Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 B 9
„Í mörg ár höfum við sem þekkjum
Björgvin verið að hóta honum því að
gefa út lítið sagnakver með fleygum
sögum af honum,“ segir Gísli Rúnar
Jónsson sem er höfundur bók-
arinnar Bo & Co - með íslenskum
texta, sem er að koma út um þessar
mundir.
„Björgvin var lengi vel ekki mjög
hrifinn af þessari hugmynd. Í hitt eð
fyrra gerðist það svo að ég hitti
Jakob Magnússon á förnum vegi og
við skiptumst á Bo-sögum. Þá sagði
Kobbi: „Kappinn verður fimmtugur
eftir tvö ár, þá skulum við gefa út
sagnakver. Hann var meira að segja
með tillögu að nafni, Bo bedre, og
það var raunar vinnuheiti bók-
arinnar lengi vel.
Þegar ég viðraði þessa hugmynd
við Björgvin sagði hann að við Jak-
ob skyldum bara hafa þessar sögur
útaf fyrir okkur. Ég sagði að það
væri nú ekki hægt, sögurnar væru
flestar fleygar. Þetta tal barst Jóni
Karlssyni hjá Iðunni til eyrna og
hann greip hugmyndina á lofti.
Björgvin taldi að ég væri maðurinn
til að skrifa þessa bók, en við höfum
nú þekkst í þrjátíu ár.“
En hvernig skyldu þeir félagar
Björgvin og Gísli Rúnar hafa
kynnst?
„Fyrsti fundur okkar var þannig
að ég var staddur í Laugarásbíói og
vissi þá ekki hver Björgvin Hall-
dórsson var – ég fylgdist illa með
poppinu þegar ég var 14 ára, var þá
mest að hlusta á djass. Ég beið
þarna í röð eftir miðum og sá þá út-
undan mér skarpholda dökkhærða
stúlku með afskaplega langt og
íbjúgt nef. Ég vék mér að kunningja
mínum og sagði í lágum hljóðum:
„Býsn er þarna ófríður kvenmaður.“
Hann svaraði: „Nei, þetta er
söngvarinn í Bendix.“
Bíttu í gleraugun á þér
Ég var í gagnfræðaskólanum við
Lindargötu og sessunautur minn
var Sveinn Larsson sem var
trommuleikari í Bendix og seinna í
Ævintýri. Hann var þar með Björg-
vini Halldórssyni en seinna var svo
Björgvini boðið í Flowers, svo sem
frægt var. Sú hljómsveit spilaði
gjarnan í Silfurtunglinu og þangað
fórum við Svenni oft að skemmta
okkur. Eitt sinn eftir ball þá kynnti
Sveinn mig fyrir þessum söngvara
og hvatskeytislega Hafnfirðingi.
„Þetta er Gísli Rúnar sessunautur
minn.“ Björgvin leit á mig og var
ekki mjög spenntur: „Bíttu í gler-
augun á þér.“ – Ég gekk þá með
gleraugu. Okkur Björgvini var að
svo mæltu boðið í samkvæmi heim
til Sveins en heldur lítið varð um
samræður okkar í milli eftir þetta.
Síðar kynntumst við í gegnum
konurnar okkar – þær eru systra-
dætur og samgangur hefur verið
milli fjölskyldna okkar síðan. Börn-
in okkar léku sér saman, Svala dótt-
ir Björgvins og Björgvin sonur
minn eru jafnaldrar.“
Og hvernig hefur svo samstarfið
við gerð bókarinnar gengið – skyldi
Björgvin hafa sagt margar sögur af
sér?
„Hann er iðulega mjög þögull um
eigin hag, ekki síst af því að honum
lætur betur að segja frá í stuttu
máli, helst í einlínu. Ég leitaði því á
önnur mið. Björgvin á stóran
frændgarð og þar er fólk sem er
náttúrað til safaríkra frásagna, t.d.
móðir hans, bróðir hans eldri og
æskufélagar hans tveir, svo og fjöl-
margir samferðamenn aðrir.
Það var mér líka til mikillar
hjálpar að Björgvin er safnari af
guðs náð, hann á mikið safn upplýs-
inga af ýmsu tagi sem ég fékk að
moða úr. Þetta var svo mikið að
vöxtum að ég hefði getað gefið út
Bo bedre - samlede værker. Ég
þurfti því að velja og hafna í ríkum
mæli.
Það tók mig langan tíma að fóta
mig í þessum efnivið. Ég hef aldrei
skrifað bók áður en ég hef hins veg-
ar sinnt ritstörfum mikið, þótt ekki
hafi það farið hátt. Ég hef skrifað
afar mikið af efni í skemmtiþætti
ýmiskonar fyrir sjálfan mig og aðra.
Ég hef einnig þýtt margvíslegt efni.
Ég naut þess líka að hafa lesið mjög
mikið af ævisögum, ekki síst um
listamenn. Helsti galli þeirra bók-
mennta er að fólki eru mislagðar
hendur við skriftirnar og það gerir
of mikið af að gera upp sakir við
ýmsa úr fortíðinni.
Þessi maður hlýtur að vera 150 ára
Bókin um Bo er á heldur gam-
ansömum nótum en hún er al-
vörugefin líka. Í mínum augum er
þetta ekki ævisaga – ég kalla þetta
úrklippubók, en hún rekur eigi að
síður æviferil Björgvins í „krónólóg-
ískri“ röð frá fæðingu til dagsins í
dag.
Bókin er hátt á fjórða hundrað
síður enda segir hún frá við-
burðaríku lífi, ég taldi 34 starfsheiti
Björgvins á jafnmörgum árum.
Björgvin hefur unnið sem messa-
gutti, afgreiðslumaður í búð, for-
stjóri plötupressu, leikari, þulur,
söngvari, textahöfundur, hafn-
arverkamaður o.s.frv. Hann hefur
sannarlega víðtæka reynslu. Júlíus
Brjánsson sagði þegar honum var
sýndur listinn yfir starfsferil Björg-
vins: „Þessi maður hlýtur að vera
150 ára gamall.“
Bo
bedre
Morgunblaðið/Þorkell
Björgvin Halldórsson og Gísli Rúnar Jónsson.
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög á:
þök
þaksvalir
steyptar
rennur
ný og gömul
hús
Góð
þjónusta og
fagleg
ábyrgð
undanfarin
20 ár
- unnið við öll veðurskilyrði
- sjá heimasíðu www.fagtun.is
FAGTÚN
Brautarholti 8 • sími 562 1370
Yfir 21 milljón afgreiðslustaða um allan heim
Engir lausir endar!