Morgunblaðið - 28.11.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 28.11.2001, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 21 Kynnum í Lyf og heilsu Austurveri í dag, miðvikudag, kl. 13-17, Lyf og heilsu Mjódd fimmtudag kl. 13-17, Lyf og heilsu Kringlu föstudag kl. 14-18. oroblu@sokkar.is skrefi framar 20% afsláttur af öllum sokkum og sokkabuxum. Ef keypt er tvennt frá fylgir kaupauki. SLÖKKVILIÐ, lögregla og sjálf- boðaliðar berjast við eld og aðstoða fólk við að yfirgefa íbúðablokk í Róm, þar sem mikil sprenging varð í gærmorgun vegna gasleka. Að minnsta kosti fjórir létust í spreng- ingunni, þar af þrír slökkviliðs- menn. 33 aðrir slösuðust, flestir slökkviliðsmenn, og liggur einn þeirra í dái á sjúkrahúsi. Aðrir sem slösuðust voru eldri hjón, tvær kon- ur og tveir starfsmenn gasfyrirtæk- isins Italgas. Tjón varð mikið, bæði á húsinu og nærliggjandi bygg- ingum. Sprengingin var svo öflug að bílar þeyttust í loft upp, og eyði- lögðust og skemmdust margir bílar. Sprengingin varð um hálf tíu í gærmorgun, nokkrum mínútum eftir að slökkviliðsmenn komu á vettvang við Via Ventotene, þrönga götu í hverfinu Montesacro í norð- austurhluta Rómar, þar sem til- kynnt hafði verið um gasleka. Hús- ið er sjö hæða og varð sprengingin í kjallaranum. Íbúar hússins höfðu verið beðnir að yfirgefa það, áður en sprengingin varð, en svo virðist sem sumir hafi neitað að fara að þeim tilmælum Reuters Gassprenging í Róm Rannsóknarfulltrúar vænta þess að í dag fáist niðurstaða í rannsókn flugslyssins er varð við flugvöllinn í Zürich í Sviss sl. laugardagskvöld. Tuttugu og fjórir fórust í slysinu, en níu komust lífs af. Vélin sem fórst var af gerðinni Jumbolino Avro RJ-100, sem er lítil farþega- þota, og var í eigu flugfélagsins Crossair. Hún var á leið frá Berlín til Zürich, og var í að- flugi að vellinum þar er slysið varð. Hljóð- og upplýsingaritar vélarinnar voru sendir til Par- ísar til rannsóknar, þar eð óháðir fulltrúar þurfa að taka þátt í rannsókninni. Er niður- stöðunnar vænst í dag eða á morgun. Rannsóknarfulltrúar hafa ekki viljað geta sér til um or- sakir slyssins. Skyggni var lé- legt, er slysið varð, rigning og nokkur snjókoma. Fyrstu fregnir bentu til að vélin hafi verið í of lítilli hæð. Flugmenn hennar voru meðal þeirra sem fórust. Í gær kom fram í frétt- um, að þrátt fyrir að veðurað- vörun hefði borist hefðu flug- umferðarstjórar leyft vélinni að lenda á eystri braut vallarins. Rannsókn flug- slyssins í Sviss Niður- stöðu vænst í dag Zürich. AP. TVEIR Ísraelar voru skotnir til bana í gær og 34 særðust þegar tveir palestínskir byssumenn létu skot- hríðina dynja á fólki á strætisvagna- stöð í ísraelska bænum Afula. Átti atburðurinn sér stað í sama mund og bandarísk nefnd kom til landsins til að ræða um leiðir til að binda enda á ófriðinn milli Palestínumanna og Ísr- aela. Hefur hann staðið í 14 mánuði og kostað um 1.000 manns lífið. „Þetta var skelfilegt. Ég var úti á svölunum og sá þá ungan mann hefja skothríð á fólkið. Skammt frá honum var kona með innkaupapoka í hendi, hún reyndi að forða sér en hann skaut hana áður en hann var sjálfur skotinn,“ sagði kona, sem varð vitni að manndrápunum. Annað vitni, Mordechai Cohen, sagði, að árásar- mennirnir tveir hefðu verið í um 30 metra fjarlægð frá stætisvagnastöð- inni þegar þeir hófu skothríðina. „Þeir skutu einhvern í höfuðið og flýðu síðan í átt að útimarkaðnum um leið og þeir skutu í allar áttir,“ sagði hann og eftir öðrum er haft, að mennirnir hafi haldið uppi skothríð- inni í 10 mínútur áður en þeir voru skotnir sjálfir. Palestínsku Jihad-samtökin og Al Aqsa-sveitirnar, sem tengjast Fatah, samtökum Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu, hafa lýst verkn- aðinum á hendur sér. Árásin átti sér stað sama dag og ísraelski herinn lauk brottflutningi sínum frá borginni Jenin á Vestur- bakkanum og í gær hófust einnig viðræður Williams Burns, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Anthonys Zinnis uppgjafahers- höfðingja við Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels. Sagði talsmaður Sharons, að árásin hefði verið kveðja Palestínumanna til Bandaríkja- mannanna. Ísraelar aftur á móti reyndu að vinna að því að koma á vopnahléi. Palestínumenn segja, að brott- flutningurinn frá Jenin sé bara blekking og eingöngu til að sýnast fyrir Bandaríkjamönnum. Þótt her- inn hafi farið úr borginni sjálfri, þá sitji hann um hana á alla vegu. Hvar- vetna séu vegatálmanir og ísraelskar eftirlitsstöðvar. Palestínumenn séu eins og fangar í eigin landi. Árás tveggja Palestínumanna í ísraelska bænum Afula Skutu tvo og særðu á fjórða tug manna Afula, Jerúsalem. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.