Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
HIMINNINN var að mestu hulinn
dimmgráum skýjum og hafgolan
blés hressilega svo bárurnar tóku
heljarstökk þegar ljósmyndari átti
leið um Reykjanesið. Fannhvítt og
úfið brimið lamdi svarta sandana
og fjörugrjótið fékk engin grið. Er-
lendir ferðalangarnir fundu hald-
reipi hvor í öðrum í verstu vind-
hviðunum, horfðu til sjávar og
hugleiddu líkast til flest annað en
sjóböð.
Morgunblaðið/RAX
Úfið haf
LÖGREGLAN hefur á síðustu
tveimur mánuðum haft afskipti
af þremur nektardansmeyjum
á nektarstöðum borgarinnar en
engin þeirra hafði atvinnu- og
dvalarleyfi. Þær sögðust
reyndar alls ekki vera nektar-
dansmeyjar heldur ferðamenn.
Stúlkurnar voru þó aðeins
íklæddar efnislitlum nærfatn-
aði og voru staddar á nektar-
stöðunum þegar lögreglan
ræddi við þær og þótti frásögn
þeirra ekki mjög trúverðug.
Gögn um mál þeirra voru send
Útlendingaeftirlitinu til með-
ferðar.
Flestir eru með sín
mál á hreinu
Síðan í október hefur lög-
reglan í Reykjavík kannað at-
vinnu- og dvalarleyfi hjá tæp-
lega 300 ríkisborgurum landa
utan Schengen-svæðisins, sem
eru við vinnu í höfuðborginni. Í
langflestum tilfellum hefur
fólkið tilskilin leyfi.
Friðrik Gunnarsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn og yfir-
maður útlendingaeftirlitsdeild-
ar lögreglunnar í Reykjavík,
segir að í örfáum tilfellum hafi
leyfin verið útrunnin en um-
sókn um endurnýjun legið fyr-
ir. Í tveimur tilfellum hafi ekki
legið fyrir umsókn um endur-
nýjun og hafi þeim aðilum verið
gert að yfirgefa landið.
Friðrik tekur fram að flest
fyrirtæki hafi sín mál á hreinu.
Það sé helst þar sem grunur
leiki á um „svarta“ atvinnu-
starfsemi sem hætta sé á að at-
vinnurekendur notist við ólög-
legt vinnuafl.
Ábendingum fjölgar
Friðrik segir að ábendingum
um ólöglega verkamenn hafi
fjölgað í kjölfar þrengri stöðu á
vinnumarkaði og frétta um fyr-
irtæki, sem hafa flutt inn ólög-
legt vinnuafl. Lögreglan sinnir
öllum slíkum ábendingum og
kannar hvort þær eigi við rök
að styðjast.
Fáklædd-
ir „ferða-
menn“
á nekt-
arstað
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. í Mos-
fellsbæ hefur gert samning til sex
mánaða við ríkisflugfélagið í Nígeríu,
Nigeria Airways, um áætlunarflug til
og frá Nígeríu og innanlands. Nærri
100 manns fá vinnu vegna þessa verk-
efnis, þar af eru Íslendingar um helm-
ingur þeirra. Að sögn Davíðs Másson-
ar, framkvæmdastjóra markaðssviðs
Atlanta, er ákvæði í samningnum um
framhald hans til annarra sex mán-
aða, gangi verkefnið vel, en það hefst
formlega í dag. Um er að ræða áætl-
unarflug milli nokkurra borga í Níg-
eríu og frá höfuðborg landsins, Lag-
os, til London, Dubai í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum og Jedda í
Sádi-Arabíu.
„Utanlandsflug félagsins í Nígeríu
hefur legið niðri og við erum að hjálpa
þeim að koma fluginu á laggirnar á
ný. Við flugum milli Lagos og London
fyrir flugfélagið Virgin Atlantic síð-
astliðið sumar en höfum ekki áður
starfað fyrir Nigeria Airways.“
Atlanta mun nota Boeing 747-300-
vélar. Að sögn Davíðs er mikill upp-
gangur í hagkerfi Nígeríu um þessar
mundir og vill nígeríska félagið fá
hluta af þeirri köku sem stór flugfélög
á borð við British Airways og Virgin
Atlantic hafa skipt sín á milli.
„Nigeria Airways var í samstarfi
við British Airways um flug milli Lag-
os og London en það flosnaði upp úr
því. Félagið leitaði síðan eftir sam-
starfi við okkur og það var útvíkkað
með flugi til Miðausturlanda. Þetta er
mjög góður samningur og kemur á
erfiðum tímum í flugheiminum. Verk-
efnið mun að nokkru leyti vega upp á
móti þeirri fækkun á fjölda áhafna
sem við vorum búin að tilkynna en
breytir ekki ráðningastöðunni heima
fyrir. Nigeria Airways hefur mögu-
leika á framlengingu samningsins,
einhliða, þannig að við reiknum með
að þetta verði alla vega ársverkefni.“
Atlanta hefur áætlunarflug til og frá Nígeríu í dag
Verkefni fyrir
um 50 Íslendinga
LAUNANEFND sveitarfélaganna
lagði fyrir helgi fram nýjar hug-
myndir að lausn kjaradeilu tónlistar-
skólakennara og sveitarfélaganna.
Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, for-
maður Félags tónlistarskólakenn-
ara, hafnar ekki að ræða þessar hug-
myndir frekar, en segir að ef þær
ættu að geta orðið grundvöllur að
lausn yrðu sveitarfélögin að leggja
meira fjármagn inn í samninginn.
Verkfall tónlistarskólakennara hef-
ur nú staðið í fjórar vikur.
Launanefndin lagði fram tvær
hugmyndir að lausn. Annars vegar
að gera skammtímasamning, en
nefnd fag- og samningsaðila yrði
skipuð til að fjalla um kerfisbreyt-
ingar þar sem sveitarfélögin gætu
valið um hversu mikla þjónustu þau
keyptu af kennurum. Hins vegar
lögðu þau fram hugmynd að lang-
tímasamningi sem fæli í sér ákvæði
samin af fagaðilum um valkvæðar
leiðir fyrir einstök sveitarfélög.
Sigrún hafnar að ræða um
skammtímasamning en útilokar ekki
að ræða um langtímasamning á þess-
um grunni.
Birgir Björn Sigurjónsson, for-
maður samninganefndar launa-
nefndar sveitarfélaganna, sagði að
tónlistarskólakennarar hefðu mikið
vísað til samnings grunnskólakenn-
ara í kjaradeilunni. Þar hefðu sveit-
arfélögin hins vegar samið um mikl-
ar breytingar á skipulagi skólastarfs
og einnig hefðu þeir verið að kaupa
aukna vinnu af kennurum.
„Staðreyndin er sú að hvorki tón-
listarskólarnir né sveitarfélögin hafa
lagt sérstaklega mikla vinnu í að
ákveða hvernig tónlistarskólinn eigi
að líta út í framtíðinni. Mikil vinna
var á sínum tíma lögð í að móta fram-
tíðarsýn grunnskólans og kjara-
samningurinn sem gerður var um
síðustu áramót byggðist að nokkru
leyti á þeirri sýn,“ sagði Birgir
Björn.
Verkfall tónlistarskólakennara hefur staðið í fjórar vikur
Nýjar hugmyndir að
lausn deilunnar kynntar
Lausn/31
♦ ♦ ♦
GENGISVÍSITALA íslensku krón-
unnar varð hæst 148 stig í gær og er
það sögulegt hámark, þ.e. gengi
krónunnar varð um tíma veikara en
nokkru sinni. Lokagildi gengisvísi-
tölunnar varð 147,45 stig. Var veik-
ing krónunnar yfir daginn 0,23% en
velta á millibankamarkaði nam 3,2
milljörðum króna. Gengi krónu
gagnvart Bandaríkjadal er nú 107,7.
Einar Sigmundsson, hjá markaðs-
viðskiptum Íslandsbanka, segir að
veiking krónunnar í gær sé framhald
á því sem gerst hefur á undanförnum
dögum, vikum og mánuðum. „Það er
ójafnvægi í gjaldeyrisstraumum
vegna mikils viðskiptahalla og er-
lendar lántökur hafa dregist veru-
lega saman,“ segir Einar um þróun
gengisvísitölunnar í gær.
Verðbólga langmest á Íslandi
Í hálffimm-fréttum Búnaðar-
banka Íslands í gær er greint frá því
að samræmd vísitala neysluverðs á
Evrópska efnahagssvæðinu lækkaði
um 0,1% í október og stóð í 109,6
stigum en á sama tíma hækkaði sam-
ræmda vísitalan fyrir Ísland um
0,6%.
Verðbólga síðustu tólf mánaða
mælist 2,2% að meðaltali í ríkjum
EES, 2,4% í aðildarríkjum ESB og
8,3% á Íslandi.
Gengið í gær
veikara en
nokkru sinni