Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 10

Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖNNUR umræða um fjárlagafrum- varpið fyrir árið 2002 hófst seint á öðrum tímanum í gær og stóð langt fram eftir kvöldi. Fjölmargir þing- menn úr öllum flokkum tóku þátt í umræðunni, en lengstan ræðutíma átti þó formaður fjárlaganefndar, Ólafur Örn Haraldsson (B) sem mælti fyrir áliti meirihluta fjárlaga- nefndar og rakti breytingartillögur hans sem gera ráð fyrir aukningu útgjalda upp á ríflega tvo milljarða kr. Gat hann jafnframt um fyrirhug- aðan niðurskurð fjárlagafrumvarps- ins, en fór þó ekki nánar út í þau mál. Tók flutningur ríflega tvo tíma og að auki sáu fjölmargir þingmenn ástæðu til að gera athugasemdir við ræðu formannsins. Ólafur Örn gat þess í ræðu sinni að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september sl. og óhagfelld þróun efnahagsmála innanlands, meiri verðbólga en áætlað var og lægra gengi krónunnar, stefndu í tvísýnu kjarasamningum þegar launaliður þeirra kæmi til endurskoðunar í byrjun komandi árs. Þá sé ótalinn uppsafnaður vandi vegna mikils við- skiptahalla undanfarin ár. Hér legg- ist því allt á eitt og fyrir vikið stefni í meira mótlæti í efnahagsmálum á næsta ári en séð hafi verið fyrir þeg- ar gengið var frá fjárlagafrumvarpi og þjóðhagsáætlun í september sl. Þá benti hann á að gengislækkun og aukin verðbólga gerði það að verk- um að endurskoða þyrfti verðlags- og gengisforsendur fjárlagafrum- varpsins. Einnig veiki það grunn frumvarpsins að viðbúið sé að um- svif og eftirspurn í hagkerfinu verði minni en reiknað hafi verið með og þótt spár liggi ekki fyrir virðist skynsamlegt að búa sig undir að samdrátturinn í efnahagslífinu verði nokkru meiri en fyrri áætlanir byggðust á. Stjórnvöld leggi sitt af mörk- um til lækkunar þjóðarútgjalda „Í þessu ljósi er brýnt að stjórn- völd leggist á sveif með öðrum að- ilum í hagkerfinu og leggi sitt af mörkum til lækkunar þjóðarút- gjalda. Fjárlaganefnd stefnir að því að ná þeim árangri sem að var stefnt þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram og að skila fjárlögum með nálægt 3,5 milljarða króna afgangi af rekstri, þegar sala ríkiseigna hef- ur verið dregin frá,“ sagði Ólafur Örn ennfremur og gat þess að þetta fæli í sér að fjárlaganefnd mundi vinna að endurskoðun útgjalda og tekna milli 2. og 3. umræðu og leggja fram tillögur við 3. umræðu sem næðu þeim markmiðum sem að var stefnt. „Með þeim hætti er sýndur sá vilji að Alþingi og ríkisvald bregðist við þeim breyttu forsendum sem nú eru í efnahagsmálum og leggi þann- ig sitt af mörkum til þess að efna- hagsbatinn skili sér sem fyrst. Ég geri mér grein fyrir því að þetta fel- ur í sér erfiðar og umdeildar ákvarðanir. Slíkur sparnaður tekst ekki nema tekið sé á fjölmörgum lið- um sem studdir eru sterkum rökum og góðum ásetningi. Engu að síður verður að gera kröfu til þess að ríkið lagi til í eigin ranni á sama tíma og krafa er gerð til þess að einkaaðilar dregi stórlega úr útgjöldum sínum. Það er sanngirnismál að ríkissjóður taki þátt í niðursveiflunni, sé fyr- irmynd og deili því verkefni með heimilum og fyrirtækjum að þjóð- arbúið í heild hefur minna til skipt- anna en áður,“ sagði formaður fjár- laganefndar er hann gerði grein fyrir nefndaráliti meirihluta fjár- laganefndar í gær. Samfylkingin segir ríkisstjórn hafa misst tökin „Ríkisstjórnin virðist nú hafa misst tök á stjórn efnahagsmála. Þetta birtist í miklu gengisfalli ís- lensku krónunnar undanfarin miss- iri, hárri og vaxandi verðbólgu, svimháum vöxtum sem leggjast þungt á fyrirtæki og fjölskyldur, gríðarlegum erlendum skuldum þjóðarbúsins og viðskiptahalla sem erfitt er að ná niður,“ er meðal þess sem kemur fram í áliti 1. minnihluta fjárlaganefndar og Einar Már Sig- urðarson (S) gerði grein fyrir. Þar kemur m.a. fram að yfirlýsingar ráðherra ríkisstjórnarinnar um stöðu mála séu misvísandi og ótrú- verðugar. „Óðagot, ráðleysi og pat einkenna nú öll viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Gott dæmi um það er að nokkrum klukkustundum eftir að forsætisráð- herra lýsti opinberlega yfir sl. sunnudag að útgjaldatillögur fjár- lagafrumvarpsins yrðu skornar nið- ur um nokkra milljarða króna sam- þykkti meiri hluti fjárlaganefndar tillögur um að hækka útgjöld rík- isins um 2,2 milljarða kr. Af misvís- andi yfirlýsingum formanna stjórn- arflokkanna í fjölmiðlum í aðdrag- anda umræðunnar að dæma er jafnframt ljóst að stjórnarflokkarnir hafa hvorki náð saman um niður- skurð né hafa þeir hugmynd um hvaða málaflokkar verða skornir niður. Vinnubrögð af þessu tagi eru fordæmalaus og sýna glögglega ráð- leysið sem einkennir nú tök ríkis- stjórnarinnar á efnahagsmálum þjóðarinnar.“ Í áliti þriggja fulltrúa Samfylk- ingarinnar í fjárlaganefnd segir ennfremur, að í reynd þýði þessi vinnubrögð stjórnarmeirihlutans að 2. umræða um fjárlagafrumvarpið sé marklaus. „Tillögur ríkisstjórn- arinnar liggja ekki fyrir. Miðað við yfirlýsingu forsætisráðherra um niðurskurð er ljóst að frumvarpið mun gerbreytast milli 2. og 3. um- ræðu og líklegt er að ýmsar tillögur sem meirihlutinn gerir við 2. um- ræðu muni ekki lifa af þann nið- urskurð.“ Einar Már sagði að af þessum sökum væri ekki ástæða til þess að fjalla efnislega um breytingartillög- ur meirihlutans, heldur biði sú um- ræða þess að ríkisstjórnarflokkarnir lykju tillögugerð sinni þannig að hægt væri að fjalla um breytingar á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2002 með heildstæðum hætti. „Vinnubrögð af þessu tagi eru hvorki til þess fallin að treysta virð- ingu þingsins né efla trú lands- manna á getu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á þeim efnahagsvanda sem nú steðjar að. Sá vandi er að stærstum hluta heimatilbúinn. Það er rétt að rifja upp að ríkisstjórnin var ítrekað vöruð við. Staðan sem nú er uppi staðfestir í eitt skipti fyr- ir öll varnaðarorð Samfylkingarinn- ar sem fyrst voru sett fram vorið 1999. Fjölmargir erlendir og inn- lendir sérfræðingar hafa síðan talað á sömu nótum. Ríkisstjórnin ein ber því alla ábyrgð á þeirri þróun sem nú hefur leitt til þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er í efnahagsmálum þjóðarinnar. Voru varnaðarorð Samfylkingarinnar og fjölda sér- fræðinga varðandi viðskiptahalla og áhrif hans á gengið hrein svartnætt- isspá eins og forsætisráðherra lét gjarnan að liggja? Hvað hefur í raun gerst á undanförnum mánuðum? Viðskiptahallinn veikti krónuna þannig að hún hefur sigið jafnt og þétt. Verðbólgan er á uppleið og mælist nú rúm 8%. Þrátt fyrir til- raunir forsætisráðherra til að ,,tala gengið upp“ er það í sögulegu lág- marki dag eftir dag og hefur fallið um 25% frá áramótum gagnvart helstu gjaldmiðlum. Mest hefur krónan fallið gagnvart bandaríkja- dal á þessum tíma eða um 30%. Nú blasir við að samdráttur verður hraðari en gert var ráð fyrir og því er mikilvægt að bundinn verði endi á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. For sendur kjarasamninga eru í uppnámi og því er ljóst að tryggja verður þátttöku aðila vinnumarkað- arins í lausn efnahagsvandans. Verkalýðshreyfingin hefur haft frumkvæði að því að óska eftir við- ræðum við ríkisstjórnina um mögu- lega þjóðarsátt og með því axlað þá ábyrgð sem skort hefur hjá ríkis- stjórninni,“ sagði Einar Már Sigurð- arson. Nánast ekkert rætt hvernig bregðast eigi við fjárþörf Í nefndaráliti Jóns Bjarnasonar, fulltrúa VG í fjárlaganefnd, er bent á að fjárlagafrumvarp komi nú fram á sama tíma og endurskoðuð tekju- og lánsfjáráætlun liggi ekki fyrir. Nánast ekkert hafi verið rætt í nefndinni hvernig bregðast eigi við fjárþörf stórra málaflokka. „Á stuttum fundi í fjárlaganefnd sl. sunnudagskvöld tilkynnti for- maður nefndarinnar að ekki hefði verið lokað einum einasta útgjalda- lið í frumvarpinu og væru þeir allir til umfjöllunar milli 2. og 3. umræðu. Engu aðsíður vildi formaðurinn að frumvarpið yrði tekið út úr nefnd til 2. umræðu. Ekki var minnst einu orði á að fyrir dyrum stæði nið- urskurður eða breytingar á öllu fjárlagafrumvarpinu.“ Jón gat þess að því hefði komið sér á óvart að heyra vitnað í fjöl- miðlum til forsætisráðherra þar sem hann boðaði niðurskurðartillögur. Í því ljósi væri það „fullkomin sýnd- armennska“ að taka fjárlagafrum- varpið svo búið til 2. umræðu. Gat hann þess því að hann hefði lagt til að umræðunni yrði frestað uns nýj- ar tillögur ríkisstjórnarinnar í rík- isfjármálum hefðu komið fram og um þær verið fjallað í fjárlaganefnd. Tekjur og útgjöld verða endurskoðuð milli umræðna Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjárlaganefndar, mælti fyrir breyt- ingartillögum við fjárlagafrumvarpið 2002 í gær. Önnur umræða um fjár- lagafrumvarp fyrir árið 2002 stóð langt fram eft- ir kvöldi í gær. Formað- ur fjárlaganefndar segir að það stefni í meira mótlæti í efnahags- málum á næsta ári en séð hafi verið fyrir. Fulltrúar minnihlutans segja að ríkisstjórnin hafi misst tökin á stjórn efnahagsmála og vand- inn nú sé heimatilbúinn. Stjórnarandstaðan gagnrýndi verklag við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi í gær FORYSTUMENN stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar í gær að ræða ætti í annarri umræðu breyting- artillögur við fjárlagafrumvarp um út- gjaldaauka upp á ríflega 2,2 milljarða kr. á sama tíma og leiðtogar ríkisstjórnar ræddu í fjölmiðlum um niðurskurð í frumvarpinu upp á 3–4 milljarða. Sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, réttast að fresta 2. umræðu af þessum sökum en Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, lagði áherslu á að þegar blikur væru á lofti í efnahagsmálum lægi á að sýna yfir- vegun og stillingu. Það hefði ríkisstjórnin ekki gert og fáheyrð væri sú staða sem væri uppi að allt fjárlagafrumvarpið væri enn und- ir, engum lið þess væri að fullu lokað og hvað ræki sig á annars horn. Forsætisráðherra segir upphlaup stjórnarandstöðu hefðbundin Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði hins vegar að innlegg þeirra tvímenninga, Stein- gríms og Össurar, hefði væntanlega verið gert í því skyni að koma hér á ró og stillingu. Sagði hann slíkar uppákomur og upphlaup hefðbundin á þessu stigi fjárlagagerðarinnar. „Það er nú þannig að á öllum stigum fjár- lagavinnunnar geta menn þurft að koma fram með tillögur bæði til hækkunar og lækkunar,“ sagði forsætisráðherra og benti á að við þriðju umræðu mundi liggja fyrir endanlegur tekjugrundvöllur fjárlaga. Sagði hann ekkert að því að geta þess þegar að væri spurt að vinna stæði yfir af hálfu stjórnarflokka við að tryggja það að fjárlögum yrði lokað með dá- góðum afgangi. Slíkt væri alls ekki óeðlilegt. Formaður fjárlaganefndar, Ólafur Örn Haraldsson (B) sagði að lengi hefði staðið til að umræðan færi fram þennan dag og á auka- fundi fjárlaganefndar á mánudag hefði engin ósk komið fram um að umræðunni yrði frest- að. Tvær fjárlaganefndir starfandi? Einar Már Sigurðarson (S) gagnrýndi harð- lega við umræðuna í gær að formaður og varaformaður fjárlaganefndar hefðu starfað ásamt embættismönnum í fjármálaráðuneyt- inu í sérstökum vinnuhóp í því skyni að gera tillögur um niðurskurð við fjárlagafrumvarp næsta árs. Vísaði Einar Már til fréttar Morg- unblaðsins í gær um störf og tillögur vinnu- hópsins og sagði furðulegt að fjárlaganefnd ynni að tillögugerð fyrir aðra umræðu um fjárlögin meðan að störfum væri önnur fjár- laganefnd úti í bæ að vinna að niðurskurði. Ólafur Örn Haraldsson staðfesti að það væri rétt sem fram hefði komið í umræddri frétt að hann og varaformaður nefndarinnar hefðu komið að hugmyndum um niðurskurð vegna breyttra efnahagsaðstæðna. Taldi hann afar eðlilegt að nefndin ætti þannig í samstarfi við ríkisvaldið sem lagt hefði frum- varpið fyrst fram. Ólafur Örn sagði hins vegar ekki rétt að vinnuhópurinn hefði lagt fram útfærðar til- lögur, miklu fremur væri þar um að ræða hugmyndir að þáttum sem til greina gæti komið að skera niður í frumvarpinu. Einar Már sagði af þessu tilefni að svo virt- ist sem formaður fjárlaganefndar starfaði því miður í tveimur fjárlaganefndum. „Ég vona að hann geri sér sem fyrst grein fyrir því að það er aðeins ein fjárlaganefnd sem á að starfa í þessu landi,“ sagði hann. Aukning útgjalda boðuð en jafnframt niðurskurður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.