Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 B 25 bíó Í hundruð ára hafa Íslendingar ræktað sauðfé á hreinu, óspilltu landi Þú getur treyst gæðum íslenska lambakjötsins Landssamtök sauðfjárbænda Nám sem nýtist þér! er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Brautin er starfstengd og fara nemendur í starfsþjálfun í ein bestu fyrirtækin í Kópavogi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Kennsla hefst 8. janúar. Framhaldsnám á skrifstofubraut Kennt á kvöldin Nú stendur einnig yfir innritun í tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Kennt er frá kl. 17:20 til 21:45, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Inntökuskilyrði: Nemendur hafi lokið a.m.k. fjórum önnum í framhaldsskóla eða hafi reynslu af skrifstofustörfum. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Hægt er að stunda annað hvort fullt nám eða velja úr fjölbreyttu námsvali brautarinnar. Kennsla hefst 14. janúar. MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg, 200 Kópavogi, sími 594 4000, fax 594 4001. MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Skrifstofubraut I Dagskrá Inngangsor› um mikilvægi n‡sköpunar Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Entrepreneurship and Beyond Dr. Timothy S. Hatten prófessor og höfundur bókarinnar „Small Business Entrepreneurship and Beyond“. A› halda flugi – um stjórnun og fjármögnun vaxandi rekstrar Tómas Ottó Hansson hagfræðingur og rekstrarráðgjafi. Af eldhúsbor›inu til flriggja milljar›a veltu Ingi Guðjónsson forstjóri Lyfju hf. Fundarstjóri verður Hanna Katrín Friðriksson verkefnastjóri við Stjórnendaskóla HR. Fundurinn ver›ur haldinn flri›judaginn 27. nóvember á 3ju hæ› Háskólans í Reykjavík vi› Ofanleiti og er öllum opinn. Fundurinn stendur frá kl. 8:15 til 10:30. Morgunfundur, flri›judaginn 27. nóvember, um a›stæ›ur - og stundum erfi›leika - fyrirtækja me›an flau flróast af frumkvö›lastigi til fyrirtækis í fullum rekstri. MEL Smith er fæddur í London 3.desember árið 1952 og verð-ur því 49 ára gamall á morg- un. Til hamingju með það. Eins og margir af frægustu grín- istum Breta stundaði Smith nám í einni helstu og virtustu menntastofn- un Englands, sjálfum háskólanum í Oxford. Það er eins og fínustu, jafn- vel snobbuðustu háskólarnir sem standa fyrir fornar, enskar hefðir og dyggðir, hafi kveikt óslökkvandi þörf hjá sumum nemendum sínum fyrir að hafa einmitt þessar hefðir og dyggðir að háði og spotti. Þar nægir að nefna Peter Cook og Dudley Moore, Monty Python-gengið, Rowan Atkinson, Stephen Fry og Hugh Laurie, og svo Mel Smith og helsta samstarfsmann hans gegnum tíðina, Griff Rhys-Jones. Allir hafa þessir grínistar unun af því að gefa virðuleikanum og bælingunni langt nef, hver með sínum hætti. Mel Smith fetaði sig fyrst inn á leik- listarbrautina sem foringi leikhóps en ekki leið á löngu uns grínið varð hans ær og kýr enda hefur hann ekki aðeins kómískt andlit og vaxtarlag heldur líka þessa sérbresku tilfinn- ingu fyrir góðri tímasetningu í leik. Þeir Griff Rhys-Jones eru einn líf- seigasti gríndúett Breta. Stóra gegn- umbrotið kom þegar þeir félagar hófu ásamt fleirum gerð sjónvarps- revíunnar Not the Nine O’Clock News árið 1979, sem var á köflum stórskemmtileg skopstæling á sjón- varpsfréttatíma. Í framhaldi af vel- gengni hennar fengu Smith og Rhys- Jones að halda úti eigin sjónvarps- þáttum, sem lifðu í alls 11 ár undir nöfnunum Smith & Jones, Alas Smith & Jones og The World Accor- ding to Smith & Jones. Smith fór jafnframt að fá leik- hlutverk í bíómyndum og sjónvarps- myndum, eins og Bullshot (1983), National Lampoon’s European Vacation (1985) og Morons From Outer Space (1985), sem hann skrif- aði einnig handritið að, rétt eins og Wilt (1989) og tókst ekki vel upp. Fyrsta leikstjórnarverkefnið kom fjórum árum síðar, árið 1989. Það var The Tall Guy með Jeff Goldblum, gerð eftir handriti Richards Curtis, gamals samstarfsmanns Smiths úr Not the Nine O’Clock News, sem síðar tókst mun betur upp með Four Weddings And a Funeral, Notting Hill, Bean og Bridget Jones’ Diary. Smith sýndi heldur engin sérstök tilþrif við leik- stjórnina. Næst leikstýrði Smith fars- anum Radioland Murders (1994) og virtist ekki hafa farið mikið fram, því myndin var mestanpart hamagang- ur. En með Bean (1997) slógu þeir fé- lagar Smith, sem leikstjóri, Curtis, sem handritshöfundur og Rowan Atkinson sem aðalleikari, rækilega í gegn, eins og menn muna. High Heels and Low Lives er fyrsta mynd Smiths, sem leikstjóra eftir Bean. Þar eru félagar hans Curt- is og Atkinson víðsfjarri, en handritið skrifar Kim Fuller sem því miður ber ábyrgð á handritinu að Spice Girls- myndinni. Myndin er, sem fyrr segir, grínspennumynd, og segir frá ungri hjúkrunarkonu (Minnie Driver) og am- erískri vinkonu hennar (Mary McCorm- ack), sem komast á snoðir um banka- rán og ákveða að kúga fé út úr ræningjunum í þágu góðs málstaðar. Sjálfur segir Smith um verkefnið að það hafi heillað hann vegna þess að það bjóði upp á eltingarleiki og spennu og grín. „Mér fannst gaman að glíma við að halda öllum þessum boltum á lofti,“ segir hann. Og svo er að sjá hvort hann hafi gripið þá alla í réttri röð. Húmoristi með hasarþörf Unnendur bresks gríns, ekki síst sjón- varpsgríns, kannast vel við kinnamikið andlit, sem er í laginu eins og kartafla með skúffukjaft. Það tilheyrir Mel nokkr- um Smith, sem í seinni tíð hefur jafn- framt haslað sér völl sem leikstjóri, þ.á m. vinsældasmellsins mikla Bean með Rowan Atkinson og nú grínspennumynd- arinnar High Heels and Low Lifes, sem við gætum kallað Háir hælar og glæpa- stælar og er frumsýnd hérlendis um helgina. Árni Þórarinsson SVIPMYND Mel Smithog grín- félagi hans Griff Rhys-Jones hafa farið í fjölmargar leikferðir með uppistand sitt víða um heim. Þeir hafa jafnframt skrifað saman nokkrar bækur og Mel Smith gerðist poppari þegar hann söng með Kim Wilde jóla- smellinn Rocking Around the Christmas Tree.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.