Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ... Ungir drengir í Firðinum eru yfirleitt komnir í koju og sofn- aðir þegar til tíðinda dregur við Mánabar. Miklum sögum fer af þessum „fifties-diner“. Fyrir kemur að töffarar renna drossí- um sínum í hlaðið fyrir hátta- tíma. Diddi bíló, Jón Hensley og fleiri. Jón er stundum kallaður Nonni Bedd, sonur Maju Bedd á Austurgötunni. Þetta eru frí- listamenn sem hafa djammið að aðaláhugaefni. Þeir koma ak- andi úr Keflavík. Og svo er áð í Hafnarfirði. James Dean og fé- lagar, eins og klipptir út úr „Re- bel Without a Cause“. Sagan segir að Jón Hensley hafi ekki verið margmáll. Á dansleikjum í Alþýðuhúsinu voru honum munntöm aðeins þrjú orð sem hann raðaði upp í eftirfarandi spurningu: „Ertu úr Reykja- vík?“ Ef menn svöruðu játandi voru þeir rotaðir. Í Alþýðuhúsinu ræður Gunna gamla ríkjum og stjórnar með harðri hendi. Henni til halds og trausts er Nenni sonur hennar, roskinn og séráparti. Býr enn hjá mömmu. Hann er goskall; þeytispjald sem sækir gosið og tínir saman tóma glerið. Baldi spilar á gítar í hljómsveitum í Alþýðuhúsinu og þykir sleipur ... ... BÓ: Ég man að í miðasölu Alþýðuhússins var stundum ábúðarmikill ungur piltur sem hélt um þann póst af mikilli festu. Vigfús heitir sá og er núna reverant í Grafarvogi, fað- ir armaníjakkafatanna sem stjórna Skjá einum ... ... Skrásetjari situr og blaðar í úrklippum með söngvaranum. Á miðopnu gamallar Viku er frétt um Brimkló öðrum megin en stór mynd af Kaffibrúsakörlun- um hinum megin. Það gæti ef til vill orðið skemmtilegt að slá því upp hvernig ferill tveggja skar- ast. Skrásetjari orðar þetta við söngvarann. Hann lítur á úr- klippuna og segir svo: „Á þetta að vera bók um mig eða þig?“ ... Næsti Bær við Elvis ... Gústi rót og Björgvin aka með Jerry Lee á hótel. Með í för er ung kærasta rokkarans, umboðsmaður hans og Bobby Moore bassaleikari og útsetjari. Dráparinn þarf að hvílast. Fern- ir tónleikar á Broadway fram undan. Síminn hringir. Slysavarðstof- an. Í símanum er vakthafandi læknir. Spyr um Björgvin Hall- dórsson. „Þannig er mál með vexti að hjá mér var staddur fyrir stundu maður sem sagðist dvelja hérlendis á þínum vegum. Jerry Lee Lewis. Kannastu við það?“ Björgvini er brugðið. Ætli karlinn hafi lent í slysi? Lækn- irinn heldur áfram. „Hann var frekar illa haldinn. Bað okkur um að skrifa upp á tiltekin lyf. Verkjalyf. Lyf sem við hvorki eigum né megum skrifa upp á án tilvísunar.“ Björgvin þakkar fyrir upplýsingarnar og leggur á. Síminn hringir samstundis aftur. Umboðsmaður dráparans. „Bo, there will be no concert to- morrow, I’m afraid. The Killer won’t appear, you see. He needs his medication. His bad back- aches, you know.“ Uppselt er á tónleika Jerry Lee. Björgvin setur sig í sam- band við skilningsríkan aðila úr heilbrigðisgeiranum. Síðan upp á hótel. Umboðsmaðurinn kem- ur til dyra og veitir viðtöku kassa af ampúlum. „Thank you, Bo. You are the man.“ Daginn eftir hringir síminn. Umboðs- maðurinn. „Hey Bo, how are you by the way? The Killer wants to speak to you.“ Rödd dráparans hljómar í símanum. Hann leikur á als oddi. Whole lotta shakin’ goin’ on! ... ... Skrásetjari spyr söngvar- ann út í yrkingar. Hvort hann leggi sig eftir kórréttri brag- fræði og þess háttar þegar hann gerir texta. „Bragfræði! Þetta eru bara textar. Ég hef þetta í mér. Ég er ekkert að hanga inni á Landsbókasafni með Silju.“ ... Safnplata með Spilverkinu? ... Björgvin framleiðir og stjórnar upptökum á nýrri sóló- plötu Diddúar. Einn daginn mætir söngkonan árla morguns í upptökur í Sýrlandi. Hún er klædd mussu sem minnir óneit- anlega á hippatímann. Diddú heilsar glaðlega eins og hennar er vandi. Björgvin lítur upp úr stjórnborðinu, sér útganginn á söngkonunni og segir: „Nei! Safnplata með Spilverkinu?“ ... ... Kristmann, Thor og Vil- hjálmsson berast í tal. Söngv- arinn er hugsi. Snýr sér svo að skrásetjara og spyr. „Segðu mér eitt, þessi Thor ... hvernig er hann? Getur hann eitthvað? Á öllum ljósmyndum stendur hann bak við Halldór Laxness og heldur á töskunum eins og rótarinn hans.“ ... ... BÓ: Gagnrýnendur gefa sig út fyrir að skrifa sem fagmenn. Slá um sig með nafnbótum sum- ir. Eru meistarar. Gott ef ekki doktorar. Og bolurinn hugsar sem svo: „Já, hann er doktor í rokkvísindum. Það verður að taka mark á honum.“ Ég ætla að fara að kalla mig séra Björg- vin og vera með þátt á Omega ... ... Einu sinni keypti ég mér frakka einn síðan og mikinn. Ekki var hann kannski alveg samkvæmt nýjustu tísku en mér fannst hann nokkuð góður. Ekki var heldur alveg frítt við að hann væri örlítið of stór á mig. Er ég kom til vinnu á Stjörn- unni mætti ég Bó í kaffistof- unni. Hann stansaði fyrir fram- an mig, grannskoðaði mig og frakkann frá toppi til táar og spurði síðan: „Er pabbi þinn veikur?“ – Bjarni Haukur Þórs- son ... Hjárænulegt þegar miðaldra söngvarar lita á sér hárið og þykjast vera tólf ára ... BÓ: Mín kynslóð er sú fyrsta sem hefur getað sest nið- ur með börnum sínum og hlust- að með þeim í bróðerni á popp- músík. Það kemur til vegna þessarar eilífu endurvakningar á músíkinni sem var spiluð þeg- ar við vorum ung. Margsinnis hefur verið skorað á mig að taka upp stórbrotið samstarf við ungt fólk! Ég á að stærstum hluta samvinnu við mér yngra fólk. Jafnaldrar mínir og þaðan af eldra lið er yfirleitt í minnihluta á mínum fjölmörgu vinnustöð- um. En að ég ætli að fara að gera heilu plöturnar í félagi við vínardrengjakórinn finnst mér ekki við hæfi. Mér hefur alltaf þótt hjárænulegt þegar mið- aldra söngvarar fara í stuttbux- ur, lita á sér hárið og þykjast vera tólf ára ... Úr bókinni Bó & Co - með ís- lenskum texta, eftir Gísla Rúnar Jónsson. Bók þessi er 290 síður, skreytt fjölda mynda og kemur út hjá Iðunni. Ég ætla að fara að kalla mig séra Björgvin Halldór Baldvinsson og var skip- stjóri. Hann lést fyrir tveimur árum. Ég er í miðju fimm systkina. Elst- ur er Baldvin, þá Margrét, ég, Helga og Oddur.“ Nánar segir frá þessu fólki og mörgum öðrum í bók- inni Bo eftir Gísla Rúnar.“ Slys að hann fór út í tónlist En hvers vegna öll þessi tónlist? „Tónlistin var allt í kringum mig frá upphafi. Pabbi var mikill músík- karl, allir bræður hans sungu og bróðir minn var í hljómsveit. Bósi föðurbróðir minn var bassi í Karla- kór Reykjavíkur – hann er pabbi Balda Jóns. Það má hins vegar segja að ég hafi slysast út í tón- listina. Ég var í Flensborgar- skóla, þar var starfandi hljóm- sveitin Bendix. Við vorum klíkuhópur. Ég hafði horft mik- ið á ameríska sjónvarpið og lærði ensku fljótt. Ég var að fetta fingur út í textana hjá Bendix, fannst þeir rugltextar. Ég fór í fram- haldi af því að skrifa fyrir þá texta. Nokkru síðar fór ég svo að fetta fingur út í hvernig textarnir voru sungnir. Loks tóku hljómsveit- arfélagar að þreytast á þess- um aðfinnslum í mér og sögðu: „Hættu þessum leið- indum, viltu ekki bara syngja þetta sjálfur?“ Ég fór á æfingu og söng umrætt lag. Daginn eftir báðu þeir mig að koma í hljómsveitina og leysa hinn söngvarann af. Ég hef ekki litið til baka síðan.“ Hef unnið með öllum þeim bestu En hvað með nám? „Ég hafði ætlað í Iðnskólann en var ekki alveg með á hreinu hvert námið ætti að vera. Ég fékk hjálp hjá Sigurgeiri heitnum, skólastjóra Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann stakk upp á að ég lærði viðgerðir á skrifstofuvélum. Það sem hann meinti var tölvurnar, þær voru þá að ryðja sér til rúms. En hljómsveitin tók allan tímann svo ég flosnaði upp úr námi. Ég var atvinnumaður í tónlist lengi, eftir það varð ég dagskrár- stjóri á Stjörnunni, markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni, dag- skrárstjóri á Bylgjunni og Bíórás- inni, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýr- lands og þannig mætti telja. Í bókinni eru tekin saman starfsheiti mín og þau eru gífurlega mörg. Það er erfitt að sjá fyrir fjöl- skyldu af tónlistarstörfum einvörð- ungu, en ég hef verið heppinn, ég hef unnið með öllum þeim bestu í faginu. Stundum ætlaði ég að hætta og fara að læra en tónlistin náði allt- af yfirhöndinni, hún er vanabind- andi. Hún verður partur af manni. Ég hef komist að því að tónlist, og kannski önnur list, heldur manni ungum. Ég sé að jafnaldrar mínir sem ekki eru í neinu slíku eru á allt öðru róli. Tónlistin heldur snerpunni í manni.“ En hvernig er að koma með sóló- plötu eftir svona langa hvíld ? „Þú verður að gá að því að ég geri fullt af plötum árlega og fylgi þeim eftir eins og ég get. Margt hefur hins vegar breyst síðan síðasta sóló- platan kom út. Nú eru fimmtán út- varpsstöðvar og nokkrar sjónvarps- stöðvar. Í svona útgáfu verður maður að reyna að vekja á sér at- hygli. Þó svo að ég sé þekktur verð ég eigi að síður að koma þessari músik að. Ég er að gera þessa plötu fyrir fólk til að hlusta á, ég er ekki að gera hana eingöngu fyrir mig.“ Netið hefur breytt gífurlega miklu Hvernig er poppheimurinn orð- inn? „Það er miklu meira að gerast en var, miklu meiri gróska. Í gamla daga var stórmál að gera plötu, nú er þetta ekki málið. Nánast allir eru að gera plötur og með fullri virðingu þá eiga ekki allir „erindi upp á dekk“. Á hinn bóginn fá mjög marg- ir tækifæri. Tengslin við útlönd og Netið breyta gífurlega miklu.Heimurinn er orðinn æðislega lítill. Ef mig langar til að fá góðan hljóðfæraleik- ara til að aðstoða mig, eins og t.d. Veigar Margeirsson trompetleik- ara, sem býr og starfar við kvik- myndatónlist í Los Angeles, þá sendi ég honum lagið á Netinu, hann tekur það og spilar ofan á það og sendir mér það aftur um kvöldið. Nú er hægt að senda plötufyrirtækjum um allan heim lög, þetta skapar miklu meiri tækifæri fyrir alla. Í raun er orðið um hljómlistariðn- að að ræða, þetta er stór bransi sem veltir milljörðum. Áður fyrr var þetta mun minna í sniðum. Margt af því unga fólki sem er að byrja nú er mjög gott í fag- inu. Ég hlusta stundum á gamlar upptökur þegar ég var að byrja og það er alveg hræðilegt að heyra. Það eru miklu meiri kröf- ur í dag og þess vegna byrjar fólk mun ofar. Ís- lenskar kvik- myndir eru born- ar saman við Hollywoodmyndir sem kostar millj- arða. Allt hér er borið saman við hið besta. Við höf- um staðið okkur vel í þessum sam- anburði.“ Hvað ertu með í bígerð þegar bók- in er komin út og plötunni hefur verið fylgt eftir? „Ýmislegt spennandi er að gerast. Áður en ég fór að vinna við mína plötu lauk ég við plötuna hennar Diddúar – ég er búinn að vinna með henni að gerð fimm platna. Nokkur spennandi verkefni bíða sem ekki er alveg tímabært að segja frá. Ég á eftir að „pródúsera“ plötur, vinna í sjónvarpi og einnig er verið að reifa að gera aðra plötu á næsta ári. Mikið er því framundan. En þetta á allt eftir að skoða, menn ættu að gera sér grein fyrir að markaðurinn hér er lítill og það má ekki ofbjóða hon- um.“ Loks minnist ég á hina dularfullu mynd af Björgvini, þar sem hann er með stóran hatt, en hún prýðir plötuumslagið. „Þeir ungu menn sem voru með mér í þessu tóku fullt af myndum og þetta var svo allt í þróun hjá hönn- uðinum. Þá kom upp nafnið Eftir- lýstur. Eitt og annað á plötunni minnti á bandaríska sveitatónlist og þannig kom hatturinn til sögunnar. Svona þróaðist þetta og tók loks á sig hina endanlegu mynd.“ Björgvin og Gísli Rúnar á góðri stund. Stofan í Dartford. Gunnar Þórðarson og Björgvin vinna við Vísnaplötuna í Dartford sumarið 1976.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.