Morgunblaðið - 28.11.2001, Page 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Ágústa. Fyrir
um 19 árum þegar ég
kynntist þér varð mér
fljótlega ljóst hvaða
einstöku konu þú hafðir að geyma.
Þú varst einstaklega ósérhlífin og
var greinilegt að þú hafðir þurft að
hafa fyrir hlutunum í gegnum tíð-
ina.
Við áttum alltaf skemmtilegar
samræður sem eru mér ógleyman-
legar, svo ekki sé minnst á hve mik-
ill stuðningsmaður þú varst mér.
Það var nánast sama hvar mig bar
niður, þú varst alltaf tilbúin að veita
mér stuðning, stundum öðrum fjöl-
skyldumeðlimum til mikillar mæðu,
við vorum alltaf sammála, meira að
segja í stjórnmálunum, en það er
ekki langt síðan þú hættir að hafa
skoðun á þeim.
Við fjölskyldan vorum svo lánsöm
að fá að njóta þess að vera með þér
á níræðisafmælinu þínu, en það var
á meðan við fjölskyldan vorum bú-
sett í Danmörku. Þú komst ásamt
fríðu föruneyti, Dísu og Herði upp-
eldissyni þínum ásamt fjölskyldu
hans, og heimsóttir okkur til Kaup-
mannahafnar þar sem við héldum
upp á afmælið þitt. Þetta var
ógleymanlegur tími, var mikið hleg-
ið og allir skemmtu sér. Við fórum
víða, skoðuðum ýmsa merka staði,
meðal annars Tívolí, og ég held að
enginn hafi skemmt sér betur en
þú.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar við borðuðum afmælismáltíð-
ina og ég fékk þig í fyrsta skipti á
ævinni til að smakka smárauðvín
með matnum, en til þess varð ég að
sannfæra þig um að þetta væri bara
berjasaft, þú áttir betur með að
skilja það en rauðvín. En viti menn,
þú lést nú ekki plata þig og ég fékk
að heyra það óþvegið að þetta væri
nú ekkert berjasaft, en ég held að
mér hafi nú verið fyrirgefið.
EINHILDUR
INGIBJÖRG ÁGÚSTA
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ Einhildur Ingi-björg Ágústa
Guðjónsdóttir fædd-
ist á Vífilsmýrum í
Önundarfirði 12.
ágúst 1905. Hún lést
á Hrafnistu í Hafnar-
firði 14. nóvember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Hafnarfjarðar-
kirkju 26. nóvember.
Ég minnist þess enn
hve þú varst glöð þeg-
ar við fjölskyldan flutt-
um heim fyrir um
tveimur árum, þá sér-
staklega vegna þess að
þú barst ætíð hag
barnanna fyrir brjósti
og þú leyndir aldrei
þeirri skoðun þinni að
börnin hefðu ekki gott
af að búa úti í þessum
stóra heimi þar sem
börnunum gæti verið
rænt, eins og þú orð-
aðir það. Börnin elsk-
uðu þig og þótti þeim
alltaf gaman að heimsækja þig
hvort sem það var á Bergþórugöt-
una eða síðasta árið á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Kæra Ágústa, mér er það mikill
heiður að hafa fengið að fylgja þér
síðasta spölinn, en þar kom enn og
aftur í ljós að þú gafst ekki upp bar-
áttulaust. Þú ert að öllum líkindum
hvíldinni fegin eftir langa og eril-
sama ævi. Hvíl þú í friði.
Jónas.
Þá hefur hún amma Gúst (eins og
bæði stórir og smáir kölluðu hana)
lokið sinni löngu göngu hér á jörðu.
Ég átt þess kost að verða henni ná-
in á þeirri göngu, um allnokkur ár.
Það var svo sannarlega lærdóms-
ríkt að sjá hversu dugleg þessi smá-
vaxna kona var. Hún lét ekki bugast
þótt á móti blési, efldist bara og hélt
áfram meðan stætt var og lengur.
Hún var svo sannarlega af gamla
skólanum, þar sem gildi heimilis-
halds var í háum metum. Hún var
afar hreinleg, hefur sennilega þurft
að hvítskúra í sveitinni sinni Ön-
undarfirði, þaðan sem vestfirskar
hamhleypur koma. Hún viðhélt
einnig arfi kynslóðanna þegar kon-
ur þurftu að draga sokkaplöggin af
körlunum því karlarnir voru ætíð í
örlítið hærri metum hjá henni en
konur.
Þótt aldrei hafi hún haft mikið
handa í milli varð að borga allt,
helst strax í gær. Hún vildi engum
skulda.
Það mátti enginn sem lagði leið
sína til hennar fara svangur frá
garði og ef henni fannst ekki nóg í
gogginn sett var spurt: „Ertu nú í
megrun?“ Það þýddi ekki að malda í
móinn því hún vissi betur. Hennar
bestu stundir eftir að útivinnu lauk
og meiri tími gafst voru að setjast
niður með handavinnu, hekla,
prjóna, sauma út eða annað og eru
ekki fáir munir sem ættingjar henn-
ar eiga í fórum sínum frá henni.
Litla íbúðin hennar var prýdd
mörgum fallegum munum, sem hún
hafði útbúið, en hún hafði á orði
seinni árin að enginn vildi þetta,
það þætti ekki lengur fínt.
Ég hef þá trú að margir hafi talið
að amma Gúst yrði alltaf til staðar á
Bergþórugötunni, eða a.m.k. óskað
þess. Hvað verður nú um skötu-
veisluna sem alltaf var á Þorláks-
messu og öll hin „ættarmótin“ sem
haldin voru hjá ömmu Gúst?
Ég vil þakka henni samfylgdina
og hversu vel hún reyndist mínum
börnum.
Ég bið öllum hennar ættingjum
Guðs blessunar og óska henni góðr-
ar heimkomu.
Gyða Ásbjarnardóttir.
Með fáeinum orðum vil ég minn-
ast Ágústu föðursystur minnar sem
látin er í hárri elli. Gústa á Berg-
þórugötunni, eins og hún var alltaf
nefnd meðal vina og ættingja, var
sómakær greiðvikin frænka sem
gott er að minnast við ævilok.
Gústa bjó fyrstu búskaparár sín á
Hafturhesti (Hesti) í Önundarfirði
ásamt manni sínum, Pétri G. Guð-
mundssyni. Á þessum árum bjuggu
foreldrar mínir á Efstabóli og á Efri-
Húsum bjó Guðbjartur bróðir Gústu
og Petrína Ásgeirsdóttir kona hans.
Þá bjó í Ármúla Hólmfríður systir
Gústu og Þorgeir G. Eyjólfsson mað-
ur hennar. Það má segja að býli
þessi liggi saman og aðeins gripa-
girðingar skilji á milli þeirra. Öll
þessi býli eru nú löngu komin í eyði
og aðeins grasið er nytjað á sumum
þeirra. Einnig má nefna að Jóna
systir Ágústu bjó ásamt manni sín-
um, Magnúsi Jónatanssyni, um tíma
á bænum Grund. Allar systurnar
hafa náð háum aldri og af þessum
stóra systkinahópi er Jóna ein eftir
lifandi. Það verður að teljast heldur
óvenjulegt ef ekki einsdæmi að svo
mörg systkini búi í svo miklu nábýli í
fjölda ára sem segir sitt um sam-
heldni þeirra, dugnað þeirra við að
koma upp fjölda barna og bæta bú-
skapinn og húsakost jarðarinnar. Á
þessum árum var kröfuþjóðfélagið
ekki farið að hafa þau áhrif á
sveitabúskapinn, sem síðar varð, og
fólksflótti úr sveitinni því óþekkt fyr-
irbæri. Samhjálp systkina, mága og
barna þeirra efldi frændgarðinn og
bústörfin voru léttari við þessar að-
stæður.
Þegar ég var sjö ára gömul kom
ég suður til Reykjavíkur með móð-
ur minni til að hefja nám í Málleys-
ingjaskólanum eins og skólinn hét
þá. Tvær frænkur mínar voru þá
fluttar suður, Sigurlaug móðursyst-
ir mín og Gústa föðursystir mín sem
hér er nefnd til sögu. Sjálfsagt hafa
foreldrar mínir lagt inn góð orð hjá
þeim að vera mér innan handar við
þessar aðstæður þar sem þau
bjuggu í öðrum landshluta. Við sem
vorum utan af landi urðum að vera í
heimavist skólans ef við áttum ekki
ættmenni í bænum til að gista hjá
eða fara heim til þegar helgarfrí var
í skólanum.
Á þessum tíma leigði Gústa íbúð í
Skerjafirðinum. Svo var um talað að
ég gisti hjá henni um helgar þegar
frí væri í skólanum. Guðný, elsta
dóttir hennar, náði í mig í skólann
þegar búið var að kenna henni á
strætó. Þetta var mikil ævintýra-
ferð fyrir mig, sveitastelpuna, sem
hafði aldrei stigið upp í slíkan
glæsivagn. Þegar komið var til
Gústu voru móttökurnar eins og
maður væri kominn í foreldrahús. Á
þessum árum vann Gústa við ræst-
ingar hjá Símanum sem er ekki létt
verk auk þess að halda heimili.
Tveimur árum síðar kom blessað
hernámið og Gústa tók að sér þvott
fyrir herinn eins og margar konur
gerðu á þessum árum til að auka
tekjur heimilisins. Eitt er víst að oft
var hún sýnilega þreytt, en aldrei
kvartaði hún og það var stutt í hlát-
ur þrátt fyrir langan vinnudag.
Stundum var þessum helgum
skipt út og þá gisti ég hjá Sigur-
laugu móðursystur minni og Theo-
dóri Guðmundssyni manni hennar
sem þá bjuggu á Hrísateignum. Á
þeim bæ var sama góða viðmótið
sem mætti mér. Þegar Gústa flutti á
Bergþórugötuna – þar sem hún bjó
lengst af – var ég farin að rata um
bæinn og líka styttra fyrir mig að
fara í heimavistina í Stakkholti. Á
þessum tíma hafði Hafsteinn bróðir
minn hafið nám í Málleysingjaskól-
anum og það var sama sagan: Bæði
áttum við vísan stað hjá Gústu.
Þessi greiðvikna föðursystir mín,
sem bjó með börnum sínum, var
ekki rík á veraldarvísu. En á þeim
bæ var hjartarúm húsráðenda svo
mikið að enginn fann til húsþrengsl-
anna. Allir, skyldir og vandalausir,
sátu að veisluborði sem aufúsugest-
ir á heimili Gústu.
Við systkinin frá Hesti þökkum
Gústu ógleymanlega greiðvikni á
erfiðum tímum og góðar samveru-
stundir. Börnum, tengdabörnum og
barnabörnum sendum við innilegar
samúðarkveðjur og biðjum þeim
allrar blessunar.
Blessuð sé minning Einhildar
Ágústu Guðjónsdóttur.
Hervör.
Þær eru margar góðar minning-
arnar sem ég á um þær stundir sem
ég átti á Bergþórugötunni hjá lang-
ömmu Gúst.
Þegar ég var barn var hefð að
hittast hjá ömmu Gúst 17. júní ár
hvert. Þegar allir voru búnir að
vera í skrúðgöngu niðri í bæ, þá tók
amma á móti stórri fjölskyldu sinni
og gaf okkur pönnukökur og ekta
súkkulaði.
Amma Gúst lifði fyrir fjölskyldu
sína. Henni fannst svo gaman þegar
við komun í heimsókn, okkur var
alltaf boðið upp á góðgæti og svo
átti hún alltaf malt og appelsín fyrir
okkur krakkana.
En nú er komið að því að kveðja.
Elsku amma Gúst, ég þakka þér
fyrir þær góðu stundir sem ég fékk
að eiga með þér.
Þín
Margrét.
Þær eru margar stundirnar sem
ég eyddi á Bergþórugötunni heima
hjá langömmu Gúst og margar góð-
ar minningar á ég þaðan. Það var
alltaf tekið vel á móti manni með til-
heyrandi veitingum, einnig var allt-
af stjanað við mann og ef ég reyndi
að hjálpa til þá var ég bara fyrir.
Það má segja að ég hafi byrjað að
meta íslenska tónlist hjá ömmu
Gúst, því einu sinni setti mamma
spólu með Vilhjálmi Vilhjálmssyni í
kassettutækið heima hjá ömmu.
Mér fannst hann alveg frábær
söngvari, sérstaklega var eitt lagið
gott, og í langan tíma eftir þessa
uppgötvun hlustaði ég aftur og aft-
ur á sama lagið hjá henni og amma
setti ekki neitt út á það. Amma gat
verið skondin því hún talaði oft um
að hún væri með svima yfir höfðinu,
ég fékk aldrei botn í hvernig svimi
það væri.
Ég kveð ömmu mína með sökn-
uði. Samúðarkveðjur til afa, Dísu
Pé og allrar fjölskyldunnar.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín
Gyða.
Elsku amma Gúst, þá er komið að
lokastundinni. Þegar við bjuggum í
Danmörku og komum heim í jólafrí
var okkur systkinunum oft sagt að
kveðja þig vel því hætta væri á því
að þetta yrði síðasta heimsóknin
okkar, en þú tókst nú samt á móti
okkur þegar við fluttum heim fyrir
tveimur árum. Hraust, hress og
sjálfstæð varstu og eru það alveg
örugglega ástæðurnar fyrir löngu
lífi þínu. Eftirminnilegt var þegar
þú bauðst okkur út að borða í Tív-
olíinu í Kaupmannahöfn og heimt-
aðir mjólkurglas með pizzunni. Það
er svo hollt fyrir beinin. Þú hafðir
áhyggjur af heilsu allrar ættarinnar
og voru alltaf þvílíkar veitingar á
borðum þegar þú varst heimsótt af
bæði fullorðnum og börnum í litlu
íbúðina á Bergþórugötunni. Þar var
eitthvað handa öllum, legókubbar
handa þeim yngstu, dúkka, snyrti-
dósir, tappar og allt mögulegt ann-
að var hægt að finna í kassa undir
beddanum, örugglega um 50 ára
gamalt. Síðan voru uppáhalds-
stjórnmálamennirnir á skjánum, ég
vissi nú hver „hann“ var áður en ég
vissi hvað stjórnmál yfirhöfuð voru.
Þegar ég var í Ísaksskóla kom ég
á hverjum degi og úðaði í mig
smjöri með flatkökum, svo mikið
var smjörið, jarðarberjagraut,
malti og appelsíni áður en skóla-
sundið byrjaði. Þegar við bjuggum
úti í Danmörku héldu áhyggjurnar
af mataræðinu áfram og oftar en
ekki hringdirðu og baðst mig og
foreldra mína að passa okkur á
vondu körlunum úti í útlöndum. Þú
hafðir nú skoðanir á öllu, elsku
amma mín, en nú ertu farin á betri
stað og grátum við því bæði af gleði
yfir löngu, yndislegu lífi þínu og
sorg yfir að hafa misst þig.
Þitt barnabarnabarn,
Guðný Jónasdóttir.
Elsku langamma.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Með kveðju.
Ásdís Birna og Magnús
Heimir.
Elsku langamma. Það er leiðin-
legt að þú sért dáin. En þú varst
orðin svo gömul og þreytt að það
var kannski ekki svo slæmt, allir
deyja einhverntímann.
Hrafnista var þriðji spítalinn sem
þú fórst á. Það var skemmtilegt að
fara í heimsókn til þín, þú vildir allt-
af gefa mér nammi þegar ég kom.
Ég vona að þér líði vel í himna-
ríki. Þinn
Hersir Aron Ólafsson.
5! &&'$ ?B
# '%
) $ )
71' ' /0'11'
8 )
6 ! $
! '
' " %' $(
(7 '' ;+
% ,' %& + ;+ ,'
'' '%
% ,' ;,0 4'
% $(
' (
% $(
% !& /( 7 $( &&'$,'
/( ,' ) !& ,'
$& ,'
&&'$& ,' ,' ,% /( $! $( "
;2 #32 #)2 7(& 9
!
! %/' '
) ( )
71' ' /&'11'
" &'' $(
# ; ,' * & '
'' % # -'' # $( =
- ','
&'C " ; $( ) ( & 3 ,'
*+ ; ,' #% (7 '' # '$(
!% ; $( ',' %& ,'
; ,'
,% 0- '"
8
" 3253:: 54 @"
9!
" # ( +
(+ 2+ %& $( "