Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var mikill handagangur í öskj- unni á degi íslenskrar tungu þegar nemendur Örlygshafnarskóla í Vesturbyggð settu á svið nokkra at- burði úr norrænni goðafræði. Byrj- að var á að skapa heiminn úr „lík- amsleifum“ jötunsins Ýmis. Þá gengu þar um garða þeir félagar Óðinn, Þór og Loki, ásamt fleiri ás- um. Unnu þeir m.a. þau afrek að henda hinum ófrýnilega Miðgarðs- ormi í „hafið“ og að hneppa ófreskjuna Fenrisúlf í fjötra. Fenr- isúlfur leysti sig þó bæði úr Læð- ingi og drap sig úr Dróma en fjöt- urinn Gleipni tókst honum ekki að slíta enda hann gerður af ýmsum undarlegum fyrirbærum eins og skeggi konunnar og dyn kattarins. Örlaganornirnar Urður, Verð- andi og Skuld spáðu í framtíðina og Freyja tók æðiskast er þess var far- ið á leit að hún gengi að eiga Þrym jötun, svo að Þór fengi hamarinn Mjölni á ný. Átta nemendur í skólanum Sýningunni lauk með því að Þór endurheimti Mjölni. Rann á hann berserksgangur og lágu flokkar hrímþursa og jötna óvígir eftir að hafa fengið að kenna á hamrinum góða. Að sýningu lokinni var svo boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð og voru því gerð góð skil. Þess má geta að aðeins átta nem- endur eru í skólanum svo hver og einn þurfti að leika mörg hlutverk. Fórst þeim það prýðilega úr hendi og var gerður góður rómur að leik barnanna. Fenrisúlfurinn fjötraður í Örlygshafnarskóla Patreksfjörður Nemendurnir settu á svið atburði úr norrænni goðafræði. Morgunblaðið/Birna Mjöll formaður lýsti sögu hússins, en það var byggt kringum 1970 fyrir Ræktunarsamband Vestur- Barða- strandarsýslu, sem rak jarð- ýtuverkstæði í húsinu um árabil. Þá rakti Lilja Magnúsdóttir ritari sögu björgunarsveitarinnar og forvera hennar, Slysavarnadeildarinnar Framtíðarvonar. Jón Gunnarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, flutti sveitinni góðar kveðjur, árnaðaróskir og gjöf í til- efni þessara tímamóta, GPS- staðsetningartæki fyrir vélsleða. Ólafur Magnús Birgisson sveit- arstjóri flutti kveðjur og árnaðar- óskir og þakkaði björgunarsveit- inni fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Gat hann þess að það hefði verið ómetanlegt að geta leit- að til sveitarinnar þegar suðvestan- óveðrið gekk yfir á dögunum, en Björgunarsveitin Tálkni átti stóran FYRIR skömmu vígði Björg- unarsveitin Tálkni nýtt húsnæði sitt í Strandgötu 42b, ásamt því að halda upp á mörg afmæli sveit- arinnar. Það eru 25 ár síðan Björg- unarsveitin Tálkni var stofnuð, 60 ár síðan forveri hennar, Slysa- varnadeildin Framtíðarvon var stofnuð og 5 ár síðan stofnuð var sérstök unglingadeild innan Tálkna. Fjölmenni var við athöfnina og húsið fullt út úr dyrum. Formaður sveitarinnar, Aðalsteinn Magn- ússon, byrjaði á því að bjóða gesti velkomna og lýsti lauslega aðdrag- anda þess að sveitin eignaðist hús- ið. Séra Sveinn Valgeirsson sókn- arprestur flutti blessunarorð og óskaði björgunarsveitinni alls hins besta. Ólafur Gunnbjörnsson vara- þátt í því að bjarga flotbryggjunum í smábátahöfninni frá frekari skemmdum og þar með bátaflota Tálknfirðinga. Hið nýja húsnæði er þeim björg- unarsveitarmönnum til mikils sóma og öllu haganlega fyrir komið. Það kom frá hjá Aðalsteini formanni, að yfirhönnuður, skipuleggjandi, arki- tekt, og yfirsmiður við þetta verk var Ólafur Gunnbjörnsson varafor- maður. Hann naut svo dyggs stuðn- ings frá öðrum meðlimum sveit- arinnar við verkið, sem eins og áður sagði, er þeim öllum til mikils sóma. Að sögn Aðalsteins er stefnt að því að endurnýja björgunarbíl sveitarinnar á næsta ári ef næst að safna nægjanlegu fjármagni. Þá er áhugi á því að sveitin eignist dælur, rafstöð o.fl. sem nýst gæti við björgunarstörf. Björgunarsveit í eigið húsnæði Morgunblaðið/Finnur Pétursson Fjölmargir gestir voru viðstaddir vígsluhátíðina í húsnæði Tálkna. Tálknafjörður KANÍNUKJÖT er ekki algengur matur á borðum landsmanna, það er þó heldur að ryðja sér til rúms eftir því sem matarvenjur verða fjöl- breyttari. Heyrst hefur af fréttum um villtar kanínur á nokkrum stöðum á landinu og veiða menn þær sér jafnvel til matar. Hitt er samt algengara að menn ali búrakanínur til slátrunar. Kanínukjöt þykir herramannsmat- ur, minnir á kjúklingakjöt, er samt heldur dekkra og er eldað á svipaðan hátt og kjúklingur. Kanínukjötið er misjafnt eins og kjöt af öðrum hús- dýrum en holdafar þeirra er misjafnt en það er fitulítið alla jafna. Skrokk- ur af holdakanínu er til dæmis kjöt- meiri en skrokkur af villtri kanínu. Nokkrir stofnar eru til í landinu sem eru misjafnir að holdafari. Síðan búa kanínurnar í landinu við misjafnt at- læti sem hefur áhrif á holdafarið. Kanínan flegin Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson Hér vinnur Vigfús Hjörtur Jóns- son að kanínufláningu. Norður-Hérað ÞRÁTT fyrir aftakaveður á fimmtudagskvöldið 22. nóvember var nokkuð góð mæting á almennan borg- arafund um Staðardag- skrá 21 á vegum Borgar- byggðar. Fundurinn var haldinn til að kynna átak Borgarbyggðar um að hlúa að sjálfbærri þróun með vistfræðileg, efna- hagsleg og félagsleg atriði að leiðarljósi. Guðbrandur Brynjúlfs- son sveitarstjórnarmaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann fór nokkrum orðum um umhverfisstefnu Borgarbyggðar sem var mótuð í apríl 2000. Stefnt er að því að sveitarfélagið verði eftir- sótt til búsetu sem fjölskylduvænt svæði með heilnæmu og aðlaðandi umhverfi. Því næst fræddi Stefán Gíslason umhverfisverkfræðingur fundarmenn um hvað fælist í Stað- ardagskrá 21. Fram kom hjá Stefáni að þetta snýst ekki um orð eða hug- tök heldur um lífsgæði og velferð gagnvart okkur sjálfum, börnunum okkar og börnunum þeirra. Þetta snýst um að vita hvað maður vill og hvert maður ætlar að fara. Stefán starfar fyrir Samband ísl. sveitarfé- laga á þessu sviði. Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnmálafræðingur var ráðin af hálfu sveitarfélaganna við Borgarfjörð til að koma þessum málum áleiðis heima í héraði. Hún fór yfir málaflokkana sem ná frá hol- ræsa- og frárennslismálum til um- hverfisfræðslu í skólum og allt þar á milli. Auk þess fór hún yfir aðferða- fræðina almennt við fyrirætlaðan framgang verkefnisins. Sóttar verða hugmyndir og viðhorf til almennings með myndun tengslahóps sem verð- ur stýrihópi og verkefnastjóra til að- stoðar. Fundinum lauk með fyrir- spurnum, auk almennrar umræðu um umhverfismál, og allmargir skráðu sig til að vinna í tengslahópi. Borgarafundur um Staðardagskrá 21 Morgunblaðið/Guðrún Vala Stefán Gíslason umhverfisverkfræðingur. Borgarnes ÁLFASTEINN ehf. á Borgarfirði eystra hefur tekið í notkun nýjan vef á slóðinni www.alfasteinn.is. Vefur- inn er upplýsingavefur um Álfastein, sögu fyrirtækisins, starfsemi, fram- leiðslu og verslun. Á vefnum eru auk þess birtar fréttir og upplýsingar frá Borgarfirði eystra og upplýsingar um sífellt vaxandi ferðaþjónustu. Álfasteinn sérhæfir sig í fram- leiðslu og sölu á margskonar vörum úr steini og vefurinn inniheldur myndir af einstökum vörutegundum og -flokkum ásamt verðskrá. Merk- ingar og skiltagerð er vaxandi þáttur í starfsemi Álfasteins og á vefnum er að finna allar nauðsynlegar upplýs- ingar um þá starfsemi, sýnishorn og verð. Álfasteinn hefur einnig í aukn- um mæli tekið þátt í skipulagningu ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra, ekki síst vegna tilkomu merktra gönguleiða í Borgarfirði og ná- grenni. Www.alfasteinn.is er þjónustu- og upplýsingavefur fyrir viðskiptavini Álfasteins sem geta pantað fram- leiðsluvörur fyrirtækisins hvaðan sem er í heiminum í gegnum tölvu- póst: alfasteinn@alfasteinn.is. Á forsíðu www.alfasteinn.is verða birtar fréttir og aðrar upplýsingar frá Borgarfirði eystra og einnig er tenging á upplýsingavef um göngu- leiðir um Víknaslóðir og ýmsar upp- lýsingar um þjónustu á Borgarfirði. Álfsteinn fagnaði 20 ára afmæli síðastliðið vor, en fyrirtækið var stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1981. Þrír fastir starfsmenn eru hjá fyrirtækinu allt árið en starfsmanna- fjöldinn tvöfaldast að jafnaði yfir sumartímann. Álfasteinn ehf. opnar nýjan vef Borgarfjörður eystri HANDVERKSMARKAÐUR verður opinn í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 2. des. kl 14–18. Þar verður margt góðra muna. Englar úr leir, gleri og gifsi, renndir tré- munir, baby born-föt og hand- málaðar pólskar jólakúlur með myndum af íslenskum kirkjum. Dúkar og dót. Rauða húsið verður með kaffi og vöfflur. Húsið og Sjóminja- safnið verða opin, segir í frétta- tilkynningu. Handverk á boðstólum Eyrarbakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.