Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 15
Ljósmyndir og textar: Gísli Sigurðsson Nú hefur Pétur M. Jóhannsson, vatnalíffræðingur og sér- fræðingur í náttúru Þingvallavatns, skorið upp herör gegn þessum skógi og telur hættu á að mengandi áhrif frá honum auki þörungagróður í Þingvallavatni svo það missi tærleika sinn og bláma. Til að meta slíkt þarf vísindalegar rannsóknir og leikmaður getur ekki lagt mat á slíkt. En eitt er víst: Ef þessum barrskógi hefði ekki verð plantað þarna á sínum tíma og einhver vildi gera það núna, yrði slíkt aldrei leyft. Barr- skógur stingur í stúf á Þingvöllum; hann hefur aldrei átt þar heima og hávaxnari trjátegundir ennþá síður. Vonandi eru menn sammála um að standa vörð um upprunalegt útlit Þingvalla og þá er sjálfgefið að barr- skógurinn verði látinn hverfa. ri Þingvallamynd; lu fellt laufskrúð á Hrafnabjörgin, nn sem fyrr, en það ndin er tekin af arna má sjá barr- hlíð og elztu menn umhverfi. arrskógur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 B 15 DYRHÓLAEY er að sumarlagi fjölsóttur ferðamannastaður, en veginum þangað er óþarflega lítill sómi sýndur. Skömmu áður en komið er að eynni sjást að því er virðist svartar klettaborgir eða hraundrangar austan við veginn. En á þessum slóðum er engu hrauni til að dreifa og geri maður stuttan stanz og athugi málið betur, kemur í ljós að þarna er ævintýralegur höggmyndagarður, sem náttúran ein á heiðurinn af. Efniviðurinn er svartur sandsteinn, eða öllu heldur setlög úr svörtum sandi, sem hafa veðrast mismikið. En náttúran lætur ekki staðar numið hér, heldur mun hún miskunnarlaust halda áfram að eyða því sem nú er þar að sjá. Sandsteinsmyndir í Mýrdal GJÁIN í Þjórsárdal er frekar gil og dalverpi með fossum en eiginleg gjá. Sú fegurð sem þar birtist er fremur smágerð en stórskorin, en engu að síður býr náttúran á þessum stað yf- ir verulegri fjölbreytni, sem einnig er síbreytileg eftir árstíðum. Líklegt þykir að Þjórsá hafi runn- ið um Gjána áður en hraunið rann, sem nú setur mestan svip á þetta umhverfi. Rauðá fellur í fallegum fossi fram af hamrabrún innst í Gjánni og bætist þar við vatn úr lækjum og lindum; rimarnir milli þeirra vaxnir hvönn sem búin var að missa sumarskrúðann á þessum haustdegi. Upp af fossbrúninni á myndinni er birkið í haustlitum en mosinn sem lifir í sambýli við mjólk- urhvítar sprænur missir hins vegar ekki litinn. Síðla hausts í Gjánni Á LEIÐINNI norður – eða suður – yfir Kjalveg er farið yfir Bláfellsháls. Þaðan hefur nú verið lagður 2 km langur vegur vestan við Geldingafell og þaðan upp á Skálpanes við brún Langjökuls austur af Jarlhettum. Skálpanes er dyngja, 839 m há og er víðáttumikill, hringlaga gígur eða gígasvæði efst. Mikilfenglegt útsýni er þaðan, annarsvegar inn yfir Hvítárvatn og norður á Kjöl en hinsvegar yfir Suðurland, svo og fjalllendið suðvestur af Langjökli. Þar gnæfa Jarlhettur hæst, enda er Skálpanes skammt innan við Innstu- Jarlhettu. Uppi undir eldstöðinni er nú risinn stór skáli með veitingaaðstöðu þar sem Ævintýraferðir hafa bækistöð og hafa stuðlað að því að Skálpanes er nú orðið vinsæll ferðamannastaður. Hér er gert út á jökulinn; við skálann standa trukkar sem ekið er upp á jökulinn og á jökulbrúninni er tiltækur fjöldi snjósleða. Vegurinn að skálanum er upp- hleyptur og fær öllum bílum. Alveg upp að jöklinum er þó aðeins stórgrýttur jeppavegur yfir grjóturðir. Einungis harðgerasti öræfagróður þrífst þarna; þetta er ríki grjótsins og jökulsins. En eftirminnilegt og áhrifamikið. Ferðamannastaður á Skálpanesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.