Morgunblaðið - 28.11.2001, Síða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss og Goðafoss koma
og fara í dag. Vædderen
kemur í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551 4349, flóamark-
aður, fataúthlutun og
fatamóttaka sími
552 5277 eru opin mið-
vikud. kl. 14–17.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað í síma Krabba-
meinsráðgjafarinnar,
800 4040 kl. 15–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofan,
kl. 13 spilað, kl. 13–
16.30 opin smíðastofan,
kl. 10 púttvöllurinn op-
inn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
12 vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10
banki, kl. 13 spilað, kl.
13–16 vefnaður, kl. 14
dans. Litlu jólin verða
fimmtud. 6. des. Sal-
urinn opnaður kl. 17.30.
Skráning í s. 568 5052
fyrir 5. des.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, á Kjalarnesi og
í Kjós. Félagsstarfið,
Hlaðhömrum, er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ, á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9–
16.45 handavinnustofur
opnar, kl. 10–10.45 leik-
fimi, kl. 14.30 banki.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka kl. 15–16.
Skrifstofan í Gullsmára
9 opin kl 16.30–18.
Bingó verður spilað í
Gullsmára 13 föstudag-
inn 30. nóvember kl. 14.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 10–12
verslunin, kl. 13 föndur
og handavinna, kl. 13.30
enska, byrjendur.
Strætókórinn verður
með söngskemmtun í
kvöld kl. 20. Verið vel-
komin.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fimmtudag-
inn 29. nóv. Spilað í
Holtsbúð kl. 13.30.
Föstudaginn 30. nóv.
Dansað í kjallaranum í
Kirkjuhvoli kl. 11.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Línudans kl. 11, mynd-
list kl. 13.30. Á morgun:
pútt í Bæjarútgerðinni
kl. 10 og kl. 13 gler-
skurður í Hraunseli. Á
föstudag dansleikur
með Caprí Tríó kl.
20.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Miðvikud.:
Göngu-hrólfar fara í
göngu frá Ásgarði kl.
10. Söngfélag FEB,
kóræfing kl. 17. Línu-
danskennsla fellur nið-
ur. Bridsnámskeið kl.
19.30. Fimmtud.: Brids
kl. 13. Framsögn kl.
16.15. Jólafagnaður í
Ásgarði, Glæsibæ,
miðvikud. 5. des. og
hefst kl. 20. Baldvin
Tryggvason verður til
viðtals um fjármál og
leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB
fimmtud. 6. des., panta
þarf tíma. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt að Faxa-
feni 12, sama síma-
númer og áður.
Félagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Uppl.
á skrifstofu FEB kl. 10–
16, s. 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, postu-
lín, mósaik og gifsaf-
steypur. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16,
blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, í hád.
súpa og salatbar í veit-
ingabúð, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 koma börn úr leik-
skólanum Ösp með leik
og söng. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin
kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl.
17 bobb. Söngfuglarnir
taka lagið kl. 15.15.
Guðrún Lilja mætir
með gítarinn. Söng-
stund sem er samstarfs-
verkefni Kársnessóknar
og Gjábakka verður
fimmtud. 29. nóv. kl. 15.
Þorvaldur Halldórsson
syngur nokkur lög.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05, leikfimi, kl. 13 ker-
amikmálun, Bún-
aðarbankinn með þjón-
ustu kl. 10, boccia kl. 14.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, kl. 9–12
útskurður, kl. 11 banki,
kl. 13 brids. Föstud. 7
des. verður jólahlað-
borð, húsið opnað kl.
17.30. Upplýsingar í s.
587 2888.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9,
föndur – klippimyndir,
kl. 13.30 gönguferð, kl.
15 teiknun og málun, kl.
15. dans. Föstud. 30.
nóv. byrja ný námskeið
í postulíni. Tvö pláss
laus.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun,
fimmtud. 29. nóv., kl. 10
í keilu í Mjódd. Spiluð
keila, spjallað og heitt
er á könnunni. Allir vel-
komnir. Upplýsingar
veitir Þráinn Haf-
steinsson í s. 5454 500.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
16 postulínsmálun og
myndmennt, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl. 13–
16 tréskurður. Jólafagn-
aður verður fimmtud. 6.
des. Húsið opnað kl,
17.30. Allir velkomnir,
uppl. og skráning í síma
562 7077.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
10 sögustund, kl. 13
banki, kl. 14 félagsvist.
Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl.
10 morgunstund, bók-
band og bútasaumur, kl.
12.30 verslunarferð, kl.
13 handmennt og kór-
æfing, kl. 13.30 bók-
band, kl. 15.30 kóræf-
ing. Aðventu- og
jólafagnaður verður 6.
desember. Jólahlaðborð,
ýmislegt til skemmt-
unar. Skráning í síma
561 0300.
Félagsstarf aldraðra,
Bústaðarkirkju. Kl. 13–
16.30 í dag, handavinna,
spilað og föndrað. Kaffi.
Þið, sem viljið láta
sækja ykkur, vinsam-
lega látið kirkjuvörð
vita í s.553 8500, eða
Sigrúnu í s. 864 1448.
Álftanes. For-
eldramorgunn í Hauks-
húsum kl. 10–12 í dag.
Heitt á könnunni.
Kvefélag Háteigs-
sóknar, Jólafundurinn
verður þiðjud. 4. des. kl.
20 í safnaðarheimilinu
tilkynna þarf þátttöku
sem fyrst í s. 553-6697
Guðný, eða 588-8036
Margrét. Munum jóla-
pakkana.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar heldur jólafund í
Safnaðarheimilinu
mánud. 10. des. kl.
19.30. Þátttaka tilkynn-
ist fyrir 3. des. til Erlu
Levy, s. 897 5094, Guð-
ríðar, s. 561 5834, eða
Elínar, s. 553 2077.
Kvenfélagið Hrund,
Hafnarfirði, jólafund-
urinn verður fimmtud.
29. nóv. í Félagsheimili
iðnaðarmanna, Hjalla-
hrauni 8, kl. 20, hátíð-
ardagskrá og veitingar.
Ellimálaráð Reykjavík
urprófastsdæma býður
til fræðslu- og orlofs
daga í Skálholti 3.–5.
desember. Skráning á
skrifstofu Ellimálaráðs í
s. 557 1666 og í Skál-
holtsskóla í s. 486 8870,
netfang:
rektor@skalholt.is.
ITC-deildin Melkorka,
Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi, fundur í
kvöld kl. 20. Stef fund-
arins er „Sinn er siður í
hverju landi. Uppl. veit-
ir Jóhanna Björnsdóttir,
s. 553 1762, netfang:
hannab@isl.is.
Félag breiðfirskra
kvenna, jólafundurinn
verður sunnud. 2. des.
kl. 19. Jólamatur, jóla-
söngur, munið jólapakk-
ana. Tilkynnið þátttöku
fyrir fimmtud. í s.
553 2562, Ingibjörg, eða
568 1082, Svandís.
Bandalag kvenna verð-
ur með kvöldskemmtun
fimmtud. 29. nóv. kl. 20.
Fjölbreytt skemmti-
atriði, kaffiveitingar,
dans. Skráning hjá rit-
ara í s. 568 6960.
Rangæingar, Skaftfell-
ingar. Félagsvist í
Skaftfellingabúð ,
Laugavegi 178, í kvöld
kl. 20. Verðlaun, kaffi-
veitingar.
Í dag er miðvikudagur 28. nóv-
ember, 332. dagur ársins 2001. Orð
dagsins: Hann mælti: „Ég elska þig,
Drottinn, þú styrkur minn.“
(Sálm. 2, 18.)
Ósáttir viðskiptavinir
VIÐ vinkonurnar ákváðum
að eiga saman góðan dag
laugardaginn 18. nóvember
síðastliðinn. Um kvöldið var
svo stefnan tekin niður í bæ
þar sem að við ætluðum að
finna okkur góðan veitinga-
stað og njóta þess að borða
góðan mat í þægilegu um-
hverfi. Fyrir valinu varð
Kínahúsið, kínverskur veit-
ingastaður við Lækjargöt-
una. Það reyndist ekki vera
góð hugmynd.
Við fundum hár í matnum
og matarleifar í einu glasinu
og allt leirtauið var frekar
illa þrifið auk þess sem sal-
erni staðarins voru mjög
ógeðsleg. Þrátt fyrir að við
værum mjög kurteisar,
þegar við minntumst á
þetta, fengum við ekkert
nema dónaskap frá starfs-
fólkinu á móti.
Eftir matinn vorum við
svo látnar bíða heillengi þar
til við gáfumst upp og báð-
um um að fá að tala við eig-
anda staðarins. Hún reynd-
ist vera mjög ókurteis og
var farin að hækka röddina
yfir okkur. Að lokum gaf
hún okkur aðeins 30% af-
slátt, þrátt fyrir að við hefð-
um ekki getað borðað mat-
inn fyrir ógeði eftir
hárfundinn, en aldrei feng-
um við neina afsökunar-
beiðni eða almenna kurteisi.
Það segir sig ef til vill
sjálft að við erum mjög
ósáttar við Kínahúsið og
munum aldrei stíga fæti
okkar þar inn aftur.
Jónína Eyvindsdóttir,
220178-4049.
Inga R. Rúdólfsdóttir,
120776-5689.
Kristín S. Richardsd.,
080578-3699.
Frábær þjónusta
hjá Rönning
VIÐ hjónin fórum í vor og
ætluðum okkur að kaupa
þvottavél, þurrkara, ísskáp
og örbylgjuofn. Fórum við í
stóru verslanirnar og feng-
um ekki góða þjónustu.
Enduðum við í Rönning þar
sem við keyptum það sem
okkur vantaði og fengum
mjög góða þjónustu og í
kaupbæti góðan afslátt.
Stuttu síðar gerðist það að
eitt tækið bilaði lítillega og
þegar við tilkynntum um
það fengum við sent glæ-
nýtt tæki í hvelli, í stað þess
að láta gera margsinnis við
tækið eins og venja er hjá
mörgum fyrirtækjum.
Þetta köllum við ótrúlega
góða þjónustu – og það hafa
fleiri í fjölskyldunni fengið
sömu góðu þjónustuna hjá
þessu fyrirtæki. Viljum við
senda þeim hjá Rönning
okkar innilegasta þakklæti,
bæði starfsfólki í verslun og
starfsfólki viðgerðaþjónust-
unnar. Þetta er flott hjá
þeim.
Glöð fjölskylda
í Keflavík.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
GLERAUGU í grænu
hulstri týndust fimmtudag-
inn 22. nóv. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 564-
0057.
Leðurhanskar týndust
BRÚNIR, mjúkir leður-
hanskar týndust við Bónus í
Iðufelli sl. laugardagsmorg-
un. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 557 3549.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
ÞJÓNUSTA banka er nokkuð tilumræðu eftir að Landsbankinn
tilkynnti um fækkun starfsmanna á
nokkrum afgreiðslustöðum sínum á
landsbyggðinni og styttan af-
greiðslutíma. Skiljanlega reka menn
á þessum stöðum upp ramakvein ef
draga á úr þjónustu við þá. Víkverji
telur ekki fráleitt að Reykvíkingar
myndu gera slíkt hið sama ef útibú
banka yrðu opin aðeins hluta úr degi
og kannski alls ekki einhvern virkan
dag.
En þarf þetta að vera svo slæmt.
Bent hefur verið á alla þá þjónustu
sem bankar og sparisjóðir geta veitt
án þess að viðskiptavinurinn stigi
þangað fæti. Hann getur til dæmis
látið senda allan reikningabunkann
til bankans sem sér um greiðslu með
því að draga af launum hans. Þetta
hefur Víkverji notfært sér í nokkur
ár og er mjög sæll með og hefur
reyndar hælt þessum kosti áður. Og
hann þarf ekki neina netþjónustu til
að komast í þetta samband við bank-
ann. Og hann getur fylgst vel með
gangi mála því kvittanabunkinn
kemur heim við hver mánaðamót.
Þess vegna hefur bankaferðum
Víkverja fækkað stórlega og ætli
hann fari ekki helst í bankann nú
orðið til að reyna að slá sér lán eða
auka yfirdráttinn eða eitthvað slíkt.
x x x
EKKI þykja Víkverja stjórn-málamenn öfundsverðir af því
hlutverki sínu að fara með ríkisfjár-
málin, þ.e. stjórnmálamenn stjórn-
arflokkanna. Annars vegar hlýtur
að blunda í þeim löngun og þrá eftir
því að gera sem mest og sem víðast
til að sem flestir séu nú ánægðir.
Ekki síst þegar kosningar eru í
sjónmáli. Hins vegar hljóta þeir að
hafa þá ábyrgðartilfinningu til að
bera að eyða ekki um efni fram og
samþykkja ekki hvaða hugmynd
sem koma kann upp á borð fjárlaga-
nefndar. Enda koma víst margir
þangað með hvers kyns erindi, ef-
laust mörg þjóðþrifamál.
Nú fer í hönd lokahrina fjárlaga-
umræðunnar á Alþingi og þá er
spurning hvort auka á útgjöldin eða
skera niður og það er ekki beint
auðvelt viðfangs. Hvað á að hafa að
leiðarljósi við slíka ákvarðanatöku?
Á að reyna að halda fullum krafti og
eyða og spenna? Eða á frekar að
reyna að draga úr og hemja umsvif-
in og þensluna? Þetta verða þing-
menn að kljást við og það leiðir hug-
ann enn að Murphy og mörgum
lögmálum hans.
x x x
ENN ætlar Víkverji nefnilega aðleyfa sér að rifja upp eitt eða
tvö lögmála hans. Og í beinu fram-
haldi af fjármálaumræðunni má
minna á þetta: „Ef þú reynir að gera
öllum til hæfis þá mun einhverjum
ekki líka það.“ Ætli það sé því ekki
sama hvað gert verður á þinginu,
einhverjum mun ekki líka það.
Annað lögmála hans er þetta: „Ef
hlutirnir virðast ætla að ganga bet-
ur þá hefur þú gleymt einhverju.“
Ætli margur finni ekki sannleiks-
korn í þessu? Stundum gengur vit-
anlega allt vel – jafnvel án þess að
maður hafi gleymt nokkru. En við
sem erum gleymin að eðlisfari könn-
umst óskaplega vel við þetta. Erum
að ljúka einhverju verki og allt hef-
ur gengið vel og uppgötvum þá allt í
einu að eitthvert mikilvægt atriði
hefur orðið útundan. Þá er ekkert
annað að gera en hugga sig við það
sem sagt var um Murphy. Hann var
bjartsýnismaður!
ÉG er ekki vön að tjá
mig opinberlega um
bækur sem ég les eða
tónlist sem ég hlusta á,
en að þessu sinni get ég
ekki orða bundist! Ég er
ekki opinber lista-
gagnrýnandi en mér
finnst ég verða að benda
öllum náttúrubörnum
landsins á frumlega
ljóðabók sem ég var að
lesa, eða öllu heldur
hlusta á, því að bókinni
fylgir hljóðdiskur.
Þessi bók er ljóðasafn-
ið Óreiðum augum, heið-
in ljóð eftir Eyvind P.
Eiríksson. Sjaldan hef
ég bæði hlegið og tárast
við að lesa (og hlusta á)
sömu ljóðin. Og hvergi
hef ég fundið jafn-
sterkan skilning á ís-
lenskri náttúru og í
þessum ljóðstefjum og
hljóðstefjum Hilmars
Arnar Hilmarssonar, en
þessi tvö listform fallast
svo innilega í faðma á
geisladiskinum að hrein
unun er af.
Ég vona að allir sum-
arbústaðaeigendur,
tjaldbúar, fjall-
göngugarpar, veiði-
menn, jeppafrík og aðrir
þeir sem þekkja og
elska landið okkar og
náttúru þess gefi sér
tíma til að lesa og hlusta
á þessi ljóð. Ég er illa
svikin ef þeir brosa ekki
út í annað öðru hverju
og fá jafnframt áhyggju-
hrukkur á ennið.
Jóhanna
Harðardóttir.
Alger snilld
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 kinnungur á skipi, 4
innihaldslausar, 7 ekki
djúp, 8 auðugan, 9 hóg-
lát, 11 sögn, 13 fóðrun, 14
sjávardýr, 15 ysta lag, 17
þveng, 20 kvæðis, 22 þok-
ast áfram, 23 böggull, 24
gripdeildin, 25 lagvopns.
LÓÐRÉTT:
1 beygð, 2 heilabrot, 3
skökk, 4 naut, 5 stór, 6
dreg í efa, 10 útvöxturinn
á líkama, 12 löngun, 13
bókstafur, 15 farartæki,
16 skrafgjörn, 18 bætir
við, 19 skadda, 20 óráðs-
hjal, 21 fita.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 Grindavík, 8 ræfill, 9 vökna, 10 lúi, 11 krani, 13
klafi, 15 skúta, 18 áfall, 21 urg, 22 leigð, 23 ósatt, 24
klæðnaður.
Lóðrétt: 2 rifja, 3 núlli, 4 atvik, 5 ískra, 6 brák, 7 mani,
12 nót, 14 lyf, 15 sult, 16 úrill, 17 auðið, 18 ágóða, 19 at-
aðu, 20 læti.