Morgunblaðið - 28.11.2001, Page 30

Morgunblaðið - 28.11.2001, Page 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur verið reglu- lega gaman að fylgj- ast með framgöngu „Íslendingaliðsins“ Stoke City í 2. deild ensku deildakeppninnar í knatt- spyrnu upp á síðkastið. Þegar þetta er ritað verma Pottararnir frá Stoke on Trent toppsæti deild- arinnar ásamt spörkurum frá Brighton og virðast eiga raun- hæfa möguleika á að ná loks því markmiði íslenskra eigenda sinna að vinna sér sæti í 1. deild. Nú eru einmitt ríflega tvö ár liðin frá því undirritaður fór ásamt stórum hópi íslenskra fjár- festa og fjölmiðlamanna til Stoke on Trent í til- efni af því að íslenskir kaupsýslu- menn undir handleiðslu Kaupþings höfðu tryggt sér meirihluta hluta- fjár í hinu fornfræga knatt- spyrnuliði heimamanna. Eign- arhaldsfélagið Stoke Holding hafði þá vikum saman staðið í samningaþjarki við eigendur liðs- ins að frumkvæði landsliðsþjálf- arans Guðjóns Þórðarsonar sem fengið hafði þá hugmynd að taka yfir rekstur knattspyrnuliðs á Englandi, liðs með mikla mögu- leika, og gera úr því stórveldi. All- ir þekkja hvernig Íslendingaliðinu hefur vegnað síðan; tvívegis hefur orðið hlutskipti þess að bíða lægri hlut í umspili um þriðja lausa sæt- ið í 1. deild og í bæði skiptin hefur það mistekist. Altalað er að rekst- ur félagsins stendur mjög illa, skuldirnar eru gífurlegar, og ljóst að nú á yfirstandandi leiktíð verð- ur gerð úrslitatilraun til þess að hrinda í framkvæmd því meg- inatriði viðskiptahugmyndar Guð- jóns Þórðarsonar og Stoke Hold- ing að komast upp um deild, þar sem í boði eru miklu meiri fjár- munir, fleiri áhorfendur og aukin tækifæri. Þeir eru fáir hér á landi sem efast um hæfileika Guðjóns Þórð- arsonar á vettvangi knatt- spyrnuþjálfunar. Á hinn bóginn er því ekki að leyna, að fyrstu tvö árin þurfti „Hr. G“ eins og Guðjón er kallaður á Englandi að sæta harðri gagnrýni af stuðnings- mönnum liðsins og enskum spark- fræðingum fyrir frammistöðu liðsins í deildinni. Þess ber að geta að miklar kröfur eru gerðar til Stoke City enda þótt liðið hafi af fáum afrekum að státa á knatt- spyrnusviðinu hin síðari ár. Því ræður forn frægð þess, mikill og stór hópur áhangenda og glæsileg umgjörð að flestu leyti. Áhorf- endatölur á heimaleikjum Stoke City hafa þannig á undanförnum árum mun frekar verið í ætt við það sem gerist hvað best í 1. deildinni fremur en í 2. deild. Það sem Hr. G var ekki hvað síst gagnrýndur fyrir var leik- skipulag liðsins undir stjórn hans. Enskir sögðu hina gamalkunnu leikaðferð 4-4-2 árangursríkasta í þeirri hörku og þeim mikla hraða sem einkennir knattspyrnuna í neðri deildunum á Englandi og svo er að sjá að Guðjón hafi brugðist að nokkru leyti við þeirri gagnrýni á þessari leiktíð og upp- skorið ríkulega, eða tvö stig að meðaltali úr leikjum sínum til þess. Það var einmitt það mark- mið sem Guðjón setti liði sínu fyr- ir átök vetrarins og á að skila sér í öðru af tveimur efstu sætum í deildinni þegar yfir lýkur. Nú þegar Stoke City hefur leik- ið 20 leiki af 46 er liðið með 40 stig líkt og Brighton en litlu óhag- stæðara markahlutfall. Enn er auðvitað mikið eftir af leiktíðinni og því allt of snemmt að slá ein- hverju föstu um framhaldið, en því er ekki að leyna að frammi- staða leikmanna liðsins hingað til lofar mjög góðu. Í því sambandi er kannski vert að geta þess að nú um stundir státar Stoke City í fyrsta sinn frá því Guðjón tók við liðinu af leik- mönnum sem hann sjálfur hefur valið að mestu leyti. Nú þarf þessi snjalli þjálfari ekki lengur að tefla fram úrvali leikmanna sem ein- hverjir allt aðrir knattspyrnu- stjórar fengu til liðsins (og þeir voru margir á stuttum tíma) held- ur nýtur hann þess að velja úr hópi leikmanna sem hann hefur fengið til liðsins á þeim 25 mán- uðum sem liðnir eru frá því hann tók við stjórnartaumunum. Vita- skuld eru nokkrir leikmenn enn í herbúðum liðsins sem voru þar áður en Íslendingarnir komu til sögunnar, en það er þá vegna þess að Guðjón Þórðarson telji sig þurfa þá í liðið. Aðrir leikmenn eru farnir sína leið, þekktir leik- menn á borð við fyrirliðann Nicky Mohan, miðvallarleikmanninn Graham Kavanagh og framherj- ann Kyle Lightbourne. Í staðinn hafa komið snjallir leikmenn, þar af nokkrir íslenskir. Einna mest áhrif á frammistöðu liðsins upp á síðkastið hafa þó haft tveir leik- menn, Hvít-Rússinn Shathnuk og Hollendingurinn Hoekstra. Allir þessir leikmenn hafa styrkt liðið mikið. Einn hængur er þó á. Guðjón Þórðarson hefur ítrekað látið hafa það eftir sér að leikmannahóp- urinn sé of lítill. Það er því brýnt fyrir hina íslensku eigendur knattspyrnuliðsins að skapa knattspyrnustjóra sínum nægi- lega fjármuni til þess að takast á við álag deildakeppninnar svo hið upphaflega takmark náist; að komast upp um deild. Segja má að fjárfestarnir hafi litlu að tapa en allt að vinna. Það er ljóst að þeir hafa með engu móti efni á því að Stoke City kom- ist ekki upp um deild næsta vor. Takist það ekki er næsta víst að reynt verði að selja félagið til heimamanna og þá er ólíklegt að náist til baka það fé sem nú þegar hefur verið lagt til liðsins. Þess vegna er ekki óeðlilegt, heldur beinlínis skynsamlegt að farin verði sú leið að styrkja liðið og það verulega fyrir þau átök sem framundan eru svo takmarkið ná- ist og Stoke City komist að nýju í það umhverfi sem skilar reglu- legum tekjum og möguleikum til frekari metorða. Hér gildir hið fornkveðna, að hika er sama og tapa. Sóknin í Stoke Það er því brýnt fyrir hina íslensku eig- endur knattspyrnuliðsins að skapa knattspyrnustjóra sínum nægilega fjár- muni til þess að takast á við álag deildakeppninnar svo hið upphaflega takmark náist; að komast upp um deild. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is LANDSFUNDUR Samfylkingarinnar sem haldinn var 16.–18. nóv- ember sl. tók til um- fjöllunar og úrlausnar flest þau mál sem knýj- andi eru í íslensku sam- félagi. Þar á meðal voru þær áherslur sem skil- greinast sem byggða- mál, en fundurinn lýsir því yfir í stjórnmála- ályktun sinni ,,að afleið- ingar byggðaþróunar síðustu ára er eitt brýn- asta úrlausnarefni ís- lenskra stjórnmála. Of lengi hafa úrræði stjórnvalda einkennst af samþykktum án aðgerða og nú er svo komið að þessi þjóðarvandi kall- ar í senn á aðgerðir sem verða að koma strax til framkvæmda, auk vandaðrar langtíma stefnumótun- ar.“ Ríkisstjórnin hefst ekki að Það kemur ítrekað í ljós að sú byggðaáætlun sem unnið er eftir, og þar með stefna ríkisstjórnarinnar, reynist í ýmsum atriðum bara sam- þykktir. Þegar kallað er eftir að- gerðum firra byggðaráðherrar sig ábyrgð með því að vísa til valdaleys- is síns eða leggja á flótta. Nú síðast byggða- og viðskiptaráðherrann varðandi skerta þjónustu Lands- bankans víða um landið. Sú skerð- ing er víst í andstöðu við stefnu rík- isstjórnarinnar, en ráðherra á bara engin ráð. Því miður. Og seint gleymast góð orð þáverandi byggða- ráðherra Davíðs Oddssonar um fjarvinnslu til Ólafsfjarðar. Orðin tóm. Nýjar raunhæfar áherslur Samfylkingin ályktaði að vegna breytinga á atvinnuháttum væri mikilvægt að stjórnvöld mótuðu og fylgdu skilvirkri stefnu um hvernig bregðast skuli við á ákveðnum svæðum m.a. með því að veita uppbygginga- styrki, líkt og í Noregi og í löndum Evrópu- sambandsins. Þá er lögð áhersla á að efla sveitarstjórnarstigið með því að stækka og fækka sveitarfélögum, auka tekjur þeirra og flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Dæmi um slík verk- efni eru framhalds- skólar, málefni fatl- aðra og hluti heil- brigðisþjónustu. Framsækin mennt- astefna er um leið já- kvæð byggða- og atvinnustefna. Því er einnig lögð sérstök áhersla á efl- ingu menntakerfis á landsbyggð- inni, að uppbyggingu framhalds- og háskólanáms á landsbyggðinni m.a. með nýtingu fjarskiptatækni verði hraðað. Í fjölbreyttu fjarnámi felst menntabylting fyrir hinar dreifðu byggðir. Þá er mikilvægt að menn- ingarlífið njóti jafnræðis á við menningarlíf á höfuðborgarsvæðinu og starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni verði aukin t.d. með aukinni þáttagerð og áherslu á fréttaflutning utan suðvesturhorns- ins. Aðrir mikilvægir þættir Samfylkingin hefur lengi lagt ríka áherslu að tryggja beri jafnan að- gang allra að fjarskiptum. Einnig að ný þekkingarfyrirtæki fái að dafna á landsbyggðinni t.d. með skattaíviln- unum til nýrra sprotafyrirtækja og að nýsköpun, háskóla- og rannsókn- arstörf á landsbyggðinni verði styrkt með markvissum hætti. Sam- fylkingin vill að sértakt átak verði gert til að nýta tækni og flytja verk- efni frá ráðuneytum og ríkisstofn- unum til hinna dreifðu byggða og að jafnhliða verði skattaívilnunum beitt til að örva einkafyrirtæki til að láta fjarvinna um land allt. Þá þarf að gæta þess af alvöru að opinber störf og verkefni verði ekki flutt af lands- byggðinni að óþörfu og að nýjar rík- isstofnanir og verkefni verði einnig til þar. Samfylkingin horfir á mikilvægi þess að samgöngur tryggi sem best- an aðgang allra landsmanna að nú- tímalegri þjónustu m.a. með gerð jarðganga þar sem það á við. Þann- ig verða þjónustu- og atvinnusvæði stækkuð og fjölbreytni eykst. Þá vill landsfundurinn að ferðakostnaður þeirra sem þurfa að fara langan veg til vinnu verði metinn til lækkunar á skatti og að dregið verði úr áhrifum staðsetningar á verðlag, til dæmis með breytingum á þungaskatti eða með öðrum tiltækum ráðum. Ný byggðaáætlun Um marga framangreinda þætti hefur þingflokkur Samfylkingarinn- ar flutt þingmál og þannig útfært þessar hugmyndir. Aðrir verða unn- ir á næstunni og þannig hnykkt á áherslum landsfundarins. Í Evrópu- úttekt flokksins er einnig kafli um byggðamál sem eðlilegt er að hafa til hliðsjónar þegar litið er til stjórn- sýslu og vinnubragða. Aðalatriðið er að raunhæfar áætlanir og ákvarð- anir leiði til niðurstöðu eftir fagleg- um leiðum. Það skilar árangri. Það verður eftir því gengið þegar ný byggðaáætlun kemur til kasta Alþingis að þar verði ekki raðað upp fyrirheitum eða vaktar væntingar sem við þekkjum nú af reynslunni að ríkisstjórnin mun ekki standa við. Samfylkingin vill aðgerðir Svanfríður Jónasdóttir Stjórnmál Þegar kallað er eftir aðgerðum, segir Svanfríður Jónasdóttir, firra byggðaráðherrar sig ábyrgð með því að vísa til valdaleysis síns eða leggja á flótta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. MIKIL umræða hef- ur orðið í þjóðfélaginu vegna áforma Lands- banka Íslands um að loka útibúum á lands- byggðinni eða draga þar stórlega úr þjón- ustu. Í þessu sambandi hafa verið nefnd útibú á Djúpavogi, Raufar- höfn, Kópaskeri, Vopnafirði, Seyðisfirði, Stokkseyri, Eyrar- bakka og víðar. Þetta eru alvarleg tíðindi og tilefni þess að Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs tók málið upp á Alþingi. Þegar ríkisbönkunum var breytt í hlutafélög vöruðu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs alvarlega við því í um- ræðum á Alþingi, að með þessari breytingu væri verið að innleiða hugsun sem gengi þvert á þau þjónustumarkmið sem við töldum að ættu að vera í fyrirrúmi í banka- starfsemi. Við bentum á að bankar væru í senn fjármálastofnanir og mikilvæg þjónustutæki við einstak- linga og fyrirtæki. Þar gæti nálægð skipt máli. Þótt það sé vissulega rétt sem fram kemur hjá leiðarhöf- undi Morgunblaðsins sunnudaginn 25. nóvember, að þróunin er á þann veg að bankaviðskipti eru að fær- ast yfir á netið, þá fer því fjarri að allir eigi kost á slíkri þjónustu og er þeim sem ekki hafa tök á netinu gert erfitt fyrir þeg- ar allt er metið á mælikvarða há- marksarðsemi. Þar verða verst úti íbúar og fyrirtæki í fá- mennum byggðarlög- um. Þótti mörgum stjórnarliðum mál- flutningur okkar bera vott um argasta afturhald og gekk þar harðast fram Valgerður Sverris- dóttir bankamálaráð- herra. Nú kveður við nokkuð annan tón hjá sama ráðherra. Haft var eftir Valgerði Sverrisdóttur í Ríkisútvarpinu að lokun útibúa og samdráttur í þjónustustarfsemi á landsbyggðinni gangi þvert á byggðastefnu ríkisstjórnarinnar en því miður geti hún engin afskipti haft af málinu því búið sé að gera Landsbankann að hlutafélagi. Við þessar yfirlýsingar hljóta ýmsar spurningar að vakna. Er verið að gera grín að landsmönn- um? Eða getur það virkilega verið að ráðherrann muni ekki að ein meginröksemdin í gagnrýninni á markaðsvæðingu bankanna var ná- tengd byggðastefnu? Auðvitað man ráðherrann eftir þeim orðum sem féllu í þessari umræðu, einnig sín- um eigin orðum. Ef ekki þá eru þau geymd í þingtíðindum þar sem þau eru öllum opin. Þingmenn VG bentu á að hluta- félagavæðing Pósts og síma, rík- isbankanna og annarrar þjónustu- starfsemi gerði það að verkum að félagsleg sjónarmið yrðu víkjandi og jafnan aðeins spurt um há- marksarðsemi. Við höfum þegar kynnst þessu í lokunum pósthúsa á landsbyggðinni, uppsögnum starfs- fólks í almannaþjónustu og nú er semsé byrjað að loka útibúum bankanna. Því miður er það ekki rétt hjá Valgerði Sverrisdóttur ráðherra að þetta gangi þvert á byggðastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta er einfald- lega byggðastefna hennar. Hún gengur út á að hlutafélagavæða og markaðsvæða á kostnað félagslegra sjónarmiða. Það hefur síðan bitnað harkalega á fámennum byggðarlög- um eins og dæmin sanna. Þetta er mergurinn málsins. Ríkisstjórnin og þeir ráðherrar sem þar sitja innanborðs verða að gangast við eigin verkum í stað þess að reyna að skjóta sér undan ábyrgð eins og bankamálaráðherrann reynir nú að gera. Framfylgir byggða- stefnu ríkisstjórnarinnar Ögmundur Jónasson Landsbankinn Þetta, segir Ögmundur Jónasson, er einfaldlega byggðastefna ríkis- stjórnarinnar. Höfundur er þingflokks- formaður VG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.