?
Frá Maríu Önnu Þorsteinsdóttur: