Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi AFS á Íslandi Heimsmet AFS á Íslandi AFS er alþjóðlegmenntastofnunsem sinnir skipti- nemum. Starfsemi hennar er rekin með blóma á Ís- landi. Ingibjörg Ólafsdótt- ir sinnir margþættum störfum hjá AFS, m.a. kynningarmálum og rit- stjórn fréttabréfs AFS. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. Hvað er AFS og hver eru markmiðin? „AFS eru alþjóðleg fræðslu- og sjálfboðaliða- samtök sem starfa um heim allan. Þau eru óháð stjórnmálaflokkum, trú- félögum og hvers kyns hagsmunasamtökum og eru ekki rekin í hagnaðar- skyni. Kjarninn í starfi AFS eru nemendaskipti unglinga á aldrin- um 15 til 18 ára. Markmið AFS er að auka víðsýni og þroska þátttak- enda og gera þá hæfari til að búa og starfa í alþjóðlegu og fjölmenn- ingarlegu umhverfi. Einnig til að hjálpa fólki til að þróa þá þekk- ingu, hæfileika og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og frið- sælli heim. Þátttakendur eru ekki aðeins skiptinemarnir sjálfir held- ur einnig fósturfjölskyldur þeirra, foreldrar, sjálfboðaliðar og skólar. Ungmennin fara til dvalar í öðru landi, búa hjá þarlendum fjöl- skyldum og ganga í skóla í ár, hálft ár eða í sumardvöl. Á þann hátt kynnist fólk á einstakan hátt ólíkum lífsmáta, gildum og hugs- unarhætti. Einnig verður fólk al- mennt meðvitaðra um eigin menn- ingu. Þessi reynsla er tvímæla- laust mjög þroskandi fyrir alla aðila og innihald þeirrar óform- legu menntunar sem AFS býður upp á og kallast lærdómur um ólíka menningarheima, sem er þýðing á „intercultural learning“. Sá sem hefur hlotið slíka menntun skynjar að veröldin er eitt stórt samfélag með mörg sameiginleg vandamál.“ Hverjir standa á bak við AFS? „AFS byggjast á yfir 50 sjálf- stæðum landsfélögum í öllum heimsálfum og eru að mestu leyti byggð upp á sjálfboðaliðum, en hvert félag hefur líka skrifstofu með fastráðnu starfsfólki. Al- þjóðaskrifstofa AFS í New York gegnir stuðnings- og eftirlitshlut- verki fyrir landsfélögin. Samtökin eiga rætur að rekja allt til heims- styrjaldarinnar fyrri, en það voru bandarískir sjálfboðaliðar sem óku sjúkrabílum á vígvöllum Frakklands sem stofnuðu AFS, „American Fieldservice“ eins og samtökin hétu þá. Sjúkrabílstjór- arnir urðu vitni að hörmungum stríðs og skildu vel þörfina fyrir frið, samúð og umburðarlyndi milli þjóða. Eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar vildu þeir koma á alþjóðlegu starfi sem treysti vin- áttu þjóða og kæmi í veg fyrir slík- ar hörmungar í framtíðinni. Þeir töldu að nemendaskipti væru leið til þess. Árið 1947 fóru fyrstu skipti- nemarnir á vegum AFS þegar 51 ungmenni frá 10 þjóðum kom til Bandaríkjanna til ársdvalar.“ Hvernig er starfsemi AFS á Ís- landi háttað og hvert er umfang hennar? „AFS á Íslandi á heimsmet í fjölda nema til og frá Íslandi, mið- að við höfðatölu, að sjálfsögðu. Ár- lega fara milli 100 og 120 nemar frá Íslandi á vegum AFS og milli 35 og 40 koma til landsins í ágúst ár hvert til ársdvalar. Einnig starfar á annað hundrað sjálfboða- liða með samtökunum um land allt, en starfsmenn eru þrír. AFS á Íslandi hóf starfsemi árið 1957 en þá héldu átta fyrstu skiptinem- arnir til Bandaríkjanna, þannig að starfið hefur vaxið gríðarlega síð- an. Erlendu nemarnir á Íslandi koma frá 13 löndum. Einnig eru sífellt að aukast valmöguleikar fyrir tilvonandi skiptinema en nú er AFS-dvöl í boði í 29 löndum fyr- ir íslensk ungmenni. Flestir fara til Bandaríkjanna eða Rómönsku Ameríku, en vinsældir Asíu hafa einnig verið að aukast undanfarin ár. Einnig bjóðum við nú upp á lönd í Austur-Evrópu, eða Ung- verjaland og Tékkland. Eftir árás- irnar á Bandaríkin og Afganistan höfum við áhuga á að auka sam- skipti okkar við AFS í íslömskum löndum. Því bjóðum við nú m.a. upp á ársdvöl í Indónesíu í sumar, sem er mjög spennandi valmögu- leiki.“ Hvernig er svona starfsemi fjármögnuð? „Rekstur AFS byggist að stærstum hluta á þátttökugjöld- um nema. Við leggjum áherslu á að hafa þau eins sanngjörn og kostur er. Gengislækkun krón- unnar og fargjaldahækkanir hafa þó vissulega áhrif á afkomu fé- lagsins eins og flesta aðra, en AFS hefur leitað eftir auknu samstarfi við fyrirtæki. Það er t.d. mikið ánægjuefni, að Íslands- banki mun næsta sum- ar veita tvo styrki til lækkunar á þátttöku- gjöldum og AFS mun leggja áherslu á að leita eftir fleiri styrkjum. Fleiri fyrir- tæki hafa styrkt félagið og lagt þannig sitt af mörkum til alþjóð- legrar fræðslu og samskipta með lækkun á ýmsum kostnaði, s.s. auglýsinga- og prentkostnaði. Má þar helst nefna Hvíta húsið og Off- setfjölritun. AFS hefur einnig fengið fjárstyrki frá Reykjavíkur- borg og menntamála- og utanrík- isráðuneytunum.“ Ingibjörg Ólafsdóttir  Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 5. janúar 1973. Stúd- ent frá MH 1993. BA-próf í mannfræði 1999 og lauk námi í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands 2000. Skiptinemi á veg- um AFS í Hondúras árið 1991–92 og hefur unnið hjá AFS síðan vorið 2000. Hún hefur verið sendifulltrúi með yfirumsjón með nemaöflun og fjölþættum verkefnum, m.a. skipulagningu sjálfboðastarfs og þjálfun sjálf- boðaliða. Er einnig kynning- arstjóri AFS og ritstjóri frétta- bréfs samtakanna, Nafnleysu. Ingibjörg á fjögurra ára dóttur, Emmu Kolbrúnu. ... veröldin er eitt stórt samfélag Hann segir að þetta sé bara bla, bla, bla, Kristinn minn. Hann er frá Ameríku. SKURÐAÐGERÐUM á Landspít- ala – háskólasjúkrahhúsi hefur fækkað um 5,5% fyrstu 10 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Voru þær alls 11.536 en í fyrra 12.210. Helstu ástæður fyrir þessum samdrætti eru að skurðstofur hafa verið lokaðar tímabundið meðan á endurnýjun þeirra hefur staðið, sam- eining hefur þýtt minni afköst og verkfallsaðgerðir hafa dregið úr fjölda aðgerða í haust. Í nýjum stjórnunarupplýsingum Landspítala kemur fram að mest fækkaði þvag- færaskurðaðgerðum eða um 20,6%, heila- og taugaskurðaðgerðum um 17,7% og lýtalækningum um 15,7%. Aðgerðum vegna augnlækn- inga hefur fjölgað um rúm 26% Almennum skurðaðgerðum fækk- aði um 7,5% og aðgerðum vegna kvenlækninga um 8%. Hins vegar varð fjölgun í augnlækningum um 26,6% sem rakið er m.a. til aukinnar tæknivæðingar í greininni og 16% aukning varð á skurðaðgerðum í brjóstholi. Er það rakið til þess að lögð hefur verið áhersla á að vinna hraðar á bið- listum vegna þeirra aðgerða. Er stefnt að því að fækka enn frekar fólki á biðlistum eins og tök verða á. Skurðaðgerðum hefur fækkað um 5,5%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.