Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN
56 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ferðaþjónusta hefur
verið í örum vexti un-
dafarin ár og spáð er
aukningu á því sviði
næstu árin. Skaga-
fjörður hefur ekki þau
mörgu náttúruundur
sem Ísland er þekkt
fyrir en hann hefur sitt
eigið aðdráttarafl. Á
Austari- og Vestari-
Jökulsám er stundað
svokallað „rafting“ eða
fljótasiglingar. Mikil
aukning hefur orðið á
þessum ferðum og
margir ferðamenn
leggja leið sína í
Skagafjörð til að fara í
„raft“. Tvö fyrirtæki gera út ferðir í
árnar og yfir sumartímann anna þau
vart eftirspurn. Nú ber hinsvegar
svo við að virkja á árnar og þar með
útiloka þessa ferðaþjónustu. Í
skýrslu Skipulagsstofnunar um úr-
skurð á umhverfisáhrifum kemur
fram að byggja á allt að 33 MW
vatnsaflsvirkjun við Villinganes til
að auka eigin raforkuframleiðslu
eignaraðila og auka við núverandi
orkukerfi til að anna almennum
markaði og minni iðjuverum. Einnig
á að stuðla að meiri orkuvinnslu í
landinu auk þess sem virkjunin mun
nýtast sem varaafl fyrir svæðið. Tal-
að er um að virkjunina megi tengja
inn á byggðarlínukerfið með einföld-
um hætti. Vandamálið er hins vegar
að flutningskerfið á Norðurlandi er
illa í stakk búið til að taka við auk-
inni orku. Orkustofnun telur m.a. að
vegna flutningstakmarkana í raf-
orkukerfinu á Norðurlandi geti
virkjunin varla sinnt öðrum markaði
en í heimabyggð hennar. Það þurfi
því að skapa markað fyrir orkuna
eða styrkja flutningskerfirð. Styrk-
ing flutningskerfisins sé stærra mál
en svo að það verði gert vegna þess-
arar virkjunar einnar. Landvernd
bendir á að ekki verði það séð af
skýrslu um umhverfismat að sérstök
þörf sé fyrir nýjan orkugjafa. Ef
fórna eigi náttúru eða atvinnuhags-
munum þurfi að koma skýrt fram að
sú viðbótarorka sem fyrirtækið
hyggst framleiða sé mikilvæg fyrir
orkubúskap landsmanna. Það tel ég
framkvæmdaraðila engan veginn
hafa sýnt fram á í skýrslum sínum.
Er þá verið að reisa heila virkjun án
þess að grundvöllur sé fyrir henni?
Á kynningarfundi um framkvæmd-
ina kom auk þess fram að næg orka
er í boði í Skagafirði. Í hvað ætla þá
framkvæmdaraðilar og aðrir Skag-
firðingar að nota orkuna?
Með tilkomu virkjunarinnar munu
fljótasiglingar leggjast af niður Jök-
ulsárnar. Stærstu hlutar gljúfranna
sem siglt er um munu fara undir
uppistöðulón. Framkvæmdaraðilar
segja að hægt sé að stunda áfram
siglingar ofan við lónið og bjóða upp
á siglingar á lóninu. Það er því
greinilegt að framkvæmdaraðilar
vita ósköp lítið hvað fljótasiglingar
ganga út á. Bæði Austari- og Vest-
ari-Jökulsá eru straumharðastar í
gljúfrunum og því er mesta spennan
að sigla þar í gegn. Austari Jökulsá
er m.a. ein sú besta fljótasiglingaá
sem við Íslendingar getum boðið
upp á. Hún er straumhörð, skemmti-
leg og gljúfrin eru hreinasta nátt-
úruundur. Fljótasiglingar eiga að
bjóða upp á spennu og áreynslu en
ég get engan veginn séð fyrir mér
mikla spennu í því að fara í bátsferð
á kyrru uppistöðulóni. Auk þess eig-
um við nóg af uppistöðulónum þar
sem hægt er að fara í siglingar. Fyr-
ir ofan fyrirhugað lón dreifa árnar
úr sér og eru ekki eins straumharðar
og þar af leiðandi ekki eins skemmti-
legar. Tel ég litlar líkur á að ferða-
menn láti bjóða sér upp á ferð í sigl-
ingu þar sem margar klukkustundir
fara í akstur að og frá ánni. Virkj-
unaraðilar segja að Blanda geti
komið í stað Vestari-Jökulsár en það
er engan veginn hægt því að erf-
iðleikastig og straum-
hraði þessara áa er
hreinlega ekki sá sami.
Aldurstakmark í vest-
ari ána er 12–14 ára en
í Blöndu er hægt að
fara með allt að 6 ára
börn. Blanda hefur ein-
faldlega mun minna
upp á að bjóða. Fljóta-
siglingar hafa heillað
margan Íslendinginn
og stærsti hluti gesta í
þær eru Íslendingar.
Ævintýraferðir hófu
skipulagðar ferðir árið
1994 og hefur aukning-
in verið um 17% á ári
að meðaltali frá árinu
1996. Árið 1994 var fjöldi gesta alls
um 200 manns hjá Ævintýraferðum
og Bátafólkinu en sumarið 2001 var
samanlagður fjöldi gesta hjá fyrir-
tækjunum um 5.000 manns. Allir
þeir gestir sem hafa komið í fljóta-
siglingar hafa með einhverjum hætti
nýtt sér aðra þjónustu sem í boði er í
Skagafirði, s.s. matsölu, bensínaf-
greiðslu, sundlaugar og gististaði.
Trúlegt er að um 80% gestanna hafi
gist í Skagafirði í eina til þrjár næt-
ur. Virkjunaraðilar halda því fram
að heimildir um fjölda farþega séu
einungis munnlegar. Tel ég þetta
vera alrangt því skriflegir farþega-
listar eru til yfir alla þá sem fara í
Austari-Jökulsá og hægt er að skoða
bókanir til að fá staðfestan fjölda
gesta. Tel ég það ósvífni af fram-
kvæmdaraðilum að láta þetta frá sér
án þess að athuga hvort grundvöllur
sé fyrir því. Í skýrslu Skipulags-
stofnunar um úrskurð á umhverfis-
áhrifum kemur fram vanþekking í
garð ferðamennskunnar í Skaga-
firði. Í athugasemdum tveggja ágæt-
ismanna er sagt að virkjun dragi úr
slysahættu í fljótasiglingum og auki
öryggi. Hvernig í ósköpunum geta
þessir menn borið saman siglingu
niður straumharða á og siglingu á
kyrru lóni? Líklegast hafa þeir aldr-
ei prófað fljótasiglingar og þeir
hefðu átt að kanna hversu mörg slys
hafa orðið áður en þeir drógu þessa
ályktun. Ekki hafa orðið mörg slys
og yfirleitt eru þau ekki alvarleg.
Slys verða einnig á hestaleigum, á þá
að leggja þær niður eða kaupa
rugguhesta?
Mér virðist sem virkjunin muni
frekar leiða til enn færri starfa í
ferðaþjónustunni heldur en aukn-
ingu starfa við rekstur hennar. Ég
bið því fólk að íhuga það með sjálfu
sér hvort virkjun í Villinganesi eigi
rétt á sér og hvort hún muni skapa
héraðinu einhvern hagnað. Margar
nýjar leiðir eru að koma fram í virkj-
unarmálum, má þar nefna varmaraf
(sem byggist á að virkja heitt vatn),
hvers vegna má ekki bíða og sjá
hvað þær hafa upp á að bjóða? Þessi
virkjun er svo lítil að sömu orku má
fá með nokkrum vindmyllum. End-
ing hennar er varla mannsaldur og
hvað á að gera við virkjunina þegar
hún hefur runnið sitt skeið á enda?
Kannski bjóða okkur sem verðum
orðin gömul í siglingu á lóninu því
við værum líklegast rétti markhóp-
urinn. Ætlum við virkilega að láta
fólk með gamaldags hugsunarhátt
eyðileggja eina af perlum Skaga-
fjarðar?
Villinganes-
virkjun
Kristín Halla
Bergsdóttir
Höfundur er tónlistarnemi
og hefur starfað við ferðaþjónustu í
Skagafirði.
Skagafjörður
Þessi virkjun er svo lítil,
segir Kristín Halla
Bergsdóttir, að sömu
orku má fá með nokkr-
um vindmyllum.
Í HAUST var haldin
samkoma í Reykholti
til að minnast stofnun-
ar héraðsskólans þar,
70 árum eftir opnun
hans. Þar flutti Jón
Þórisson fyrrum kenn-
ari í Reykholti fróð-
legt og skemmtilegt
erindi um forsögu og
byggingu Reykholts-
skóla 1931. Á örfáum
misserum var safnað
fé til byggingarinnar
hjá sýslunefndum og
einstaklingum; þeir
sem ekki áttu fé af-
lögu gáfu dagsverk.
Ríkissjóður lagði fram
helming kostnaðar og lagði skól-
anum til jarðarafnot í Reykholti.
Með skólahúsinu og héraðsskólan-
um var Reykholti fengið nýtt og
mikið hlutverk og varð á ný mið-
stöð Borgfirðinga í menntalegum
skilningi. Hápunktur þessarar end-
urreisnar var 1947 þegar Ólafur
konungsefni Norðmanna afhjúpaði
Snorrastyttu Vigelands sem gjöf
norsku þjóðarinnar við inngang
skólahússins. Það var sýnilegur
vottur um þýðingu Snorra Sturlu-
sonar og verka hans fyrir norsku
þjóðina.
Árið 1986 hófst önnur endurreisn
í Reykholti. Ytra umhverfið var þó
ekki glæsilegt. Það fjaraði undan
Reykholtsskóla eins og öðrum hér-
aðsskólum sem menntastofnunum.
Svartsýnir sáu ekki annað fyrir
dyrum en að hægfara hnignun.
Þá verður það staðnum til happs
að þar situr prestur, sr. Geir
Waage, sem horfir lengra fram og
aftur en til næstu messu, og í sókn-
arnefnd Reykholtskirkju sitja
menn sem hugsa stórt, enginn er
lastaður þó Bjarni Guðráðsson í
Nesi sé sérstaklega til nefndur.
Heimamenn ákveða að reisa frekar
nýja kirkju en að hressa upp á
gamla hróið. Þeir taka það á kirkj-
una að koma upp sómasamlegri að-
stöðu til að taka við þeim mikla
fjölda ferðamanna sem staðinn
sækja, þeir ákveða að Snorri
Sturluson eigi það skilið að í Reyk-
holti verði í minningu hans sett
stofnun, bókasafn og menntasetur.
Bygginganefndin hef-
ur samband við máls-
metandi menn í Nor-
egi, þaðan berast
gjafir frá einstakling-
um, sveitarfélögum og
norsku þjóðinni.
Framlög og gjafir
koma frá innlendum
aðilum, opinberum og
einstaklingum. Stofn-
uð er sjálfseignastofn-
unin Snorrastofa,
rannsóknastofa í mið-
aldafræðum, mennta-
málaráðuneyti og
heimamenn leggja
henni til rekstrarfé,
Mál og menning af-
hendir henni bókasafn Jakobs
Benediktssonar til varðveislu og
menntamálaráðuneytið tryggir því
árlegt framlag til viðhalds. Hluta-
félagið Heimskringla er stofnað til
að þjónusta ferðamenn. Kirkjan er
vígð og á kristnitökuári opnar Har-
aldur Noregskonungur Snorrastofu
svo nefndar sé fáeinar stiklur í
merkri uppbyggingasögu.
Hvað leiðir svo af öðru, uppbygg-
ingin í Reykholti dregur að sér at-
hygli innanlands og utan. Unnið er
að rannsókn menja í jörð með upp-
greftri sem mun standa í mörg ár.
Þjóðminjasafnið hefur tekið gömlu
kirkjuna undir sinn verndarvæng
og er að endurbyggja hana sem
hluta af kirkjusögu Íslands. Reyk-
holt og nágrenni er miðpunktur
fjölþjóðlegs verkefnis þar sem
rannsakað er hvernig nýtt land
byggist og áhrif þess á náttúru og
landslag
Meðan þetta var að gerast hnign-
aði héraðsskólanum enn. Ýmislegt
var gert en 1996 var talið fullreynt
og ákveðið var að leggja skólahald
niður. Það var gríðarlegt áfall og
blóðtaka fyrir samfélagið, bæði
fjárhagslegt og félagslegt. Hinar
stóru byggingar stóðu tómar, í
mörgu illa farnar og sumar jafnvel
ókláraðar.
Svo segir í Sturlungu að Snorri
hafi lagt hug til Reykholts. Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
var ekki vinsælasti maður í Reyk-
holtsdal um það leyti sem skólanum
var lokað en hann hafði, eins og
Snorri, lagt hug til staðarins og var
ákveðinn í að skólahúsin skyldu fá
verðug hlutverk. Að forgöngu hans
og eftir vandaðan undirbúning var
skólahúsum fengið nýtt hlutverk.
Heimavistin leigð hjónum sem reka
hana nú sem heilsárshótel með
miklum glæsibrag. Austurálma
skólahússins varðveitir varaeintök
Landsbókasafns – Háskólabóka-
safns. Norðurálma skólahússins,
byggð sem fjóshlaða en breytt í
sundlaug, er nú glæsilegur en lát-
laus samkomu- og veislusalur og
hæðin þar yfir vistarverur fyrir
fræðimenn sem þar vilja dvelja um
stundarsakir. Að utan er húsið end-
urnýjað til upphaflegrar gerðar. Öll
endurgerð þessa gamla kastala ber
vitni um metnað og góðan smekk
þeirra sem að unnu.
Hinn 16. nóvember síðastliðinn, á
degi íslenskrar tungu, tók Björn
Bjarnason gamla skólahúsið form-
lega í notkun á ný til nýrra hlut-
verka á nýjum tíma og lauk með því
merkum áfanga í borgfirskri sögu
seinni ára.
Enginn veit hvernig umhorfs var
í Reykholti þegar Snorri bjó þar og
gerði virki um staðinn. Áreiðanlega
hefur þó aldrei verið staðarlegra
heim að líta eða unnið fjölþættara
menningarstarf í Reykholti en nú.
…lagði hug til
Reykholts
Ríkharð
Brynjólfsson
Reykholt
Á degi íslenskrar tungu,
segir Ríkharð
Brynjólfsson, tók Björn
Bjarnason gamla skóla-
húsið formlega í notkun
á ný til nýrra hlutverka
á nýjum tíma, og lauk
með því merkum
áfanga í borgfirskri
sögu seinni ára.
Höfundur er oddviti
Borgarfjarðarsveitar.
SAGT er að um-
hverfismál séu mál
allra jarðarbúa. Ekki
er hægt að leysa um-
hverfisvandamál
heimsins nema í sam-
starfi þjóða í milli.
Fulltrúar þjóða heims
hittust fyrir næstum
tíu árum í Ríó de Jan-
eiró í Brasilíu og gerðu
með sér tímamóta-
samning um sjálfbæra
þróun. Eitt afsprengi
þessarar samþykktar
var að efna til samn-
ings um loftslagsmál
sem kenndur er við
borgina Kyoto í Japan. Á undan-
förnum tveimur árum hefur mikið
gengið á við að ná fram samkomu-
lagi milli þjóða heimsins um að
minnka losun koltvísýrings út í loft-
hjúp jarðar.
Nú hefur Siv Friðleifsdóttir og
hennar fólk snúið heim frá Marokkó
með samning í farteskinu, sem inni-
heldur öll þau ákvæði er íslensk
stjórnvöld lögðu áherslu á að fá
samþykkt. Geri aðrir betur. Þarna
inni er líka svokallað sérákvæði Ís-
lands. Þar hafa þjóðir
heims fallist á það
sjónarmið að notkun
endurnýjanlegra orku-
gjafa við iðnaðarfram-
leiðslu valdi minni
mengun á heimsvísu
heldur en með orku
framleiddri úr olíu,
kolum eða öðrum jarð-
efnum.
Vel má líkja þessum
alþjóðasamningi, sem
nú hefur náðst um
loftslagsmál, við haf-
réttarsáttmálann. Ís-
lendingar eru ákaflega
stoltir af þeim samn-
ingi. Sérstaklega vegna þess fram-
lags er við lögðum í hann. Hans G.
Andersen hlaut verðskuldaða upp-
hefð fyrir aðkomu sína að þeim
samningi. Nú höfum við Íslendingar
eignast annan mann er nýtur álíka
virðingar og Hans naut við gerð haf-
réttarsáttmálans. Íslenska samn-
inganefndin með Halldór Þorgeirs-
son í broddi fylkingar hefur sýnt og
sannað að Ísland getur gert sig gild-
andi í alþjóðamálum. Í alþjóðamál-
um eigum við að vera þátttakendur
og láta til okkar taka. Halldór fær
nú það hlutverk að stýra vísinda-
nefnd loftslagssamningsins.
Ekki skemmir fyrir þessum
samningi að ég hef heyrt því fleygt í
fjölmiðlum að menn séu að verð-
leggja þennan kvóta, er við fáum við
samninginn, á bilinu 8 til 16 millj-
arða króna. Mönnum hefur verið
fagnað fyrir smærri samninga. Í
ljósi þessa alls segi ég að þetta er
sigur fyrir Siv Friðleifsdóttur sem
haldið hefur hagsmunum okkar á
lofti og ekki látið misvitra stjórn-
málamenn hér heima teyma sig af
réttri leið.
Sigur fyrir um-
hverfisráðherra
Bryndís Bjarnarson
Umhverfismál
Þetta er sigur fyrir Siv
Friðleifsdóttur, segir
Bryndís Bjarnarson.
Hún hefur haldið hags-
munum okkar á lofti.
Höfundur er í umhverfisnefnd
Mosfellsbæjar.