Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ staklingar verði að axla frelsi sitt af ábyrgð. Hið góða geti sigrað, hug- rekki, sjálfstæði og þekking geti komið öllum langt. Þær raddir hafa líka heyrst að bækurnar séu ekkert annað en illa dulbúinn svartagaldur, sem afvegaleiði ungu kynslóðina. Líklega verður hver lesandi að svara þessu fyrir sig, en allir aðdá- endur Potters eru sammála um að bækurnar um hann eru stórskemmti- leg ævintýri og erfitt að leggja þær frá sér í miðju kafi. Börn víla ekki fyrir sér að leggjast í mörg hundruð blaðsíðna bækurnar og hafa margir fagnað því að Harry Potter skuli hafa tekist að draga þau frá sjónvörpum og tölvu- leikjum að bóklestri. HARRY Potter er kominn ljóslifandi í kvikmyndahúsin, ásamt vinum sín- um Ron, Hermione og Hagrid skóg- arverði og svo auðvitað frændfólki sínu, Muggunum, óvininum Draco Malfoy og hinum allra versta, Volde- mort. Kvikmyndin er gerð eftir fyrstu bókinni um galdrastrákinn, Harry Potter og viskusteinninn, eftir J. K. Rowling. Hún fylgir bókinni ná- kvæmlega og Harry Potter-aðdáend- ur, sem eru á öllum aldri um allan heim, eru flestir á því að mjög vel hafi til tekist. Aðsóknarmet myndarinnar um allan heim sýna að aðdáendur Harrys og félaga láta sér ekki nægja að gleypa í sig bækurnar um hann. Nú eru þegar komnar út fjórar bæk- ur, en höfundurinn segir að þær verði sjö, ein fyrir hvert ár Harrys í Hogw- arts, skóla galdra og seiða. Og kvik- myndirnar verða líklega jafn margar, a.m.k. hefur þegar verið ákveðið að mynda fyrstu fjórar bækurnar og takan á annarri myndinni, Harry Potter og leyniklefinn, er þegar haf- in. Kvikmyndagerðarmennirnir eru í kapphlaupi við tímann, því leikararn- ir sem leika Potter og vini hans verða að vera á sama aldri og söguhetjurn- ar í bókunum. Það gengur ekki að bíða með næstu mynd þar til aðalleik- arinn er orðinn 19 ára, en Harry sjálfur bara 12 ára. Margt hefur verið ritað og rætt um ástæður gífurlegra vinsælda bók- anna um Harry Potter. Hvað er svona merkilegt við ævintýri um 11 ára strák, sem uppgötvar að hann er af galdramönnum kominn þegar hon- um er boðin skólavist í Hogwarts? Sumir segja að bækurnar hafi náð slíkum vinsældum því þær fjalli um baráttu góðs og ills, boðskapur þeirra sé vinátta og að ein- Elst upp hjá Muggum Fyrir þá sem enn hafa ekki lesið Harry Potter bók eða séð bíómynd- ina er rétt að kynna aðalpersónur til leiks. Fyrstan skal telja Harry sjálf- an Potter. Foreldrar hans voru galdramenn, sem hinn illi Voldemort myrti. Harry lifði naumlega af, en ber merki um árásina á enninu; ör sem líkist eldingu. Í fyrstu bókinni segir af því þegar honum er komið í fóstur hjá móðursystur sinni, Pet- uniu Dursley, Vernon manni hennar og Dudley syni þeirra. Þau eru ekki galdramenn, heldur Muggar, en svo nefnast allir þeir sem ekki hafa yfir galdramætti að ráða. Dursley-fjöl- skyldan er reyndar einstaklega leið- inleg Mugga-fjölskylda og kemur illa fram við Harry. Hann er látinn sofa í skáp undir stiganum og aldrei hvarfl- ar að Dursley-hjónunum að halda upp á afmælið hans, þótt þau hrúgi gjöfum á son sinn. Hér má svo skjóta inn í að Harry Potter á afmæli 31. júlí, sama dag og höfundur bókanna, sem segist hafa valið þennan afmæl- isdag fyrir hetjuna því henni leiddist að enginn þekktur ætti sama afmæl- isdag og hún. Þar að auki fannst henni kjörið að afmælisdagur Harrys væri að sumri, þegar hann er í fríi frá Hogwarts, til að undirstrika leiðindi Dursley-fjölskyldunnar. Reyndar vill svo skemmtilega til að Daniel Rad- cliffe, sem leikur Harry, á einnig af- mæli þennan sama dag. Brautarpallur 9¾ En áfram með söguna. Dag einn berst Harry boð um skólavist í Hogwarts og kemst þá að því hver hann er. Hann er frægur í heimi galdramanna, enda hefur enginn annar lifað af árás Voldemorts. Til að komast í skólann þarf Harry að taka lest á brautarpalli númer 9¾ á King’s Cross-lestarstöðinni í Lond- on. Um borð í lestinni kynnist hann hinum rauðhærða Ron Weasley og bókaorminum Hermione Granger. Í skólanum hefjast ævintýrin fyrir alvöru, þegar Harry og vinir hans kljást m.a. við tröll og þríhöfða hund, Hagrid skógarvörður eignast norsk- an rákdreka, Harry eignast huliðs- Fyrsta árs nemar í Hogwarts, skóla galdra og seiða, sigla að skólanum sem gnæfir uppi á kletti. Fyrsta skólaárið í Hogwarts, skóla galdra og seiða „ÉG er búin að lesa allar fjórar bækurnar um Harry Potter og ætla að sjá bíó- myndina um leið og ég get. Ég er búin að sjá sýnishorn úr henni og ljósmyndir og mér sýnist allt vera eins og ég ímyndaði mér það, nema Neville Longbottom [skólafélagi Harrys], mér fannst hann eiga að vera ljóshærður,“ segir Gunn- hildur Ævarsdóttir, 11 ára Kópavogsbúi og Harry Potter-aðdáandi. Gunnhildur kynntist Harry Potter þegar mamma hennar keypti fyrstu bókina og hvatti hana til að lesa. „Ég hélt að þetta væri leiðinleg bók, en svo er þetta mjög skemmti- legt ævintýri.“ Gunnhildur segir að bækurnar um Harry séu alveg jafnt fyrir stelp- ur og stráka, þrátt fyrir að þær gagnrýniraddir hafi heyrst að allar helstu hetjurnar séu karlkyns og aðeins ein stelpa, Hermione Grang- er, sem eitthvað kveður að. „Í fyrstu bókinni líkaði hinum krökkunum í Hogwarts ekki við Hermione, af því að hún var alltaf svo góð í öllu. Mér fannst hún samt skemmtileg.“ Eins og sönnum aðdáanda sæmir á Gunnhildur ýmsa muni sem tengjast hetjunni. „Ég á Harry Potter-bol, með kápumyndinni af bók- inni Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Svo á ég gleraugu eins og hann gengur með og bókamerki. Ég er líka nýbúin að fá Harry Pott- er-tölvuleik sem er mjög skemmtilegur.“ Gunnhildur er sannfærð um að hún muni halda áfram að lesa Harry Potter næstu árin. Hún tekur undir að vissulega sé ýmislegt óhugn- anlegt að finna í bókunum en segist aldrei hafa verið hrædd við lest- urinn, bara spennt. „Ég hef heyrt að í Bandaríkjunum sé bókabúð sem vill ekki selja Harry Potter-bækurnar af því að krakkar geti farið að fikta við að galdra eftir lesturinn,“ segir hún og finnst þessi kenning greinilega undarleg. Aðspurð segist hún ekkert ætla að spreyta sig á göldrum. „Ég efast um að ég geti galdrað eitthvað. Ætli það yrði ekki bara kjötsúpa úr galdraseyðinu mínu?“ Gunnhildur Ævarsdóttir, 11 ára Potter-aðdáandi Morgunblaðið/Þorkell „Mjög skemmtilegt ævintýri“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.