Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 9

Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 9 Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 - Fax 533 1110 R A D I S S O N S A S , H Ó T E L Í S L A N D I ...framundan 1. des Rolling Stones - jólahlaðborð 7. des Rolling Stones - jólahlaðborð 31. des Dansleikur - SÁLIN gamlárskvöld 1. jan 2002 Vínardansleikur Íslensku óperunnar 9. des Álftagerðisbræður - jólahlaðborð 8. des Rolling Stones - jólahlaðborð Dansleikur með Stjórninni. 2. des Simon Garfunkel - jólahlaðborð Stefán og Eyvi 30. nóv Álftagerðisbræður St afr æn a H ug m yn da sm ið jan / 12 86 Sunnudagur 2. desember: Simon&Garfunkel Stefán og Eyvi - jólahlaðborð, laus sæti Álftagerðisbræður Nánari upplýsingar um dagskrá og þjónustu er að finna á: www.broadway.is • Netfang: broadway@broadway.is Dansleikur með Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. jólahlaðborð Næstu sýningar 1.-7. og 8. desember Hörkuprógram með bestu lögum þessarar vinsælu rokkhljómsveitar. Meðal annarra: „Satisfaction,“ „Jumping Jack Flash,“ „Honky Tonk Woman,“ „Miss You,“ og fleiri eftir- minnileg lög. Helgi Björns og Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar fara á kostum í þessari mögnuðu sýningu. Óviðjafnanleg sýning sem enginn missir af! Íslensku óperunnar Miðasalan er hafin! 1. ja núa r 200 2 Laus sæti. Laus sæti. Laus sæti. Laus sæti. Laus sæti. Laus sæti. Uppselt! Dansleikur með Stjórninni. Hljómsveit John Gear í Ásbyrgi. 14. des Rolling Stones - jólahlaðborð Dansleikur með Stjórninni. 15. des Rolling Stones - jólahlaðborð Laus sæti.Dansleikur með Stjórninni. Einstök ballstemmning - frábær hljómsveit! ...eftir 6 ára fjarveru Loksins, loksins... „Come- back “ Næsta laugardag, 1.desember og svo 8., 14. og 15. des. - jólahlaðborð, laus sæti Næsti föstudagur: 30. nóvember, Dansleikur með Geirmundi á eftir skemmtun og sunnudagur 9. desember. Jólahlaðborð Okkar rómaða Verð aðeins kr. 3.900.- 15% afsláttur af jólafatnaði Ótrúlegt úrval - frábær þjónusta Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Rýmum fyrir jóladrögtum 15% afsláttur af drögtum Laugavegi 63, sími 551 4422 Sími 555 0455 og 699 7944 DRÖG að starfsleyfi fyrir Reykjavík- urflugvöll og umsagnir um þau voru lögð fram á fundi umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur í síðustu viku og þau samþykkt með 6 sam- hljóða atkvæðum. Verður starfsleyfið auglýst á næstunni og almenningi gefinn frestur til athugasemda. Hrannar Björn Arnarsson, for- maður nefndarinnar, sagði að gefinn yrði nokkurra vikna frestur til at- hugasemda. Kvaðst hann búast við að almenningur myndi láta sig málið varða og myndi nefndin síðan fjalla um athugasemdir sem berast kynnu. Starfsleyfið á að gilda fyrir rekstur Flugmálastjórnar Íslands á flugvell- inum frá útgáfudegi til 1. janúar 2016 og er ráðgert að endurskoða það eftir tvö ár eftir útgáfu þess og síðan á fjögurra ára fresti. Meðal helstu atriða í starfsleyfinu er að skilgreind er umgengni um at- hafnasvæði flugvallarins m.a. vegna mengunarvarna og að svæðið skuli afgirt og hlið læst og tryggt að al- menningur hafi ekki aðgang að svæð- inu. Kafli er um meðferð hættulegra efna og spilliefna og fjallað er um við- brögð við mengunaróhöppum. Skulu vera fyrir hendi viðbragðsáætlanir vegna leka á bensíni, olíu og afísing- arefni og skal Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur samþykkja hana. Engar snertilendingar á almennum frídögum Í kafla um hávaða segir að rekstr- araðila sé skylt að gera allt sem í valdi hans standi til að draga úr hávaða af völdum flugumferðar og starfsemi vallarins á jörðu niðri. Undanskilin frá hávaðatakmörkunum eru sjúkra- flug, flug vegna mannúðarmála, leitar og björgunar, neyðar og vegna þjóð- aröryggis eða annarra ríkismála. Almenn flugumferð er ekki leyfð milli kl. 23 og 7 á virkum dögum og 23 og 8 um helgar og á almennum frí- dögum. Snertilendingar eru aðeins leyfðar mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9 og 19, á föstudögum aðeins til kl. 17 og ekki á almennum frídög- um. Þá eru takmarkanir á uppkeyrslu mótora og prófunum eftir viðhald. Eru þær aðeins leyfðar milli kl. 8 og 22 og 10 til 18 um helgar og ekki á al- mennum frídögum. Í kafla um loftmengun er tilgreint að takmarka skuli loftmengun eins og kostur er, haga skuli flugtökum og lendingum þannig að sem minnst loft- mengun berist yfir íbúðabyggð og forðast skuli að láta flugvélar og önn- ur vélknúin ökutæki ganga í lausa- gangi. Ýmsum aðilum voru send drög starfsleyfisins til að gera athuga- semdir og segir í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að tekið hafi verið tillit til ýmissa atriða þeirra. Starfsleyfi fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst á næstunni Reglur settar um hávaða og mengunarvarnir SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn Reykjavíkur hafa lagt fram tillögu um að hafin verði undirbún- ingur að sölu Malbikunarstöðvarinn- ar Höfða hf. Þriggja manna sérfræð- ingahópi verði falið að gera tillögur um hvernig staðið skuli að verki og leggja fyrir borgarráð. Tillagan verður til umræðu á fundi borgar- stjórnar nk. fimmtudag. Malbikunarstöðin Höfði hf. er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, en fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 1997 þegar rekstri Malbikunarstöðv- ar Reykjavíkurborgar og Grjótnáms Reykjavíkurborgar var breytt í hlutafélag. Í greinargerð með tillögunni segir að frá því fyrirtækið var stofnað hafi það lagað sig að rekstri á samkeppn- ismarkaði og sannað sig sem traust og öflugt fyrirtæki. Það sé því tíma- bært að hefja undirbúning sölu fyr- irtækisins. Í greinargerðinni kemur fram að á árinu 2000 námu tekjur fyrirtækis- ins um 760 milljónum króna og eig- infjárstaða þess var jákvæð um 430 milljónir króna í árslok. Skráð hlutafé er að upphæð 192,5 milljónir króna og eru 99% í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur en 1% í eigu Aflvaka hf. Í greinargerðinni er bent á að 31% af sölu Höfða á síðasta ári hafi verið til Reykjavíkurborgar en 69% til annarra aðila á markaði. „Við sölu fyrirtækisins þarf að tryggja það að samkeppni verði áfram virk á þess- um markaði. Jafnframt þarf að huga sérstaklega að því með hvaða hætti starfsmönnum verði gefinn kostur á eignaraðild að fyrirtækinu,“ segir í greinargerð með tillögunni. Tillaga um sölu Malbik- unarstöðvar- innar Höfða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.