Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 25
TILVITNUN í Mattheus 6.33,
Leitið fyrst Guðsríkis, er viðeig-
andi heiti á sýningu sem sett er
upp í Hallgrímskirkju. Þó verk
listamannsins, Detel Aurands,
virðist við fyrstu sýn búa yfir fáum
tilvísunum til trúarinnar. Hvert
verk Aurands er sem lítill heimur
útaf fyrir sig. Heimur sem best má
líkja við eins konar „smáheim“ er
hefur verið stækkaður og gerður
áhorfendum aðgengilegur.
Verk nr. 2 er þannig eina verk
Aurands sem býr yfir skýrum til-
vitnunum til trúarinnar. Verkið
sker sig frá öðrum verkum sýning-
arinnar að öllu leyti og er til að
mynda unnið úr tré í stað strigans
sem listamaðurinn notar í öðrum
verkum sínum. Lögun verksins
fylgir þá hefðbundinni lögun alt-
arisvængs og logagyllt umgjörð,
myndbygging og litanotkun veita
skemmtilega tilvísun í trúarlega
list miðalda. Stjörnubjartur him-
inn og hvít lilja sem vex upp úr
rauðleitri jörðinni, í stærðarhlut-
föllum sem tryggja aðalatriðum
myndarinnar tilhlýðilega virðingu,
auka enn frekar á miðaldatilvís-
unina sem er augljóslega úthugsuð
í þessu verki Aurands.
Önnur verk listamannsins eru
líkt og áður sagði unnin á striga og
virðist sem hvert þeirra nái að
vera heill heimur út af fyrir sig, en
í sýningarskrá segist Aurand hafa
valið myndefni þar sem „heildar-
hugtakið“ sé ráðandi
frekar en „partur-
inn.“ Verkin í
Hallgrímskirkju
eru þannig
uppfull af
smáatriðum
sem vekja
með sýn-
ingargest-
um þá til-
finningu
aðlistamað-
urinn sé að
beina sjón-
um þeirra að
einstökum þátt-
um lífsins í miklu
návígi. Plöntur og
rætur í gulbrúnum,
dökkbrúnum, rauð-
leitum og ljósgráum
haust- og vetrarlitum
eru þannig viðfangs-
efni Aurands í verki nr. 1, en
brúntóna ávöl form sem minna á
lífið undir sterku gleri smásjár-
innar í verki nr. 3.
Svifdýr og vatnajurtir má síðan
auðveldlega sjá úr sveigðum og
ávölum blágrænum formmyndun-
um verks nr. 5 þar sem stíl-
hreinn einfaldleiki er
hafður í fyrirrúmi, á
meðan framandi
heimur mjúkra
fjallgarða
myndar
ramma um
heiðbláa
miðju
verks nr.
7.
Þó Aur-
and bregði
ekki fyrir
sig augljós-
um táknum
kristinnar trú-
ar í verkum sín-
um er sá smáheim-
ur sem hann dregur
upp fullfær um að
vekja upp hugleiðingar
um sköpunina og lífs-
neistan sem þar
leynist. Staðsetning verkanna í
Hallgrímskirkju er síðan allt sem
þarf til að veita myndunum trúar-
lega umgjörð.
Guðsríki
náttúrunnar
Verk nr. 7 á sýningu
Detel Aurands.
Anna Sigríður Einarsdóttir
MYNDLIST
Hallgrímskirkja
Sýningu lokið.
LEITIÐ FYRST GUÐSRÍKIS –
DETEL AURAND
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 25
www.ef.is
SPARAÐU
50.000
eða meira á ári
með Severin
brauðgerðar-
vélinni...
og farðu í fríið!
Dæmi um sparnað:
1 stk. úrvalsbrauð, 270 kr. í 365 daga
= 98.500 kr.
Rafmagn og hráefni í brauð úr Severin
vélinni í 1 ár = 36.500 kr.
Keypt brauð 98.550 kr.
- Brauð úr Severin vélinni 36.500 kr.
- Verð Severin vélarinnar 13.965 kr.
Sparnaður fyrsta árið 48.085 kr.
Best og hollast!
Kynningar
tilboð
kr. 13.965
stgr.
FYRIR réttum fjórum árum
fluttu Kór Langholtskirkju og
Stórsveit Reykjavíkur Sálumessu
Nils Lindbergs undir stjórn Jóns
Stefánssonar auk verka eftir Lind-
berg fyrir kór sem Jón stjórnaði og
stórsveit sem Sæbjörn Jónsson
stjórnaði. Einsöngvarar voru þeir
sömu í Sálumessunni þá og nú, en
þá var hvorki Sigurður Flosason
né Birkir Freyr í stórsveitinni.
Nils Lindberg lék á píanóið. Þetta
voru góðir tónleikar í endurminn-
ingunni, en þó held ég að þessir
hafi verið betri. Bæði er að Stór-
sveit Reykjavíkur hefur tekið stór-
stígum framförum á þessum fjór-
um árum og einleikarar voru
sterkari í sálumessunni og sér í
lagi söngkonan makalausa Andrea
Gylfadóttir.
Svo var ekki verra að fá brot úr
helgisöngvum Ellingtons, sem ég
hef ekki heyrt fyrr hérlendis, þar-
sem Kristjana Stefánsdóttir nálg-
aðist guðdóminn í einsöngsköflum
sínum.
Duke Ellington var trúaður mað-
ur og helsti sálmur hans var Come
Sunday er var hluti af Black,
Brown and Beige-svítu hans, sem
frumflutt var á tónleikum í Carn-
egie Hall 1943. Johnny Hodges
hafði einkaleyfi á einleikshlutverk-
inu í sálminum, en 1958 er Hodges
var í fríi flutti Mahalia Jackson
hann með Ellingtonsveitinni og var
það eina djasssveitin sem sálma-
konan elskaða söng með. Helgi-
konsertar Ellingtons þrír voru í
ætt við svítur hans – laustengdir
ópusar, sem mynduðu töfrandi
heild. Sá fyrsti var frumfluttur 16.
febrúar 1965 í Grace-dómkirkjunni
í San Francisco, sá síðasti í West-
minster Abbey í London á degi
Sameinuðu þjóðanna, 24. október
1993. Þá var Ellington helsjúkur
og átti aðeins sjö mánuði ólifaða.
Ég heyrði hann skömmu síðar með
hljómsveit sinni á tvennum tónleik-
um í Kaupmannahöfn og þar söng
Alice Babs nokkra ópusa með
sveitinni og Nils Lindberg fékk að
leika með henni í sálmi á píanóið.
Alice Babs var stórsöngkonan í
tveimur síðari helgikonsertum Ell-
ingtons og tveir sálmar sem hún
söng voru á efnisskrá þessara tón-
leika: Heaven og The Majesty of
God. Kristjana Stefánsdóttir söng
þá í Langholtskirkju og tókst með
afbrigðum vel að túlka trúarhita
Ellingtons. Í Heaven blés Sigurður
Flosason hlutverk Hodges með
ágætum, en að sjálfsögðu er hvorki
hægt að ætlast til þess af Kristjönu
né Sigurði að ná hæðum þessara
snillinga í Ellington-ópusum. Auk
þessara tveggja sálma var Free-
dom-kafli annars helgikonserts
Ellingtons fluttur og rammaði inn
ópusana tvo. Það var þó ekki frum-
gerð Ellingtons sem var notuð
heldur útvötnuð útsetning, kennd
við tvo ágæta handverksmenn
danska; kórstjórann John Høybye
og stórsveitarstjórnandann Peder
Pedersen. Ellington lagði ekki
mikla áherslu á kórskrif og oftast
var söngurinn einraddaður í stíl við
klassískan guðspjallasöng banda-
rískra blökkumanna. Mér þótti
margradda útsetningar Høybyes
draga úr ellingtonismanum, en
daprara var þó að heyra flatar út-
setningar Pedersens fyrir stór-
sveitina. Ástvaldur hefði þar átt að
kýla á ellingtoníska hljóma í stað
þess að fara hina hefðbundnu leið
og meira að segja slá Basie-hljóm í
lok Sweet Fat and That. En trú-
lega var það ekki leyfilegt.
Annað var uppá teningnum í
magnaðri sálumessu Lindbergs.
Þar var tónlistin flutt hrein og
ómenguð og blandaðist þar saman
djass og kirkjutónlistin með þjóð-
legu sænsku ívafi. Ástvaldur varð
Jan Johansonískur í Minnstu mín
Jesú og í Miskunnarbæn var aust-
urkirkjan ráðandi í sópransaxófón-
leik Stefáns S. Stefánssonar.
Danska beykiskógaflatneskjan í
Ellington-hluta tónleikanna var þó
saklaus miðað við misþyrmingu
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á
Harlem-svítu meistarans á dögun-
um og flutningurinn á Sálumessu
Lindbergs var glæsilegur og eiga
Stórsveitin, kórinn, einsöngvarar,
einleikarar og Jón Stefánsson
þakkir skildar fyrir þann flutning;
en það sem lengst verður í minnum
haft er söngur Andreu Gylfadóttur
og Kristjönu Stefánsdóttur. Þar
ríkti hinn blái seiður öðru ofar
hvort sem himinn var heiður eins-
og í Heaven eða skýjum hrannaður
í Kyrie eleison.
Sigurstund
djasskvenna
DJASS
Langholtskirkja
Kór Langholtskirkju og Stórsveit Reykja-
víkur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Ein-
söngvarar: Kristjana Stefánsdóttir, Andr-
ea Gylfadóttir, Bergþór Pálsson og Harpa
Hafþórsdóttir. Einleikarar: Sigurður
Flosason, altósaxófón, Stefán S. Stef-
ánsson, sópran- og altósaxófón, Ólafur
Jónsson, tenórsaxófón og klarinett,
Kristinn Svavarsson, barýtonsaxófón,
Edward Fredriksen, básúnu, Birkir Freyr
Matthíasson, flýgilhorn, og Ástvaldur
Traustason, píanó.
ÞÆTTIR ÚR HELGIKONSERTUM DUKE
ELLINGTONS OG SÁLUMESSA NILS
LINDBERGS
Vernharður Linnet
LISTAMENNIRNIR Helga Magn-
úsdóttir og Ingunn Eydal tóku þátt
í samsýningu listamanna í Glyfada í
Grikklandi á dögunum og sýndu
báðar olíumálverk. Sýningin var
haldin í einu virtasta gallaríi borg-
arinnar, Pieridez listgallerí, og
opnaði borgarstjóri Glyfada sýn-
inguna að viðstöddu fjölmenni. Auk
Íslendinganna voru 15 grískir og
einn norskur listamaður meðal
þátttakenda. Grísku listamennirnir
eiga það sameiginlegt að hafa lært
og starfað í París og meðal þeirra
voru kunnustu listamenna Grikk-
lands.
Helga hefur dvalið á grísku eyj-
unni Sifnos sl. sex ár, í lengri eða
skemmri tíma, og hélt þar sýningu
á olíumálverkum í júní og voru
áhrifin í verkum hennar sótt til
grísku eyjanna.
Helga Magnúsdóttir: Fjarlægð I, olía á striga.
Íslensk myndlist í Grikklandi
NÚ stendur yfir sýning Steinþórs
Marinós Gunnarssonar listmálara á
smámyndum í Verksmiðjusölunni á
Álafossi, Álafossvegi 23, Mosfellsbæ.
Flest verkin á sýningunni, sem er
jólasýningin, eru unnin á árunum
1980–1998. Verkin eru 25, unnin í
pastel og myndir með blandaðri
tækni.
Sýningin er opin á verslunartíma
og stendur til 31. desember.
Smámyndir
í Álafossi
SÝNING Ásu Bjarkar Ólafsdóttur,
myndlistarmanns og guðfræðinema,
á lágmyndum stendur nú yfir í safn-
aðarheimili Laugarneskirkju. Ása
Björk vinnur með mýkt og hörku
sem kemur fram í efnisnotkun ann-
ars vegar og formi hins vegar. Þar
kallast á harka lögmálsins og mildi
fagnaðarerindisins. Verkin eru unn-
in í steypu og marmarasteypu.
Safnaðarheimilið er opið þriðju-
daga til föstudag kl. 9-14 og sunnu-
daga kl. 11-13. Sýningin er út nóv.
Lágmyndir í
Laugarneskirkju