Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 27
þær hafa tögl og hagldir og spila með gaurana eins og þeim sýnist, einkum auðvitað kynóra þeirra. Í American Pie 2 eru þrjú af ungu kvenstirnunum sem eru að feta sig upp í Hollywood: Tara Reid, Mena Suvari og Alyson Hannigan. Haft er eftir leikstjóra myndarinnar, JB Rogers, að „samkeppnin milli leik- kvenna um þessi hlutverk er gríð- arleg, en hæfileikar þeirra eru það líka. Velgengni getur af sér meiri velgengni og nú höfum við skyndi- lega hóp af ungum leikkonum sem fá svimandi há laun. Ég er ekki að segja að þær eigi þau ekki skilin. En eftir einn smell og jafnvel ekki einu sinni það eru launakröfurnar himinháar.“ Milljónaprinsessurnar Að minnsta kosti tíu þessara ungu leikkvenna eru nú sagðar krefjast einnar milljón dollara fyr- ir hvert hlutverk sem þær taka að sér. Þær eru Neve Campbell, 27 ára, Sarah Michelle Gellar, 24 ára, Jennifer Love Hewitt, 22 ára, Kat- ie Holmes, 22 ára, Denise Rich- ards, 29 ára, Tara Reid, 25 ára, Alicia Silverstone, 24 ára, Mena Suvari, 22 ára, Michelle Williams, 21 árs, og Reese Witherspoon, 25 ára. Þarna hljóta líka að vera nærri leikkonur eins og Kate Hud- son, 22 ára, Julia Stiles, 20 ára og Rachel Leigh Cook, 21 árs. Og sjálfsagt er Cameron Diaz, sem er 29 ára, komin langt upp úr milljón dollara þakinu, að ekki sé minnst á vinkonu hennar úr Charlie’s Ang- els, Drew Barrymore, sem er 26 ára. Sumar úr þessum hópi eru komnar lengra en aðrar í að ráða framtíð sinni sjálfar. Drew Barry- more rekur eigið framleiðslufyr- irtæki, Flower Films, sem stór- græddi á hinni ömurlegu Charlie’s Angels og sendi nýlega frá sér Riding In Cars With Boys og Freddy Got Fingered. „Ég stofn- aði fyrirtækið sjálf,“ segir þessi fyrrum barnastjarna, sem gengið hefur í gegnum allar venjubundnar hremmingar slíkra stjarna, of- drykkju og fíkniefni og taugaáföll. „Ég vildi reyna að ráða örlögum mínum og taldi að það væri áhætt- unnar virði, jafnvel þótt mér mis- tækist. Staðan er breytt, eða að breytast, fyrir konur á mínum aldri í Hollywood og ég vildi taka þátt í þeirri breytingu og notfæra mér hana.“ Það tókst henni, því fyrsta myndin sem hún bæði fram- leiddi og lék í, Never Been Kissed, var einn stærsti aðsóknarsmellur ársins 1999. Bæði Alicia Silver- stone og Reese Witherspoon hafa einnig stofnsett eigin framleiðslu- fyrirtæki. Ljóst má því vera að sótt er að karlaveldinu í Hollywood. Vonandi verður kvennaveldið ekki eins og karlaveldið, bara með öðrum for- merkjum. Vonandi gera þær öðru- vísi myndir, djarfari, vitsmunalegri og hugmyndaríkari en þær sem formúluverksmiðja karlanna mok- ar af færibandinu í viku hverri. Og gangi þeim allt í haginn. ara í aðalhlutverkunum“. Þótt fyrrnefndar leikkonur fái nú nokkur tækifæri eru þess því miður mörg fordæmi að blökkukonur veki athygli í einni eða tveimur myndum en hverfi svo jafnhratt og þær birt- ust. Til dæmis um það má nefna Cathy Tyson, sem lék á móti Michael Caine í Mona Lisa árið 1986 og er eft- irminnileg í því hlutverki og engu öðru. Marianne Jean-Baptiste stóð sig prýðisvel í Secrets and Lies eftir Mike Leigh fyrir fáum árum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Síðan hefur varla til hennar sést. Aukið brautargengi svartra leik- kvenna núna er þó tæplega stund- arfyrirbrigði, heldur speglar breytta samsetningu markhópa. „Fjölgun blökkukvenna í miðstéttarmarkhópn- um er meginástæðan,“ segir einn kvikmyndamarkaðsfræðingurinn, og sú þróun snýst varla við. Jafnrétt- isbaráttan nýtur því stuðnings mark- aðsfræðanna og dugir hann sjálfsagt betur en fögur orð stjórnmálamanna. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 B 27 bíó klukkum allan guðslangan daginn. Hvar skyldu menn sækja um? 3) Myndin Au Revoir Les Enfants (1987) eftir Louis Malle er af sjálfsævi- sögulegum toga spunnin. Hér segir frá skólastrák sem sendur er á heimavistarskóla í seinni heims- styrjöld. Þar eignast hann góðan vin. 1) Erfingjarnir (Die Siebtelbauern – 1998). Menn geta af skiljanlegum ástæð- um verið nokkuð tregir til að horfa á austurrískan sveitaróman en látum á reyna. Hér segir frá bónda einum sem arfleiðir hjúin að býlinu. Stór- bændurna í sveitinni hryllir við þeirri tilhugsun að niðursetningar og ómagar gerist bændur og bú- stólpar. Beita þeir öllum tilteknum ráðum til að hafa jörðina af hjúun- um. Erfingjarnir er kynngimögnuð mynd, þar sem tíðarandinn er magn- aður fram án minnstu áreynslu. Kvikmyndatakan er vönduð og hver rammi gleður augað. Þrefalt húrra fyrir tökumanninum Peter von Hall- er. Leikhópurinn stendur sig með stakri prýði þó einkum Simon Schwarz í aðalhlutverkinu. Engu er líkara en hver leikari í myndinni hafi mokað flór á hverjum degi alla sína hundstíð. Myndinni mætti líkja við að málverkinu fræga Bauernma- hlzeit væri varpað á breiðtjald. Mál- verkið þótti rógur um þýska sveita- menn og var haft til sýnis á frægri sýningu nasista í München, sem haldin var listamönnunum til háð- ungar í Das Haus der Kunst. Leik- stjórinn Stefan Ruzowizky nær að slá á létta strengi hvar sem því verð- ur við komið. Leikaravalið er afar- vandað og persónurnar hver annarri eftirminnilegri. Ruzowizky valdi tónlist í myndina af mikilli kost- gæfni, t.a.m. verk eftir Satie. Þótt ekki sé langt um liðið frá því að myndin á að gerast, tókst kvik- myndamönnunum að töfra fram ein- hvern forneskjubrag. Erfingjarnir er mynd sem allir þyrftu að sjá áður en þeir senda börnin í sveit eða kjósa framsóknarflokkinn. 2) Sumar þjóðir hafa aldrei frétt af því að sálin sé allt önnur Ella en líkaminn Líkaminn er blóm dyggðanna sögðu Forn-Grikkir. Því töldu marg- ir fyrr á öldum að eitthvað væri bog- ið við menn sem væru skakkir og skældir. Söguhetjan í skáldsögunni Hringjaranum í Notre Dame, Quasi- modo, var aftur á móti sönnun um tvískiptingu líkama og sálar, hrein sál í ljótum búk. Reyndar geta leið- indakjóar og -skjóður líka verið for- ljótt fólk en látum það liggja milli hluta. Charles Laughton var mistækur snillingur. Laughton var fæddur til að leika Quasimodo. Leikarinn var aldrei sáttur við eigið útlit. Var engu líkara en leikurinn kæmi úr dýpstu sálarfylgsnum Laughtons. Hann var hreint og beint óviðjafnanlegur í hlutverki kroppinbaksins. Gervið var einfalt en snilldarlegt að því leyti, að leikarinn fékk að njóta sín til hins ýtrasta. Charles Laughton lék Quasimodo eins og hann væri risa- stórt barn. Laughton hefur líkast til aldrei gefið meira af sér en einmitt í þessu hlutverki. Leikarar á borð við Anthony Quinn og Anthony Hopkins hafa síðar spreytt sig á hlutverkinu, en enginn komist í hálfkvisti við Laughton. Maureen O’Hara lék hina íðilfögru Esmíröldu og snillingurinn Cedric Hardwicke illmennið Rollo. Lon Chaney lék reyndar kroppin- bakinn í þöglri mynd árið 1923 og fór á kostum. Foreldarar Chaneys voru heyrnarlausir svo að hann lærði að tjá sig með látbragðsleik frá blautu barnsbeini. Laughtonmyndin frá árinu 1939 var meistaralega gerð í alla staði. Leikmynd og kvikmynda- taka sem á engan sinn líka og öll efn- istök til fyrirmyndar. Fagmennskan sem býr að baki Hringjaranum þekkist vart nú á dögum. Holly- woodmönnum var lagið að segja sög- ur af vissu tagi og skáldsagan eftir Victor Hugo var kjörið yrkisefni. Hvílíkt draumastarf að fá að sveifla sér eins og Tarzan í trjánum í kirkju- Sá reynist vera gyðingur. Frakkar eiga það til að gera hugljúfar og mannlegar myndir sem eru með öllu lausar við velgju og væmni. Gott dæmi um slíka mynd er sveinsstykki leikstjórans Claude Berri Le Vieil, Homme et l’Enfant. Louis Malle var einn merkasti leikstjóri Frakka á of- anverðri tuttugustu öld. Hann var jafnan djarfur í efnisvali. Aðal hans var að takast á við viðkvæm yrkis- efni af smekkvísi og stillingu. Leik- stjórinn lét myndmálið jafnan ráðast af inntakinu, svo að fá formleg auð- kenni er að finna á myndum eftir hann. Frægustu myndir eftir Malle sýnast harla ólíkar hver annarri í fljótu bragði. Virðast þær eiga það eitt sameiginlegt að vera mannlegar og með öllu lausar við hvers kyns yf- irborðsmennsku. Malle var leikstjóri sem lét sér nægja að tefla fram heillandi sögupersónum, en greip aldrei til örþrifaráða til að ná athygli áhorfenda. Ef sú viðkynning nægði áhorfandanum ekki varð hann bara að leita á önnur mið. Þótt myndir eftir Louis Malle séu yfirlætislausar má nærri geta, að hann hafi búið yfir miklu sjálfs- trausti sem sögumaður. Minni spá- menn hefðu vafalítið stolist til að „krydda“ myndirnar og ganga feti framar án tilefnis. Louis Malle lét þau orð falla að Au Revoir Les En- fants væri sú mynd sem hann vildi að sín væri minnst fyrir og er myndin veglegur minnisvarði um þennan snjalla kvikmyndamann. Frá Austurríki til Parísar Gamli hringjarinn: Maðurinn með þúsund andlitin, Lon Chaney, eignaði sér hlutverk kroppinbaksins þar til Charles Laughton velti honum úr sessi. Louis Malle: Yfirlætislaus sögumaður. Au revoir les enfants: Raphäel Fejtö og Gapard Manene. Jónas Knútsson ÚR GLATKISTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.