Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGARRÝMIÐ Undir stigan- um í galleríi i8 er vettvangur fyrir unga og upprennandi myndlistar- menn, en um þessar mundir sýnir Ragnar Kjartansson þar verkið „Særðu þann sem þú elskar“. Þar hef- ur Ragnar unnið með rýmið á nokkuð nýstárlegan hátt, en hann hefur múr- að fyrir það, og blasir því grófur múr- veggur, ásamt verkfærunum sem notuð voru til verksins, við sýningar- gestum. Ef til vill væri réttara að tala um „verknað“ því þegar lagt er við hlustir heyrist handan veggjarins átakanlegt harmakvein sem nístir í gegnum merg og bein þess sem á hlýðir. Þegar Ragnar er spurður um hugmyndina að baki verkinu segist hann vera að fjalla þar um tilfinningar á mjög beinskeyttan hátt. „Verkið heitir „Særðu þann sem þú elskar“ og sprettur af þeirri hryllilegu tilfinn- ingu sem fylgir því að loka á einhverja manneskju sem manni þykir mjög vænt um, t.d. við sambandsslit,“ út- skýrir Ragnar. Í verkinu má sjá tengsl við eftir- minnilegan gjörning sem Ragnar flutti í Nýlistasafninu í sumar, en þar var hann færður í líkkistu í anda villta vestursins. Eftir dálitla stund heyrð- ist Ragnar söngla tregafullan blús innan úr kistunni, og því hélt hann áfram frá klukkan átta til tólf það kvöld, jafnvel þó að gestir væru löngu farnir að huga að öðru. Ragnar tekur undir það að verkin séu tengd, á sinn klaustrófóbíska hátt, sama eigi t.d. við um útskriftarverk hans í Listaháskól- anum, þar sem hann bjó til óperusal inni í einu herbergja skólans og söng þar óperu í tíu daga. Ragnar segir þó að sú leið sem hann fer við að tjá sig í verkunum eigi fyrst og fremst fyrir- mynd í bandarískri sveitatónlist, eða kántrítónlist, sem hann sé undir mikl- um áhrifum frá. „Ég er algjörlega heillaður af þessari tónlist, hún er svo ofboðslega einföld tilfinningalega. Þar gengur þú hreint til verks með til- finningar þínar. Þetta hefur smitast út í myndlistina hjá mér, en „Særðu þann sem þú elskar“ er verk sem er ætlað að hafa mjög bein áhrif á fólk, og að því leyti er það eins og kántrí- lag, nokkurs konar tregasöngur eða „love song“ í anda kántrísöngvar- anna. Margir þekkja Ragnar ef til vill betur sem tónlistarmann, en hann hefur verið í hljómsveitum á borð við Kósí, Kanada, The Funerals og Trab- ant, og bregður pilturinn sér þar sí- fellt í ný rokkgervi. En í vor útskrif- aðist Ragnar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur því fengist við myndlist og tónlist jöfnum höndum undanfarin ár. Sjálfur segist hann ekki gera neinn skýran grein- armun á tónlist og myndlist, hann sé ýmist rokkari að skapa myndlist eða myndlistarmaður að semja tónlist. Þegar Ragnar er spurður að lokum hvað sé á döfinni í tónlist/myndlistinni hjá honum á næstunni, segir hann það bæði allt og ekkert. Meðfram því sem hann vinni á auglýsingastofu og leiki í (þremur) hljómsveitum mallist hugmyndirnar í kollinum á honum. „Það er engin myndlistarsýning bein- línis á döfinni hjá mér, en hver veit nema að eitthvað komi upp á. Mynd- listin er eiginlega eins og alkóhólismi, maður tekur bara einn dag í einu.“ Sýningu Ragnars lýkur um næstu helgi og er i8 er opið frá kl. 13 til 17 frá þriðjudegi til laugardags. Gengið hreint til verks Verk Ragnars Kjartanssonar á neðri hæð gallerís i8 er nokkurs konar tregasöngur í anda kántrítónlistar. Að þessu komst Heiða Jóhannsdóttir í spjalli við listamanninn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Myndlistin er eins og alkóhól- isminn, maður tekur bara einn dag í einu,“ segir Ragnar Kjart- ansson sem sýnir í i8. heida@mbl.is LOKATÓNLEIKAR afmælisárs Garðabæjar verða haldnir í sal Fjöl- brautaskóla bæjarins á morgun kl. 16.00. Þar koma fram Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og Kristinn Sigmunds- son óperusöngvari. Efnisskrá tón- leikanna verður fjölbreytt; íslensk tónlist í bland við verk Mozarts og Rossinis og í tilefni aðventu verða leiknir þrír þættir úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskíj. Á tónleikunum verður frumflutt verkið Kaldalón eft- ir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, en hann samdi það í hitteðfyrra að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Íslands í minningu Sigvalda Kaldalóns. Hróðmar segir Kaldalón hugsað sem heildstæða tónsmíð byggða á lögum Sigvalda Kaldalóns. Hann segist líta svo á að hann og Sigvaldi séu báðir höfundar verksins. „Fyrsti þáttur verksins heitir Þú eina hjart- ans yndið mitt, og þar er það lag, Hjarðsveinninn og Vorvindur. Annar þátturinn heitir Sofðu, sofðu góði, þar sem ég nota samnefnda barna- gælu og lagið Sandur um kvöld, sem ég nota sem uppbrot á hinu. Þriðji þátturinn, Ísland ögrum skorið, er byggður á samnefndu lagi, Kveldrið- um og Svanurinn minn syngur. Þarna reyni ég að tengja lögin saman með því fyrsta frá upphafi til enda, án þess að það sé rondóform.“ „Gaman að kynnast Sigvalda“ Hróðmar segist ekki hafa þekkt verk Sigvalda mjög mikið áður en hann hófst handa, önnur en best þekktu sönglögin. „Það sem kom mér skemmtilega á óvart var það að Sig- valdi skyldi eiga svo mörg þessara laga sem þjóðin syngur, það reynd- ust vera fleiri lög en ég hafði gert mér grein fyrir. Mér fannst afskap- lega gaman að kynnast honum, og fannst þess vegna mikilvægt að koma líka að minna þekktum lögum eins og Kveldriðum, þar sem Sigvaldi gerir hluti sem ég gat ekki stillt mig um að draga fram, eins og krómatíska línu í undirleiknum, þar sem píanóið fer krómatískt upp um fimmund og svo aftur til baka. Þetta eru dramatískir effektar og ein ástæða þess að ég ákvað að hafa þetta lag með. Það sem mér er efst í huga eftir að hafa kynnst Sigvalda svona vel er það að hann var stórkostlegt tónskáld.“ Hróðmar segir að þegar hafi kom- ið að hljómsveitarskrifunum sjálfum hafi hann hugsað mikið um þann tíma sem lögin eru samin á, og því sem þá var að gerast í tónlist í heiminum. „Ég byrjaði á því að lesa ævisögu Sigvalda, og þar er mjög sterkur kafli um árin hans á Kaldalóni. Mér varð hugsað til þess sem þá var að gerast í Evrópu og nöfn tónskálda eins og Stravinskíjs komu upp í hug- ann. En þegar upp er staðið held ég að þetta sé ósköp hefðbundið hjá mér. Ég reyni að nota hljómsveitina bæði í heild sinni, en líka sem kamm- erhópa til þess að búa til andstæður. En tónmálið sem slíkt er auðvitað Sigvalda, og ég hef ekki breytt neinu, en leyfi mér auðvitað að hljómsetja lögin á minn hátt. Það er sérstakt að fá að vinna svona verk, því maður fær efniviðinn tilbúinn, og mitt verk að- eins að raða þessu saman og skapa því minn búning þannig að það standi sem heildstætt verk.“ Lokatónleikar afmælisárs Garðabæjar Frumflutt verk í minn- ingu Sigvalda Kaldalóns Hróðmar I. Sigurbjörnsson Sigvaldi Kaldalóns Kristinn Sigmundsson ./'0&0,0     12              '(   )      '          !! "#$  *+)   ,, %    &  ' !!  "#$  -  ) . ( !) *"+ , /  /  0  / ) -.  -   *"+ , 1 2 1 34   %  /  )+  ! 0 !  *"+ , 5        !"6!!"761  # !! *"+ , 8+ 2   1 ! "#$  8    9 3  4 , &%  + 4 , 0. !# . "#$  :     . / 5   4 ! #  ## 6#1' 1("234551(6'5!(         '          !! "#$  8+ 2   1 ! "#$  ;  .   ."  /!- /0!  1  < =  7 .  !8  #%#       1! 2  7, 0  > + 4  , ! 7, 0  ?    % 9   1  /     :#  !;<#'  8 @    !!   8+ =    =!! ;<#'  #1' 1(7!"234557! 7! 7 "2) 2'% 27 8()!         '(   )      8    9 3  4 , &%  + 4 , 0. !# . "#$  :     . / 5   '(          *  ; A 4 8  *"+ , ;  +B>  %9  %! %?! .1  '(     +     1     %  @ !! 2  !:!! %#   1. ). )+%  + 4  !  1  '    + -    !! *"+ , 7'* 9$ %"2:7 5 8()!         *+)   ,, %    &  ' !!  "#$  5        !"6!!"761  # !! *"+ ,    )  .#=A! !!  ! < ;<#'  1=+: 5   , 5 - 0 !!  9    7, 0  *   ' 3 !  %B0 !!  0 3  !!  /! C 5 '  '  & ).  *, A! A! !! %# 9  C  )  +   # *, !    D  ?    %5 !! D!  !##+ , /       :   0 % # 0    +&  )  E0 88  *"+ , 0 -  0 . ,   %0 # =' !5/! !    ,! #FG 50 FHHIJ . 7    =' /!  !# #+  =' #$  5 !  4##     0 CB B# !0!   5 ,0 # 0<0 !!#  ,C!! /0 & '# ! B#  8%1;2)!"2 5)!*% % 27!         -  ) . ( !) *"+ , /  /  0  / ) -.  -   *"+ , 1 2 1 34   %  /  )+  ! 0 !  *"+ , E+ .+5    !   /  /  0  ;) -.  -   *"+ , < +  )    !! =  0 .+ + F  +   2  ! 7 +!  "#$  '   G H)5* ? *"+ , 0+ 3 %-  !! ;<#'  /     ! 1  " #1' 1("23455'<=&          0.   !% 5  %  !!  ! < 7, 0  /   .  +  . 0!  ! 0 7, 0  <  *, 0 K - 0 !! 7, 0  I@  ).  -/!  !!   -  ). C  -  J.   ' 7, 0  0.  &J &  "#$  0.    %   *, !! *"+ , / .      .( :% 5 ! + * &   +  .%  %   "#$  J.  .-.  -   5 =  56 "   78 #! ! +  &   #+ 7, !0  &E5 #+ 7, !0  &%/ 0+  4.0 !! &   * $4.0 !! &2!  ! B * &   * $4.0 !! &   " !  #9 " !   !! -  &%#   96 "   7 * $#+  5/# & 5/# #5 !   !  0!!  &D! 9' "!  $+ 5 &500!   * $#5 &5  ! B 2# . * $4.0 !! &-  ,   &2# . 9' '  !+&4 !!  0 9' A ! &% !!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.