Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 46
ALLT sem tengist bresku Bítl-
unum vekur ávallt áhuga almenn-
ings og uppboð á munum sem
tengjast þeim eru vinsæl. Á morg-
un verður uppboð á bítlamunum á
veitingahúsinu Sticky Fingers í
Lundúnum en svo skemmtilega vill
til að eigandi þess er Bill Wyman,
fyrrum bassaleikari erkifjendanna
Rolling Stones, og er það uppfullt
af gömlum Stones-munum. Á
myndinni sést Siobhan O’Conner,
starfsmaður uppboðsfyrirtækisins
Fleetwood Owen, með herðatré
með myndum úr teiknimyndinni
Yellow Submarine. Búist er við að
herðatrén seljist á jafnvirði 100
þúsund króna.
AP
Bítladót boðið upp
MARGIR muna eftir bresku sjón-
varpsþáttunum Spitting Image
þar sem gert var miskunnarlaust
grín að ýmsum frammámönnum
heimsins með því að búa til leik-
brúður í þeirra mynd. Þessir
þættir lögðu upp laupana árið
1996 og á undanförnum mán-
uðum hafa brúðurnar verið seld-
ar á uppboðum og á Netinu. Nú
stendur til að selja síðustu 260
brúðurnar á uppboði hjá Sothe-
by’s og ef menn vilja eignast
Margréti Thatcher, Madonnu,
eða Mike Tyson ættu þeir að
mæta á fimmtudaginn. Osama
bin Laden verður einnig boðinn
upp og á myndinni horfist Roger
Law, einn af forvígismönnum
þáttanna, í augu við bin Laden.
Ágóði af sölu þess síðarnefnda
verður látinn renna í sjóð til
styrktar fórnarlömbum hryðju-
verkaárásanna í Bandaríkjunum.
Bin Laden boðinn
upp í góðgerðarskyni
Skopbrúða Osamas bin Ladens horfist í augu við
skapara sinn, Roger Law.
Reuters
Brúða Járnfrúarinnar er trúlega sú allra frægasta í
stóru safni Spitting Image-hópsins.
Reuters
FÓLK Í FRÉTTUM
46 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 15
Eltingarleikurinn við hættulegasta
glæpamann alheimsins er hafinn.
Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum
Big Daddy og Wedding Singer og
snillingurinn David Spade (Just Shoot Me)
er súper-lúðinn!
E.P.Ó.
Kvikmyndir.com
Empire
SV Mbl
Rás 2
MOULIN
ROUGE!
Hausverkur
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.
Glæsileg leysigeislasýning
á undan myndinni.
Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri
hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur
og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali.
1/2
Ungfrú Skandinavía
Íris Björk
Ljóskur
landsins
sameinist!
Reese Witherspoon
fer á kostum sem
ljóska sem sannar
hvað í ljóskum býr
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
STAR Wars og The Empire Strikes
Back hafa verið valdar bestu
myndir allra tíma í könnun
sem breska sjónvarpsstöðin
Channel 4 stóð fyrir á dög-
unum. Aðspurðir, sem
skiptu þúsundum,
gátu valið sína
uppáhalds-
kvikmynd af
100 mögu-
legum sem
teknar
höfðu verið
saman af
kvikmynda-
gerðar-
mönnum og gagnrýnendum. Í annað
sæti listans skipuðu sér fyrsta og
önnur myndin um Guðföðurinn og í
því þriðja lenti kvikmynd Franks
Darabons, The Shawshank Redemp-
tion.
Áberandi er á listanum hversu
ungar myndirnar eru og vaknar
spurning hvort mönnum finnist kvik-
myndagerðinni almennt hafa farið
svo virkilega fram. Er þó líklegasta
skýringin á þessu sú að þátttakend-
ur í könnuninni hafi verið í yngri
kantinum og í þokkabót hlýt-
ur minni hinna eldri að vera
orðið eitt- hvað gloppótt.
A.m.k. komust ein-
ungis tvær
„gamlar“
myndir á meðal
hinna tíu vinsælustu, Some Like
It Hot og It’s A Wonderful Life.
Til að kóróna slaka útkomu eldri
mynda náði sú mynd sem hingað
til hefur talist sú besta í sög-
unni í viðlíka könnunum, Citi-
zen Kane Orsons Welles, ekki
hærra en í nítjanda sæti.
Tíu bestu kvikmyndir allra tíma að
mati bresku þjóðarinnar:
1 Star Wars/The Empire
Strikes Back
2 The Godfather/The Godfather II
3 The Shawshank Redemption
4 Pulp Fiction
5 Some Like it Hot
6 Gladiator
7 It’s a Wonderful Life
8 Blade Runner
9 Schindler’s List
10 GoodFellas
Uppáhaldsbíómyndir bresku þjóðarinnar
Stjörnustríðið
stendur upp úr
Svarthöfði er með betur
heppnuðum illmennum
kvikmyndanna – um
það deila fáir. MARIAH Carey fær útrás fyrir ar-
mæðu sína yfir erfiðleikum í ásta-
lífinu með því að kýla karlmann.
Nánar tiltekið þá lætur söngkonan
sorgmædda höggin dynja í gríð og
erg á sandpoka sem er eins og karl-
maður í laginu. Fórnarlambið hefur
hún nefnt Bob og geymir í kjallara
villu sinnar.
„Ég fæ mikla útrás þegar ég
ímynda mér að pokinn sé karl-
maður og læt höggin dynja á hon-
um,“ segir Carey hin kjarnyrta.
„Hins vegar þykir mér þó ennþá
betra að láta þá heyra það.“
Reuters
Kjarnakvendið Carey.
Mariah kýl-
ir karlmann